Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. mars. 1982. MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalyds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvii ndastjóri: Eiður Bergmann. Hitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhiidur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Ilúsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsia, afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. r Obreytt nettóstaða • ,,Erlendar skuldir jukust um 10 miljón króna á dag 1981". Þannig hljóðaði f jögurra dálka fyrirsögn á baksiðu Morgunblaðsins nú á laugardaginn, og var blaðið að vitna í ræðu Davíðs Scheving Thorsteinsson, sem daginn áður hafði látið af formennsku í Félagi íslenskra iðnrekenda. • Staðhæf ingar svipaðs efnis sjáum við dögum oft- ar eða heyrum í f jölmiðlum,og ærið margir trúa því að íslenska þjóðarbúið sé um það bil að drukkna í erlendum skuldum. • Við skulum hér skoða hvað tölur Seðlabankans segja okkur um þróunina í þessum ef num á siðasta ári og athuga hvernig þær koma heim og saman við full- yrðingar Davíðs Schevings og Morgunblaðsins. • Frá upphafi til loka síðasta árs hækkuðu löng erlend lán úr 5917 miljónum íslenskra króna í 8460 mil jónir fsl. króna. Stutt vörukaupalán hækkuðu úr 923 miljónum króna og í um 1200 miljónir króna. (Töl- urnar frá síðustu áramótum eru bráðabirgðatölur Seðlabankans). Samtals hækkuðu þá erlendu lánin um 2820 miljónir króna á síðasta ári. • En þessi tala segir auðvitað enga sögu nema at- hugað sé hvernig eignir hækkuðu á móti og nettóstaðan þannig f undin. • Skoðum tölur Seðlabankans í þeim efnum: Gjald- eyrisstaða bankanna batnaði á þessu eina ári um 722 miljónir króna og var um síðustu áramót jákvæð um 1710 miljónir króna. Öinnkominn gjaldeyrir fyrir vörur, sem búið var að flytja út, nam auk þess um síðustu áramót 707 miljónum króna, og var það 193 miljónum króna hærri upphæð heldur en ári fyrr. • Nettóstöðu þjóðarbúsins út á við mælir Seðla- bankinn með því að taka fyrst skuldirnar, bæði löng lán og stutt, og draga siðan frá þeirri heildarupphæð fyrirsjáanlegar tekjur af ógreiddum útflutningi, sem farinn er úr landi, og einnig það fé, sem gjaldeyris- varasjóðurinn geymir. • Og hvernig skyldi nú nettóstaða þjóðarbúsins haf a þróast á síðasta ári samkvæmt þessari mælingu Seðiabankans? • Við árslok 1980 var nettóstaðan neikvæð um 5.338 miljónir króna, en við árslok 1981 var hún neikvæð um 7.243 miljónir króna. Nettóskuldin hafði hækkað um 36% í krónum talið. Ekki sýnist það nú neitt hrikalegt þegar haft er í huga, að á sama tíma var verðbólgan hér innanlands rösklega 40%. • Prófum að mæla nettóskuldina og breytingu hennar í dollurum. útkoman er þessi: Við árslok 1980 var nettóstaða þjóðarbúsins út á við neikvæð um 856,8 miljónir dollara. Við árslok 1981 var staðan neikvæð um 1887,6 miljónir dollara, og hafði því versnað, mælt í d' llurum, um 3—4% eða 30,8 miljónir dollara • En i þessum tölum er ekki tekið tillit til breytinga á útflutningsvörubirgðum, sem ekki höfðu verið flutt- ar úr landi um áramót. Skyldu þær hafa vaxið eða minnkað? Seðlabankinn svarar enn og segir okkur að á siðasta ári hafi útf lutningsvörubirgðir aukist um 253 milj. króna, sem á gengi síðustu áramóta gerir um 31 miljón dollara. Sé tillit tekið til þessarar birgða- aukningar, svo sem sjálfsagt er, þá verður niður- staðan sú, að nettóstaða þjóðarbúsins gagnvart út- löndum hefur staðið í stað á síðasta ári, hvorki versnað né batnað. • Þjóðviljinn varar sterklega við erlendri skulda- söfnun, nema því aðeins að slíkt fé sé nýtt með arö- bærum hætti til gjaldeyrissparandi eða gjaldeyris- skapandi framkvæmda. • En við vörum einnig við blekkingum af þvi tagi em Davíð Scheving, Morgunblaðið og ýmsir f leiri láta sér sæma að útbreiða í þessum efnum í þeim eina til- gangi aðófrægja rikisstjórnina. • Þegar meta á breytingar á eignastöðu dugar aldrei að líta eingöngu á skuldahlið efnahaasreikn- ingsins. Eignahliðina verður líka að skoða, eigi rétt útkoma að fást. Það er nettóstaðan ein sem gef ur marktækar upplýsingar. Það ætti hvert barn að skilja og gildir jafnt um þjóðarbúið sem aðrar rekstrareininqar. — k. Tekjur íslendinga af Álverinu frá upphafi nema 3.400 milljónum Réttum hjálparhönd Nú eru góö ráð dýr. Morgunblaðiö skýrir frá þvi með viðtali við útibússtjóra Alusuisse á tslandi s.l. sunnudag að i fyrra hafi tap- ið á tSAL veriö 28.7% af veltu. A sama tima hafi Is- lendingar grætt einhver ósköp af álverinu. Við svo búið má ekki standa. Morgunblaðiö hefur þegar lagt til að hafin verði alls- herjarundirskriftasöfnun til varnar Alusuisse. Ekki er aö efa að það verður gert með sama myndarskap og þegar forvigismenn Varins lands gengu grenjandi um land allt til þess að biðja um ævarandi hersetu. Landssöfnun En hvað stoöa undirskrift- ir i taphit Alusuisse? Ekki laga þær reikningana. Við sem ekkert aumt megum sjá hljótum aö gripa til pyngj- unnar þegar rétta þarf þurfalingum hjálparhönd. Enda ekki gott til afspurnar hjá velmegandi þjóð að hafa blóðmjólkað álkú sina. Ef einhver hefur haldið að það nægði aö almenningur i landinu legöi fram 160 milljónir króna árlega til Alusuisse með þvi aö greiða fyrir raforku til heimilisnota það sem kostar að greiða niður orkuna til álversins, þá er það argasti misskilningur. Hér veröa þessutan að koma ' til safnanir, framlög og áheit, ef bæta á skaða Alu- suisse. Alkrónur til Alusuisse Þaö eru þvi vinsamleg til- mæli til allra æriegra tslend- inga aö klúbbar og samtök taki höndum saman um myndarlega fjársöfnun um allt land til styrktar Alu- suisse. Hugsanlega mætti fá Rauða krossinn og Hjálpar- stofnun kirkjunnar til þess að samræma og stjórna söfn- unarherferðinni: Allar ál- krónur til Alusuisse, gæti veriö kjörorðiö, og lands- menn beönir að fylla bauka á heimilum sinum eins og gert var i Kópavogi með góðum árangri. Og Morgunblaðið myndi áreiðanlega taka að sér aö sjá til þess að álkrón- urnar kæmust þangað sem þörfin er mest, en týnist ekki i hafi á leiö til MOllers og Mayers. klippt Kratar afneita sjálfum sér Alþýöuflokkurinn hefur hummaö það fram af sér allt kjörtimabilið að ganga til sam- starfs viö Alþýðubandalag og Framsókn um breytingar á stjórnarháttum i Reykjavik. Þetta er I hrópandi ósamræmi viö málflutning krata á þingi og fyrri afstööu Alþýðuflokksins i borgarmálum. 18. október 1973 lagði borgarfulltrúi Alþýöu- flokksins fram tillögur i borgar- stjórn um valddreifingu, reglu- lega fundi með hverfasamtök- um, fasta viötalstima borgar- ráðsmanna o.s.frv. Áriö eftir var af hálfu krata gerö tillaga um allsherjaratkvæðagreiöslu i Reykjavik i tilteknum málum. I málefnasamkomulagi meiri- hlutaflokkanna ’78 er sérstak- lega kveðið á um heildarendur- skoðun á stjórnkerfi Reykjavik- urborgar, sem hentar hvorki verkefnum né fjölflokkakerfi, og miðast eingöngu við flokks- hagsmuni Sjálfstæðisflokkins. Þegar á hefur reynt hefur a.m.k. hluti Alþýöuflokksins i Reykjavik viljað halda fast við hið tvöfalda valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins i borginni, og ekkert þóst kannast við eigin hugarfóstur Og þar við sat Meirihlutinn fór vel af stað 1978 meö ráöningu borgarstjóra og skipan framkvæmdaráðs til þess aö hafa heildaryfirsýn yfir framkvæmdir á vegum borgar- innar. Þegar halda átti áfram I samræmi viö málefnasam- komulagið dofnaöi áhuginn. Það var svo sem skiljanlegt þvi verkefnin voru ærin og fyrstu tvö árin fóru að verulegu leyti i að koma fjárhagnum á réttan kjöl og sinna ýmsum öðrum brýnum framkvæmdaverkefn- um. Heildarendurskoöun á stjórnarháttum i borginni Sjöfn komst þvi ekki af stað fyrr en 1980 eftir pressu frá Alþýðu- bandalaginu. En þá hafði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir misst áhug- ann á þessu sjálfsagöa áhuga- og baráttumáli Alþýöuflokks- ins. Og þar viö sat. Þar til lang- lundargeö þraut loks þótt mikiö væri. Eftir aö hafa árangurs- laust reynt að fá borgarfulltrúa Alþýöuflokksins á fund i rúma þrjá mánuöi, þótti ekki ástæöa til þess aö láta hana komast upp með að brenna inni i starfs- lausri nefnd (af hennar völd- um) góöar tillögur um bein áhrif borgarbúa og einfaldari stjórnarhætti i borginni. Sjálfur hafði borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins gert þaö aö tillögu sinni aö skipað yröi skólaráö i borginni, og þannig sett ein silkihúfa ofan á öll þau ráð sem fyrir eru i bessum málaflokki. Þessa tillögu hafðihún ekkieinu sinni hirt um aö fá samþykkta I borgarmálaráöi Alþýöuflokks- ins, eins og fram kemur i Alþýðublaöinu sl. laugardag. Davið Fyrirsláttur t borgarstjórn bar borgar- fulltrúi Alþýöuflokksins það fram sem ástæöu fyrir þvi að visa öllum lýðræðis- og vald- dreifingartillögum frá fram yfir kosningar að aldrei ætti að gera stjónkerfisbreytingar rétt fyrir kosningar. Tillögur Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks, sem að verulegu leyti ganga i sömu átt og Álþýðu- flokkur hefur áöur haft á odd- inum, voru kallaðar „helber sýndarmennska”. Og Davið Oddsson oddviti Sjálfstæðis- manna i borginni sagði: Mikið rétt. Sjálfur var hann búinn að gleyma að 2. mai 1974 gerði Sjálfstæðisfiokkurinn 15 stjórn- kerfisbreytingar á 12 minútum I borgarstjórn, aðeins nokkrum vikum fyrir kosningar. Pólitísk flensa Stundum er sagt að menn greiði atkvæði i pólitik meö fót- unum. Pólitisk flensa er einnig þekkt hugtak þegar menn kjósa að vera fjarverandi ákvörðun- artöku sem er þeim óþægileg af einhverjum ástæöum. Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir er sérfræðingur i hvorutveggja. Þegar Eirikur Tómasson formaður hinnar nið urlögðu nefndar gekk á eftir henni i rúma þrjá mánuði til þess að fá hana til fundar i stjórnkerfisnefnd, bar hún fyrst viö að hún ætlaði ekki að láta prófkjörsframbjóðanda i Framsókn komast upp með aö slá sig til riddara á valdöreif- ingartilögum. 1 janúar var viö- báran aö komið væri of nálægt prófkjöri i Alþýðuflokknum til þess aö hægt væri að fjalla um breytingar á stjórnarháttum. Og I mars er semsagt komið of nálægt kosningum. Það er vandlifaö. Leitin hafin En þaö er ekki aöeins stjórn- kerfisnefndin sem saknað hefur Sjafnar. Formaður æskulýös- ráðs Reykjavikur hefur ekki séö ástæðu til þess aö halda fund i ráðinu siöan 19. janúarsl., þrátt fyrir að nefndarmenn hafi fasta þóknun fyrir reglulega fundi. Formaöurinn er Sjöfn Sigur- björnsdóttir. Hefur verið rætt um að heita sérstökum fundar- launum til þeirra sem geta haft upp á Alýðuflokknum i borgar- málum. Frá þvi að Björgvin Guðmundsson hætti hefur hann gjörsamlega horfiö i þoku- bakka. Eina bótin er aö ráöa má af yfirlýsingum Sigurðar E. Guð- mundssonar eftirmanns Björg- vins, aö hann sé reiðubúinn að beita sér fyrir þvi að gerö verði leit aö stefnu Alþýðuflokksins og þeim borgarfulltrúa hans, sem kýs aö hunsa þau störf sem við- komandi er kjörin til og hlýtur laun fyrir. —ekh 09 skoríö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.