Þjóðviljinn - 02.06.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 02.06.1982, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. júni 1982 SÖGUM fyrir gluggum og huröum gegnum járnbenta steinsteypu Hagkvæmasta lausnin er að fá okkur til þess að saga fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta steinsteypu. Við vinnum með fullkomnustu tækjum og bjóðum því lægra verð. Við gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Tökum að okkur verk um allt land Ryklaust — Hagkvæmt — fljótvirkt DEMANTSSÖGUN SIGÚ© byggingaþjónusta sími 83499 Ölafur Kr. Sigurðsson hf., Suðurlandsbraut 6. Útboð Tilboð óskast i loftræstikerfi nýbyggingar Grunnskóla á Eskifirði. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Eskifjarðar og hjá verkfræðistofunni Hönnun h.f. Höfða- bakka 9, Reykjavik, gegn 500 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði fyrir kl. 14.00, föstudaginn 11. júni n.k. og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bæjarstjóri Staða sveitarstjóra i Vatnsleysustrandahreppi er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 25. júni. Umsækjandi þarf að geta hafið störf i ágúst. Umsóknir sendist til oddvita, Kristjáns Einarssonar, Hofgerði 5, Vogum, simi 92- 6529 sem gefur nánari upplýsingar. Upplýsingar einnig veittar hjá Guðlaugi R. Guðmundssyni simi 92-6649. Laus staða Dósentsstaða f efnafræði við efnafræðiskor verkfræöi- og raunvisindadeildar Háskóla Islands er laus til umsóknar. Launsamkvæmt launakerfistarfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamáiaráðuneytinu Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 1. júnin.k. Menntamálaráöuneytiö, 27. mai 1982 Staða sveitarstjóra i Eyrarbakkahreppi er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefur oddviti Eyr- arbakkahrepps, Magnús Karel Hannes- son, Háeyrarvöllum 48, simi 99-3114. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un, fyrri störf og launakröfur sendist odd- vita Eyrarbakkahrepps fyrir 19. júni n.k. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Lúðvíg Th. Helgason, Tálknafirði skrifar Eg ákæri Þann 23. desember 1981 birtist grein eftir mig i ÞjóBviljanum undir fyrirsögninni Fikniefnamál i Skógaskóla. Tekiö var skýrt fram, aö greinin væri „opiö bréf til skólastjóra, lögreglu og ráöu- neyta”. Þessir aöilar hafa hingaö til aö- eins svaraö oröum minum með þögn. Hvort um er aö ræða ein- hvers konar samtryggingarþögn veit ég auðvitaö ekki, en að mér hefur læöst sá grunur, aö sann- leiksást og réttlætiskennd áöur- nefndra aöiia hljóti að vera mjög skammt frá lágmarki. í greininni komu fram nöfn eft- irtalinna manna og stofnana: Sverrir Magnússon, skólastjóri Skógaskóla, Bjarnþór Aöalsteins- son, Asgeir Friöjónsson og Gisli Björnsson, starfsmenn fikniefna- deildar rannsóknarlögreglunnar, Rannsóknarstofa Háskóians, lög- regluyfirvöid i Rangárvallasýslu, Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri I menntamálaráöuneytinu, Reynir Karlsson, deildarstjóri I æskulýösmáladeild i sama ráöu- neyti og dómsmálaráöuneytiö. Sverrir Magnússon, skólastjóri Skógaskóla: Ég ákæri þig fyrir aö háfa ráöist á mannorö þeirra þriggja ungmenna, sem þú rakst úr Skógaskóla þann 26. október sl. Þú sakaðir þá um mjög alvarlegt athæfi án nokkurra sannana og dæmdir siöan. Krafa mfn er sú, fyrir hönd unglinganna, að þú annað hvort leggir fram sannanir I Flkniefna- máli Skógaskóla eöa berir fram afsökunarbeiöni opinberlegai þvi dagblaöi, sem grein þessa birtir. Hafir þú hvorugt gert innan hálfs mánaöar frá birtingu þessara oröa máttu mannorösþjófur heita. Asgeir Friðjónsson, yfirmaöur fikniefnadómstóls rannsóknar- lögreglunnar: Ég ákæri þig fyrir aö svikja það ioforö, sem þú gafst varöandi rannsókn á Flkniefna- máli Skógaskóia. Krafa min er sú, aö þú gerir grein fyrir málinu frá sjónarhóli þins embættis i þessu dagblaði. Hafir þú ekki gert þaö innan 15 daga hér frá aö telja, má embættisæra þin aum teljast. Hafa lögregluyfirvöid i Rangár- vallasýslutekiö skýrslu af Sverri Magnússyni, skólastjóra, vegna Ffkniefnamáls f Skógaskóla? Ef þaö hefur ekki veriö gert, hver er þá ástæöan? Hafi svör ekki borist þessu dagblaöi til birtingar innan 15daga hlyt ég aö draga þá álykt- un aö vföa sé maökur I mysu. Ingvar Gislason, menntamála- ráöherra: Varðandi afskipti, eöa afskiptaleysi, undirmanna þinna, Birgis Thorlacius og Reynis Karlssonar, hvaö snertir mál þetta, vil ég aöeins segja eftirfar- andi: Menn sem svikjast um I vinnunni, eins og stundum er sagt, ætti annaö hvort aö hýru- draga eða færa til I starfi. Ég krefst þess af þér sem menntamálaráöherra, og þar af leiðandi yfirmanns Sverrir Magnússonar, skólastjóra Skóga- skóla, aö þú látir þegar i staö fara fram Itarlega rannsókn á þvi Fikniefnamáli f Skógaskóla sem um er aö ræöa. Dæmisögu setti ég fram i grein minni 23. desember sl. 1 fram- haldi þeirra oröa kom þessi Lúövig Th. Helgason. spurning: „Hver yröu viöbrögö menntamálaráöráöuneytisins I sliku tilviki?” Hér meö óska ég eindregiö eftir þvi, aö þú svarir þeirri spurningu. Friðjón Þóröarson, dómsmála- ráöherra: Ég bar fram eftirfar- andi spurningu i áðurnefndri grein: „Veitti dómsmálaráöu- neytiö Sverri Magnússyni umboö til aö dæma umrædda unglinga?” Nú óska ég eftir svari þinu viö þeirri spurningu. Svavar Gestsson, félagsmála- ráöherra: Ég fer hér meö fram á þaö viö þig, félagsmálaráöherra, aö þú kynnir þér Fikniefnamál i Skógaskóla — sem fyrst. Þegar þú hefur gert það, biö ég þig aö skýra opinberlega frá þinum niö- urstööum. Tálknafirði, 1. maf 1982, Lúövig Thorberg Ilelgason. Aðalfundur SÍ: Olympíu- mót hér? Gunnar Gunnarsson einróma kjörinn forseti S.í. „Ég lýsi þvf yfir, hér og nú, aö ég er reiðubúinn til þess persónu- lega að taka að mér framkvæmd ólympiumótsins hér á landi 1986, án nokkurra styrkja frá hinu op- inbera, fari svo að menn finni ekki önnur ráð”. Þessi orð mælti Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri timaritsins SKÁKAR á aðalfundi Skáksam- bands Islands, sem haldinn var á laugardaginn. Tilefni þessara orða var hnútukast miili hinna tveggja arma innan Skáksam- bandsins um störf fráfarandi stjórnar. Högni Torfason hafði lýst þvi sem miklum barnaskap af fráfarandi stjórn S.í. að bjóð- ast til að halda ölympiumótið hér á landi 1986, það kom fram á fundinum að á næstunni verður gerð itarleg áætlun um framkvæmd mótsins og það kannað hvort möguleiki er á að halda þaðhér. Gunnar Gunnarsson var ein- róma kosinn forseti Skák- sambandsins, og sagði við það tækifæri, að það væri ekki einn maður, heldur samstilltar hendur, sen gætu unnið góða hluti fyrir skákhreyfinguna. Með honum i stjórn voru kosnir þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Friðþjófur M. Karlsson, Guð- bjartur Gunnarsson, Trausti Björnsson, Þráinn Valdimarsson og Garðar Guðmundsson. Þrir siðast nefndu eru nýir i stjórninni, en úr henni gengu Öttar Felix Hauksson, Helgi Samúelsson og Arni Jakobsson. Fram koma á fundinum ein- róma stuðningur við framboð Friðriks ólafssonar til forseta FIDE i haust, og var nýkjörinni stjórn falið að vinna að þvi máli eins og kostur vær i. —eik— Högni Torfason hélt uppi málþófi á aðalfundinum, þannig aö mörgum fannst nóg um. A innfelldu myndinni er Gunnar Gunnarsson, nýkjörinn forseti Skák- sambands tslands. Myndir: —eik — Guömundur Arason var, ásamt Ásgeiri Þór Asgeirssyni geröur aö heiöursfélaga Skáksambandsins. Þeir voru báöir forsetar S.í. A mynd- innisést er dr. Ingimar Jónsson afhendir Guömundi merki til staöfest- ingar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.