Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 22
22 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt íþróttir 0 íþróttir Úr „Púls- mannspælunni Að þessu sinni verður vikið að orðum sem snerta vinnu og verkafólk.en þessi orðmá auk þess tengja yfirstandandi ári sér- staklega, þar sem lýst hefur verið yfir vinnuverndarári ASI. Ýmsar skilgreiningareru tilá vinnunni.en ekki skal farið út i þá sálma hér. Um vinnueru samheiti ekki ýkja mörg, er litið er hlutlaust á orðiöen þó þessi: iðja, starf, starfi, sýslaog verk. Annað er uppi á teningnum, þegar talaðer um „erfiðisvinnu” og hefur þá tung- an um ýmislegt að velja. Talsverð blæbrigði eru á þvi sviði, sem erfitt er aö segja skýrt til um. Þessi orð eru helst: aml, dráp, hnauk, puð, púl, rostuverk (róstuverk), slit, strit, þræiavinna og þrældómur.Hægt er að bæta orðinu -vinnavið sum þessara orða ogsegja:: erfiðisvinna, púlsvinna, siitvinnaog stritvinna. Aml getur bæði þýtt „dund”, „basl” og „bardús” og svo „þrælkun” þ.e. „erfiða vinnu”. önnur orð eru á mörkum þess að merkja „erfiða vinnu” og „e-ð fyrirhafnarsamt” t.d. rog (sbr. rogast meðe-ð) og streðfsbr. streða við e-ð). Verk sem þolinmæði þarf til.erut.d. juð og nudd og sjálfsagt fleiri tilá þvisviði. Sagnirnar um þetta athæfi, að vinna og erfiða.eiga sér lika samheiti. Hlutlausar eru sagnirnar að iðja, starfa og sýsla. Sögnin að verka er lika til, en i sérhæfðari merkingu, s.s. aö verka e-ð upp,þ.e. „hreinsa” e-ð. En lika er til að búverka.að „vinna að heimilisstörfum”. Fjölbreytnin er mun meiri um að crfiöa.Þá er sagt aö amla, amstra, arga, hnauka, puða, púla, stjana, strabba, stramma, strita, stritast, sveitast, þaufa, þræia og þrælka.Eins og er um nafnorðin, eru svo aftur sagnir sem liggja á mörkum þessaðlýsa „erfiði”og„fyrirhöfn” t.d. amra.basa, basla, baxa, bisa, nudda, streða og úðra.og eru sumar þeirra heldur sjald- gæfar. Orðin crfiðiog erfiðavoru notuð a.m.k. á einhverju timabili um daglaunavinnu i kaupstað. Það kemur m.a. frami dagbókum Sigmundar Long (1814—1924) af Austfjörðum. Hann segir m.a. á einum stað: „Erfiða viö kol og salt fyrir Tostrup”, og annars- staðar: „Ég fór á Seyðisfjörð og ætlaöi til erfiðis hjá Thomsen.” (OH) Þar er liklegt að danska orðiö arbejde eða norska ar- beid(e)hafi haft áhrif á merkinguna. Sé orðinu -maðurbætt við hin hlutlausu orð um „vinnu” (þó ekki þaðorð) þ.e. iðju.starfog verk.er látin i ljós hæfni manns til verka: mikill eða litill iðjumaður, starfsmaður, verkmað- ur. (Sýslumaðurhefur sem kunnugt er fengið aðra merkingu). 1 fornu máli var orðið verkmaðurannars notað svipað og verka- maðurnú, en verkamaðurkemur fyrir i Eyrbyggju. önnur orð i fornu máli voru verkkaupamaður, vinnumaðurog starfsmaður. En i siðari tima máli eru erfiðismaður, stritvinnumaður og verknaðarmaður. Erfiðismaður kemur fyrir hjá Oddi Gott- skáikssyni i Nýja testamentinu 1540 og erfiðiskona hjá Jóni Arnasyni I Kleyfsa hans (orðasafni frá 1738). Púlsmaðurkemur fyririheimildfrá 18.öldskv.OrðabókHáskólans,en púlskonaer ekki til i seðlasafninu. Um erfiðisfólk og púlsfólkeru dæmi frá ýmsum timum. 1 framhaldi af þessum orðum hef ég athugað litillega hvenær fariðer að tala um samtök þessa fólks sem kennt er við erfiði og púl.Elsta dæmi i seðlasöfnun Orðabókar Háskólans um erfiðis- félager frá 10. júni 1867. Benedikt Gröndal er að skrifa Bjarna Jónssyni og segir þar: „Þetta eru allt saman handiðnamenn úr „púlsmannapælunni”, svo köllum vér þetta demógógiska erfið- isfélag.sem Rimi er faðir að.” (Rit V,184). (Hér er átt við Chr. V. Rimestad ritstjóra Dagstelegrafen i Danmörku). I Þjóðlifi 1879ertalað um erfiðismannafélagRimestads, sem hann stofn- setti 1860 (Þjóðólfur, 31. ár,91) og það orð notar Halldór Laxness i Heimsljósi (11,33) t fornu máli var til orðið verkalýður.en elsta dæmi Orðabókar Háskólans um verkalýðsfélag er ekki eldra en frá Brynjólfi Bjarnasyni úr grein frá 1958 (Með storminn i fangið 1,15). Augljóst er að orðið er mun eldra en þetta i málinu, og væri gott 'að fá ábendingu um eldri dæmi á prenti frá lesendum. Verka- mannafélag er i oröabók Blöndals, en verkakvennafélag ekki fyrr en i Viðbæti 1963. Nokkur orðeru notuð niðrandi um verkamenn. Þar má nefna orðin eyrar( vinnu )karl, kolapilturog verkalassi.og hafa þau að- allega átt við þá sem unnu erfiðisvinnu við höfnina i Reykjavik. Orðið kolapiltur var notað i Arnessýslu sem skammaryrði um þann sem var „ofstækismaður, fantur og fylliraftur”: „Hann er allra mesti kolapiltur” (Talmálssafn Orðabókar Háskólans). Verkalassi varnotað af Morgunblaðinu 1918, 252, bls. 3. sp.l; og þarf ekki að taka fram að það er notað niðrandi Ég gat þess i upphafi, að árið 1982 væri vinnuverndarár, en 1. jan. sl. gengu i gildi ný lög um aðbúnað, hollustuhætti, og öryggi á vinnustööum. Vinnuvernd(un)er þó mun eldri i málinu, þvi að talað er um vinnuverndunarlög i Andvara 1912, 36, og vinnu- verndarlöggjöf f Rétti 1932, 215. Fróðlegt væri einnig hér að frétta af þvi hjá lesendum, hve langt aftur menn þekkja orðið vinnuverndi islensku. En ekki er ósennilegt að það komi upp i kjölfar togaraútgerðar i byrjun aldarinnar. Sem kunnugt er var aðbúð slæm og vinnuharka mikil á togurunum, en vökulögin 1926 settu skorður við þeim þrældómi sem þar viðgekkst. Þrátt fyrir þá miklu vinnu sem hér hefur verið fjallað um, get ég tekið undir með þvi sem segir i Lærdómslistafélagsritunum, að oss sé „ekki gefin tóm vaka, heldur og svefn... ekki tómt púl heldur og hvildardagar og hátiðir.” (XII,68) Gleðilega páska. Þeir sem vilja ieggja orð I belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Siðumúla 6, R. Einnig geta þeir haft samband við Svavar Sigmundsson I sima 22570. Sigurður Sveinsson yljaði mönnum um hjartarætur með nokkrum stórglæsilegum mörkum; 7 urðu þau alls. Ljósm.: Ari. Þróttur — Dukla Prag 17:21 Úthaldlð brast seinni hálfleik / 1 Draumur Þróttar um að leika úrslitaieikinn i Evrópukeppni bikarhafa i handknattieik varð i meira lagi fjarlægur i gærkvöidi er liöið tapaöi fyrir Dukla Prag i skemmtilegum leik. Það setti aö visu Ijótan blett á þcnnan leik, er einn gesta i Laugardalshöllinni henti tómri glerflösku i átt til tékkneska markvarðarins. Slik atvik eru sem betur fer ekki algeng i Laugardalshöllinni. Leikmenn sem aðra i höllinni rak I roga- stans og ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef flaskan hefði hitt tékkneska markvörðinn en slikt virtist eini tilgangurinn með þessu fáheyrða óþokka- bragði. Þróttur átti afbragðsgóðan leik i fyrri hálfleik sennilega einn sinn besta i vetur. Sigurður Sveinsson og Páil Ólafsson sem að visu gerði sig sekan um ljót mistök i upphafi leiks, sýndu allt hið besta sem i þeim býr og þegar undan eru skildar nokkrar upphafs- minútur leiksins þá hafði Þróttur ávallt undirtökin. 1 hléi var staðan 11:10. Allan þennan tima var frábær barátta i vörninni hjá Þrótti, keppnisskap og leikgleði geislaði af leikmönnum. Síðar; hálfleikur var algert svartnætti. Vörn hætti að sjást, komið var betur út á móti' Sigurði i sókninni og enginn til að taka við. 1 ofanálag fór tékkneski markvörðurinn að verja eins og berserkur og eftir að Dúkla Prag náði tveggja marka forskoti um miðjan siðari hálfleik, 16:14 var útséö um úrslit. Otslit leiksins urðu 21:17 Dukla Prag i vil og erfiður róður framundan hjá Þrótti i seinni leiknum. Mörk Þróttar gerðu: Sigurður 7, Páll 4, Jens 3, Gunnar 2, Magnús 1. Hjá Dukla Prag var Stika at- kvæðamestui;skoraði alls 7 mörk. Annars virtust Tékkarnir flestir hverjir vera jafnir að getu. Tæknileg vinnubrögð afbragðs góð þegar vel lá á þeim i seinni hálfleik; markvarsla og vörn góð. Ekta A-Evrópulið. Villa park i gærkvöldi. Orslit i leikjum Evrópukeppn- innar i knattspyrnu i gærkvöldi urðu annars þessi: EM bikarhafa: Tottenham-Barcelona ... Dynamo Tiblisi-Standard ... ..1:1 . .0:1 EM meistaraliða: UEFA-keppnin: CSKA-Bayern Aston Villa-Anderlecht ... ....4:3 ....1:0 Keiserslauten-Gautaborg Nis-Hamburg ...1:1 ...2:1 Evrópukeppnin í knattspyrnu: Bayern á alla möguleíka á að komast í úrslitin Pétur Pétursson og Asgeir Sig- urvinsson voru heldur betur i sviðsljósinu i gærkvöldi, er leikir i undanúrslitum Evrópukeppn- innar I knattspyrnu fóru fram. Asgeir ferðaöist með liði sínu Bayern MVinchen til Búlgariu og náði þeim áfanga að komast i byrjunarlið Bayern. Bayern tapaði 3:4 i æsispenn- andi leik og munaði litlu að illa færi þvi CSKA frá Sofia komst i 3:0 eftir aðeins 18 minútna leik. Taugaóstyrkur leikmanna Bay- ern setti mjög svip sinn á leik liðsmanna. Asgeiri var skipt út af eftir öll ósköpin, þrátt fyrir að hið mikla forskot CSKA væri engan veginn hans sök. Þegar Diirnberg- er skoraði fyrsta mark Bayern á 27. minútu leiksins komst loks jafnvægi á i leik Bayern. Dieter Höness, sem kom inná fyrir As- geir skoraði 3:3, en CSKA komst i 4:2snemma i siðari hálfleik. Paul Breitner átti siðasta orðið i leikn- um ogúrslitinurðu4:3CSKAi vil. Bayern þarf þvi vart meira en eins marks sigur á heimavelli sinum i Mflnchen,-1:0 — 2:1 — 3:2 sigur nægir þeim til að komast i úrslitaleikinn. Pétur Pétursson er allur að koma til með meistaraliði Ander- lecht. Hann var i byrjunarliðinu og átti góðan leik, þegar Ander- lecht tapaði fyrir Aston Villa 0:1 á UTBOÐ Tilboð óskast i smiði og samsetningu á lausum búnaði fyrir Grundaskóla á Akra- nesi. Verkið skiptist i eftirfarandi þrjá þætti og er heimilt að bjóða i hvern einstakan þeirra A Borð B Stólar C Hillur, skápar, skilveggir Tilboðsgagna má vitja á Verkfræði- og teiknistofuna s.f. Akranesi (simi 93-1785), en þar verða tilboð opnuð föstudaginn 30. april n.k. kl. 14.30 að viðstöddum bjóðendum sem þess óska. Bygginganefnd Grundaskóla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.