Þjóðviljinn - 29.04.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 29.04.1982, Side 16
NOBVIUINN Fimmtudagur 29. april 1982 Alkalstmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins í þessum stmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvölclsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Endurnýjun bónussamninga í fískvinnslu: Starfsfóik f frystihúsum i Reykjavik hefur hótaö aö hætta aö vinna eftir bónuskerfi veröi ekki búiö aö endurnýja bónus- samninginn fyrir næstu helgi. Samningar um bónus i frysti- húsavinnu stóöu yfir i gær hjá Vinnuveitendasambandinu. Á skrifstofum Verkamanna- sambandsins og Verkakvenna- félagsins Framsóknar var eng- inn i gær, sem gat skýrt frá þvi út á hvaö þessir bónussamn- ingar gengu eöa hverjar kröfur verkafólksins væru, en i vinnslusal Bæjarútgeröarinnar hittum við fyrir þær Málhildi Sigurbjörnsdóttur, Ástu Þórar- insdóttur og Margréti Eggertsdóttur. Asta Þórarinsdóttir sagöi aö núgildandi bónussamningar væru gamlir og úreltir og nýir samningar hefðu átt aö taka gildi 1. febrúar s.l. Hún sagði að þær væru fyrst og fremst Asta Þórarinsdóttir: Núgildandi bónussamningar eru aö veröa 4 ára gamlir og eru löngu úreltir Bónusvinna verður stöðvuð ef ekki semst óánægðar með nýtingarstuðul- inn i bónusnum, en mátti ekki vera að þvi að útskýra það nánar. Málhildur Sigurbjörnsdóttir er öryggistrúnaöarma ður verkafólksins I vélasal. Hún sagði að ekki væri fullt sam- ræmi á bónuskerfinu á milli húsa. Sums staðar væri t.d einn ormur talinn sem einn galli en annars staðar tveir, en hver galli þýðir að rifa verður upp svo og svo mikið af pakkningum og skoða hvert einasta flak. Þá sagði Málhildur það vera réttlætiskröfu að bónusinn hækkaði i eftir- og næturvinnu. Margrét Eggertsdóttirer um- sjónarkona með bónusnum i pökkunarsal og fyrrverandi trúnaðarmaður um bónus. Hún sagöi okkur að bónus i fiskvinn- unni væri reiknaður út sem margfeldi af nýtingu og hraða, en með nýtingu er átt við hversu mikið eða litið skerst af við snyrtingu flakanna. Hún sagði að það nýtingarhlutfall, sem miðað væri við i bónusútreikn- ingum væri meðaltalsnýting þess þriðjungs borðanna, sem hefði besta nýtingu. Hún sagði að þetta kerfi gerði þaö aö verk- um, að þær sem afkasta mestu eða hafa besta nýtingu gætu dregið hinar niður i bónus, og þessu þyrfti að breyta. Margrét sagði að margar konur gerðu sér ekki grein fyrir þvi hvernig bónusinn væri út- reiknaður, en hins vegar er dag- Málhildur Sigurbjörnsdóttir: Ekki samræmi I bónuskerfinu á miilihúsa —og viö viljum hærri bónus i eftir og næturvinnu. lega sett upp á vegg tölvuút- skrift sem sýnir nýtinguna á hverju borði frá deginum á undan. En þótt bónusinn sé orðinn úr- eltur eins og hann er, þá er þessi vinna svo leiðinleg, sagði Margrét, að það er ekki hægt að vinna hana i timavinnu. Kappið Margrét Eggertsdóttir: Nýt- ingin hjá þeim bestu dregur hina niður í bónus — þessu þarf að breyta! styttir timann og gerir starfið skemmtilegra. Hér erum við sérstaklega dugleg i að vinna karfa, og konurnar eru alltaf ánægðar þegar þær fá karfann þvi þær trúa á hann. Maður verður að trúa á það sem maður gerir, sagði Margrét að lokum. -ólg Alþýðubandalagið í Reykjavík: 1. maí fundur á Hótel Borg Að venju boðar Alþýðubandalagið i Reykjavik til fundar að Hótel Borg er fundi verkalýðshreyfingarinnar lýkur á Lækjartorgi. Ræöumenn: Guörún Agústsdóttir ritari og Þorbjörg Sæmundsdóttir verkamaöur. Fundarstjóri: Siguröur G. Tómasson borgarfulltrúi. Fulltrúi Alþýðuflokks dró tillöguna til baka: Ikarusvögnum ekki skilað Á stjórnarfundi hjá Strætisvögnum Reykjavikur i gær, dró fulltrúi Alþýðuflokksins i stjórninni til baka tillögu sina frá siðasta stjórnarfundi um að Ikarus vögnum SVR yrði skilað eða þeir seldir. Þess i stað bar hann fram nýja tillögu um aö Ikarusvagnamir yrðu reyndir áfram i 2-3 mánuði, og var sú tiilaga samþykkt af meirihlutaflokkunum, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæöisflokksins. Guðrún Agústsdóttir stjórnar- formaður SVR lét bóka á fund- inum, að hún væri á móti þeim timamörkum sem tillagan sem samþykkt var kveður á um. Ekki komin reynsla á vagnana „Þessir vagnar komu hingað i janúar sl. og þeir eru f fullri ábyrgð seljenda i 1. ár. Ég tel að enn sem komið er sé alls ekki komin full reynsla á þessa vagna, og aö eitt ár sé alveg lágmarks- reynslutími.” sagði Guðrún i samtaii við Þjdðviljann I gær. „Það liggja engin rök fyrir þvi að nauösynlegt sé að selja þessa vagna. Sjálfsagt er að athuga gaumfæfilega með lagfæringar á þeim göllum sem bilstjdrar hafa bent á. Einnig vil ég minna á að athyglisvert er hversu vel Ikarus vagnarnir hafa reynst í Kópa- vogi.” A stjórnarfundinum i gær, bókaði annar fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins að timinn frá siðasta stjórnarfundi hefði verið notaður til að hafa áhrif á skoðanir full- trúa Alþýöuflokksins varðandi tillögu hans um sölu á Ikarus vögnunum. Aðspurð um þessa ásökun, sagði Guörún, að hún teldi hana alveg fráleita. Það væri ekkert nýtt að menn skiptu um skoðun. i þvi sambandi mætti minna á, að fyrir rúmum mánuöi lýsti annar fulltrúi Sjálfstæðismanna i stjórn SVR, því yfir á borgarstjórnar- fundi að hann myndi ekki styðja söhi á Ikarus vögnunum. Sú skoðun hans virtist greinilega ekki i gildi lengur. -Ig. ! Hvetju : I spáði ! j íhaldið j j fyrir j ! fiórum ■ I árum? j • Fyrir kosningarnar 1978 ■ Ivoru þær margar hrak- I spárnar sem Morgunblaðið I og önnur ihaldsmálgögn , • spáöu vinstri flokkunutn > Inæðu þeir meiri hluta i I borgarstjórn Reykjavikur. | Hér verður til gamans og , ■ fróðleiks birt nokkur „guli- ■ !korn” frá þessum tima og I getur svo hver og einn borið I það saman við raunveruleik- , ■ ann s.l. 4. ár. I,,Minnihlutinn i borgar- I stjórn Reykjavíkur hefur af I fáu að státa i stjórn borgar- , ■ innar, öðru en sundurþykkj- ■ Iunni og samstöðuleysinu i I hverju máli. Það yrði raun- I verulega „happa- og glappa- , ■ aðferð” á stjórn borgarmála • Ief öll þau brotabrot þyrftu að semja um hvert mál, er I kæmi til kasta borgar- , ■ stjórnar.Þettahefur flestum ■ IReykvikingum verið ljóst, I hvar svo sem þeir standa i I landspólitik” • (Staksteinar, 6. mai 1978) • Leikhús þjóðanna í Búlgaríu : Salka Valka valin Aðrar tvær sýningar höfðu verið tilnefndar Sýningu Leikfélags Reykjavíkurá Sölku Völku hefur verið boðið á „Leik- hús þjóðanna" sem í ár verður í Sofia i Búlgaríu. Valdar eru sýningar frá 20 löndum og í skeyti sem Leikfélaginu barst í gær segir að Salka sé bókuð á hátíðinni 28. og 29. júní. Fulltrúi hátíðarinnar var hér á dögunum til að velja sýningu frá Islandi og höfðu „Ofvitinn" og „Stundarfriður" verið til- nefndar og átti hann að velja á milli þeirra. öllum að óvörum kom skeyti í vikunni frá stjórn hátíðar- innar þar sem tiikynnt var‘ að Salka hefði orðið fyrir valinu. Stefán Baldursson, leikhús- stjóri í Iðnó og leikstjóri Sölku sagði i viðtali við blaðið að óneitanlega væri freistandi að fara út með Sölku á hátiðina, en þetta er i fyrsta sinn sem Leikfé- lagi Reykjavikur er boðið að senda sýningu á hátiöina. Það er þó ekki alveg kostnaöarlaust. Hátiðin borgar allan kostnað i Búlgariu, en hvert land verður aö kosta sýningarnar á staðinn. Sagði Stefán aö Leikfélag Reykjavikur biöi nú svars frá menntamálaráöuneytinu vegna þessa máls. Þess má geta að Islendingar, Finnar og Sviar verða fulltrúar norrænnar leiklistar á hátiöinni, en engar sýningar fara frá Noregi og Danmörku. Hól

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.