Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. mars. 1982. ÞriOjudagur 9. mars. 1982. ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9 „Sá þingmaður, sem styö- ur allar tillögurum einokun, mun ekki aðeins uppskera viðurkenningu fyrir að skilja verslun og viðskipti, heldur mun hann og uppskera virð- ingu og þakklæti þeirra, sem mikil völd og áhrif hafa. Ef hann hins vegar stendur á móti tillögum um einokun, mun hann fá litlar þakkir fyrir” „V erðum varir við mikiim meðbyr” — thaldið hefur alltaf stjórnað I Grundarfirði.oftast meö hreinum meirihluta. Þetta hefur verið eitt af eindregnustu ihaldshreiðrum landsins. Stjórnendur þess orðnir bæði hugmyndasnauðir og valda- þreyttir og svo sannarlcga orðið mál á hvildinni. Þeir munu hafa rausnast til þess að halda einn fund ineö kjósendum á öllu kjör- timabilinu. Það er ólafur Guðmundsson, verkamaður i Grundarfirði, sem svo hressilega tekur til orða. — Vib Alþýðubandalagsmenn i Grundarfirði eigum samstilltan hóp áhugamanna um sveitar- stjórnarmál. Eigum núna einn mann i hreppsnefndinni. Með honum höfum við haldið reglu- lega fundi allt kjörtimabilið, þar sem rædd eru mál sveitarfélags- ins, teknar sameiginlegar ákvaröanirog mótuð sameiginleg afstaða til þeirra. Við leggjum megin áherslu á að hafa sem mest og best samband við fólkið oe snvrium: Hvað vilt þú? Kosningastarfiö er þegar hafið hjá okkur og við lögöum áherslu á aö skipuleggja það vel strax i byrjun. Við kusum sér- stakan kosningastjóra og siðan þrjár nefndir til þess aö undirbúa skoðanakönnun og gera tillögur um stefnumál. Allt er þetta starf vel á veg komið og skoðanakönn- unin afstaðin. Hún tókstmjög vel. Alls kusu 123 en við siðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við 113 atkv. Uppstillingarnefnd er nú að ganga frá listanum. Við stefnum aö þvi að fá tvo menn kjörna i hreppsnefndina. Það ætti að takast, okkur vantaði ekki nema 5 atkv. til þess siðast. Allir félagar okkar eru mjög virkir i starfi og við verðum varir við mikinn meðbyr. — Og svo gefið þið út blað. — Já, við gerum það, Birting. Otkoma hans fer svona eftir at- vikum. Það eru komin út 3 blöö og það fjórða er i prentun. Nú, við heyrum það svo sem að við séum reynslulausir angur- gapar og þvi i litlu treystandi. Og það er rétt að við getum yfirleitt ekki gumað af mikilli reynslu i sveitarstjórnarmálum. Það gátu meirihlutamenn ekki heldur i upphafi. Og mennirnir meö „reynsluna” hafa svo sannarlega fengið ti'ma til þess að taka sitt próf en bara fallið á þvi. Þessi ráðstefna, jú, þar hefur eitt og annað athyglisvert komið fram. Mérlistt.d. mjög velá þær hugmyndir, að haldin verði önnur ráðstrfna eða námskeið eftir kosningarnar fyrir þá nýju full- trúa, sem koma til með að ná ólafur Guömundsson: „Stjórn- endur þess orðnir bæði hug- myndasnauðir og valdaþreyttir og svo sannarlega orðið mál á hvildinni’. — Mynd: -eik. kjöri i komandi kosningum. Hug- myndinum útgáfu handbókar um sveitarstjórnarmál er einnig allr- ar athygli verð. Margt fleira mætti segja um gagnsemi svona ráöstefnuhalds og ég vil færa þeim þakkir, sem fyrir þvi stóðu að koma þvi i framkvæmd með þeim glæsibrag, sem raun ber vitni. —mhg Viðtöl við fulltrúa á sveitarstjórnarráðstefnu AB en ég býst við að það skýrist nú bráðlega. En hvemig sem þeim kann að verða hagað þá erum við i Alþýðubandalaginu farin að undirbúa þær. Kosningar þurfa náttúrlega helst að vera i undir- búningi allt kjörtimabiliö. Hvammstangi a- mjög vaxandi bær, sem ætla má að eigi góða framtið fyrirsér, og þar er mikib um alls konar framkvæmdir. — En hvað um lifið á Lauga- bakka? — Jú, ég er nú kennari þar. A Laugabakka er heimavistarskóli fyrir 110 nemendur og forskóli upp í áttunda bekk grunnskóla. Niundi bekkurer svo á Reykjum i Hrútafirði. Það er gott mannlíf á Laugabakka. Eg vil svo stinga þvi að ykkur hjá Þjóðviljanum að þið ættuð heldur að varast iangt mál i blað- inu. Kannski ekki alltaf gott til gerðar með aðsendar greinar. En fólk leggur ógjarnan i að lesa mjög langar greinar nema þær séu þá alveg sérstaks eðlis, ég tala núekkium þar sem póstsam- göngur eru tregar og mörg blöð berast kannski aö i einu. Og svo, umfram allt: fólk þarf aö skilja það mál, sem talað er og skrifað. —mhg áfram að telja upp vanrækt en að- kallandi verkefni. Eg vil nota tækifærið til þess að vekja athygli á þörf okkar á þvi að fá óseyrarnesbrúna, til þess að tengja saman þorpin hér á ströndinni, þannig að þau geti stutt hvert annað. Ýmsir Stokks- eyringar eru á sjó úti i Þorláks- höfn. Það er spölur fyrir þá að þurfa að krækja upp á Selfoss til þess að geta skroppið heim til sin. Við, sem stöndum að lista Al- þýðubandalagsins erum auövitað óreynd i sveitarstjórnarmálum og sjálfsagt verður okkur fundið það til foráttu. En okkur finnst bara svo margt að, svo brýn þörf margháttaðra umbóta, að við getum ekki setið lengur hjá. Við þurfum að gera þetta þorp okkar aðþesskonar byggðarlagi, að fólk vilji og geti búið hér. Að þvi vilj- um viö vinna. Og svo eru það stjórnmála- mennirnir okkar. Hverskonar mál er þetta eiginlega sem þeir erufamirað tala? Það er visitala hér og visitala þar og visitala allsstaðar. Hvernig á almenning- ur að skilja þetta? Allt er að veröa vafið innan i endalausar vísitölur. Jú, „mitt er að yrkja, ykkar að skilja” var víst einu sinni sagt. Og svo er það þessi ráðstefna. Hún er ágæt. Það er oftast margt hægt að læra af þvi að bera saman bækurnar. —mhg „Það er gott mannlíf á Laugabakka’ „Við getum ekki setið lengur hjá — Alþýðubandalagsmenn hafa nú eiski staðið mikiö í fram- boðsmálum til sveitarstjórnar hér á Stokkseyri að þessu. En nú höfum við ákveðið að gera þar breytingu á og bjóða fram sérlista sem þegar er búið að ganga frá. Og við höfum ástæðu til þess að ætla aö sú tilraun gangi vel. Svo mælti Margrét Frl- mannsdóttir, húsmóðir á Stokks- eyri og formaður Kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins i Suður- landskjördæmi. — Jú, okkur finnst mikið að vinna á Stokkseyri. 1 raun og veru er frystihúsið eina atvinnutækið þar. A rekstri þess veltur afkoma fólksins. Halli þar undan fæti er voðinn vis. Það er þvi mikil nauðsyn að koma á fót fjölbreytt- ara atvinnulifi ef þorpiö á að eiga sér framtið og geta vaxið með eðlilegum hætti. Það er ekki heill- andi fyrir ungt fólk að setjast að hjá okkur eins og nú er. Og hvað biður byggðar þar sem svo er ástatt? AStokkseyri vantar margt. Til dæmis er þar ekkert dvalar- heimilifyrirbörn og er það næsta furðulegt á stað, þar sem jafn- margar húsmæður vinna úti. Félagslegri aöstöðu er ekkert sinnt, sem hlýtur þó að vera mikilsverður þáttur i nútima samfélagi Stórbæta þarf alla að stööu fyrir börn og unglinga. Auka þarfog efla að miklum mun allaþjónustu við aldraða. Það er i raun og veru aðeins einn maöur, sem leitast hefur við að sinna þessum málum eitthvaö. Hér, —■ og nú tala ég eins og ég væri heima, — hefur lengi verið til plastsundlaug en hennihefur ekki enn verið komiö fyrir. Ef fjöl- miðlarhefðu nú vakið á þessu at- Úr skýrslu Alþjóða neytendasamtakanna: bóndi að kaupa sitt útsæði á hverju ári. Og þessi þróun er komináfullt skriö. Efnafyrirtæki um allan heim standa nú i sam- keppni um uppfinningar á tilbún- um fræjum og einkasöluleyfi hafa verið keypt fyrir billjarða doll- ara. Sem dæmi um þetta má nefna, að risafyrirtækið Rank Hovis McDougall keypti á einni viku 84litil fyrirtæki, sem seldu „ekta” fræ i Bretlandi. Endurskoðunarfyrir- tæki og auðhringar Baráttu gegn auðhringum er nánast hægt að heyja á öllum hugsanlegum vigstöðvum, og hef- ur fátt eitt verið taliö upp hér af þvi sem kemur fram i skýrslu Alþjóða neytendasamtakanna. En hvað er til ráða, þegar stjórn- völd margra landa annað hvort snúa blinda auganu að þessari starfsemi eða beinlinis örva hana með öllum tiltækum ráðum? Hvar geta menn leitað réttar sins? Sumir hafa farið þá leiðina að leita til alþjóðlegra endurskoðun- arfyrirtæki Alþjóða neytenda- samtökin vara við þeim — a.m.k. sumum hverjum. Þvi á sama hátt og bankastarfsemin ýtir undir auðhringa, þjóna mörg endur- skoðunarfyrirtæki undirrassinn á auðhringum. Nefnd á vegum Bandarikja- Jxngs sendi frá sér skýrslu árið 1977 um starfsemi endurskoöun- arfyrirtækja, og gengur sú skýrsla undir heitinu: Metcalf- skýrslan. 1 skýrslunni er rakið hvernig hin 8 stærstu endurskoð- unarfyrirtæki heimsins — sem kallasig sjálfstæðog óháð — geta vart talist sjálfstæð nema i orði kveðnu. Þessi 8 fyrirtæki eru: Arthur Andersen, Arthur Young, Coop- ers & Lybrand, Ernst & Ernst, Haskins & Sells, Peat Marwick og Mitchell, Price Waterhouse og Touche Ross. Þessi fyrirtæki koma viða viö. Rannsókn Bandarikjaþings leiddi i ljós, að 84% þeirra fyrir- tækja,sem áskráeruiNew York voru viðskiptavinir einhverra þessara 8 endurskoðunarfyrir- tækja. Sameinuðu þjóöirnar hafa mörg undanfarin ár barist harðri, en þvi miður vonlausri baráttu fyrir þvi að koma á alþjóðalögum yfir endurskoðunarfyrirtæki. Auðhringar og ýmsar rílcisstjórn- ir hafa sett sig á móti slíkri lög- gjöf. Niðurstaða — heimur á heljarþröm Niðurstaðan i skýrslu Alþjóða neytendasamtakanna er þessi: Allar rannsóknir á starfsemi auðhringa og á heimsmarkaönum sýna.að framleiðendavald þjapp- ast á æ færri hendur. Samkeppn- inni er þannig varið, að á engan hátt er hægt að halda þvf fram, að hún sé neytendum i hag. Hinn þekkti hagfræðingur Galbraith hefur orðað það svo, að nær sé að tala um framleiðendavald i heiminum en neytendavald. Hugmyndafræði sú, sem birtist i starfsemi auðhringa er á þessa leið: högum starfseminni með hámarksgróða að leiðarljósi. Einkunnarorð þeirra virðast vera tekin frá 17. aldar hagfræð-ingn- um Adam Smith, en hann skrifaði á þá lund, að lestir græðginnar myndu breytast i kosti fyrir forsjá hinnar „duldu handar” markaðarins og koma þvi á endanum neytendum til góða. Adam Smith reit sinar bæk- ur áður en gufuaflið var tekið i notkun við framleiðslu. Alþjóða neytendasamtökin geraað lokum að tillögu sinni, að neytendasamtök alls staðar verði að vera vel á verði og fljót að ,koma upplýsingum á framfæri, að neytaidasamtök beinlinis taki sig til og kaupi hlutabréf í auð- hringum, aö komið verði á fót dómstóli neytendasamtaka, þar sem menn yrðu dregnirfyrir rétt, mál upplýstog menn látnirsvara tilsaka, og að komiö veröi á fót nefnd innan Sameinuðu þjóðanna til að bæta samstarf neytenda- samtaka viö þá stofnun. Umfram allt þarf aö fá fram breytingar. Og það hiö skjótasta. — (ast end- ursagði). Holmfriður Guðmundsdóttir á Laugarbakka I Miðfirði var einn þeirra fulltrúa, sem sátu sveitar- stjórnarráðstefnu Alþyðubanda- lagsins. Hún starfaði áður á Akureyrien fluttiað Laugabakka 1. sept. I haust og er sérkennslu- fulltrúi fyrir Húna vatnssýslur. Það er nú ekki fjölmennt Al- þýðubandalagsfélagiðhjá okkur i Vestur-Húnavatnssýslu, sagði Hólmf riður. — t þvi er 21 f élag i og flestir þeirra búsettir á Hvamms- tanga. En félagiö er starfssamt og raunar eina stjórnmálafélagið i sýslunni sem hægt er að segja um aö lifsmarksé með. Aðalfundur félagsins var hald- inn fyrir nokkru og þá var m.a. kosin ný stjórn, ekki af þvi að hin fyrri væri aðgerðarlltil heldur af hdnu, að við teljum öll hollt að hafa hreyfingu á hlutunum. Frá- farandi stjórn var farin af stað með fundaröð. Við efndum til þriggja almennra funda og er þeim nú lokið. Hinn fyrsti var um skólamál, annar um heilbrigðis- mál og sá þriðji um atvinnumál. Heimamenn höfðu framsögu á fundunum nema þeim um at- vinnumálin. Þar haföi framsögu maður frá Fjórðungssambandi Norðlendinga. Allir tókust þessir fundir vel og heilbrigðismála- fundurinn var einkum ákaflega vel sóttur. — Hvernig hugsið þið ykkur að Margrét Frimannsdóttir: „Viö þurfum að gera þetta þorp að þesskonar byggðarlagi að fólk vilji og geti búið hér”. — Mynd: —eik hygli þá væri laugin trúlega fyrir löngu komin i gagnið. A Stokks- eyri er i raun og veru ekkert nema verkafólk og Þjóöviljanum hefði a.m.k. áttaö renna blóðið til skyldunnar hvað sem öörum liöur. Og þannig gætum viðhaldiö Neytendavaldið er jafn fjarlægt og fyrr Hólmfriður Guðm undsdóttir: ,,En félagið er starfsamt og raunar eina stjórnmálafélagið i sýslunnisem hægt er að segja um að lifsmark sé með”. — Mynd: - eik. standa að sveitarstjórnarkosn- ingum? — t sveitunum verða þær sjálf- sagt isinu gamla fari. Hvernig að þessu veröur staðið hér á Hvammstanga er enn ekki ráðið Auðhringar þenja síg út Barnamiólk og briðii hcimurinn Fyrir um það bil þremur árum beindust augu manna að því að ungbarnadauði fór vaxandi i þriðja heiminum. Þar var komin á markað þurrmjólk og mæöur óspart hvattar með auglýsingum að gefa heldur börnum sinum þá „gæðafæðu” en brjóstamjólk. Nú er þurrm jólk góö og gegn — ef til- teknum skilyrðum um hreinlæti er fullnægt. Viða i þriðja heimin- um er ekki unnt að fullnægja þessum skilyrðum. Þvi fór sem fór. Alþjóða neytendasamtökin hófu herferð á árinu 1979 gegn þessari ósvinnu. Þessi herferð gafst nokkuð vel og Alþjóða neytenda- samtökin öðluðust dýrmæta reynslu i' meðferð slikra mála. Þessi vinna opnaði augu manna innan neytendasamtakanna fyrir vinnubrögöum alþjóðastrfnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, svo ekki sé minnst á sjálfan vá- gestinn — auöhringana. Barnamatur og Bandaríkin Alþjóöa neytendasamtökin vinna nú ötullega að þvi að fá Sameinuöu þjóðirnar til aö setja löggjöf um starfsemi auðhringa. Innan WHO (Matvælastofnun S.Þ.) liggur nú fyrir tillaga um takmörkun á auglýsingum á starfsemi auðhringa stendur þó eitt atriði enn óbreytt: neytendur standa jafnilla að vigi og áður. Astandið er enn þannig að til- tölulega fáir auðhringar ráða stórum framleiðslugreinum og mörkuðum. t mörgum iðngrein- um er ástandið þannig að innan við 10 auðhringar ráða tveimur þriðju hlutum heimsmarkaðar- ins. Slaknað hefur um tak þeirra i einstökumgreinum,svo sem oliu- iðnaði, þar sem nokkur þróunar- lönd hafa þjóðnýtt fyrirtækin. En á öllum sviðum neytendafram- leiðslu gengur þróunin i öfuga átt: æ færri fyrirtæki yfirtaka markaðinn. Þetta á t.d. við um bilaiðnaðinn og raftækjaiðnað all- an. Fæðuframleiðslu og neyslubreytt markvisst Rannsóknir ýmissa aöila, svo sem Sameinuöu þjóðanna og Alþjóða neytendasamtakanna sýnasvoekki verður um villst, að starfsemi auöhringanna hefur i fór með sér, aö fæðuframleiðsla og neysla breytist stöðugt. Fá- tæku löndin eru á hraðri leið með að verða framleiðendur lúxus- fæðu handa riku þjóðunum, svo sem á humri og rækjum, ávaxta- safa, hnetum og grænmeti, bæði nýju og frystu,og flytja f staðinn inn „frumfæðu”, ef svo má að orði komast. Þar er t.d. átt við mjólkurvörur, dýrafitu’ og jurta- Alusuisse er þekktur auðhringur sem teygir arma sina víðs vegar um heiminn — lika til Straumsvikur. (Ljósm. gel) oliu, en sá innflutningur kemur frá iðnaðarrikjunum. Neytendur fátæku sem riku landanna ráða litlu um verðiö, þvi mestu viðskiptin af þessu tagi eru i höndum örfárra fyrirtækja. Þannig má nefna, að 85% kakó- verslunar eru i höndum auð- hringa, 70—75% verslunar með banana og 85% teverslunar. Erfðafræðistofnar þurrkaðir út Erfðafræðistofnum þeirra gras- og korntegunda, sem fyrirfinnast i heiminum fer nú sifækkandi. Bændur nota nú æ færri tegundir til aö ná sem mestri framleiðslu af jörðum si'num. „Græna bylt- ingin”iþróunarlöndunum stuölar einnig að þessari þróun, en hún fólst einmitt i þvi að koma hraö- sprottnum tegundum til þróunar- landanna og hafa hinar „inn- lendu” tegundir farið mjög halloka i þessum viðskiptum. Fyrir allra hluta sakir hlýtur að vera eölilegra, að við jarðarbúar notumst við sem flestar tegundir grass og korns, og má færa fyrir þvi mörg rök. En ekki er öll sagan sögð. Nú eru það fræin sem hart er barist um. Þessi hraðsprottnu fræ þurfa auðvitað réttan áburð og mikinn gróða má fá úr áburðar- sölunni. Auðhringarnir komu snemma auga á þessa leið. En enn er sagan ekki nema hálfsögö. Að sjálfsögðu er gróðamögu- leikinn mestur, ef fræin eru heimatilbúin — þá veröur hver Sá vlsi maður Adam Smith rit- aði þessi orð i rit sitt Auðlegð þjóöanna. („The Wealth of Nations”). Sjaldan er vitnað til þessara orða. Sist af öllu vilja þeirsem aöhyllast „frjálsa versl- un” fletta þeim upp. Þeim hentar beturað nota aðrar tilvitnanir frá Adam Smith. Þvi ertil þessara orða vitnað að nýverið barst mér i hendur skýrsla frá Alþjóða neytenda- samtökunum. Þarer tekiðá held- ur ljótu máii: auðhringar heims- inshalda ótrauðir og nær óhindr- aðir áfram að breiðast út og upp- gangur þeirra i' þriðja heiminum er með ólikindum. barnamat. Framleiðendur slikra matvæla tóku höndum saman og mynduðu sterkan þrýstihóp til að fá Reagan-stjómina til að fella þessa tillögu. Stjóm Reagans felldi þann úrskurð, að ávinn- ingur sliksbanns væri smámunir hjá hinu, ef farið væri að setja bæði málfrelsi og verslunarfrelsi „skorður”. Þannig fór nú það mál. Ney te nda s a m tökin rannsaka auðhringana I skýrslu Alþjóða neytenda- samtakanna segir, að neytenda- samtök hafi nú almennt nokkurt yfirlit yfír starfsemiauðhringa og fylgist orðið grannt með henni. Frá árinu 1973 hafa oröið nokkrar breytingar á alþjóðlegri starf- semi auöhringa og skulu nú nokkrar tiundaðar. Auðhringar hafa dregið úr starfsemi sinni að einhverju leyti og fjárfesta ekki eins grimmt og áður. Má þar um kenna heims- kreppunni. Bandariskir auð- hringar hafa látið undan siga fyr- ir japönskum og v-þýskum i ein- hverjum mæli.Þá hafa auðhring- ar aukið nokkuö starfsemi i þró- unarlöndunum. Hagsmunir neytenda enn fyrir borð bornir Þrátt fyrir ýmsar breytingar á Slagorð Reagans i kosningunum var „Gerum Ameriku mikla aftur”. Með aðgerðum sinum hefur Reagan gert auðhringana mikla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.