Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. april 1982 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag bjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: bórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Augljsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Ólalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Ctlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglysingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjáimsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. L'tkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Sturlungaeldur kiefður • Það er mikið fagnaðaref ni, að nú virðist sem tek- ist hafi að skapa sæmilegan frið um Blönduvirkjun samkvæmt tilhögun I, sem næstu stórvirkjun á landi hér. Deilurnar um virkjanamálin hafa risið hátt á undanförnum mánuðum og misserum. • öll spjót hafa í þessum efnum staðið á Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðarráðherra, — stundum úr þess- ari áttinni, stundum úr hinni og hann ýmist verið ásakaður fyrir seinagang eða bráðræði í virkjanamál- unum. • Þó má óf riðurinn á Alþingi og hér syðra heita hé- gómi miðað við þær alvarlegu hættur sem augljóslega steðjuðu að f riðsamlegri sambúð góðra granna á milli norðan heiða. Þar var kappsemin mest á báða bóga svo sem skiljanlegt er. • l þeim samningi um Blönduvirkjun sem undir- ritaður var 15. mars s.l. milli virkjunaraðila og ful.l- trúa f imm hreppa af sex, sem hagsmuna eiga að gæta fyrir norðan, — þar var ráð fyrir þvi gert, að vatns- hæð i væntanlegu miðlunarlóni yrði í upphafi miðuð við 220 gigalítra, — „og fari ekki hærra fyrr en nauð- synlegt er vegna miðlunarþarfa í landskerfinu og að fenginni frekari reynslu af uppgræðslu og viðhaldi gróðurs." Samkvæmt samningnum var það falið sam- ráðsnefnd, sem skipuð yrði 4 fulltrúum heimamanna og 2 fulltrúum virkjunaraðila, að fylgjast með því hvort stækkun lónsins síðar upp í allt að 400 Gl teldist nauðsynleg eða ekki. — Kæmi upp ágreiningur um þetta efni innan nefndarinnar var úrskurðarvaldið falið iðnaðarráðherra. • Þegar þingflokkur Framsóknarflokksins af- greiddi málið af sinni hálfu nú á mánudaginn eftir fimm vikna þóf, þá féllst hann í öllum aðalatriðum á þann samning, sem Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra hafði undirritað 15. mars s.l., þar á meðal að virkjað skyldi samkvæmt svokallaðri tilhögun I með stíflu við Reftjarnarbungu. Eina skilyrði Fram- sóknarf lokksins var það, að ákvörðunarvald varðandi hugsanlega stækkun miðlunarlónsins síðar skyldi ekki liggja hjá samstarfsnefnd heimamanna og virkjunar- aðila ásamt iðnaðarráðherra, heldur skyldi Alþingi fara með þetta vald. • Hér er ekki um mikla breytingu að ræða og auð- velt var fyrir alla aðila að fallast á hana, því ólíklegt verður að telja að nokkur iðnaðarráðherra færi að úr- skurða um stækkun lónsins síðar gegn vilja heima- manna, nema hann hefði a.m.k. þingmeirihluta á bak við sig við slíka ákvörðun. • Hitt er svo annað mál að með 220 Gl miðlunarlóni verður orkuframleiðsla frá Blönduvirkjun nokkru dýrari heldur en með 400 Gl lóni og af ýmsum dregið í efa, að hún sé eftir sem áður sjálfsögð sem hin fyrsta í röð næstu stórvirkjana. • Hvað sem slíkum sjónarmiðum líður ætti þó nú að geta tekist góð samstaða um þá stefnumörkun varð- andi röð virkjana sem ríkisstjórnin samþykkti á f undi sínum þann 27. nóvember s.l., en þar var gert ráð f yrir Blönduvirkjun samkvæmt tilhögun I sem næstu virkj- un og síðan kæmi Fljótsdalsvirkjun næst á eftir. • Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins sagði í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld, að spurning væri hvort ekki hafi verið gengið of langt tii móts við sjónarmið landverndarmanna með ákvæðinu um aðeins 220 Gl lón í upphafi við Blöndu, en þetta ákvæði er að finna í samningnum frá 15. mars svo sem hér var áður getið. • Þessari skoðun formanns Framsóknarflokksins skal mótmælt hér og það fullyrt, að enginn vegur var að ná viðunandi samkomulagi i héraði um Blöndu- virkjun með 400 gígalítra lóni. • Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að mönnum sé sárt um land sem sökkva skal undir vatn vegna virkjunarframkvæmda og slikt má aldrei gera án þess að brýna nauðsyn beri til. Menn getur að vísu greintá um hversu hátt skuli meta hvern hektara gró- ins lands, en hitt ætti menn ekki að greina á um að sitt- hvað sé gefandi fyrir það að bægja frá nýrri Sturlungaöld manna á milli norðan heiða. k. Harriman Jafnvœgi fyrir hendi Harriman, fyrrum sendi- herra Bandarikjanna i Moskvu, hefur nýlega skrif- að formála fyrir bók öldunga deildarþingmannanna Hat- fields og Edwards Kennedy, sem stefnt er gegn kjarnorkuvigbúnaðarkapp- hlaupinu. t>ar segir m .a.: ,,í dag er um að ræða jafn- vægi milli kjarnorkustyrks Bandarikjanna og Sovétrikj- anna. Sovétrikin eiga sam- tals fleiri eldflaugar og sprengjuflugvélar; okkar eldflaugar og sprengjuflug- vélar bera fleiri kjarnaodda. Meirihluti hins sovéska vopnabúrs er i eldflaugum staösettum á landi; meiri- hluti okkar styrks er i sprengjuflugvélum og i kaf- bátum sem búnir eru kjarnorkueldflaugum. Goðsögnin um yfirburði Sovétrikjanna gerir meira en að lama okkur, hún end- urspeglar ótta sem þessi okkar sjálfstraustsþjóð á að vera hafin upp yfir. Þessi goðsögn veikir vini okkar siðferðislega. Verst er þó, að hann er grundvöllur fyrir lifshættulega rangar ákvarð- anir, vegna þess aö viö gef- um andstæðingum okkar merki um að við séum veikir fyrir, þótt við séum það ekki.... I Tvisvar áður Hreyfingin (gegn kjarn- orkuvigbdnaði) veitir mér bjartsýni. Tvisvar áður hef- ur bandaríska þjóðin átt að- ild að afvopnunarviðræöum á sviði kjarnorkuvopna og i bæði skiptin varð árangurinn jákvæður. Fyrir tuttugu ár- um leiddu áhyggjur almenn- ings af geislavirkri úrkomu til þess að samkomulag náð- ist um takmarkanir á til- raunum með kjarnavopn. Fyrir tiu árum siðan leiddi umræðan um staðsetningu eldflauga, sem ættu að granda eldflaugum, til þess að gert var samkomulagiö sem kennt er við SALT-I. Með þeim hætti var þá hægt aö komast hjá kapphlaupi um þróun dýrra og ónauö- synlegra varnarkerfa, sem og hjá kapphlaupi um þróun varnareldflauga sem áttu að tortima fyrrgreindum eld- flaugakerfum... klippt Minkur ársins í isienskri stjórnmálaumræðu koma alltaf upp öðru hvoru ein- hver minkur eða æðarfugl sem ýta öllum öðrum málum til hliðar með rökum sem afar erfitt er að henda reiðurá.Engu likara en Islendingar geti ekki með nokkru móti æst sig upp i pólitik nema út af mjög afmörk- uðum málum, sem þeir kjósa sér að festa alla sina pólitiska reiði eða hrifningu við. Meðan þeir svo ekkert taka eftir þvi að braskarar af ýmsu tagi féfletta þá i stórum stil eða þá að áhrifa- menn vilja selja helstu auðlindir landsmanna fyrir slikk eða þá að tslendingar sjálfir ráða eink- ar auðveldlega við það verkefni að koma merkilegum fiskistofn- um fyrir kattarnef. Minkur eða fugl eða sterkur bjór ársins heitir Ikarus eins og allir vita, en svo nefnist ung- versk strætisvagnategund, sem kennd er við ungan mann úr Grikklandi hinu forna sem var svo óheppinn að lenda i fyrsta bilar. Vinn á bæjarleiðinni svo ég keyri hann ekki. Þaö er mjog gott að standast áætlun á hon- Sigurjón Böðvarsson vagnstjórii Þeir hafa bara reynst vel mið- aö við það sem skrifaö hefur verið. Fyrst voru þeir ómögulegir og ókeyrandi vegna stillingargalla, en það hefur ver- iðlagfært. Snorri Sigurðsson vagnstjóri; Það var búið að tala svo illa um þessa bila. Reynslan verður svo að skera úr um hvernig þeir endast. Stofnkostnaður er svo lágur á þessum vögnum að það hefur mikið að segja fyrir bæinn. Við- brögð farþega eru allt of litil bæði hvað varðar leiðakerfi, vagna og þjónustu SVK. Man ekki eftir neinum kvörtunum. Auöunn Snorrason vagnstjórit Ég held ég verði að telja að þeir hafi reynst nokkuö vel. Ég flugslysi heimsins. Hann flaug nefnilega of nálægt sólinni, en vængirnir, sem hann notaöi voru festir á hann með vaxi og vaxið bráðnaði i hitanum. Nú hefur það gerst að Ikarus hinn ungverski hefur, vegna hagstæðs verðlags á þvi vöru- merki, flogið upp hingað i stræt- isvagnaflota Reykvikinga og Kðpavogsmanna. Þetta þykir ihaldinu dirfskufullt flug nálægt þeirri sól sem það vill sjálft vera og hefur það lið hamast af svo miklum móð gegn Ikarus- vögnum, að engu er likara en að þeir sjái I þeim Samsærið mikla gegn frelsinu „Ágœtis bilar,f Það er þvi ekki ófróðlegt að skoða Alþýðublað Kópavogs fjórða tölublað, sem nýlega er út komið. Þar reyna Kópavogs- kratar aö fá það fram hjá vagn- stjórum strætisvagna Kópavogs hvernig margumræddir Ikarus- vagnar hafa reynst. Vagnstjór- arnir eru sjö sem svara? sum svörin eru heldur hlutlaus en aðeins eitt neikvætt — al- menn útkoma er hinsvegar hin þokkalegasta og margt fundið bilunum til ágætis. Mönnum til fróðleiks og skemmtunar skulu þessi svör birt hér öll. Þau eru á þessa leið: Þorvaldur Ottósson vagnstjóri; Hef ekki hugmynd um það. Ég vinn ekki á Ikarus. Ég held samt aö þeir hafi reynst eðlilega miðað við nýja vagna. Hef engin viðbrögð heyrt frá farþegum. Jóhann Óiafsson vagnstjóri: Hann hefur alltaf skilaö mér fram og til baka, hreint ágætis keyri Ikarusinn ekki miljiö og þvi snemmt að tala um reynslu en ég kann ágætlega við að keyra hann á þeim leiöum sem hann er settur á hér. Ég keyri aðallega til Reykjavíkur en á þeirri leið er hann ekki. Hef ekki heyrt nein viðbrögð farþega. Kichard Richarðsson vagnstjóri*. Það er álitamál hvort hann hefur reynst vel. Ég tel að ekki sé kominn nægur timi til að segja um það. Miðaö við aðra vagna sem ég hef keyrt likar mér ekki vel að keyra hann. Hann er hastur, þungur og þungur i stýri. Farþegar hafa nefnt að meng-i un sé frá pústkerfi i vögnunum og þyrfti aö láta mæla það. Aðalheiður Arnljótsdóttir vagnstjóri: Mér finnst gott að keyra Ikarusinn. Hann er stöðugur á vegi, svolftið þyngri en hinir en það gerir ekkert til þar sem hann er svo stööugur. Þaö mætti vera einn gir I viðbót. Leyndardómur Þetta sögöu vagnstjóraij og tveir menn úr áhaldahúsi bæjarins tóku einnig i jákvæðan streng. Séu þessi ummæli úr Kópa- vogi borin saman viö ýmislegt það sem sagt hefur verið i Morgunbiaöinu um sömu bila þá er ljóst, að afstaðan til Ikarus er og verður einn af meiriháttar leyndardómum stjórnmálanna. Nema menn vilji visa með öllu frá sér tilvisun i ihaldsmanninn sem gat ekki fengið bensin á bil- inn sinn nema hjá Kaupfélag- inu. Þetta var sannur ihalds- maður. Hann sagði: Ég keyri þá heldurbensinlaus! AB «9 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.