Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 9. mars. 1982. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15 X Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla r ^ virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lescndum Missti af Skodasýningu Bálreiöur Skoda-ei ga n di hringdi: Ég er einn þeirra manna sem hef þokka á þægilegu og ein- földu lífsmunstri. Lifsviöhorf mitt birtist m.a. i þvi að ég vil aka á ódýrri og sparneytinni bif reið — og ég vil komast i tæri við allt sem fjölmiðlar geta boðið uppá i gegnum blaðið mitt, Þjóðviljann. Eg er einnig náttúruverndarmaður — og þvi get ég i prinsippinu ekki leyít mér að kaupa moggann — fyrir- núutan allt annað i sambandi við gagnið það. Við lifum heldur ekkilengur á dögum kamranna. Til að gera langa sögu stutta, þá hef ég um áraraðir ekið um á Skodabilum af augljósum ástæðum. Eg hef skipt um á nokkurra ára fresti og endur- nýjað bilaeignina. Þvi hef ég vendilega fýlgst með nýjungum og möguleikum á kaupum á Skoda hjá umboðinu. Um dag- inn varð ég fyrir þeirri dapur- legu reynslu að frænka min gömul kom iheimsókn um helgi og hafði meðferðis þann áður- nefnda fornaldargrip, Morgun- blaðið. Þar i rekst ég á auglýs- ingu um bifreiöasýningu hjá Skodaumboðinu, sem var að ljíika, Eg varð fyrir miklum vonbrigðum, að ég ekki segi að ég haf i orðiö grútspældur, þv i ég hefði haft mikinn hug á þessari sýningu. Hvers konar fordild er það hjá umboðinu að auglýsa ekki i Þjóðviljanum . Þetta gerði mér svogramtigeði að ég er nú alvarlega að velta fyrir mér að skipta um bifreiðategund — og kaupa aldrei Skoda framar. Bálreiöur Skoda-eigandi utan borgarmar kanna. Barnahorniö Kalli og Kata og fleira fólk Sesselja Lind AAagnúsdóttir, 7 ára, sendi okkur eftirfarandi bréf: „Halló Barnahorn. Ég er sjö ára og heiti Sesselja Lind AAagnúsdóttir og á heima á Vífilsmýr- um í önundarfirði. Hér eru þrjár myndir sem mig langar til að senda í hornið. Fyrsta myndin er af Kalla og Kötu. Prinsessan er prinsessan á bauninni og prinsinn er fyrir framan höllina sína. Bless, Barnahorn. Og hér koma svo myndirnar. Við vonum, að þær prentist vel. Carl Sagan er stjórnandi þáttanna um Atheiminn. Alheimurinn: Mannsheilinn Sérstök ástæöa er til aö vekja athygli á hinum marg- slungna þætti Bandarikja- mannsins, Carl Sagan, sem er á dagskrá i kvöld kl. 20.55. Þáttur Sagan „Alheimur- inn” fjallar um allt milli himinsog jarðarog gottbetur. 1 þessum þætti sem nefnist „Þrálátt minni” fjallar Sagan um mannsheilann og miðtaugakerfið. Þátturinn tekur 65 minútur i sýningu. Þvöandi er Jón 0. Edwald. *£\ Sjónvarp 'yff kl. 20.55 Sjónvarp ff kl. 22.00 Eddi þvengur kemst í tæri við pönk- hljómsveit t sjónvarpinu i k vöid er Eddi þvengur á dagskrá og er þetta 9. þátturinn um Edda. Eddi er eins og þeir sem fylgst hafa meö þættinum vita, viösjár- veröur gripur sem hefur þaö fyrir starfa að flytja efni tengt sakamálum i (Jtvarpið. Venjulega er hann í hringiöu atburöanna og leggur sig einn- ig f mðda iifshættu til aö rétt- lætiö nái fram að ganga. Þessi þáttur gengur út á að stúlka i pönkhljóms veit Sjónvarp TF kl. 22.50 Hljómplötu- útgáfa og Helguvík í Fréttaspegli Fréttaspegill sem hefst kl. 22.50 i kvöid er aö þessu sinni I umsjá ólafs Sigurðssonar, fréttamanns. Aö öllu óbreyttu mun Óiafur taka tvö efni fyrir f þættinum. t fyrsta lagi hljóm- plötuiitgáfu á tslandi, þær stór- stigu breytingar sem orðiö hafa hér á landi i þeim efnum. Taiaö veröur viö stUdiófólk og rætt veröur um hljómplötuútgáfuna i þeirri mynd sem hún er i dag. Hitt efniö varöar umdeildar framkvæmdirá Keflavikurflug- velli, Helguvikurmálið o.s.frv. hringir i Edda þveng 'og biður hann aö gramsa i máli sem viðkemur pönkhl jómsveit þeirri semhúnstarfar i. Fyrr- verandi meöiimur hljóm- sveitarinnar heldur þvi fram, að eigandi skemmtistaðarins þar sem hljómsveitin spilar, hafi drepið unnustu sina. Bæði eigandinn og meðlimurinn fyrrverandi höfðu átt náin kynni viö stúlkuna. Þátturinn um Edda þveng tekur 50 minútur. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. Ólafur Sigurösson er stjórn andi Fréttaspegils i kvöld. Að sögn Ólafs Sigurðssonar, stjórnanda þáttarins , þá mun hann sneiða hjá þvi pólftiska þrætuepli sem málið er orðið og leiöa fyrir sjónir manna Helgu- vfkina eins og hún litur út og fleira nátengt Kefiavikurflug- vellinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.