Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1982
UODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Eínar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson'.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi ólafsson, Magnús H.
Gislason. Ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sígurdór Sig-
urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar:Hiidur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik,
simi: 8 13 33
Prentun: Blaðaprent hf.
Að hafa og vera
• Róttækur húmanisti, Erich Fromm, fjallar i
bók sinni „Að hafa (eða eiga) og vera” um þær
blindgötur sem táknaðar eru með fyrri hluta
bókarheitisins að hafa, eiga, sanka að sér. Um
kreppu þeirra lifsviðhorfa sem byggja á her-
skárri sérgæslu valdbeitingu og ránsskap — allt
i nafni fullnægingar á þeim þörfum sem einstakl-
ingar hafa komið sér upp án tillits til annarra
manna og gert sér að siðaboði. Fromm ræðir lika
þær leiðir, sem menn hafa fyrr og siðar prófað út
úr þessum villum, og þá um fordæmi þeirra
manna sem hann vill kalla meistara. Kristur
kemur þar mjög við sögu. Fromm nefnir hann
hetju kærleikans, hetju þeirra sem hafna valdi,
beittu ekki ofbeldi, vildu ekki eiga neitt. Hann er,
segir Fromm, hetjan sem var, gaf, deildi með
öðrum. Og hin kristna hetja varð pislarvottur, þvi
rétt eins og i hinni gyðinglegu hefð varð ekkert
afrek meira en að leggja lif sitt i sölurnar fyrir
náungann. Og pislarvotturinn, sá sem er tekinn
af lifi fyrir þau sannindi sem hann veit æðst, hann
er andstaða hinnar grisku og germönsku hetju,
hinnar heiðnu hetju, sem á sér það markmið að
sigra, yfirbuga, ræna, eignast stolt, vald og
frægð.
• Ef menn lita yfir sögu aldanna verður fljót-
lega fyrir þeim á kristnu menningarsvæði sem
svo er nefnt mikil þverstæða. Lotning er sýnd
hetjunni sem var, sem gaf, sem deildi með
öðrum, en i raun er farið að allt öðrum fyrir-
myndum, allt önnur gildi ráða. Og sagan er eftir
þvi af ofbeldisverkum, undirokun, landvinn-
ingum, arðráni — og nú siðast af skammsýnum
ránsskap i vistarveru mannfólksins, náttúrunni.
Það er kannski ekki mikill vandi að skilja hvers
vegna svo hefur farið. Hitt liggur ekki i augum
uppi, hvers vegna menn halda áfram að ákalla
hetju kærleikans, þótt þeir ætli sér alls ekki að
fara að dæmi hennar svo neinu nemi. Að visu má
segja sem svo, að kristin játning er einkar þægi-
leg, það getur verið notalegt að koma sér upp
skurðgoði er menn láta annast fyrir sig góðvild,
óserpiægm, kærleika — um ieið og þeir afsaka sig
með mannlegum ófullkomleika og guðlegum full-
komleika. En þessi tvöfeldni blandast svo saman
við annað: Þarfir manna fyrir að vera, — ekki
eigendur eða valdstjórar, heldur menn með
mönnum, menn i samfélagi, menn sem treysta
hver öðrum en þurfa ekki sifellt að brynja sig
gegn óvinum og keppinautum.
• Þessar þarfir, segir Fromm, sem ekki trúir á
einfaldar útlistanir á sérdrægni mannlegs eðlis,
eru svo djúpstæðar, að menn finna til samvisku-
bits, sársauka yfir þvi að þeir lifa án þess kær-
leika sem þeir kannski játa trú á.
• Og þvi er það, að i okkar heimshluta hefur
pislarsagan eins og fléttast inn i vitund manna,
þar ber hún og fram,beint og óbeint, spurningar
um margt það sem mikilvægast er i sambúð
manna, um þá meginstrauma sem birtast i orð-
unum að hafa og vera. Mönnum gengur að sönnu
misjafnlega vel að heyra þessar spurningar fyrir
allskonar gauragangi. En þær minna á það, að
þrátt fyrir herfilegt misræmi milli játninga og
verka i þjóðfélögum okkar, þá á hver maður þess
kost að breyta lifi sinu með róttækum hætti. Og
þar með lifi annarra manna i einhverjum mæli.
ÁB
Þessir þrir koma til með aö berjast um tslandsmeistaratitilinn um páskana. F.v.: Sævar Bjarnason,
Jón L. Arnason og Jóhann Hjartarson. Jóhann er iefsta sæti sem stendur. Ljósm.: —eik.
Tiltölulega hreinar línur virð-
ast komnar i baráttunni um ts-
landsmeistaratitilinn i skák i ár.
Jóhann Hjartarson, Sævar
Bjamason og Jón L. Árnason
virðast einoka keppnina um
efstu sætin og má mikiö gerast
ef einhverjum hinna tekst aö
blanda sér i' baráttu þremenn-
inganna. Staðan þegar nokkrum
skákum er lokið i5 umferðum er
þessi: 1. Jóhann Hjartarson 4
1/2 v. 2. - 3. Jón L. Árnason og
Sævar Bjarnason 3 v. + 1 bið-
skákhvor. 4. Július Friðjónsson
3 v. 5. Björn Þorsteinsson 2 1/2
v. 6. Róbert Harðarson 2 v. + 1
biðskák. 7. Magnús Sólmundar-
son 2 v. 8. - 9. Benedikt Jónasson
og Elvar Guömundsson 1 1/2 v.
+ 1 biðskák hvor. 10. Sigurður
Danielsson 1 v. ll.Stefán Briem
1/2 v. + 3 biðskákir. 12. Jón
Þorsteinsson 1/2 v. + 2 biðskák-
ir.
1 Áskorendaflokki er lokið 4
umferðum ogþar er efstur Arn-
ór Björnsson meðfullt hiís vinn-
inga. 1 Opna flokknum er Tóm-
as Björnsson efstur með fullt
hús vinninga að loknum 4 um-
ferðum. Keppendur i Askor-
endaflokki em 20 talsins en 78 i
Opna flokknum.
AUmikil umræða hefur verið i
gangi varðandi aðstöðu kepp-
anda i Norræna hiisinu. Sá sem
þessar linur ritar er á þeirri
skoðun að listahús af ýmsu tagi
séu einkar heppileg fyrir skák-
viðburði. Norræna húsið er
kjörinn vettvangur fyrir skák-
mót. Hitt er svo annað mál að í
öllum tilvikum þarf að full-
nægja ldgmarkskröfum. Þannig
þarf að vera gott loft i skáksal,
hávaðamengun verður að halda
i lágmarki og lýsing verður að
vera i góðu lagi.Þetta skortir á i
hinum ágæta sal Norræna húss-
ins, en þó er þetta atriði sem
ætti að vera auðvelt að kippa i
liðinn. Það er einum of langt
gengið þegar keppendur taka
upp á þvi að koma með lampa
með sér til keppni eins og Jón L.
Árnason gerði i 5. umferð móts-
ins. Arangur þeirrar aðgerðar
lét ekki á sér standa þvi Jón
komst i mikinn ham og vann
Magnús Sólmundarson i aðeins
23 leikjum:
Hvi'tt: Jón L. Árnason
Svart: Magnús Sólmundarson
Caro-Kann
1. e4-c6 4. Rxe+Rf6
2. d+d5 5. Rxf6+-gxf6
3. Rd2-dxe4
(Caro-Kann er e.t.v. ágætis-
byrjun þegar teflt er við Jón L.,
en ekki þetta afbrigði. Með
hvitu hefur hann unniö marga
góða sigra gegn þvi.)
6. c3!
(Nákvæmur biðleikur. Hvitur
treystir stöðu sina á miðborðinu
og biöur átekta. Hann vill sjá
hvernig svartur hyggst skipa
liði sinu fram).
6. ... Bf5
(Larsen, Speelmaan, Hort og
fleiri góöirmenn hefðu leikið 6. -
Landsliðsflokkur á
Skákþingi Islands:
Jóhann,
Jón og
Sævar
endaflokki á Skákþingi Islands
en i 2. sæti varð Sigurður Dan-
ielsson. Misjafnt höfðust þeir að
i upphafi þessa mdts, þvi Sig-
urður var án vinninga eftir 4
umferðir. I 5. umferð mætti
hann Sævari og lengi vel virtist
ekki ætla að verða mikil breyt-
ing á gengi þeirra. Langt fram i
endatafl hafði Sævar talsverða
yfirburði, en svo fór að hæfileiki
Sigurðar til að flækja málin
urðu Sævari fjötur um fót og
hann fékk bókað sitt fyrsta núll
á mótstöfluna.
berjast
h5. Framrás h-peðsins er i
mörgum tilvikum nytsöm og
getur komið i veg fyrir þá upp-
byggingu sem Jón beitir hér.)
7. Rf3-e6
8. g3
(A löngu skálinunni á biskupinn
heima. Það hefur reynslan
kennt Jóni.)
8. ... Bd6
9. Bg2-Dc7
10. 0-P-Rd7
11. c4-0-0-0
12. Rh4-Bg6
13. C5-Bc7
(13. -Rxc5 15. dxc5-Bxg3 kom tii
greina. Hvitur ræðst nú með
offorsi að kóngsstöðu svarts.)
14. b+f5
15. De2!
(Svarta staðan fer langt i það að
vera töpuð eftir þennan leik.
Hvitur hótar 16. Bf4og við þvi er
ekki margt að gera.)
15. ... Bxh4
(Skárra var 15. -Bf6.)
16. Bf4-e5 17. dxe5!
(Svartur er glataöur og hefði i
raun getaö gefið skákina. Hann
þráast við i nokkra leiki i við-
bót.)
17. ...-Bg5 21. b5-Dxc5
18. Bxg5-Hde8 22. Hfcl-Dd4
19. Bf+Rxe5 23. bxc6
20. Habl-De7
— Svartur gafst upp.
Sævar Bjarnason hefur verið i
góðu formi i vetur. Hann sigraði
á Skákþingi Reykjavikur og
stóð sig vel bæði á alþjóðlega
mótinu og i landskeppni Islend-
inga og Svia. Eftir 4 umferðir á
skákþinginu haföi hann hlotið 3
vinninga og var með unna bið-
skák gegn Benedikt Jónassyni.
Sævar sigraði I fyrra i Askor-
Hvi'tt: Sigurður Danielsson
Svart: Sævar Bjarnason
Sikiley jarvörn
1. e4-c5
2. Rf3-e6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc 3-d6
6. Bg5-Rc6
7. Dd2-Be7
8. 0-0-0 -0-0
9. f4-h6
10. Bxf6-Bxf6
11. Rxc6-bxc6
12. Dxd6-Db6
13. e5-Hd8
14. Da3-De3+
15. Kbl-Hxdl +
16. Rxdl-Dxa3
17. bxa3-Be7
18. a4-Hb8+
19. Kcl-Ba3+
20. Kd2-Hb4
21. g3-Hxa4
(Einnig mátti hér reyna 21. -
g5.)
22. Bd3-Bb4+ 24. Re3-Bc3??
23. Ke2-Hxa2
(Mikið meira þarf ekki til. 1
góðri stöðu, með peö yfir missir
svartur flugið. Staða sem þessi
verður aldrei unnin með neinu
offorsi. Einfaldlega 24. -Kf8 ætti
að gefa svörtum alla vinnings-
möguleika. Nú fær Sigurður sitt
tækifæri og hann lætur það ekki
úr hendi sleppa.)
25. Hbl!-Hb2
26. Hdl-Kf8?
(Best úr þvi sem komið var, var
að leika 26. -Hb8 þó hvitur sé i
fullu fjöri eftir 27. Bc4-Ba5 28.
Hd6 o.s.frv.)
27. Bc4-Ke7 Hal-Bc5
28. Kd3-Bb4 30- Bb3!
(Hrókurinn er lokaður inni.
Hann virtist eiga nóg af reitum
nokkrum leikjum áður.)
40. fxe5-Bg5
41. Rc5-Bc8
30. ...-Kd8
31. Rc4-Hxb3 +
32. cxb3-Kc7
33. Kc3-a6
34. b4-Be7
35. Hdl-Bd7
36. Rd 6-f6
37. Kc 4-g5
38. Rb7-gxf4
39. gxf4-fxe5
42. Hfl-Be7
43. Hf7+-Kd8
44. Re4-Bd7
45. Hh7-Bf8
46. Rf6-Bc8
47. Hh8-Ke7
48. Rh7
— Svartur gafst upp.