Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 16
DJÚÐVUJINN Þriðjudagur 9. mars. 1982. Aðalslmi Þjóöviljans er 81333 ki. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hlaftsins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i'af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 „Fyrir 10 árum hefði ekki verið hægt að færa „Giselle*’ á svið hér.— íslenski dansflokkurinn er hins vegar vel i stakk búinn til þess nú.” Svo mæltust Anton Dolin orð á blaðamannafundi i gær, en hér situr hann yst t.v. Við hlið honum er Helgi Tdmasson. (Ljósm.-eik-) Listviðburður á föstudag: Ballettinn yy Giselle i L íslenski dansf lokkurinn hefur undanfarið staðið í ströngu við æfingar á ballettinum „Giselle", en hann verður frumsýndur á föstudaginn kemur. Hingað til lands er kom- inn Helgi Tómasson, en hann mun dansa á sex sýningum. Að þeim lokn- um tekur Per Arthur Segerström við, en hann er gamall kunningi Þjóð- leikhússins. Anton Dolin er dansahöfundur sýningarinnar og hefur æft Is- lenska dansflokkinn fyrir þessa sýningu, ásamt John Gilpin, og stjórna þeir sviössetningunni i sameiningu. Leikmynd og bún- ingar eru eftir William Chappell, breskan leikmynda- hönnuð, hljómsveitarstjóri er Jón Stefánsson, en hann mun stjórna kammersveit skipaða hijóðfæraleikurum úr sinfóni- unni, að Láru Rafnsdóttur undanskilinni, en hún leikur á pianó. ■ Asdis Magnúsdóttir dansar | hlutverk Giselle en Ólafia Bjarnleifsdóttir hefur einnig æft hlutverkið. Ennfremur mun ætlunin að Maria Gisladóttir komi siðar og dansi Giselle sem gestur, en Maria er prima- ballerina i Wiesbaden. Ólafia Bjarnleifsdóttir, Einar Sveinn Þórðarson, Helena Jóhanns- dóttir, Ian Stewart, Guðmunda Jóhannesdóttir, Birgitta Heide og þær Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur fara öll með sóló- dansa i sýningunni, en alls koma fram 24 dansarar. Svo merkilega vill til, að á frumsýningardag, hinn 12. mars, verða liðin nákvæmlega 140 ár frá þvi „Giselle” var fyrst frumsýnd i London. Að sýningunni standa einnig þrir menn, sem allir hafa dansað I aðalkarlhlutverkið, Albrecht, en það eru stjórnendur sýning- arinnar, þeir Anton Dolin og John Gilpin auk Helga Tómas- sonar. Ef menn eru hjátrúar- fullir ættu þessar staðreyndir ekki að koma að sök. —ast idir I ‘iJ Sameiginlegt prófkjör í Kópavogi: Alþýðubandalagið hlaut 595 atkvæði Alls tóku 2.604 þátt i opnu prófkjöri stjórnmála- flokkanna, sem fram fór i Kópavogi um helgina. Ftúmlega 9500 manns voru hins vegar á kjörskrá svo aðeinungis 28% bæjarbúa kusu að hafa áhrif á skip- an framboðslista. Alþýðubandalagið fékk i þessu prófkjöri samtals 595 atkvæði, Framsóknarflokkur 560 atkvæði, Sjálf- stæðisflokkur 1059 atkvæði og Alþýðuflokkur 372 at- kvæði. 28% bæjarbúa komu á kjörstað Fyrsta sæti á lista Alþýöu- bandalagsins hlaut Björn ólafs- son (324), 2. Heiðrún Sverrisdóttir (318), 3_ Snorri S. Konráðsson (317), 4. Lovisa Hannesdóttir (260), 5. Asmundur Ásmundsson (233). 6. Agústa Sigurðardóttir og Hjálmdis Hafsteinsdóttir (229), 7. Þórunn Theódórsdóttir (224). 8. Valþór Hlööversson (214). 9. Sig- urlaug Zophaniasdóttir (204), 10. Gunnar Steinn Pálsson (161) og ll.Gisli Ól. Pétursson (157). Þrir efstu menn hlutu yfir 50% at- kvæða. Röð á lista Sjálfstæðisflokks varð þessi: 1. Richard Björgvins- son, 2. Bragi Michaelsson, 3. Ast- hildur Pétursdóttir, 4. Guðni Stef- ánsson, 5. Arnór Pálsson, 6. Jó- hanna Thorsteinsson. Röð á lista Alþýðuflokks varð þesi: 1. Guðmundur Oddsson, 2. Rannveig Guðmundsdóttir, 3. Kristin Viggósdóttir, 4. Einar L. Siguroddsson, 5. Sigriður Einars- dóttir og 6. sæti hlaut Hrafn Jó- hannsson. Röð á lista Framsóknarflokks- ins varð þessi: 1. Skúli Sigur- grimsson, 2. Ragnar Magnússon, 3. Jón Guðlaugur Magnússon, 4. Katrin Oddsdóttir, 5. Bragi Árna- son eg 6. sætið hlaut Guðrún Ein- arsdóttir. Kosning var ekki bindandi á lista Alþýðubandalags. 5 efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokks eru bindandi, 2 efstu á lista Alþýðu- flokksins, en kosning var ekki bindandi á lista Framsóknar- flokks þar sem enginn frambjóð- enda hlaut yfir 50% atkvæða. — v. Skipulagsmál á Suðurnesjum: Ný samstaris- nefnd skipuð — öll meöferð skipu- lagsmála á Suðurnesjum er nú i deiglunni — sagði Hallgrímur Dalberg ráðu- neytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu i viðtali við Þjóðviljann ígær. — Nú er i undirbúningi stofnun nýrrar samvinnu- nefndar um skipulagsmál á Suðurnesjum með þátt- töku fulltrúa frá 6 sveitar- félögum á svæðinu: Mið- neshrepps/ Hafna og Garðahrepps auk Kefla- vikur# Njarðvikur og Kef lavíkurf lugvallar. Er áformað að hvert sveitar- félag skipi tvo fulltrúa# en Skipulagsstjórn ríkisins skipi formann nefndarinn- ar. Jakob á Gjögri: Sagöi Hallgrimur að formaður nefndarinnar yrði væntanlega skipaður i næstu viku. Jafnframt sagði hann að starfsumboð fyrri nefndar væri i raun útrunnið. Við náöum tali af Zóphóniasi Pálssyni skipulagsstjóra, og spurðum hann, hvort ekki yrði af fundi þeim, sem boöað hafði verið til I samstarfsnefndinni um skipulagsmál á miðvikudag, þar sem Njarðvikingar hugðust bera fram mótmæli gegn áformum um aukið flug orrustuvéla yfir byggð- ina i Njarðvikum. Zóphónias sagöi að fundurinn yrði haldinn. Hann sagði að nefnd þessi hafi aðeins veriö ráðgefandi og þvi aldrei haft neitt umboð til ákvarðanatöku. Þá sagði Zóphón- ias að brýnt væri að fá á hreint, með hvaða hætti lögformleg með- ferð skipulagsmála á þessu svæði ætti aö vera. — ólg. Dauft hljóð í grásleppu- körlunum „Það er litill hugur i mönnum hér fyrir norðan aö fara á grá- sleppu eftir þessa verðlækkun”, sagði Jakob Thorarenscn á Gjögri i Árneshreppi á Ströndum er Þjóðviijinn haföi samband við hann I gær. „Kostnaðurinn við þessa útgerð hefurstóraukistog það er til litils að gera út ef tap er á þvi. Kostn- aður er kannski minni hér við bátana en annars staðar, en flutn- ingskostnaðurinn við að fá allt sem til þarf er mikill og einnig er dýrt að koma þessu frá sér. Það er orðið ansi litið eftir, ef tunnan með öllu á að seljast fyrir 1.900 krónur, þvi tunnan tóm kostar 2- 300 krónur og svo bætist við salt. Menn bjuggust alltaf viö lækkun, en hún varð miklu meiri en við áttum von á. Svo má ekki gleyma þvi að lækkunin er i raun meiri en verðið á tunnunni segir til um, vegna kostnaöarhækkananna. Annars held ég aö menn hér norður frá muni þrátt fyrir þessa lækkun telja sig hafa eitthvað upp úr þvi að fara á grásleppu, en það erekki komið að þvi, svo að engar ákvarðanir hafa verið teknar. Jakob sagði aö leiðinlegt tíðar- far hefði rikt á Ströndum i' vetur, stormar og rysjur. Talsverður snjór væri i byggö og ekki nema dráttarvélafært frá Gjögri og inn i Trékyllisvík, þó rutt hefði verið fyrir fáeinum dögum. Sú hláka, sem komið hefði i vetur hefði hleypt öllu i svell og klaka. Þá sagði Jakob að rafmagnið hefði farið af fyrir hálfum mánuði, er linur slitnuöu i i'singarveðri. Slitnaði rafmagnslínan norður i Ameshrepp fyrir ofan Bólstaö I Steingrímsfirði og einnig i Norðurfirði og var norðanveröur hreppurinn rafmagnslaus upp undir viku. Jakob sagði að lokum að Ktið hefði rekið i vetur; þó væri svolitill vottur. Svkr Bætur Fiskveiðasjóðs til loðnubátanna: Lausn í sjónmáli Tillaga sú sem stjórn Fisk- veiðasjóðs gerði um bætur ti' þeirra loönuveiðiskipa, sem ekki höfðu náð fuiium kvóta þegar loðnuveiöarnar voru stöðvaðar, fékk ekki hljómgrunn hjá Stein- grimi Hermannssyni sjávarút- vegsráðherra, sem taldi hana ganga lengra en lög leyfa. t gær- niorgun hélt hann svo fund um málið meö viökomandi aðilum. Þar náöist samkoinulag um aðra tillögu, sem visað var til stjórnar Fiskveiðasjóðs og mun hún fjalla um þessa tillögu i dag. Steingrlmur sagði I samtali við Þjóðviljann I gær, að hann teldi sanngjarnt aö bæta útgerðar- mönnum og sjómönnum skaðann til hins ítrasta innan ramma lag- anna; en ég tel vafasamt að sú til- laga Llú sem lögð var fram standist lagalega séð, sagði Stein- grlmur. Munurinn á tillögunni, sem ráð- herra hafnaöi og þeirri sem lögð var fyrir stjórn Fiskveiðasjóðs og tekin verður fyrir I dag er röskar 2 miljónir króna, eða tæpar 19 miljónir kr. alls I staö rúmlega 21 miljónar kr. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.