Þjóðviljinn - 02.06.1982, Side 6

Þjóðviljinn - 02.06.1982, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júni 1982 Að læra af Nýafstaðnar borgarstjórnar- kosningar og fylgistap Alþýöu- bandalagsins hljóta að vera okk- ur sósialistum i Reykjavik þungt áhyggjuefni. Loksins þegar flokk- urinn fær tækifæri til þess aö framkvæma stefnumál sin viö stjórnun borgarinnar (og er reyndar samtimis i ríkisstjórn), tapar hann rúmum þriðjungi at- kvæða. Hér hlýtur eitthvað að vera að. Forystumenn flokksins hafa talað um „erfitt almennt pólitiskt ástand” irfkisfjölmiðlum, „hægri sveiflu”, „kvennaframboö” og fleiri ytri aðstæður sem gert hafi flokknum erfitt fyrir. t Þjóðvilj- anum setti einn ritstjóranna fram skýringarnar „taktisk mistök” flokksins og „sjónvarpsmistök” meirihlutaflokkanna (sjá Klippt og skorið 24.5. sl.). Annar ritstjóri talar um „erfiöa þróun kjarabar- áttu” og skort á „nytsamlegum og skemmtilegum verkefnum” fyrir ungt stuöningsfólk flokksins (Þjv. 29.5.). Ólafur Ragnar Grimsson segir i siðasta sunnu- dagsblaði að úrslitin séu „alvar- leg viðvörun” „Reykjavik hafi sloppið fyrir horn” en leitar ekki skýringa að öðru leyti en þvi, aö hann segir úrslitin i Reykjavik gera kröfu um „virkari vinnu- brögð”, „aukið fjöldastarf” „skýrari stefnumið” og „mark- vissa fjölmiðlakynningu”. Þetta hlýtur að þýöa aö á þetta hafi skort aö hans mati sl. 4 ár. Aðrar opinberar skýringartilraunir hef ég ekki séð eða heyrt af hálfu flokksins eöa Þjóðviljans þegar þetta er ritað. Nú er þaö min skoöun, og von- andi fleiri flokksfélaga, að af reynslunni beri að læra og að for- senda þess sé að reyna aö skilja þá reynslu. Það gerum viö I þessu tilfelli með þvi að leita skýringa á tapinu og lita þá fyrst og fremst til eigin stefnu og starfs. Starf aö borgarmálum verður siðan aö skipuleggja út frá sliku endur- mati. Þetta kann einhverjum aö þykja barnaskólalærdómur i póli- tik. Þvi miöur virðist ekki van- þörf á honum i okkar flokki. Satt að segja finnst mér umfjöllun Þjóðviljans og flokksforystunnar, sem ég drap á i upphafi, vera dæmi'um þörf fyrir slikan lærdóm —■ nema þá helst grein Ólafs Ragnars. t félaginu I Reykjavik hafa fyrir löngu komið fram gagnrýn- israddir á borgarstjórnarstarfið. t þessari grein ætla ég að freista þess að gera örlitla grein fyrir þessari gagnrýni auk annarra atriða sem ég tel skipta máli. Einkum þar sem Þjóöviljinn hef- ur hingað til dregið upp allt aðra mynd af starfinu og sú mynd er Hugleiðingar um úrslit borgarstjórnar- kosninga alls ekki til þess fallin að skýra fyrir fólki af hverju fór sem fór. Samráð flokksins við borgarbúa Ég minnist þess, að eftir kosn- ingarnar 1978 var mikið talað um aö færa borgarmálin til fólksins. Það átti að taka saman upplýs- ingar um hvernig Ihaldið skildi við og koma þeim upplýsingum i hvert hús. Þaö átti aö halda á- fram vinnustaöafundum borgar- fulltrúa. Þaö átti að hafa sem viö- tækast samráö viö borgarbúa með opnum hverfa- og borgara- fundum. Það átti að taka saman og dreifa á kjörtimabilinu afreka- skrá hins nýja meirihluta. Siðan hefur oft verið talað um upplýs- ingaherferöir og Einar Karl Har- aldsson var ráðinn á siöasta ári til að skipuleggja slika herferð. Hans tillögur voru aldrei fram- kvæmdar. Eina skipulega upplýsinga- miðlunin til borgarbúa hefur ver- iö i gegnum Þjóðviljann. Lesend- um hans hefur hins vegar farið fækkandi frá 1978. Skrif i önnur blöð hafa veriö fátið. Eini mála- flokkurinn sem sker sig úr i min- um huga eru skipulagsmál en þar virðist hafa verið all vel unnið a.m.k. að upplýsingamiðlun. Samráð við flokksfélaga Þaö átti ekki aöeins aö hafa samráö viö borgarbúa heldur einnig við flokksmenn. Og hvern- ig skyldi þar hafa til tekist? Það voru haldnir deilda-, fé- lags- og fulltrúaráðsfundir um borgarmál, en ekki minnist ég þess að það hafi verið að frum- kvæöi borgarfulltrúa eða borgar- málaráös. En þrátt fyrir þessa fundi tókst ekki aö skapa virkt og þróttmikið borgarmálastarf inn- an félagsins. Þarna er vitaskuld ekki viö borgarfulltrúa eina að sakast. Samt er ýmislegt sem bendir til þess aö a.m.k. sumir þeirra vilji ekki láta félaga slna i flokknum vera með mikla af- skiptasemi. Ég minni hér á stórmál sem olli miklum deilum innan borgar- málaráðs og I félaginu i fyrra, þegar sett var reglugerð um Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN heldur félagsfund fimmtudaginn 3. júní n.k. kl. 16 að Borgartúni 18. Fundarefni: 1. Uppstilling til stjórnarkjörs. 2. Kjaramálin. 3. Onnur mál. Stjórnin. Menntamálaráðuneytið auslýsir eftir skrifstofumanni. Góð Islensku- og vélritun- arkunnátta nauðsynleg. .Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 1. júli n.k. Menntamálaráðuneytiö, 1. júni 1982. Blaðberi óskast! Bollagata, Flókagata, Gunnarsbraut, og Kjartansgata. DWDVIUINN Síðumúla 6. Sími 81333. reynslunni starfshætti ráðsins. Þá börðust flestir borgarfulltrúar og vara- borgarfulltrúar fyrir þvi, að I borgarmálaráöi skyldi gilda 2/3 meirihluti I atkvæðagreiðslum innan ráðsins I svokölluðum „stefnumótandi málum”. Að öðru leyti skyldu fulltrúar flokksins vera óbundnir af ályktunum borgarmálaráös. Þetta gerðu þeir, jafnvel þótt þeim væri full- kunnugt um að skv. flokkslögum skai gilda einfaldur meirihluti I öllum atkvæðagreiðslum. Það kom fram i þessum deilum, að borgarfulltrúarnir litu fremur á sig sem fulltrúa eigin samvisku og kjósenda úti I bæ en flokksins og þeirra ákvarðana, sem þar voru teknar. Ég vil einnig minna á, að haust- ið 1980, þegar átti að halda árlega ráðstefnu borgarmálaráös, lagði ég sem formaður félagsins til við ráðið, aö þeir stjórnarfélagar sem áhuga hefðu mættu sitja ráð- stefnuna. Þetta mætti töluverðri andstööu og neyddist ég til að vera með kurteislegar hótanir. Ég minnist þess einnig, að hverfisdeild félagsins i Breiðholti vann upp aö eigin frumkvæði ýmsar tillögur um úrbætur i hverfinu og lagði fyrir borgar- málaráð fyrir gerð fjárhagsáætl- anunar haustið 1980. Borgarfull- trúar gleymdu plagginu þegar þeir fóru á meirihlutafund um fjárhagsáætlun. Siðan var að visu reynt að bjarga málinu fyrir horn — en skyldi það hafa verið einber tilviljun aö einmitt þetta plagg gleymdist? Samráð og samstilling fulltrúa í nefndum og ráðum 1 upphafi var mikill hugur i mönnum og haldnir voru 1 eða 2 fundir með öllu þvi fólki, sem tókst á hendur nefndastörf i borg- arkerfinu fyrir flokkinn. Þetta samstarf var eftir það mjög handahófskennt nema starf borg- armálaráös og einnar baknefnd- ar. Það vantaði algjörlega heild- arstjórn og samræmingu á starfi þessara fulltrúa t.d. viö gerð fjár- hagsáætlunar, tillöguflutning, blaöaskrif o.fl. Nefndamenn gengu nánast sjálfala. Þeir urðu að reyna að starfa með hinum meirihlutaflokkunum á grund- velli samstarfssamnings sem var i hæsta máta viðvaningslegur. Það vantaði heildarsamstillingu allra fulltrúa, bæði innan borgar- kerfisins og út á við. Samráð við starfs- menn borgarinnar Var haft samráö viö starfs- menn borgarinnar um aukin áhrif þeirra á eigin vinnuskilyrði? Voru fulltrúar þeirra settir I nefndir og ráð? Voru haldnir reglulegir samráðsfundir með öllu starfsfólki viðkomandi stofnana? Hjá SVR og BÚR fengu starfsmenn 1 fulltrúa I stjórn með málfrelsi og tillögurétt. Þar fyrir utan var eina skipulagða sam- ráðiðvið allastarfsmenn viökom- andi stofnunar i dagvistar- kerfinu. Mér er kunnugt um, að starf Guðrunar Helgadóttur þar mælist mjög vel fyrir og skilaöi rikulegum árangri. Auövitaö vann okkar fólk með embættismönnunum, hjá þvi verður ekki komist. Mjög oft sýndist mér það takmarkast við toppembættismenn. Þessum toppembættismönnum var jafn- vel þoluð dæmafá ósvlfni, eins og t.d. borgarverkfræöingi og hans mönnum. Mér fannst stundum af umræðum i borgarmálaráði um málefni embættismanna, að okkar fólk væri leiðitamara ýmsum toppembættismönnum borgarinnar en eigin flokkssyst- kinum. Séu allir þessir þættir skoðaðir finnst mér ég tæplega geta sagt, að borgarmálastarfiö hafi ein- kennst af stórauknu lýðræði innan borgarinnar, i borgarkerfinu eða innan flokksins. Né heldur get ég sagt, að starf flokksmanna i nefndum oe ráðum hafi einkennst Margrét S. Björns- dóttir skrifar af þeirri samvinnu og sam- stillingu, sem nauðsynleg er til að skapa okkur þá sérstöðu i vinnu- brögðum og málefnum, sem við teljum okkur hafa. Og þvi ætti fólk þá frekar að fylgja okkur að málum en hinum meirihluta- flokkunum? Barátta fyrir sósíalískri stefnu Hvernig tókst okkur að tengja sósialiskan hugmyndagrundvöll flokksins við okkar ákvaröanir og baráttumál innan borgarkerfisins á kjörtimabilinu? Hvernig tókst okkur að varðveita sérstöðu okkar sem sósialiskur flokkur innan þess meirihluta, er réði borginni sl. fjögur ár? I þessu sambandi langar mig til aö rifja upp, að árið 1981 gekkst ABR fyrir fundaröö undir yfir- skriftinni: Starf og stefna Alþýðubandalagsins. Markmiö fundanna var aö skoöa tengslin milli starfs fulltrúa flokksins, m.a. I borgarstjórn, og gildandi stefnuskrár hans. Einn fundanna fjallaði um borgarmálastarfiö og þar mættu flestir aðal- og varaborgarfull- trúar flokksins. Þar fannst mér koma mjög skýrt fram hversu litla sérstöðu stefna okkar haföi. Mér fannst fundurinn allt eins geta verið i Alþýöuflokknum eða jafnvel i Framsóknarflokknum. Nú geri ég mér fullljóst, að vandasamt er aö tengja sósial- iskar hugmyndir við daglegt vafstur I þvi þjóöfélagi sem við búum viö. En án þeirra tengsla i okkar starfi glötum við sérstöðu okkar. Margt gott og eftirminnilegt var gert á kjörtimabilinu (enda velta borgarinnar enginn smá- aur). Þannig voru fjárframlög aukin til félags- og æskulýðsmála, aukin strætisvagnaþjónusta fyrir fatlaða, hraðað uppbyggingu dagsvistarstofnana, endurreisn BÚR hafin, byggð B-álma Borgarspitalans (sem rikið borg- ar reyndar), höfðingleg gjöf gefin öryrkjabandalaginu á ári fatl- aðra, samningar voru settir i gildi 1978, lóðaúthlutanir voru auknar undir verkamannabústaði, punktakerfið var tekið upp og innleidd ný viðhorf i skipulags- málum. En flest þessi atriöi hefðu allt eins getaö gerst undir stjórn ihaldsins (nema helst samningar I gildi, lóðir fyrir verkamannabú- staöi, punktakerfið og skipulags- málin). En það sem verra er: vegna þess sambandsleysis viö borgarbúa sem ég hef gert hér aö umtalsefni, vita allt of fáir af þvl sem vel var gert. Fögur fyrirheit nægja ekki Ýmis mál hafa ekki veriö áber- andi I okkar starfi, sem hefðu átt að hafa allan forgang i baráttu flokks eins og okkar. Hér vil ég nefna skipulagða útrýmingu hvers kyns eymdar og fátæktar i borginni, t.d. hjá öldruöum og fötluöum, útrýmingu lélegs leigu- húsnæðis borgarinnar, sem er smánarblettur á borginni, stór aukningu leiguhúsnæðis, mark- vissa launajöfnun I borgar- kerfinu, atvinnulýðræði, eflingu samvinnufélaga eða annarrar at- vinnustarfsemi á félagslegum grunni, atvinnumál þeirra, er vegna öldrunar eða fötlunar eiga undir högg að sækja — allt eru þetta mál, sem enginn flokkur berst fyrir nema Alþýðubanda- lagið. En þessi mál voru litt áber- andi. (Ég vek athygli á þvi, að allt sem hér hefur verið sagt er óháð fyrrverandi samstarfsaðilum okkar, þvi hér er fyrst og fremst verið að fjalla um starfshætti Alþýðubandalagsins og baráttu- mál þess.) Viö þurfum aö horfast i augu viö það, að aðrir kjósendur en hið svonefnda fastafylgi flokksins, þurfa aö hafa ærnar ástæöur til að fylgja okkur að málum. Þeir gera til okkar miklar kröfur, sem ekki sist grundvallast á okkar eigin málflutningi og fyrirheitum. Þessi málflutningur og þessi fyrirheit um réttlátara, skynsam- ara og lýðræðislegra samfélag verður aö birtast I vinnubrögöum okkar og baráttu annars hættir fólk að taka mark á okkur. Reykjavik 30. mai, Margrét S. Björnsdóttir Menntaskólmn við Hamrahlíð Öldungadelld Innritun og val (nýrra og eldri nema) fyr- ir haustönn 1982 fer fram þriðjudaginn 1. júni og miðvikudaginn 2. júni frá kl. 16.00 til 19.00. Innritunargjald er 850 kr. Rektor Réttingamann vantar á bilaverkstæði. Upplýsingar gefur verkstjóri i síma 97- 7602. Sildarvinnslan hf. Neskaupstað • Blikkiðjan Ásgarði 7» Garðabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.