Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 8
Gylmir 11.24
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1982
W
GOÐAR WPSKRIFTIRí)
Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur
^MEÐ MÓNU
TERTU
HJÚP
1
I líter mjólk
100 ér- tertu-hjúpur, dökkur
Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða,
einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt
eftir smekk.
2.
I líter mjólk
150 gr. tertu-hjúpur, dökkur
Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi
borinn með, eða látinn í hvérn bolla.
Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og
hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn-
legt að nota vatnsbað).
SÚKKULÍKI
500 GR.
í.
100 gr. smjör
100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt.
4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einú og
60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta.
2.
100.gr tertu-hjúpur
2 eggjarauður
2 matsk. rjómi
2 matsk. fíórsykur
Eggjarauður og flórsykur þeytt saman,
bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í.
Súkkulaðibráð.
100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært
stöðugt í, síðan er 1 matskeið af smjöri
(mjúku) hrært saman við (má vera meira),
látið volgt á kökuna.
Skreytikrem.
100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita,
síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel
saman við. Síðan er þetta látið í sprautu
eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt-
inga, látið ekki bíða.
jtiótta
SÆLGÆTISGERÐ
STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIROI
SÍMI 50300 - 50302
ÁBYRGOARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU
ÖRUGGUR
GJALDMKMLL
Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgdíu
dbyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hdr tékkinn megi vera.
Bankinn ábyrgist innlausnina.
ÚTVEGSBANKINN
Greinilega bankinn íyrir þig líka.
FÍB
stofnar
ferða-
skrifstofu
Félag isl. bifreiðaeigenda, sem
telur u.þ.b. 10 þúsund félaga, hef-
ur stofnað ferðaskrifstofu, sem
býður alhliða feröaþjónustu, en
sér I lagi mun hún þó sinna fé-
lagsmönnum FIB sem fá alveg
sérstök vildarkjör á ferðum á
vegum skrifstofunnar. Þau góðu
kjör byggjast fyrst og fremst á
þvi að FIB hefur fengið aðild að
griöarlega viðtækri ferðaþjón-
ustu samtaka bifreiðaeigenda i
Evrópu, sem hafa náð einstak-
lega góðum kjörum, hjá bilaleig-
um, hótelum og eigendum sumar-
húsa á Norðurlöndum og I
V-Þýskalandi, og viöar.
Arinbjörn Kolbeinsson formað-
ur FIB sagði á blaðamannafundi
þegar skýrt var frá stofnun ferða-
skrifstofunnar, að engin ferða-
skrifstofa hér á landi gæti keppt
við ferðaskrifstofu FÍB hvað kjör
snertir á verði bilaleigubila og
sumarhúsa til félaga FIB. Nefndi
hann sem dæmi að hægt væri að
fá bilaleigubila i Lúxembúrg fyrir
1000 kr. á viku og km. gjald inni-
falið. 1 Danmörku kostaði bill frá
1500 kr. i viku, sumarhús i viku
með flugfari fram og til baka
3.776 kr. og viðbótarvika rúmar
500 kr. Þetta þýðir, að hjón gætu
farið i 2ja vikna ferð og haft bila-
leigubil allan tímann með
km.gjaldi inniföldu fyrir um það
bil 13.000 kr.
Þá mun ferðaskrifstofa FIB
einnig taka á móti og annast fyr-
irgreiðslu útlendra ferðamanna,
sem eru félagar eða koma á veg-
um ferðaþjónustu erlendra bif-
reiðaeigenda. Þá er hægt að fá
hjá skrifstofunni allskonar ferða-
handbækur og vegakort af Evr-
ópu á vægu verði og ýmis erlend
ferðarit ókeypis.
Gjafirtil
Borgar-
leikhúss
A 85 ára afmælishátið Leikfé-
lags Reykjavikur þ. 11. janúar sl.
bárust félaginu ýmsar góðar
gjafir frá fjölmörgum leiklistar-
unnendum ogvelunnurum félags-
ins.
Frú Guðný Helgadóttir ekkja
Brynjólfs Jóhannessonar leikara
færði að þessu tilefni húsbygging-
arsjóði Leikfélagsins að gjöf 5
þúsund krónur til byggingar
Borgarleikhúss i nýjum miðbæ
við Kringlumýrarbraut. Að sama
tilefni bárust húsbyggingarsjóðn-
um að gjöf aðrar 5 þúsund krónur
frá börnum þeirra hjóna: önnu
Brynjólfsdóttur, Helgu Brynjólfs-
dóttur, Kristjönu Brynjólfsdóttur
og Birgi Brynjólfssyni.
Húsbyggingarsjóður Leikfélags
Reykjavikur var stofnaður fyrir
tæpum 30 árum að tilhlutan
Brynjólfs Jóhannessonar, sem þá
var formaður Leikfélagsins. A
liðnum árum hefur sjóðurinn ver-
ið efldur með ýmsu móti, m.a.
með fjaröflunarskemmtunum,
sem listamenn Leikfélags
Reykjavikur hafa staðið fyrir i
Austurbæjarbiói um miðnætur-
skeið að loknum venjulegum
starfsdegi i Iðnó, svo og með gjöf-
um og frjálsum framlögum
þeirra, sem hafa látið sér annt
um hag Leikfélagsins.
Leikfélag Reykjavikur hefur
lagt á það mikið kapp, að Borgar-
leikhús Reykvikinga verði vigt þ.
18. ágúst 1986 á 200 ára afmæli
Reykjavikurborgar. 1 baráttu
sinni fyrir byggingu nýs leikhúss i
Reykjavik hefur það jafnan verið
félaginu styrkur að finna hlýhug
og samkennd borgarbúa og ann-
arra leikhúsgesta. Leikfélagið
þakkar frú Guðnýju Helgadóttur
og börnum hennar fyrir tryggð og
velvild I garö félagsins.