Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLADID DJÓDVIIIINN 32 SÍÐUR Fimmtudagur 8. april 1982 — 81. tbl. 47. árg. Fjölbreytt lesefni um helgar Verð kr. 10.00 „Gagnrýni hefur -ekki haldið fyrir mér vöku' ophuviðtal við Hjörleif Guttormsson Viðtal við Guðrúnu r Agústsdóttur: Reykjavík má ekki lenda aftur i höndum andfé/ags legra afla Viðtal við Magnús Hallgrimsson um vetrarferð inn á hálendið „Ég hreinlega varð að byrja á þessu ” rœtt við Harald Sigurðsson Ljósm. Leifur. Allir í Bláfjöll Skálinn opnaður í dag! Samkvæmt veðurspánni á ekkert að vera því til fyr- irstöðu, að borgarbúar og nágrannar geti notið hinn- ar góðu aðstöðu til skíða- og útivistar, sem Blá- fjaliasvæðið býður uppá. AAunu því margir draga fram skíðin og skunda á f jöll um helgina. Við slógum á þráðinn i gær, miövikudag, upp i Bláfjöll og ræddum stuttlega við Helga Má Jónsson, einn „fólkvangsvarða” Bláfjalla. Hann sagði okkur, að skiðalyftur yrðu opnar frá 10 - 6 yfir páskana, eins og jafnan á helgidögum. Hvað kvað góða færð á vegum og skiðafærið aldeilis frábært. Þá sagðist hann eiga von á góðri aðsókn — reynslan væri sú, aö væri veður skaplegt fylltist allt i Bláfjöllum um helgar og á fridögum. Skiðalandsmót verður haldið i Bláfjöllum um páskana, og kvaðst Helgi Már fremur eiga von á þvi að heldur fjölmennara yrði en vanalega út af þvi. Lyfturnar myndu hins vegar ganga ótrufl- aðar að mestu þrátt fyrir mótið og þaö ætti ekki að raska neinu um opnunartima. Þá sagði Helgi Már, að skálinn yrði opinn i Bláfjöllum i dag meö sjoppu þar sem seldar yrðu sam- lokur og góð aðstaöa yrði fyrir gesti að tylla sér niður. Þessi skáli myndi einnig bæta aðstöðu starfsfólksins verulega, en hún væri vægast sagt ekki til að hrósa sér af nú. Hann verður þó ekki vigöur fyrr en eftir páskana. — Að lokum, Helgi: Hvernig er að vinna þarna? „Það fer auðvitað allt eftir að- stæðum,” sagöi Helgi. „Þegar sólin skin og aðsókn er góð, þá er þetta auðvitað mjög skemmtileg vinna. En hins vegar er vinnan erfið þegar veður eru vond.” Viö þökkum Helga Má kærlega fyrir upplýsingarnar og óskum lesendum gleöilegra páska, og skiöafólki biðjum við góðrar færðar. ast Spáin um páskaveðrið: Heldur gott veðurútlit Landsmenn allir mega vænta heldur góðs veðurs um páskana, a.m.k. eru ekki miklar líkur á stór- kostlegu páskahreti. Þó gæti snjóað eitthvað víðast hvar, en sú snjókoma mun ekki standa lengi. Veður mun heldur fara kólnandi frá því sem nú er (á mið- vikudegi), en litlu mun það skipta f yrir gróðurfar. Veðurstofan lét okkur i té þess- ar upplýsingar og bætti við, að sennilega yrði oftast gott veður. Þó færu yfir tvær litlar lægðir, sú fyrri i nótt en hin á laugardegin- um. Eins og lesa má eru hér slegnir miklir varnaglar og ekkert full- yrt. Astæöan er tvöföld: veður- fræðingurinn, Trausti Jónsson, var ekki aldeilis á þvi að fullyrða nema með varnöglum, og svo voru bilanir á tækjabúnaði i út- löndum, þannig að Veöurstofan haföi ekki fengið nægilegar upp- lýsingar til að geta gert miklar langtlmaspár. En málið er semsé það, að við þurfum ekki að vænta óveðurs, þótt óliklegt sé aö bliða siðustu viku haldist. ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.