Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐViLJlNN Fimmtudagtír 8. april'1982 íslenskt leikhús er mjög háþróað segir Christo Kratchmarov frá Búlgaríu, sem er aö velja íslenska leiksýningu á ,,Leikhús þjóöanna” í vor KOSTABOD Af sérstökum ástæðum getum við boðið fáeina FORD ECONOLINE sendibíla af árgerð 1981 á sérstaklega góðu verði og greiðslukjörum. Möguleikar eru einnig til að taka aðra bíla í skiptum upp í hluta kaupverðs. Hafið samband við sölumenn okkar strax, því að svona tækifæri til að eignast nýjan amerískan sendibíl bjóðast ekki á hverjum degi. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100 //Það kom mér mjög á óvart hvað íslenskt leikhús er háþróað. Þetta er evr- ópskt leikhús upp á það besta um leið og það hefur greinilega langa hefð og á mikil ítök i þjóðinni. Leik- hús á íslandi er meira en list — það er vakning"/ sagði búlgarski leikstjór- inn Christo Kratchmarov frá Sofíu/ sem hér er staddur til að velja islenska sýningu til sýningar á „Leikhúsi þjóð- anna'/ sem haldið verður í Búlgaríu í sumar. „Leikhús þjóöanná'er haldið ár- lega á vegum alþjóöasamtaka leikhúsfólks í tengslum við Unesco og er ein stærsta og virt- asta leiklistarhátiö i heimi. Þar eru sýndar þær leiksýningar sem hæst bera i heiminum hverju sinni, alls um 28—30 sýningar. Christo er sem sagt hér á Islandi i þeim erindum aö velja islenska leiksýningu til sýningar á hátiöinni i sumar, en einu sinni áöur hefur islenskri leiksýningu veriö boöiö aö sýna á „Leikhúsi þjóðanna”. Þaö var Inuk sem fór héöan og hlaut þar mikiö lof. Christo er hér fyrst og fremst til aö velja á milli tveggja sýninga, „Ofvitans” hjá LR og „Stundar- friös” hjá Þjóöleikhúsinu, en sú sýning er ekki lengur á fjölunum, en til á myndbandi. „Þetta er ákaflega erfitt val og ég er satt aö segja i miklum vanda. Þaö fer einnig eftir að- stæðum hvor sýningin kemst úr landi. Ég hef lika séö fjölda margar aðrar sýningar sem til greina koma, þvi hér er óvana- lega mikið af góöum sýningum,” sagöi Cristo. „Þið eigið marga af- bragös leikstjóra og leikritun er greinilega mjög kraftmikil hér á landi.” Við báöum hann aö segja okkur frá starfi hans i Búlgariu. „Ég er leikhússtjóri viö leikhús i Sofia, sem er rikisrekið eins og öll okkar leikhús. Ég set upp á hverju ári 2—3 sýningar og kenni auk þess viö leiklistarháskólann, sem menntar alla okkar leikhús- starfsmenn, leikara, leikstjóra o.s.frv. Auk þess er ég aöalritari listamannasamtakanna og hef' mikinn áhuga á að opna sam- skipti við Bandalag isl. lista- manna hér á Islandi.” „Nú eru listamenn i A-Evrópu sums staðar undir nokkurri pressu frá yfirvöldum. Eru lista- menn i Búlgariu frjálsir i störfum sinum? „Búlgaria stendur mjög traustum fótum efnahagslega og afskipti rikisvaldsins af opin- berum stofnunum eru mjög tak- mörkuö. Auövitaö verö ég sem leikhússtjóri að hafa nokkra sam- vinnu við yfirvöld, enda hafa þau ráöiö mig og þau veita fé til starf- seminnar. En þaö er engin póli- tisk kreppa i Búlgariu og lista- menn eru ekki undir eftirliti kommúnistaflokksins, enda mikiö af yngra fólki alls ekki i honum.” sagöi Christo. Hann kvaöst ennfremur hafa framlengt dvöl sina hér á landi um tvo daga til að komast yfir aö sjá fleiri leiksýningar og væntan- lega skýrist mjög fljótlega hvaöa sýning fer héöan. Þess má geta að hvorki Noregur eöa Danmörk senda sýningu á „Leikhús þjóö- anna” aö þessu sinni, en Finnar Sviar og tslendingar verða full- trúar Noröurlandaþjóðanna. þs SETUR ÞU STEFNULJÓSIN TlMANLEGA Á? «IUÆ FERÐAR Útsölumarkaður Skúmgölu 30 Gallabuxur Báskó'sbolir Jogging-gallar Samfeslingar OPIÐ: Stórkostleg uneys„ verðlœkkun Vinnuskyrtur laugardag 10. april kl. 9—12 VINNUFATABUÐIN Laugavegi 76 sími 15425 • Hverfisgötu 26 sími 28550

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.