Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 29
um helgina
. Fimmtudagur 8. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29
Fjölskylduskemmtuní Eyjum
Liíðrasveit Vestmannaeyja
verður með fjölskylduskemmt-
un á laugardaginn fyrir páska í
samkomuhúsinu, bæöi kl. 5 og
kl. hálf-niu um kvöldið. Þar
koma fram, auk lúðrasveitar-
innar, sex syngjandi systur úr
Eyjum, Graham Smith, sem
leikur á fiðlu, og Júnas Þórir
sem leikur á orgel. Asi i Bæ
kynnir.
Tónleikamir eru haldnir i
ágóðaskyni fyrir minnisvarða
um Oddgeir Kristjánsson, sem
fyrirhugað er að verði afhjúpað-
ur hinn 17. júnf. Minnismerkið
er reist á Stakkagerðistúni og
það er hugsað sem útileiksvið
fyrirEyjarnar, þar sem t.d. há-
tiðahöld Sjómannadagsins og
17. júni gætu farið fram.
Musica Antiqua
í Háteigskirkju
Musica Antiqua nefnist röð
tónleika þar sem flutt er músik
frá Endurreisnar- og Barokk-
timanum. Þriðjudaginn 13. april
næstkomandi verða þriðju og
siðustu tónleikar vetrarins.
Flutt vcrður barokktónlist,
kantötur og triósónötur eftir
Schutz, Telemann, IlUndel o.fl.
Flytjendur á þessum tónleik-
um eru Signý Sæmundsdóttir
söngur, Camilla Söderberg
blokkflautur, Michael Shelton
fiðla, Helga Ingólfsdóttir sem-
ball og Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir viola da gamba.
Tónleikar Musica Antiqua
hafa fram að þessu verið haldn-
ir á sal Menntaskólans í
Reykjavik en að þessu sinni
verða þeir i Háteigskirkju og
hefjast kl. 20.30.
Freyr
og
Anna með
tónleika í
Hlégarði á
laugardag
Freyr Sigurjónsson og Anna
Guðný Guðmundsdóttir halda
tónleika að Hlégarði á vegum
Tónlistarskóians í Mosfellssveit
laugardaginn 10. aprfl kl. 14.30.
Freyr lauk einleikaraprófi i
flautuleik frá Tónlistarskólan-
um i Reykjavik vorið 1978 og
hefur siðan stundað nám i Man-
chester. Anna Guöný starfar i
London sem undirleikari við
Guildhall School of Music and
Drama en hún hefur stundað
nám við þennan skóla undanfar-
in ár. A efnisskránni eru meðal
annars verk eftir frönsku tón-
skáldin Couperin, Pixi^ Widor
og Jolivet. Tónlistarfólkið mun
einnig leika á Akranesi 17. april
og i Norræna húsinu sumardag-
inn fyrsta.
Corveiras
ill og ókeypis, en tekið á móti
fjárframlögum við innganginn.
Orgel-
tónleikar
í Fíladelfíu
á
laugardag
I.augardaginn 10. aprfl kl.
17.00 heldur Ffladclfiukirkja
Reykjavikur aðra orgeltónleika
sina. Antonio Corveiras leikur a
orgel kirkjunnar, sem er af
Starup-gerð, hefur mekaniskan
takt og elektróniskan registrat-
ur, tvö hljómborð og fótspil, 22
raddir, 1.528 pipur, sú stærsta
ca. 2,5 cm löng en sú minnsta ca
8 mm.
A efnisskránni eru verk eftir
Bach
Johann Sebastian Bach (1685 -
1750). Aðgangur er öllum heim-
SKIRDAGUR:
Trúður skemmtir börnunum í hádeginu á
Esjubergi. Niky Vaughan, eldgleypir, kemur í
heimsókn á Skálafell um kvöldið.
LAUGARDAGUR FYRIR PASKA:
Trúður skemmtir börnunum í hádeginu á
Esjubergi. — Jónas Þórir við oreglið um
kvöldið á Skálafelli.
2. PASKADAGUR:
Trúðurinn á Esjubergi í hádeginu.
Stromboli og Sylvía skemmta
um kvöldið á Skálafelli
—giúbbutinn—
Skírdag og laugardag fyrir páska: Opið f rá kl.
9—11.30, hljómsveitin Landshornaflakkarar.
2. páskadag: Opið frá kl. 9—1, hljómsveitin
Landshornaflakkarar. Trúður skemmtir. Tvö
diskótek í gangi
Veitingahúsið í
GLÆSIBÆ
Skírdagur
Opiðfrá kl. 8 — 11
DISKÓTEKIÐ A FULLU
Laugardagur fyrir páska
Opiðfrá kl. 8 — 11.
DISKÓTEKIÐÁ FULLU
2. í páskum
Opið f rá kl. 8 — 3
Hljómsveitin Glæsir og Diskótek
Simi: 8 62 20
Borðapantanir í síma: 8 56 60
á Islandi
Hverfisgata 39, sími 25450
SPENNANDI SUMAR eða
LÆRDOMSRIKTÁR
Eruð þið ekki hress og kát?
Haf ið þið ráð á aukarúmi?
Haf ið þið ánægj u af ungu f ólki?
Hvernig væri að taka skiptinema í tvo mánuði
eða i eittár?
Hafðu samband og kannaðu málið.
Skrifstofan er opin virka daga kl. 15.00 — 18.00
Sögufélag
Aðalfundur Sögufélags verður haldinn
laugardaginn 24. april n.k. á Hótel Borg
(gyllta sal) og hefst kl. 15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Gisli Gunnarsson sagnfræðingur flytur
erindi: „Frjósemi og ungbarnadauði i is-
lenskri hagsögu 1700 til 1900.”
Stjórnin
m