Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. mars. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 I-------------------- i Hjörleifur I Guttormsson: Oplnber | iiuikaup jörvi j innlenda j iðnþróun Á ársþingi Félags íslenskra iðnrek- I enda, sem haldið var s.l. föstudag, I þann 5. mars flutti Hjörleifur Gutt- J ormsson, iðnaðarráðherra, ræðu um I margvísleg mál íslensks iðnaðar. Við birtum hér kafla úr ræðu ráð- ■ herrans: I Endurkaupalán og J iðnlánasjóðsgjald Varðandi endurkaupalán | iðnaðar, rekstrar- og fram- , leiðslulán hjá Seðlabankanum, ■ hefur þokað verulega i rétta átt I til leiðréttinga fyrir iðnaðinn að I undanförnu. Þannig óx heildar- , hlutur iðnaðar i endurkaupa- ■ lánum úr 10,7% i 13.9% á árinu I 1981 og rekstrarlán tii iðnfyrir- | tækja nær þrefaldaðist að , krónutölu. Stjórnvöld og samtök ■ iðnaðarins og Iðnaðarbankinn I hafa lagt saman krafta sina i I þessu máli og mætt góðum , skilningi hjá bankastjórn Seðla- ■ bankans. Framhald þarf að I verða á þessari jákvæðu þróun. I A siðustu árum hafa lánskjör , og aðgangur að lánsfé jafnast | talsvert á milli höfuðatvinnu- I veganna, þótt ekki sé enn um | fullan jöfnuð að ræða. * ' Iðnlánasjóður er hinn almenni I lánasjóður iðnaðarins, en mikla I þýðingu hafa einnig Iðn- » þróunarsjóður, Iðnrekstrar- J sjóður og Útflutningslána- I sjóður. Með markvissum aðgerðum I hefur tekist að varðveita höfuð- J stól Iðnlánasjóðs undanfarin I verðbólguár og verður ekki I annað sagt en að sjóðurinn hafi ' getað sinnt öllum meiriháttar J fjárfestingaráformum, sem iðn- I fyrirtæki hafa sótt um lán út á I siðustu árin. Lánshlutfallið er I að visu enn of lágt og þarf að J auka það. I Iðnlánasjóðsgjald, sem I ákveðið er sem tiltekinn * hundraðshluti af aðstöðugjalds- J stofni, hafa iðnfyrirtækin greitt I frá upphafi og hefur það átt I mikinn og heilladrjúgan þátt i ' uppbyggingu sjóðsins og varð- J veislu höfuðstóls hans til þessa. Samtök iðnaðarins hafa fyíir I nokkrum árum vakið ináls á ' þvi, að rétt væri og óhætt að J fella iðnlánasjóðsgjaldið niður I eða stórlækka það, en út i það I hefur enn ekki verið farið. Með ■ hliðsjón af verðtryggðum lána- J markaði og stærð höfuðstóls I Iðniánasjóðs er rétt að skoða af I alvöru að fella niður iðn- ■ lánasjóðsgjaldið, en það með J öðru mundi almennt bæta I rekstrarskilyrði iðnaðarins i I landinu. Tryggja yrði þá aukið ' aðstreymi lánsfjár til sjóðsins, J svo að hann geti gegnt hlutverki l .sinu og sótt á brattann. Jafn- I framt þarf að tryggja eðlilegri ’ lánskjör á þvi fjármagni, sem I' sjóðurinn tekur. Þess má geta að á tveimur siðustu árum hefur tekist að útvega sjóðnum aukið lánsfé svo nemur um 100% hvort J ár um sig. Ef ling þjónustustofnana og iönþróun i landshlutum Þjónustustofnanir iðnaðarins, Iðntæknistofnun, Rannsókna- stofnun byggingariönaðarins og Útflutningsmiðstöð iðnaðar- ins, eru smám saman að eflast og breyta um starfshætti. Stórt skref var stigið af rikisvaldinu með auknu framiagi til Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins á fjárlögum i ár, þannig að það á að hrökkva fyrir grunnþörfum stofnunarinnar. Hafa framlög til hennar margfaldast undan- Hjörleifur Guttormsson farin 3—4 ár. Aðstandendur hennar þurfa nauösynlega að sýna vilja i verki á móti rikis- valdinu með eigin framlögum. Með lögum um iönráögjafa i landshlutunum er fest i sessi nýskipan, sem á að geta örvað verulega iðnþróun viða um land. Starf þessara ráðgjafa og tilkoma svæðisbundinna iðn- þróunarsjóða og áhugafélaga um iðnaðarmál á i senn að verða starfandi fyrirtækjum að gagni og stuðla að nýmyndun fyrirtækja. Sérstakt verkefni til að ýta undir stofnun fyrirtækja mun fara af stað siöar á þessu ári með aðstoð sjóöa iönaðarins og i samvinnu við sænsk/norska ráðgjafarfyrirtækið INDEVO, og i fyrstu einkum beinast að landsbyggðinni, þótt viðkom- andi námskeið veröi öllum opin. Með Fræðslumiðstöð iðnaðar- ins, sem komið var á fót á sl. ári, er ætlunin að ýta undir starfsþjálfun og endurmenntun faglærðra og ófaglærðra starfs- manna i iðnaöi. Fræðslumið- stöðinni, sem fengið hefur að- setur i húsakynnum Rann- sóknastofnunar byggingar- iðnaðarins, er m.a. ætlað að aðstoða viö undirbúning nám- skeiða i samvinnu við samtök iðnaðarins, m.a. með náms- gagnagerð og útvegun og þjálf- | un leiðbeinenda. Þessi þjónusta • sem taka mun nokkurn tima að I móta, á að geta orðið talsverð I lyftistöng, jafnt fyrir starfs- | menn og forráðamenn iönfyrir- ■ tækja. | Útflutnings- lánatryggingar og opinberinnkaup 1 undirbúningi er löggjöf um I útflutningslánatryggingar með I hliðsjón af sambærilegri starf- * semi á öðrum Norðurlöndum og I er þeim ætlað að taka við af I starfsemi Tryggingadeildar út- I flulningslána, sem sett var á fót ' við inngöngu tslands i EFTA I 1970, en hefur haft litil umsvif. I Hlutverk útflutningslánatrygg- I inga á m.a. að vera að taka að • sér að tryggja lán eða veita I ábyrgðir fyrir útflutningslánum I og að tryggja kröfur islenskra I útflytjenda á hendur erlendum ■ kaupendum. t kjölfar þessa er I siðan fyrirhugað að endurskoða I lög og starfsemi Útflutnings- I lánasjóðs. ■ Um nokkurt skeið hefur I iðnaðarráðuneytið haft til at- I hugunar, með hvaða hætti unnt I sé að haga opinberum innkaup- ■ um þannig, að þau örvi inn- I lendan iðnað og iðnþróun. Verk- I efnisstjórn i rafiðnaði hefur um I þetta fjallað, að þvi er varðar ■ rafiðnaðinn, m.a. i tengslum við I nýjar virkjanir og orkunýtingu. I Að beiðni ráðuneytisins hefur I Samstarfsnefnd um iðnþróun ■ gert tillögur um opinbera inn- I kaupastefnu og munu þær verða I lagðar fyrir rikisstjórn á I næstunni. Fela þær m.a. i sér, • að gefin verði fyrirmæli til I rikisstofnana og rikisfyrirtækja I um að leitast við að kaupa is- I lenskar vörur til opinberra nota ■ og þegar um útboð er að ræða. I Verði þeim hagað þannig að I hönnunar- og verksmaningar | miðist við Islenskar vörur og ■ aðstæður. Viðkomandi ráðu- I neytum er ætlað að sjá um I framkvæmd á fyrirmælum | gagnvart aðilum, er undir þau ■ heyra, en auk þess verði sett á I fót Samvinnunefnd um opinber I innkaup til að fylgjast með og | tryggja að hlutur islensks ■ iðnaðarséekkifyrir borð borinn I við innkaup og framkvæmdir á I vegum rikisins. Ég efast ekki um jákvæðar ■ undirtektir rikisstjórnar i þessu I máli og með þessu ætti með til- I tölulega fljótvirkum hætti að I vera unnt aö ná árangri á þessu • mikilvæga sviði, hliðstætt þvi I sem tfðkað er I þeim löndum, I sem við erum i friverslunar- | samstarfi við. Alþýðubandalagið í Borgarnesi: Mikið og gott starf í vetur Þjóðviljanum barst fyrir stuttu skemmtilegt bréf frá Sveinbirni Njálssyni um starf Alþýðubanda- lagsins i Borgarnesi og nærsveit- um. Um leið og við þökkum þetta lofsverða framtak Sveinbjarnar, hvetjum við önnur flckksfélög til að senda Þjóðviljanum pistii. Þvi eins og Sveinbjörn segir i upphaf i bréfs síns: „Það er ekki siður mikilvægt að sýna aö Alþýðu- bandalagið starfar viðar en i Reykjavik.” Hér kemur svo bréf Svein- bjarnar. „Eins og viðast hvar annars staðar á landinu mótast félags- starfið mjög af komandi sveitar- stjórnarkosningum. Hér i Borgarnesi hófst þessi undirbún- ingur á fullu strax siðastliðið haust, og hefur farið vaxandi .siðan. Sameiginlegt prófkjör flokkanna fór fram 6. febrúar og urðu niðurstöður góðar hvað varðar Alþýðubandalagið, en kjörsókn var mjög léleg i heild- ina. „Betur má ef duga skal” til að koma a.m.k. tveimurmönnum að í hreppsnefnd af lista Alþýðu- bandalagsins. Prófkjörsdaginn 6. febrúar af Opið hús á vegum AB félaga í efri sal Hótels Borgarness. Þar mættu Svavar Gestsson, Skúli Alexandersson og Guðrún Hallgrimsdóttir. Fjöl- menni sótti Opna húsið og þáði kaffiog meðlæti. Mikillhugur er í öllu Alþýðubandalagsfólki hér i Borgarnesi og nærsveitum. Skipað sveitarmálaráð A félagsfundi 30. janúar var kosin stjórn sveitarmálaráðs og er hún þannig skipuð: Grétar Sigurðsson, formaður, Margrét Tryggvadóttir og Svein- björn Markús N jálsson, formaður Alþýðubandalagsins. Meginmarkmið stjórnar sveitarmálaráðs er að stjórna og skipuleggja starf sveitarmála- ráðs fyrir kosningar og ekki hvað sist eftir þær. í þessum efnum hefur nokkuð skort á að virkni félaga sé nægi- legt og þarf að auka stuðning þeirra við hreppsnefndarmenn Alþýðubandalagsins. Þannig fæst viðari sjóndeildarhringur, þvi „betur sjá augu en auga”. Þetta má þó á engan hátt binda hendur hreppsnefndarmanna i ein- stökum málum. Framboðslistinn skipaður A félagsfundi hinn 20. febrúar var gengið endanlega frá og sam- þykkt einróma skipan 7efstu sæta listans: 1. Halldór Brynjúlfs- son;2. Margrét Tryggvadóttir; 3. Grétar Sigurðsson; 4. Aslaug Þorvaldsdóttir; 5. Baldur Jóns- son; 6. Ingvi Arnason; 7. Ösk Axelsdótör. Starfshópar um stefnumótun hafa þegar tekið til starfa. öllum félögum f Borgarnesi, svo og stuðningsmönnum var raðað niður i 7 starfshópa, sem fjalla um og móta stefnu í hinum ýmsu málaflokkum. 7 efstu menn fram- boðslistans eru oddvitar þeirra. Hinn 20. febrúar skiluðu 3hópar frumdrögum að stefnuskrá I at- vinnumálum og málefnum at- vinnufyrirtækja á vegum sveitar- félags, í húsnæðismálum og idag- vistunar-, gæslu- og öldrunar- málum. 6. mars. Þrír til fjórir hópar skila frumdrögum að stefnuskrá um: skólamál, félags-, æskulýðs- og menningarmál, skipulags- og stjórnunarmál og heilbrigðismál. 20 mars. Aðalfundur Alþýðu- bandalagsins haldinn i efri sal Hótels Borgarness frá kl. 14-18. 3. april. Uppstillinganefnd leggur fram framboðslistann til endanlegrar samþykktar. Tveir hópar skila endanlegu áliti: at- vinnumál, atvinnufyrirtaáci, dag- vistunar-, gæsluvalla- og öldrunarmál. 8. apríl. Skirdagur. Að venju verður efnt til Skiðadagsvöku, sem er fjölskylduhátið Alþýðu- bandalagsfólks, svo og annarra góðra manna. 25. april. Fimm hópar skila endanlegu áliti: húsnæðismál, skólamál, félags-^menningar- og æskulýðsmál, stjórnunar-. skipu lagsmál og heilbrigðismál. Árshátíðin kætir menn Fyrirhugað er að halda árs- hátið og hefur árshátíðamefnd þegar tekið tii starfa. Hana skipa: Aslaug Benediktsdóttir, formaður, Pálina Hjartardóttir Carmen Borits og Brynjar Ragnarsson. Dagsetning árs- hátiðar verður auglýst siðar. Uppstillinga- nefnd fundar 1 uppstillinganefnd eru: Jenni R. Ölason, formaöur, Ingþór Friðriksson, Þorsteinn Benja- minsson, Sigurður B. Guðbrands son og Sveinbjörn Markús Njált- son, formaður Alþýðubandalags- félagsins. Meö félags- og sósialista- kveðjum, Sveinbjörn M. Njálsson. BÓKATÍÐINCM IÐÍINNAR 1982 Námsbækur Handbækur Fræóirit Bókatíðindi Iðunnar Fundaröð Fundaröð er ákveðin annan hvern laugardag kl. 16.00 að Kveldúlfsgötu 25. 1. hópur fjallar um heilbirgiis- og skipulagsmál. 2. hópur fjallar um heilbrigðis- og umhverfis mál. 3. hópur fjallar um atvinnu- mál og atvinnurekstur á vegum sveitarfélags. 4. hópur fjallar um dagvistunar-,gæslu- og öldrunar- mál. 5. hópur fjallar um húsnasðismál. 6. hópur fjallar um félags-, menningar- og æskulýðs- mál. 7. hópur fjallar um skóla- mál. Út eru komin Bókatlðindi Iðunnar 1982, skrá um náms- bækur, handbækur og fræðirit sem forlagið hefur gefið út og enn eru fáanleg. Skráin er 16 bls. og flokkuð eftir efni bókanna: Rit um islensku og almenna málfræði, islenskar bókmenntir i skólaútgáfum, lesarkasafn, bækur um sálarfræði, heimspeki, uppeldisfræði og kennslu, lög- fræði, hagfræði, náttúrufræði, heilsufræði og fleira. Aftast i bæklingnum er listi um þær bækur sem út komu á siðasta hausti og eru væntanlegir á næstu vikum. — Prisma prentaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.