Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. mars. 1982. Leiklistarskóli / Islands auglýsir inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið 1982. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um inntökuna og námið i skólanum liggja frammi á skrifstofu skólans að Lækjar- götu 14 b, simi 25020. Skrifstofan er opin kl. 9—15 alla virka daga. Hægt er að fá öll gögn send i pósti ef óskað er. Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu skólans i ábyrgðarpósti eða skilist þangað fyrir 22. april n.k. Skólastjóri Orlofshús Bandalag háskólamanna minnir félags- menn sina á, að frestur til að sækja um or- lofsdvöl næsta sumar i orlofshúsum bandalagsins aö Brekku i Biskupstungum rennur út 20. mars. Frestur til að sækja um orlofshús um páskana er til 15. mars. Frestir til að sækja um dvöl i orlofshúsum Hins islenska kennarafélags i sumar eða um páskana eru hinir sömu og hjá BHM. Skrifstofur BHM og HÍK eru að Lágmúla 7. Simar hjá BHM eru 82112 og 82090 og hjá HÍK 31117. Bandalag háskólamanna. Hið islenska kennarafélag. Styrkir til háskólanáms í Kina Stjórnvöld A'þyöulýöveldisins Kina bjóöa fram tvo styrki handa tslendingum til háskólanáms i Kina háskólaárið 1982—83. Eru styrkirnir ætlaöir stúdentum til náms i bók- menntum, sögu, heimspeki, raunvisindagreinum eða kandidötum til framhaldsnáms i kinversku. Námsmenn i raunvisindum geta búist viö að þurfa að gangast undir sérstakt próf hérlendis i stæröfræði, efnafræði og eðlis- fræði. — Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu tí, 101 Reykjavik, fyrir 6. april n.k. Umsóknareyðublöð l'ást i ráðuneytinu. Menntaniálaráðuneytið, 1. mars 1982 ÚTBOÐ Byggingarnefnd lögreglustöðvar, hrepps- skrifstofu og húsnæðis fyrir Rauðakross- deild Rangárvallasýslu, óskar eftir til- boðum i byggingu hreppshúss á Hvols- velli. Húsið er 2300 rúmm og skal skila þvi til- búnu undir tréverk, en lokið er við grunn- plötu hússins. Raflögn er undanskilin i út- boði þessu. Verkinu skal lokið 1. júni 1983. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Hvolhrepps, Hvolsvelli, Rangárvalla- sýslu, og á Teiknistofu Gylfa Guðjóns- sonar, Skólavörðustig 3, Reykjavik, gegn 1000 kr. skilatryggingu, frá og með 9. mars n.k. Tilboð verða opnuð i skrifstofu Hvol- hrepps, þann 30. mars n.k. kl. 14.00. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. aslvBrk ÍEa REYKJAVÍKURVEGI 25 Hafnarfirði simi 50473 Utþenslu Hæstaréttar irestað 1 gær mælti Jón Helgason fyrir meirihlutaáiiti alls- herjarnefndar efiri deildar um Ilæstarétt. Þar er m.a. lagt til að dómurum verði fjölgað i átta og aukadómarar verði ráðn- ir um stundarsakir. Meiri- hluti nefndarinnar telur að ekki sé unnt að flýta af- greiðslu mála með öðrum hætti. Stefán Jónsson og Eið- ur Guönason skrifa undir með fyrirvara og Eiður legg- ur til að ákvæði um fjölgun dómara verði lagt niður, Ólafur Ragnar Grimsson fór fram á frestun afgreiðslu málsins þar til skriflegt álit lægi fyrir um lögmæti frum- varpsins. Margir lögmcnn hafa talið frumvarpið brjóta i bága við stjórnarskrána. óg Fóðurverk- smiðjur ríkisins til 1. umræðu Eyðilegging kjörseðla eftir hreppsnefndarkosningar var samþykkt i gær i efri deild sem lög frá alþingi. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðhcrra mælti þar fyrir frumvarpi til laga um fóöur- verksmiöjur rikisins. Helgi Selj- an og Jón Helgason tóku einnig til máls um þennan lið. Helgi sagöi m.a. aö hann hefði fyrirvara um samþykki við ein- staka greinar frumvarpsins. T.d. teldi hann ab félög og félagasam- tök heimafólks ætti að geta eign- ast þessar verksmiðjur og rekið þær. Eins taldi hann að vel kæmi til greina að skipa yfirstjórn verksmiðjanna með öðrum hætti en gert er ráð fyrir i írumvarpinu (einyfirstjórn). Jón Helgasontók i sama streng og Pálmi Jónsson taldi ýmsar breytingar hugsan- legar i meðförum nefndar. — óg Þingmenn úr öllum flokkum Miðstöð fyrir fjöl- skyldu- raðgjof I.agt hefur verið fram frumvarp til laga frá Guð- rúnu Ilclgadóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur, Matthiasi Bjarnasyni og Niels A Lund um breytingu á barnalögum. Þar er gert ráð fyrir að for- eldrar eigi kost á fjölskyldu- ráðgjöf er taki til hinna ýmsu fjölskylduvandamála. Fjöl- skylduráðgjöfin skal starf- rækt af félagsmálaráðuneyt- inu, sem setji einnig rcglu- gerð fyrir miðstöð scm hefði fjölskylduráðgjöf á sinni könnu. 1 greinargerð með frum- varpinu segir m.a. að slik fjölskylduráðgjöf hafi verið starfrækt að hluta frá árinu 1979 á vegum Barna- verndarráðs Islands. A þeim tveim árum sem fjölskyldu- ráðgjöfin hefur starfað hefur verið leitað til hennar vegna 137 barna. Reynslan hefur ieitt i ljós að ekki er vanþörf á að gera slika ráðgjöf að fullu starfi og veita henni lagalega vernd og fjárhags- lega tryggingu. 1 raun væri hérum sparnað að ræða, þvi slik ráðgjöf vinnur að veru- legu leyti fyrirbyggjandi starf. — ög Frá Djúpuvfk i Arneshreppi. Gamla sildarverksmiðjan frá gullöld þeirra Strandamanna. Efla byggð í Árneshreppi Hafnarframkvæmdir á Ströndum Málefni Vestfiröinga voru mjög til umræöu á fundi sameinaðs alþingis í gær. Þorvaldur Garðar mælti fyrir þingsálykt- unartillögu um surtar- brandsvinnslu og Matthias Bjarnason mælti fyrir til- lögu um aögeröir til þess aö tryggja eðlilega byggöarþróun í Arnes- hreppi í Strandasýslu. i til- lögunni er gert ráö fyrir að ríkisstjórninni verði faliö að láta framkvæma undir- búning og hönnun aö haf narf ramkvæmdum í Árneshreppi. Þetta verði fyrstu aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins til að treysta og efla byggð þar nyrðra. Með tillögunni, sem þingmenn Vestfirðinga flytja, fylgir ýtarleg greinargerð. Þar segir m.a. „Ibúar Arneshrepps hafa frá aldaöðli lifað jöfnum höndum af gæðum lands og sjávar. Jafnan hefur verið harðbýlt og strjálbýlt i þessum hreppi, gróðursælasta og búsældarlegasta sveitin er Trékyllisvik. í hreppnum eru allmikil hlunnindi af selveiði og dúntekju, þar veiðist mikið af grásleppu og reki er nokkur. A fjórða tug þessarar aldar var reist sildarverksmiðja á Djúpu- vik i Arneshreppi, og nokkru siðar var reist önnur sildarverk- smiðja á Eyri i Ingólfsfirði og var þá mikið blómaskeið i þessum hreppi. Þessar atvinnugreinar hrundu þegar komið var fram á fimmta áratug þessarar aldar, og hafði það afdrifarikar afleiðingar fyrir það fólk sem byggði þetta svæði. A árinu 1910 voru ibúar Arnes- hrepps 431, en þeim fjölgaði um 11,1% á næsta áratug og voru 479 árið 1920. Þá verður nokkur breyting næstu árin á eftir, þegar ibúum hreppsins fækkar i 434 á árinu 1930 eða um 9.4%. En með hinni miklu atvinnuuppbyggingu, sem varð á fjórða áratugnum, fjölgar ibúum i hreppnum og á árinu 1940 eru þeir 515, fjölgun um 18,7%. 1950 er farið að siga veru- lega á ógæfuhliðina þvi þá er ibúatalan orðin 413, og fækkun verður á áratugnum 1950—1960 um 30.5% eða i 287 ibúa. A árinu 1970 heldur þessi þróun áfram og fer ibúatalan niður i 216 á árinu 1960, en fæstir eru ibúar i Arnes- hreppi á árinu 1978, aðeins 168. Siðan hefur heldur fjölgað og ibúar þar á siðastliðnu ári voru 175.” Auk Matthiasar Bjarnasonar tóku þeir Ólafur Þórðarson og Skúli Alexandersson til máls og mæltu með samþykkt til- lögunnar. — óg Sjö mál afgreidd í neöri deild: Mikfll kraftur í þíngmöimum Forðuðust málalengingar Eftir einnar viku hægagang á alþingi vegna þings Norður- landaráðs, tóku þing- menn til höndunum í báðum deildum þingsins i gær. í neðri deild voru þannig sjö mál afgreidd og efri deild lét ekki sitt eftir liggja fremur en endranær. Matthias Bjarnasonmælti fyrir áliti trygginganefndar i neðri deild um frumvarp til laga um vátryggingagjald, sem félags- málaráðherra hefur lagt fram. Fulltsamkomulag var i nefndinni um að ná þvi markmiði að auka tekjur Tryggingaeftirlitsins. Guðriín Hclgadóttirmælti fyrir áliti nefndar um breytingu á lögum um lifeyrisrétt sjómanna,’ þar sem gert er ráð fyrir að sjómenn eldrien 60 ára fáinúelli- lifeyrisrétt, þó þeir hafi verið á bá»um, þar sem lögskráning hef- ur ekki verið skylda. Það er á opnum bátum og þilfarsskipum undir 12 brl. Guðrún gat þess að nefndin væriannars sammála um að herða lögskráningu i fram- tiðinni. Mælir nefndin þvi með frumvarpi frá Pétri Sigurðssyni sem nú liggur fyrir þinginu og gengur i' þessa veru. Karvel Pálmason mælti fyrir frumvarpi um greiðslu orlofsf jár. Þetta er i fjórða sinn sem frum- varpið er flutt, þarsem gert er ráð fyrir greiðslu orlofs alfarið i heimahéraði istað póstgirókerfis. Svavar Gestsson mælti fyrir frumvarpi um lyfsölulög. Frum- varpið er lagt fram til áréttingar á sérstöðu lyfsöluveitingar til Háskóla Islands. Svavar sagði að einmittnú færu fram viðræður við lyfsala um þetta mál og þvi væri lagt til að um lyfsöluleyfi yrði farið með á óbreyttan hátt þartil núverandi lyfsali i Reykjavi'kur-Apóteki hættir stör fum. Steingrimur Hermannsson mælti fyrir frumvarpi um vöru- flutninga á landi, en engin lög eða reglugerð hefur verið i gilduum þessa landflutninga. Sighvatur Björgvinsson mælti fyrir frumvarpi um Orlofssjóð aldraðra, þarsem gert er ráð fyr- ir aðstoð við orlofsstarfsemi og við fáækt eldra fólk, sem ella gæti ekki tekið sér orlof. — óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.