Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 08.04.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. ap’rií 1982 um helgina ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 17. april kl. 14.00 að Xirkjuvegi 7. Á dagskrá eru framboðsmál og stefnuskrá auk ann- arra mála. Drög að stefnuskrá liggja frammi að Kirkjuvegi 7 frá og með þriðjudeginum 13. april — Stjórnin Kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins i Reykjavik, Siðumúla 27 Skrifstofa kosningamiðstöðvar Alþýðubandalagsins i Reykjavik er að Siðumúla 27. Simarnir eru 39816 (Úlfar) og 39813 (Kristján) Kosningastjórn ABR Alþýðubandalagið i Reykjavik Framlög i kosningasjóð Tekið er við framlögum i kosningasjóð Alþýðubandalagsins í Reykja- vik vegna borgarstjórnarkosninga að Grettisgötu 3 og I kosningamið- stöð félagsins að Siðumúla 27. Verum minnug þessaöenginupphæðer of smá. Kosningastjórn ABR Félagsfundur ABR i kosningamiðstöð aðSiðumúla 27 Kosningastcfnuskrá félagsins lögðfram til samþykktar Alþýðubandalagiö i Reykjavik boðar til félagsfundar i kosningamið- stöð félagsins að Siðumúla 27, föstudaginn 16. april kl. 20.30. Ilagskrá: 1. Kosin kjörnefnd vegna stjórnar ABR 2. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins i Reykjavik við borgarstjórnarkosningarnar lögð fram til samþykktar. Framsaga: Sigurjón Pétursson 3. Önnur mál. Kosningastjórn ABR. Kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins verður lokuð yfir páskahelgina. Kosningastjórn ABR. Tillaga að stefnuskrá i borgarmálum Kynniðykkur stefnuskrána fyrir félagsfundinn á föstudagsdvöld. Tillaga aö stefnuskrá Alþýöubandalagsins i Reykjavik við borgar- stjórnarkosningarnar i vor liggur frammi fyrir félagsmenn að Grettis- götu 3 og i kosningamiðstöð aö Siðumúla 27, frá og með þriðjudeginum 13. april. Kosningastjórn ABR. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum Hin árlega Skirdagsvaka verður haldin i félagsheimilinu Valfelli kl. 14.00 (fimmtudag). Mætum öll hress og kát. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Egilsstöðum Alþýðubandalagið á Egilsstöðum hefur opnað kosningaskrifstofu að Tjarnarlöndum 14. Verður skrifstofan opin fyrst um sinn mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20.30 til kl. 22.30. Stuðnings- menn G-listans eru hvattir til að koma til starfa á áðurnefndum tima. (Kosningasimi auglýstur siðar). Kosningastjórn. Siglufjörður — Sauðárkrókur Námskeið i blaðamennsku og útgáfu. Akveðið hefur verið að halda námskeið í blaðamennsku og útgáfu á Siglufirði helgina 17. og 18. april n.k. Nánar auglýst siðar. Alþýðubandalagið. Menntaskólmn á Egilsstöðum Tilboð óskast i að fullgera heimavistarhús Menntaskólans á Egilsstöðum. Byggingin er nú uppsteypt með pappaklæddu þaki. 1 útboðsverkinu er innifalinn allur frágangur byggingar- innar að utan og innan. Verkinu skal vera lokið 1. júli 1983? sjá nánar i útboðs- gögnum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000,- kr. skilatryggingu frá 14. april kl.13 00. Tilboð verða opnuð á sama staö þriöjudaginn 4. mai 1982, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tine Hagedom- uisen og rvunai uuuuranasson, aóalleikendur 1 kvikmyndinni Sóley. kvikmyndir „Sóley” frumsýnd á annan Páskamynd Laugarásbiós verður islenska kvikmyndin „Sóley” sem kvikmyndafe'lagið Sóley hf. hefur framleitt. Myndin verður frumsýnd fyrir boðsgesti á laugardag kl. 15.00, en fyrsta sýning verður á 2. páskadag kl. 17.00. Leikstjórar eru þau Róska og Manrico Pavolettoni, og eru þau jafnframt höfundar handrits ásamt meö Einari Ólafssyni. Með aðalhlutverk i myndinni fara Tine Hagedorn Olsen og Rúnar Guðbrandsson. 1 fréttatilkynningu segir að efni myndarinnar sé sótt i is- lenskarþjóðsögurog þjóðtrú, en hún segir frá ferð ungs bónda- sonar yfir hálendi Islands i leit að týndum hestum, og lendir hann i ferðum sinum í bland við álfa, drauga, huldufólk og úti- legumenn. Jafnframt segir að myndin gerist að hluta til á mörkum draums og veruleika þar sem ljóðræn og draum- kennd frásögn nái yfirhendinni yfir hefðbundnu raunsæi. Rokk í Reykjavík Tónabió frumsýnir kvik- myndina Rokk I Reykjavik hinn 10. april n.k. klukkan fimm sið- degis. Framleiðandi myndar- innar cr Hugrenningur h.f., stjórnandi Friðrik Þór Friðriks- son, kvikmyndun annaðist Ari Kristinsson en tónlistarupptöku Július Agnarsson, Tómas Tóm- asson og Þórður Arnason. í kvikmyndinni koma fram helstu nýjustu rokkgrúppur Is- lendinga, svo sem Baraflokkur- inn, Bodies, Bruni BB, Egó, Fræbbblarnir, Grýlurnar. Jonee Jonee, Þeyr o.fl. o.fl. Frumsýningin verður 10. april kl. 5, eins og áður sagði, en næsta sýning á annan i páskum og verður myndin þá sýnd klukkan 5,7 og 9. Þess má geta. að þetta er fyrsta islenska myndin, sem tekin er i Dolby- stereói. Páskamynd Háskólabíós: „Leitin að eldinum” Páskamynd Háskólabiós heitir „Leitin að eldinum” og er m.a. merkileg fyrir þær sakir, að til stóð á timabili að taka hana á tslandi. Myndatakan fór fram i þremur heimsálfum, og ákveðið hafði verið að taka öll atriði, sem gerast áttu á isöld hér á landi. Þegar undirbúning- ur var langt kominn skall hins vegar á langvinnt verkfall leik- ara. Þegar það leystist var vctur genginn i garð hér og ekki nokkur vegur aðmynda. „Leitin að eldinum” var þvi kvik- mynduð i Skotiandi, Kanada og Kenya. Myndin fjallar annars um lifsbaráttu frummannsins — þó einkum fjögurra ættflokka, og hvernig eldurinn hlaut að færa þeim ættbálki sigur sem kunni með hann að fara. Myndin var mjög kostnaðar- söm og ekkert til sparað; þannig var dýrum breytt i dýr forsögulegs tima á afar trúverð- ugan hátt og Desmond Morris, dýrafræðingur, og rithöfundur- inn Anthony Burgess voru íengnir til að skapa nýtt tungu- mál, byggt á fornum Indó-Ev- rópskum orðum og likams- hreyfingum. útkoman er sögð góð. Fjabkötturinn og S-Ameríka Sýningar um páskahelgina Um páskaheigina gengst Fjalakötturinn fyrir dagskrá með myndum frá og um Suður- Ameriku. Á dagskrá þessarri heimildarmyndir, leiknu mynd- irnar eru þrjár, frá Bólivfu, Uruguay og Kúbu en heimildar- myndirnar eru fimm talsins, þar af þrjár frá eða um EL SALVADOR. Mýndirnar sem sýndar verða eru þessar: Leiknar myndir: Chuquiago, bólivisk, leikstjóri Antonio Eguino — best sótta myndin i Bóliviu fyrr og siðar. State of Siege, frá Uruguay, leikstjóri Costa Garras — fjallar um hóp skæruliða sem ræna nokkrum erlendum starfsmönnum i þeirri von að fá pólitiska fanga látna lausa i þeirra stað. De Sierta Manera, kúbönsk, leik- stjóri Sara Gomes — fjallar um samskipti kynjanna. H e i m i 1 d a r m y n d i r : E1 Salvador — Fólkið mun sigra, E1 Salvador — bylting eða dauði, E1 Salvador — ákvörðun um að sigra, Frjálst iand eða dauði (frá Nicaragua) og loks Áfi fólksins þriðji hluti myndarinnar Baráttan um Chile.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.