Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 2
2. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 9. mars. 1982. viðtalið Rætt við Skúla Skúlason, umboðsmann íslenskra refabúa: „Refarækt á mikla f ramtíð fynr ser Mikill áhugi er nú meðal islenskra bænda á loðdýrarækt, en um áratugur er liðinn síðan lyrstu minnkabúin voru sett á stofn. Sú ræktun hefur ekki gengið eins vel og menn hafa kosið en hins vegar hefur ræktun blárefa gengið mjög vel. Nýlega fór fram uppboð á refaskinnum i London og gekk sala islcnskra skinna, þar mjög vel. Við báðum umboðsmann islensku framleiðendanna Skúia Skúlason hjá Kjörbæ að segja okkur frá siðasta uppboði og hvernig gcngið hefði: „Við höfðum uppboö i desem- ber i vetur og svo aftur i byrjun febrúar. Þá seldum við 2100 skinn og varð meöalverðið um 40sterlingspund skinnið, en það eru um 720 krónur. Heims- markaðurinn virðist vera mjög öflugur um þessar mundir og er Skúli Skúlason, umboðsmaður Iludson's Bay i London. framleiðslan um 3 miljónir skinna á ári. Þar af er hlutur frænda okkar Finna 2.4 miljónir og þeir áætla stóra aukningu framleiðslunnar á næstunni.” „Ilafa þeir betri forsendur en t.d. við til aö rækta refi? „Nei, siður en svo. Refir eru einkum fóðraðir á fiskúrgangi, uggum, þunnildum, hausum o.fl. Viö búum mun betur i þessum efnum en Finnar, enda þurfa þeir að flytja úrganginn frá vesturströnd Noregs við ær- inn kostnað. Hjá okkur er þetta hins vegar i hverju plássi. Fóðurkostnaður á skinn er um 17 pund i Finnlandi en hér aðeins 11 pund. Hins vegar' gefur auga leið, að sá gifurlegi fjöldi refa sem er i ræktun hjá Finnunum lækkar fóöur- kostnaðurinn hlutfallslega mjög mikið. Auk þess nota þeir mikiö sláturafurðir en um 10% fóðurs- ins er kornvara. Þvi má segja að við Islendingar höfum afar góðar forsendur til að auka refaræktinu og hagnast á þvi.” — Hvenær hófst loðdýra- ræktin hér á landi? „Þetta byrjaði með innflutn- ingi á 210 læðum við austan- veröan Eyjafjörö i byrjun desember 1979. Þá hafði staðið yfir mikill undirbúningur margra aöila og það verður að segjast eins og er að ræktun ref- anna tókst betur en við bjuggumst við. Geldi varð minna og frjósemi meiri en al- mennt getur talist. Þessar læður voru ættaðar frá Noregi en fluttar inn frá Skotlandi.” — A hvaða stigi er refaræktin þá núna? „Núna er 29 refabú hér og þau eru með 1600 tæfur á fóðrum. Þau eru aöallega i Eyjafiröi og Skagafirði en auk þess eru að spretta upp bú annars staöar á landinu. Þessar 1600 tæfur skila af sér um 9000 hvolpum i haust og þar af er reiknað meö að fáist 3000 lifdýr, en 6000 skinn fari á markað. Af þessum 3000 dýrum verða 2400 kvendýr þannig að á árinumá búast við að tæfustofn- inn fari úr 1600 dýrum i 4000 dýr.” — Hafa inargir bændur sótt um að setja á stofn refabú? „70 umsóknir liggja fyrir hjá Landbúnaðarráðuneytinu og það er yfirlýst stefna stjórn- valda aö efla og styrkja þessa ört vaxandi búgrein. Það eru þvi allar likur á að 30-50 bú bætist við i sumar svoleiðis að framleiðslan mun margfaldast á næstunni”. — Og þú telur alla þessa framleiðslu geta breyst i bein- harðan glaldeyri? „Það er ástæðulaust að halda annað. Finnar ráða að mestu heimsmarkaðnum og eru i stöðugri sókn, en þeir ætla sér að bæta við hálfri miljón skinna nú á næstunni. Við höfum enn betri aðstæöur til refaræktar en þeir svo það er engin ástæöa til að vera banginn”. — Þið hafið lagt áherslu á blárefinn. Eru einhverjar aðrar refategundir sem koma til greina? „Það eru uppi hugmyndir um að byrja með ræktun silfurrefs en fyrir hann fæst 3-4 sinnum hærra verð. Fóðurkostnaður á skinn er hins vegar svipaður og hjá blárefnum þannig að út- koman ætti að geta orðið enn betri en i blárefsskinnasöl- unni,” sagði Skúli Skúlason að lokum. — v. Herstjórn er að iáta óvininn ekki vita að þú ert búinn með skotfærin og halda áfram að skjóta. Öldungar á flakki Myndasaga eftir EMIL & HALLGRÍM IiMf Í&SBgi VIO HOFun 0RÐID FYRIR Aí$$! hei! LOFTBELGUR I 'f\ SKERMINUH J| þ/\/VGAÐ! t-w I! ! l Ekkert „skytterí” / a götunum Frydensberg fógeti hafði séð ástæðu til þess áriö 1806 að brýna fyrir Reykvikingum að gera ekki kirkjugaröinn að öskuhrúgu og aö viðhafa aila gát i umgengni við eld og ljós. Ekki skal hér um það fullyrt, hver árangur varð af þessum áminningum fógeta þvi stund- um hefur það viijað ásannast, að góð meiningenga gerirstoð. En hvað sem um það er þá sáTrampestiftmaðurþörfá þvi árið eftir, 1807, að gefa út sér- staka auglýsingu, þar sem brýnt var fyrir bæjarbúum, að gefa gætur að öllu þvi, sem af gæti stafað brunahætta. Og til frekara öryggis bannaði stift- amtmaður meö öllu lýsis- og lifrarbræðslu innan bæjarins, svo og tjörusuðu. Eld og Ijós mátti ekki bera undir opnum himni nema i ljóskeri eða lok- uðu glóðarkeri. Tóbaksreyking- ar voru fordæmdar skilyrðis- iaust i eldfimu umhverfi og kvað svorammt að, að mönnum varbannað að kveikja sérf pipu á götum úti nema þvi aöeins að hetta væri yfir pipuhausnum. Tólgarbræðslu og kertasteypu skyldu menn alls ekki stunda aö næturlagi, þeir, sem viö þá iðju vildu fást, urðu aö gera það að deginum. Svo er að sjá sem einhverjir angurgapar hafi átt það til að stunda skytteri á götum bæjar- ins, a.m.k. þótti stiftamtmanni ástæöa til aö taka þaö fram i auglýsingu sinni, að siikt fram- ferði væri bannað með öllu, hvort heldur væri á nóttu eða degi. —mhg Þegar sum- arið kom ekki til Siglufjarðar... NU, þegar almanakiö segir að sumarið sé liðið og vetur kom- inn, rifjast upp að eiginlega fór sumarið hjá garði, a.m.k. hér norðanlands. Kulda og votviöratið var svo yfirgnæfandi á hásumartiman- um, að helst minnti á hlákukafla á miðjum vetri.Slik erminning- inum veðurfar liðinssumars. A Siglufirði var þó ýmislegt gert á vordögum til að sumar- dýrö sæist og bjartsýnin á grd- andann sjaldan verið meiri. Meira var gróðursett af blóm- um en nokkru sinni fyrr. A torgi bæjarins og i nánd við það gróðursettu félagar Garð- yrkjufélagsins nú meira af sum- arblómum og öðrum gróðri en þeir áður höföu gert, og spáöu ýmsir illa fyrir þvi að skemmd- arvargar og óróalýður myndi reita þau upp eöa traðka niður. Þessar spár rættust ekki. Ung- lingarnir, sem alltaf er van- treyst, sýndu að þeir kunna aö meta það sem til hins betra horfir. Blómin á torginu döfn- uðu bara vel i sumarkuldanum og fengu aö vera I friði. Illar spár rættust ekki og gefur það vonir um að fegurra umhverfi njóti virðingar og tillitssemi þeirra, sem næst þvi ganga. (Mjölnir)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.