Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. mars 1982 — 55. tbl.47. árg. Alþjóðlegs baráttudags kvenna, sem var í gær 8. mars, var minnst víða um land á ýmsan veg. Menntskælingar í Hamrahlíð héldu upp á daginn í gamni og alvöru með ýmsum uppátækjum, ræðuhöldum, söng og upplestri. Myndin er tekin í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. — Ljósm.: — gel —. Fersk karfaflök á Bandaríkjamarkaði: Sölumiðstöðm með undirboð? Við erum ekki vanir að bera saman verðin opin- berlega, segir Guðmundur H. Garðarsson Alvarlegar ásakanir á hendur Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna um undir- boð á ferskum karfaflök- um á Bandaríkjamarkaði komu fram hjá Halldóri Helgasyni i sjónvarpsvið- tali sl. sunnudag. Þar ásakaði hann SH um að selja karfaflök á 12% til 15% lægra verði en hægt væri að fá fyrir þau á markaði vestra. Þjóöviljinn bar þessar ásakanir fyrst undir Eyjólf Isfeld, forstjóra SH, sem sagðist ekkert um þetta mál vita og visaði á Guðmund H. Garðarsson, blaðafulltrúa sam- takanna. Þaðsama gerði Rikharð Thorsteinsson, sem annast þessa sölu vestra fyrir SH. Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi sagði að þarna hefði Halldór farið með algerlega órök- stutt mál. Við erum hinsvegar ekki vanir að vera að bera saman verðin opinberlega, sagði Guð- mundur. Þá sagði hann að allir Framhald á 14. siðu- Kjarasamningar við Álverið: Felldir hjá Hlíf Ástæðan kjaraskerðing Sem kunnugt er af fréttum, voru nýlega undirritaðir nýir kjarasam ningar mitli Atversins annars vegar og þeirra verka - lýösfélaga sem aöild eiga aö þeim vinnustað, meö venjulegum fyrir- vara um samþykki félagsfundar. Siöan geröist þaö sl. laugardag á fundi i Verkamannafélaginu Hlif I Haf narfirði að sam ningarnir voru felldir með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða eða 147:58. Sigurður Sigurðsson vara- formaður Hlifar sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að höfuð ástæðan fyrir öánægju verka- manna með samningsdrögin, væri sú, að sú kauphækkun, sem þar er gert ráð fyrir vegur ekki uppá móti þeirri kjaraskerðingu sem verður þegar breytt vakta- fyrirkomulag kemur til fram- kvæmda i Alverinu, sem mjög stutt er I. Nú vinna menn á þriskiptum vöktum i kerjaskálum og hafa 36,2% vaktaálag, en vegna tölvu- væðingar við vinnslutækni er stefnt að þvi að setja alla á tvi- skiptar vaktir sem gefur 24,3% vaktaálag. Afturámóti var aðeins gert ráð fyrir 3,25% kauphækkun i samningnum með afturvirkni til 1. növember sl. Það munu eingöngu vera verkamenn i Hlif, sem verða fyrir kjaraskerðingu þegar þessi breyting á vöktum kemur til framkvæmda. Sigurður sagði að næsta skrefið yrði að halda fund með félögum i Hlif, sem vinna i Straumsvik um málið, en siðan yrðu teknir upp samningar að nýju við Álverið og þess freistað að ná fram breytingum á samn- ingi. — S.dör. Reyklaus dagur Reykingavarnarnefnd efnir til rcyklauss dags i dag. Skorað er á reykingafólk aö leggja nagiann til hliöar og upplifa dásemd þess aö draga ferskt og ómengaö loft niöur í lungun. Meö þvi aö efna til þessa reyklausa dags vonast Reykingavarnar- nefnd til þess aö einhverjir muni i beinu framhaldi af deginum hætta sinni lik- kistusmiöi og fari þess i staö aö ástunda heilsusamlegra liferni en hingað til. Herferðin gegn reykingum er alþjóöleg og liggja flestar þjóðir nú aukna áherslu á tóbaksvarnir. Er þvi mikill- vægt að sem flestir leggi sitt af mörkum i baráttunni við vágest reykinganna. Nú er að sjá hver getur og vill reyna sig i átökum við leiðan Stuðningur við orku- málaráð- herra llreppsnefnd Sandvikurhrepps samþykkti á fundi sinum þann 6. fcbrúar eftirfarandi ályktun: „Hreppsnefnd Sandvikur- hrepps lýsir cinróma yfir stuðn- ingi við Iljörleif Guttormsson orkumálaráöhcrra i viðskiptum hans viö Alusuissc og óskar hon- unt vclfarnaðar i baráttu hans fyrir skynsamlegri nýtingu is- lenskra auðlinda.” Skipulagsmál Suðurnesja Aukið f lug orrustuf lugvéla yf ir Njarðvíkum hef ur sett skipulagsmál á Suðurnesjum á dagskrá með nýjum hætti og er nú í undirbúningi stof nun nýrrar samvinnunef ndar um skipulagsmál á Suðurnesjum með þátttöku fulltrúa frá sex sveitafélögum. Fyrri samstarfsnefnd hafði ekkert umboð til ákvarðanatöku og er brýnt að fá það á hreint hver lögformleg meðferð skipulagsmála á að vera. Sjá bls. 16. Erlendar skuldir um síðustu áramót Obreytt nettóstaða frá byrjun til loka ársins I árslok 1980 var nettó- skuld íslenska þjóðarbús- ins við erlendar lána- stofnanir 856,8 miljónir dollara. Ári síðar, það er um síðustu áramót, var þessi sama nettóskuld 887,6 miljónir dollara, og hafði þvi hækkað um 30,8 miljónir dollara, eða 3-4% frá upphafi til loka árs. Á sama tíma frá upp- hafi til loka síðasta árs hafði verðmæti útflutn- ingsvörubirgða hérlendis aukist um 31 miljón doll- ara umreiknað á gengi um síðustu áramót, og má því segja að nettó- staðan gagnvart útlönd- um hafi haldist óbreytt á síðasta ári, sé dollarinn notaður sem mælieining. Þær tölur, sem hér hafa verið raktar eru byggöar á upplýsing- um Seðlabankans. Samkvæmt tölum Seðlabank- ans var nettóstaðan við útlönd neikvæð um 5338 miljónir i árs- lok 1980 og um 7243 miljónir i árslok 1981, og hefur þá ekki verið tekið tillit til breytinga á útflutningsvörubirgðum. I krónutölu er hækkun nettó- skuldarinnar samkvæmt þessu 36% milli ára, en verðbólgan hér innanlands var á sama tima rösk 40%. Sú nettóstaða, sem Seðla- bankinn reiknar út er fengin með þvi, að draga gjaldeyris- eignina að viðbættum fyrir- sjáanlegum tekjum af útfluttum vörum (sem búiðerað flytja út) frá heildarupphæð skuldanna (bæði langra lána og stuttra vörukaupalána). Brúttóupphæð skuldanna hækkaði á siðasta ári úr 6840 miljónum króna i 9660 miljónir kr. Gjaldeyriseignin ásamt ógreiddum tekjum af útfluttum Mælt í doll-~ urum og til- lit tekið til breytinga á útflutnings- vörubirgðum vörum hækkaði hins vegar á móti úr 1502 miljónum króna i 2417 miljónir. Og þar við bætist að verðmæti útflutningsvöru- I birgöa i landinu var um siöustu áramót talið 253 miljónum króna meira en i byrjun árs. Sé mælt i islenskum krónum hækka erlendu skuldirnar á sið- asta ári minna en svarar inn- lendri verðbólgu. Sé mælt i dollurum standa þær i stað. Og er þá i báðum tilvikum átt við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.