Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 9. mars. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hvað á að gera í Tævan? Sambúð Kma og Bandaríkjanna fer kólnandi Nixon skálar viðSjú Enlæ fyrir fáum árum og uröu margir hissa. í fyrra var vinfengi stjórnenda Kina og Bandarikjanna enn svo mikið að Haig utanrikis- ráðherra lýsti þvi yfir i skálaræðu að „markmið okkar i öllum heimshlut- um eru svipuð ef ekki hin sömu”. Siðan hefur vináttan milli auðugasta rikis heims og þess fjöl- mennasta kólnað að miklum mun—og er þar ekki sist um að kenna ágreiningi út af þjóðernissinnastjórninni sem enn situr á Tævan. Nú eru tiu ár liðin siðan heimurinn stóð á öndinni yfir þeim stórtiðindum, að Nixon for- seti og Sjú Enlæ skáluðu fyrir nánum vinskap rikja sem um tuttugu ára skeið höfðu verið jafnvel enn hatrammari and- stæðingar i köldu striði en Sovðt- rikin og Bandarikin. Gleymi menn þvi til dæmis ekki, að Maó oddviti hafði illan bifur á batn- andi sambúð Sovetrikjanna og Bandarikjanna á valdadögum Krúsofjs og óttaðist að i þeim vin- skap yrði hagsmunum Kinverja fórnað. Ávinningar USA Bandariskir ráðamenn og fjöl- miðlar hafa óspart látið i ljós ánægju sina með þessa þróun mála á undanförnum árum; það liggur við að Kina hafi hlotið „sérstaka meðferð” i bandarisk- um fjölmiðlum: Kina er eins- flokksriki eins og Sovétrikin og hefur dæmt andófsmenn i þunga dóma, en það getur varla heitið að Bandarikjamenn hafi æmt eða skræmt yfir þeim réttinda- skerðingum i Kina sem þykja meiriháttar afbrot þegar Sovét- menn eiga i hlut. Kinverjum var flest fyrirgefið og höfuðástæðan var vitanlega sú, aö það kom Bandarikjunum mjög vel að hafa þetta stóra riki sin megin i hernaðartaflinu. Vikuritið News- week bendir einmitt á það nýlega, að það megi sjá minna grand i mat sinum en það, að fjórðungur af landher Sovétrikjanna eða um fimmtiu herfylki, eru bundin við varnir um 6000 kilómetra langra landamæra Kina og Sovétrikj- anna. Viðskiptin Hitt er svo annað mál að ekki hafa Bandarikjamenn grætt jafn- mikið á samstarfinu viö Kina á öðrum sviðum og bjartsýnismenn bjuggust við á hveitibrauðsdög- um vinalátanna. Að sönnu hafa viðskipti milli landanna aukist verulega. Þau voru afar litil, en nema nú um fimm miljörðum dollara á ári og er Kina þá stærst- ur viðskiptavinur Bandarikja- manna af þeim rikjum sem kommúnistaílokkar stjórna. En verslun þessi er miklu minni en búist hafði verið við, kinverskur efnahagur heíur reynst of veikur til stórra stökkva i viöskiptum. Auk þess hafa Japanir betur kunnað á Kinverja en Banda- rikjamenn og hafa tryggt sér viðskipti sem eru helmingi meiri en þau sem Bandarikin reka við Kina. Kinverjar hafa l'yrir sitt leyti getað keypt ýmsan tækni- bdnað sem þeir þurla frá Banda- rikjunum og þangað hafa þeir sent um 7000 stúdenta. Samt eru þeir óánægðir og segjast fá of litla aðstoð frá Bandarikjunum. Tvö Kina En sem fyrr segir: höfuðvand- inn i sambúð rikjanna er tengdur Tævan. Stjórnirnar i Tæpei og Peking eiga íátt sameiginlegt annað en það, að báðar hafa lengst af haldið fast við þá kenn- ingu, að Kina sé eitt riki og eigi að lúta einni stjórn. Tævanstjórn mun reyndar búin að gefa það ■ I Friðarhreyfingin I ,,of sterk” í Austur-Þýskalandi: Herferð gegn friðarsfnnum „Vopnaður friður” orðinn lausnarorð A undanförnum mánuðum hefur friðarhreyfingunni I Aust- ur-Þýskalandi vaxið verulega fiskur um hrygg. Rikisstjórnar- flokkurinn SED hefur hingað til verið tvístigandi i afstöðu sinni til þessarar hreyfingar af ýms- Ium ástæðum. En nú virðast yfirvöld vera farin að óttast verulega um eigin hernaðar- pólitik og ungliðahrey fing ' flokksins hefur nú hafið herferð I gegn friðarsinnum. Segja má að vaxtarbroddur • austur-þýsku friðarhreyfingar- J innar hafi verið i kirkjunni, þar- I sem fjöldi fólks hefur fengiö að I koma saman án þess að hand- I langarar rikisvaldsins hafi haft J afskipti af. Kirkjan nýtur tölu- I verðrar virðingar þar i landi. A I 37. minningardegi um eyðingu ■ Dresden i heimstyrjöldinni tóku J t.d. 5000 manns þátt i friðardag- I skrá, þarsem spjótunum var i töluverðum mæli beint gegn hernaðarpólitik Austur-Þýska- lands og austurblokkarinnar jafnt sem á vopnvæðingu Vesturlanda. Viðbrögð Þessi fundur i Dresden þótti sýna i hvers konar ógöngur flokkurinn var kominn i með áróðri sinum um skefjalausa vopnvæðingu Nató og vaxandi mótmæli gegn kjarnorkuvopn- um og flaugum i Vestur- Evrópu. Áróðurinn var skilinn „röngum” skilningi: gagnrýni fólksins beindist einnig til eigin umhverfis. Þessi útbreiðsla og árangur friðarhreyfinga er um- hugsunarverður. Yfirvöld eystra voru i vand- ræðum með viðbrögð. Friðar- hreyfing i Austur-Þýskalandi hefur fyrir löngu breiðst út fyrir kirkjudyrnar og ungt fólk hefur i auknum mæli látið gagnrýni sina á hernaðarbrölti heima fyrir i ljós. Meir að segja munu miklar umræður hafa farið Kriðarhreyfingar berjast gegn Frá friðarfundinum i Dresden. fram um að fólk ætti ekki að gegna herþjónustu og heimta að fá að sinna öðrum störlum i staðinn. Þetta var meira en valdsmenn gátu þolað. Yfir- menn i kirkjunni hafa einnig hræðst viðgang hreyfingarinnar og reynt að milda kröíurnar og afneita þeim róttækustu. Aðrir kostir? Þetta mun hafa orðið til þess að ungliðadeild flokksins Frjáls þýsk æska (FDJ) er kominn i herferð þarsem ungt fólk er hvatt til að velja herinn. Þar er lika hvatttil „vopnaðs friðar”. 1 hvatningarskrifum málgangs Frjálsrar æsku, Junge Welt og á plakötum er lagt til að fjár- magnsframlög til austur-þýska vopnvæðingunni eystra og vestra. hersins verði aukin, til að * tryggja þann frið sem austur- J blokkin stendur fyrir. Þessi her- I ferð á að standa til marsloka. Uppá siðkastið hefur flokkur- ■ inn hafnað körfum kirkjunnar J um að rekin veröi eins konar I félagsleg þjónusla fyrir þá sem ekki vilja gegna herþjónustu. ' Werner Walde, flokksritari, seg- J ir i yfirlýsingu sinni um þetta mál, að „þeir sem mæli með I svokallaðri friðarþjónustu i stað * herþjónustu, verði að gera sér ! ljóst, að æðsta stig friðarþjón- I ustu er fólgið i vopnaðri þjón- I ustu við sósialismann”. Þau eru ] furðu keimlik „rökin” sem . hernaðarpostularnir eystra og vestra láta sér sæma að brúka. I Byggt á Information og J Spiegel. —óg | upp á bátinn að halda slikri kenn- ingu til streitu (en það þýddi yfir- lýsingu um að hún liti á það sem eilifðarverkefni sitt að undirbúa innrás á meginland Kina). En ráðamenn i Peking vilja að eitt- hvað gerist i Tævanmálum sem þeim sé hagstætt, og eru þvi afar gramir yfir þvi, að stjórn Reagans ætlar að halda áfram að selja stjórninni á Tævan ýmis vopn. Keagan hefur að visu strikað út af sölulista mjög ný- tiskulegar orustuþotur (af gerð- inni FX) og sett i staðinn aðra tegund eldri en Pekingstjórnin er jafnóánægð fyrir þvi. Hún hefur meira að segja i hótunum um að „skrúfa niður” diplómatasam- skipti ef að Bandarikjamenn lofa ekki að draga i áföngum úr vopnasölum til Tævan og ljúka þeim á þriggja til sex ára tim'a. Talsmenn stjórnarinnar i Washington segja aftur á móti, að það yrði mjög erfitt fyrir hvaöa forseta sem væri að samþykkja slika áætlun Kinverja. Hun mundi þýða að þeir i Washington væru að fórna gömlum bandamanni og mundi það mælast illa fyrir hjá öðrum skjólstæðingum. Sovéska spilið Haig sagði i fyrra, aö Kina og Bandarikin heiðu svipuð mark- mið i flestum málum; hið sanna er að það er einkum hernaðarlegt tafl gegn Sovélrikjunum sem sameinar þessi riki. En það er lika farið að tala um það, að tónn- inn i þeim orðsendingum sem fara á milli Moskvu og Peking sé ekki eins hvass og stundum áður. 1 þvi samhengi rifja fréttaskýr- endur það gjarna upp, aö hjú- skapur Kinverja og Bandarikja- manna sé þannig til kominn að eigi séu þar allar ástir i andliti fólgnar. Báðir hugsi flátt: Washington ætlar að „spila út Kinaspilinu” i pókernum við Rússa eftir þörfum — og Kinverj- ar geti hagað sér eins: slegiö út „bandariska spilinu” eða jafnvel keypt sér rússneskt. Það þykir þó ekki liklegl að tii sátta sé að draga með Kinverjum og Sovét- mönnum. Ekki einungis vegna margháttaðra árekstra und- anfarinna ára heldur og blátt áfram vegna þess að Kinverjar gætu ekki búist við þvi að Sovét- menn væru aflöguíærir um tækni- búnað og lán sem þeir þurfa mjög á að halda — allra sist i miðri pólsku kreppunni. En þetta þýðir heldur ekki að Kinverjar muni slá undan i Tæ- vanmálinu til að tryggja áfram- haldandi viöskipti og tækniaðstoð frá Bandarikjunum. Saga vinslita þeirra við Sovétmenn sýnir, að kinverskir ráðamenn eru óhræddir við að slita tengslin við meiriháttar bandamann — hverj- ar sem pólitiskar eða efnahags- legar afleiðingar verða. áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.