Þjóðviljinn - 19.08.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1982, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. ágúst 1982 viðtalið Páll Ásgeirsson formaður Félags f rímerk j asaf nara: Fyrsta frímerkið sem gefið var út verður sýnt hér ,,Á þessari sýningu kennir vist alveg áreiðanlega margra forvitnilegra frimerkja. Hér verða söfn frá Bandarikjunum, irlandi, en þess má geta að irar eru komnir i alþjóðasamtök fri- merkjasafnara á vissan hátt C —; Auramerkin sem fundust i Þjóðskjalasafninu. Þau verða til sýnis á Kjarvalsstöðum. fyrir tilstuðlan islendinga, þar sem við stungum upp á þvi á fundi samtakanna I Paris fyrr á þessu ári að þeir fengu inn- göngu, Hollandi, Danmörku, Finnlandi, Sviþjóð og V-Þýska- landi,” sagöi Páil Asgeirsson formaður Félags frimerkja- safnara, en Þjóöviijinn átti i gær spjali við hann i tiiefni þess að i dag hefst að Kjarvals- stöðum aiþjóöleg frimerkja- sýning sem haldin er i tilefni þess að nú eru 25 ár liðin frá því að samtök frimmerkjasafnara voru stofnuö. Páll sagði að á sýningunni væri elsta frimerki heims. þ.e.a.s. frimerki það sem fyrst Bardot öskuill Franska leikkonan Birgitte Bardot, hefur hótað að hverfa i útlegð til Mexikó i mótmæla- skyni við baráttu rikisstjórnar Mitterands gegn einkaströndum á frönsku Riverunni. Franska rikisstjórnin vill að strendurnar verði opnaðar þannig að ekki aðeins miljónamæringar hafi aðgang að þeim. Bardot segist öskuill yfir þvi að nú eigi i samræmi við þessa stefnu stjórnarinnar að rifa niður múrinn i kringum sumarað- setur hennar i Saint-Tropez, La Madruge. (Orerlendum fréttum DV) var gefið út. Þetta írimerki er enskt og var gefið út i Englandi 6. mai 1841. Frimerkið er i eigu Færeyings sem safnar enskum frimerkjum, en þess má geta að á sýningunni að Kjarvals- stöðum verða 5 færeysk fri- merkjasöfn.Skildingafri merkin, þau hin fyrstu sem voru gefin út hér á landi verða á sýningunni og þá auðvitað þau sem fundust i Þjóðskjalasafninu á dögunum. Þá má nefna að i sænsku safni á sýningunni verður frimerki það sem fyrst var gefiö út i Sviþjóð. Það er frá árinu 1855. Skildinga- merkin islensku voru gefin út 1873. Róandi iðja „Hér á Islandi eru til margir ágætir frimerkjasérfræðingar sagði Páll. Ég get t.d. nefnt Jón Aðalstein Jónsson ritstjóra orðabókar Háskólans, Jón Þór Þorsteins og Sigurö H. Þor- steinsson,” sagði Páll. Hann sagði að hann hefði byrjað að safna frimerkjum sem barn, en siðan hefði áhuginn dottið niður á unglings- árunum. Sagði hann að langal- gengast væri að eyður kæmu i þessa söfnunaráráttu, en þegar fram liðu stundir og menn væru búnir að koma sér og sinum undir þak kæmi áhuginn aftur. Páll sagðist sækja i frimerkja- söfnunina ró og frið. Hann kveðst gleyma sér yfir þvi að nostra við frimerkin. Fjárfesting „Þvi er auðvitað ekki að neita að það eru miklir peningar i þessu. Sjaldgæf frimerki seljast á geypilegt fé. í kringum 1950 fóru bandariskir kaupsýslu- menn út á þá braut að kaupa heilu söfnin, geymdu þau siöan um nokkurt skeið. Siðan var fri- merkjunum, mörgum hverjum afar sjaldgæfum hleypt á mark- aðinn og verðgildi þeirra marg- faldaðist. Nú i seinni tið hefur verðið fariö lækkandi og við fri- merkjasafnarar erum ánægðir með það. Það er talsvert um það að menn geri sér ferð á fri- merkjauppboð erlendis og næli sér þa i fágæt islensk frimerki. Þessi uppboð eru auglýst með nokkrum fyrirvara og skrár yfir þau frimerki sem boðin eru upp liggja fyrir,” sagði Páll. Fyrsta dags umslög verölítil Páll sagði að vegna mikillar eftirspurnar væru hin svo- kölluðu fyrsta dags umslög ekki i háu verði og á sýningunni að Kjarvalsstöðum er ekki mikið um þesskonar umslög. Hins- vegar sagði Páll að þarna væru myntsöfn, miðar utan af gos- flöskum og ýmislegt fleira. Næsta sunnudag verður skiptimarkaður starfræktur að Kjarvalsstöðum og stendur hann i þrjár klst. frá kl. 14—17. Þá verður starfrækt pósthús á meðan á sýningunni stendur. Af islensku frimerkja- söfnunum má nefna að þarna verður sýnt úr bréfasafni Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra, skildinga og aurabréfin sem fundust i þjóðskjala- safninu. Flugbréfasafn úr safni Hans Halls og einnig verður sýnt úr safni Pósts og sima. Þá má nefna trjáviðarsafn Haralds Agústssonar, hið stærsta sinnar tegundar i Evrópu. Sýningin i dag verður opnuð kl. 16.30. — hól. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson Þannig eru vatnsbyssur^ til margra hluta nytsamlegar, y Lilliminn. Áhafnir á Bakkafossi og Skaftafelli fá viður- kenningar tsienskum skipafélögum, sjó- mönnum og öðrum áhafnar- meðlimum islenskra skipa var 18. ágúst siðastliöinn þakkað fyrir þátttöku þeirra i sam- ræmdu björgunarkerfi sem kallast AMVER. Það var bandariski sendi- herrann á Islandi sem veitti áhöfnum á Bakkafossi og Skaftafelli sérstök viður- kenningarskjöl og fór sú athöfn fram um borö i bandariska strandgæsluskipinu Northwind. Einnig var forstjóra Eimskipa- félagsins veitt viðurkenning við þetta tækifæri, en Eimskip ásamt áðurtöldum aðilum hafa lagt sitthvað af mörkum til eflingar öryggis á hinum ýmsu sjóleiðum. — hól. Karfa! Námskeið í skyndi- hjálp Rauða kross deild Kópavogs gefur bæjarbúum og öðrum sem hafa áhuga kost á námskeiði i almennri skyndihjálp. Námskeið þetta verður haldið i Vighólaskóla i Kópavogi og hefst 25. ágúst kl. 20. Saman- stendur námskeiðið af 15 timum og stendur alls 6 kvöld. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt i námskeiðinu er bent á að til- kynna þátttöku 23. og 24. ágús.t i sima 41382 á milli kl. 19—22. Námskeiðið tekur yfir mörg raunhæf verkefni i skyndihjálp. Sýndar verða kvikmyndir og myndir um áhrif kulda á mannslikamann. Námskeiðinu lýkur með verk- efni sem hægt er að fá metið i fjölbrautaskólum og iðnskólum. ---hói. Gætum tungunnar Sagt var: Börnin voru að leika með brúður. Rétt væri: Börnin voru að leika (sér) að brúðum. Rugl dagsins: Best að þegja um Líbanon „Þetta mál eiga Danir ekki að tjá sig um á einn eða neinn - hátt.” — Mogens Glistrup.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.