Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 9. mars. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Frædsluráö samþykkti: Rekstri Vosaskólans verður Tillaga fræöslustjóra og skólastjóra Vogaskóla um skólahald þar næsta vetur var í gær samþykkt á fundi í Fræðsluráði Reykjavíkur með sex at- kvæðum. Bragi Jóseps- son greiddi einn atkvæði gegn tillögunni og lagði fram svohljóðandi bók- un: „Ég tel mikilvægt aö ibúar einstakra borgarhverfa fái aö ráöa miklu um þróun og skipu- lag viðkomandi skóla. Ég er mótfallinn þvi aö nemendum i grunnskólum Reykjavikur sé stokkað upp vegna fjölgunar eða fækkunar i hverfunum en tel aftur á móti að eölilegt sé aö gera nauðsynlegar breytingar á rekstri einstakra skóla án þess að færa nemendur milli hverfa áfiram eða með þvi að leggja niður heila bekki, eða jafnvel heila skóla. Ég tel þvi ekki rétt að samþykkja þá breytingu sem lögð er til. Ég tel aö kostur A sé aðgengilegri.” Allir aðrir fulltrúar i ráðinu samþykktu siðan svohljóðandi bókun: „Vegna bókunar Braga Jós- epssonar viljum við taka fram að með þeirri samþykkt sem við höfum gert um skipulagningu skólastarfs i Vogaskóla fyrir næsta skólaár er ekki gert ráð fyrir aö „færa nemendur milli hverfa” og þvi siður „— að leggja niður — heila skóla”. Meginefni samþykktarinnar er að Vogaskóli starfi áfram meö öllum aldursárgöngum með skipan sem gerir unnt að reka hann innan ramma núgildandi laga og reglugerða um skóla- kostnað. Við viljum leggja áherslu á að þær reglur gera eríitt aö skipu- leggja skólastarf i grunnskólum i Reykjavik þannig að æskilegur nemendafjöldi verði i bekkjum. Brýnast er i þvi sambandi að unnið verði að fækkun i fjöl- mennum deildum. Reglurnar þyrfti að endurskoða þannig að hver skóli verði gerður sjálfstæð rekstrareining.” Þá hefur borist yfirlýsing frá Foreldra- og kennarafélagi Vogaskóla og i gærkvöldi var fundur með ibúum hverfisins i heild um málið. I. yfirlýsingu Foreldra- og kennarafélagsins segir m.a. að þvi sé fagnað að fræðsluráð hafi samþykkt fram- hald grunnskólareksturs i Vogahverfi en tekin afstaöa gegn fyrirhugaöri lausn máls- ins, og talið réttara að halda 17 bekkjardeildum en fækka ekki i 14 eins og ráð er fyrir gert i til- lögunni sem samþykkt var Fræðsluráði. — þs. Lrekstri einstakra skóla án þess kostnað. logunni sem samþykkt var i i að færa nemendur milli hverfa Við viljum leggja áherslu á að Fræðsluráði. — þs. I Listi Alþýðubandalagsins á Selfossi: Sigurjón, Kolbrún og Dagný í efstu sætum Úr sýningu Leikfélags M.R. „Ó þetta er indælt strið”. Leikfélag M.R. sýnir á Herranótt: „O, þetta er indælt stríð” Leikfélag Menntaskólans i Reykjavik frumsýnir i dag leikrit Joan Littlewood „Ó, þetta er in- dælt stríð”. Sýningar leikfélagsins verða alls 5 talsins og fara þær allar fram i Félagsheimili Seltjarnar- ness. Þýðandi leiksins er Indriði G. Þorsteinsson en leikstjóri Þór- hildur Þorleifsdóttir. Leikritið f jallar um heimsstyrj- öldina fyrri. Með söngvum og farsakenndum atriðum er fárán- leiki striösins dreginn fram. Leikararnir eru allir nemendur i Menntaskólanum i Reykjavik alls 18 talsins. Frostmerkíng- ar hrossa Stjórn Búnaðarfélags tslands hefur nú ákveðið að senda Pétur Hjálmsson, ráðunaut til Amerfku til þess að kynna sér frostmerk- ingar á hrossum, samkvæmt al- þjóðlegu kerfi, sem Kryo Kinetics i Pullman, Washingtonriki hefur einkaleyfi á. Að undanförnu hefur sérstök nefnd haft með höndum könnun á merkingu stórgripa, einkum hrossa. Niðurstaöan hefur oröið sú, að þær frostmerkingar, sem reyndar hafa verið hér að þessu, henti vel við merkingu nautgripa, en eigi slöur við hross, þar sem þær þyki til lýta. För Péturs Hjálmssonar er farin til að leita þarna nýrra leiöa. Búnaðarþing mælir með að Búnaðarfélag Islands „kynni not- kun frostmerkingartækja og ann- ist innkaup á þeim fyrir búnaðar- sambönd eða einstök nautgripa- ræktarfélög”. — mhg Sigurjón Erlingsson Sigurjón Erlingsson múrari, Kolbrún Guðnadóttir kennari og Dagný Jónsdóttir verkamaður skipa þrjú efstu sæti framboðs- lista Alþýðubandaiagsins á Sel- fossi til bæjarstjórnarkosninga i vor. Listinn var samþykktur á félagsfundi sl. laugardag. önnur sæti á listanum skipa eftirtalin: 4. Þorvarður Hjaltason Kolbrún Guðnadóttir kennari. 5. Hansina Stefánsdóttir skrifstofumaður. 6. Magnús Aðal- bjarnarson skrifstofumaður. 7. Iðunn Gisladóltir fóstra. 8. Gunn- ar Þórðarson mjólkuríræðingur. 9. Jóna Ingvarsdóttir þroska- þjálfari. 10. Rakel Móna Bjarna- dóttir fóstra. 11. Hreggviður Daviðsson iðnverkamaður. 12. Hólmgeir Óskarsson húsasmiður. Dagný Jónsdóttir 13. Helga Guðjónsdóttir húsmóð- ir. 14. Hjörtur Hjartarson verka- maður. 15. Kristjana Ragnars- dóttir hjúkrunarforstjóri. 16. örn Óskarsson liffræðingur. 17. Sigurður Einarsson verkamaöur. 18. Hafsteinn Stefánsson skipa- smiður. —ekh á vegum BSRB: Verk Jónasar * Arnasonar kynnt Á morgun, miðvikudaginn 10. mars kl. 20.30 heimsækir Jónas Arnason, rithöfundur opinbera starfsmenn, að Grettisgötu 89. llelgi Seljan alþingismaður taiar um rithöfundinn og Baldvin Hall- dórsson leikari les uppúr verkum Jónasar. Siðan munu þeir Jónas og Valur óskarsson syngja Ijóð eftir Jónas. Laugardaginn 13. mars kl. 14 h'eimsækir svo lndriöi G. Þor- steinsson opinbera starísmenn á Akureyri að Hótel Varöborg. Hjörtur Pálsson kynnir höl'undinn og Jóhann Pálsson leikari mun lesa úr verkum hans. Opinberir starísmenn og gestir þeirra eru velkomnir til þessara bók- menntakynninga. Alþýðubandalagið á Fáskrúðsfirði: Nær 100% þátttaka Eitt hundrað fimmtiu og átta manns tóku þátt i fyrri umferð lorvals Alþýðubandalagsins á Fáskrúðsfirði, en I kosningunum 1978 fékk flokkurinn rúmlega 160 atkvæði af 385, sem kusu. Snorri Slyrkársson sagði i samtali við blaðið að sú leið hefði verið farin að dreifa kjörseðium til stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins og hefðu þeir innheimst nær 100%. Sjötiu og niu hlutu tilnefningu til siðari umferðar, og þaraf 23 konur. Verið er að kanna vilja manna til þátttöku i siðari umferð og fer hún fram um næstu eða þarnæstu helgi. Aðrir flokkar á staðnum höfðu stungið upp á sameiginlegu prófkjöri en Al- þýðubandalagið hafnaði þvi nema að sú aðferð væri höfð að senda kjörseðla á hvert heimili. Niður- staðan verður þvi sú að Alþýðu- bandalagið veröur sér með forval sitt á Fáskrúðsfirði. —ekh Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður Samningur undirritað- ur í Kaupmannahöín Samningur um sam- eiginlegan norrænan vinnumarkað var undir- ritaður í Kaupmannahöfn s.l. laugardag. Svavar Gestsson# félagsmálaráð- herr^, undirritaði samning- inn fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar með fyrir- vara um samþykki al- þingis. 1 hinum nýja samningi er um að ræða lagfæringar við framkvæmd samningsins sem reynslan frá 1954 — þegar samningurinn var fyrst gerður — hefur sýnt að eru nauðsynlegar. Þá er ísland nú aðili að samningi þessum i fyrsta sinn, að visu með þeim fyrirvara að unnt verður að krefjast at- vinnuleyfa fyrir ibúa annarra Norðurlanda hér, ef um verður að ræða meiriháttar tilflutninga fólks. Mun félagsmálaráðuneytið hafa samráð við verkalýðs- hreyfinguna um framkvæmd slikra takmarkana, svo sem verið hefur við útgáfu atvinnuleyfa. Á fundi vinnumálaráðherranna var fjallað um atvinnuhorfur á Norðurlöndunum, en þar er alls- staðar — nema á Islandi — um að ræða vaxandi atvinnuleysi. Alls voru nú, 1. 3. s.1., um 650.000 skráðir atvinnulausir á Noröur- löndunum fjórum. Norrænu Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra undirritar samninginn i Kaupmannahöfn. Fyrir aftan hann er llallgrimur Dalberg, ráðuncytisstjóri. verkalýössamtökin spá þvi nú að fjöldi atvinnuleysingja verði i lok næsta árs ein miljón manna i þessum fjórum löndum. Var ákveðið að kaila saman sérstakan fund vinnumálaráðherra Norður- ianda til þess að fjalla um þær alvarlegu horfur sem um er að ræöa i atvinnumálum Noröur- landanna fjögurra. Það vakti mikla athygli á ráð- herrafundinum og á fundi Norðurlandaráðs i Helsingfors að á tslandi er ekkert atvinnuleysi. Akvaö ráðherrafundurinn i Kaup- mannahöfn að láta taka saman sérstaka skýrslu fyrir vinnu- málaráðherra Norðurlanda um atvinnuástandið á tslandi. Hallgrimur Dalberg, ráðu- neytisstjóri félagsmálaráðu- neytisins sat ráöherrafundinn i Kaupmannahöfn ásamt félags- málaráðherra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.