Þjóðviljinn - 19.08.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.08.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 19. ágúst 1982 Berit Johnsen flytur erindi sitt um ráögjafar- og sálfræðiþjén- ........ ustu i grunnskólum. Ráöstefnugestir hlyöa á framsoguenndi Kjördæmisráð AB á Austurlandi: Ráðstefna um skólamál Kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins á Austurlandi hélt ráðstefnu um skólamál í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað 6. til 8. ágúst sl. Þátttak- endur voru 23/ auk 20 barna sem voru í hópnum. Ráð- stefnugestir komu hvaðan- æva að af Austurlandi og var rúmlega helmingur starfandi kennarar. Hús- stjórnarskólinn býður upp á gistingu og fundaaðstöðu og hentar sérlega vel til slíks ráðstefnuhalds. Tilgangur ráðstefnunnar Einn aðaltilgangur ráöstefn- unnar var aö miöla upplýsingum til félaga um ýmsa þætti skóla- mála og voru alls flutt átta erindi. Einar Már Siguröarson skóia: fulltrúi Neskaupstaö, ræddi um valdssvið menntamálaráöu- neytis, fræösluráös, fræöslu- stjóra, skólastjóra og kennara. Hann dró saman þætti úr grunn- skólalögum, erindisbréfum og reglugeröum er varöa þessa aöila og stofnanir beint. Smári Geirsson kennari Nes- kaupstaö, fjallaöi um framhalds- nám og tengsl grunnskóla og framhaldsskóla. Hann sagöi frá skipulagi og samræmingu fram- haldsnáms á Austurlandi, og út- skýrði eininga- og áfangakerfið sem starfað er eftir. Framhalds- nám fer nú fram á sex stöðum á Austurlandi og boöiö er upp á nám á fimm námssviöum. Smári lagði áherslu á mikil- vægi þess aö starfrækja fram- haldsnám heima i fjórðungi þótt oft væri við erfiöleika að etja vegna fámennis. Nefndi hann m.a. aö minni likur væru á aö fólk úr fjórðungnum sækti framhalds- nám ef aðeins væri boöiö upp á þaö i fjarlægum landshlutum: efnahagslega væri auðveldara aö leggja stund á framhaldsnám nærri heimili og þvi lengur sem menn eiga þess kost að dvelja við nám á heimaslóöum þvi meiri likur væru á aö þeir rótfestust þar aö námi loknu. Aö iokum ræddi Smári um sam- ræmdu grunnskólaprófin og gagnrýndi tilvist þeirra i skóla- kerfinu. Þorsteinn Gunnarsson áfanga- stjóriEgilsstööum, sagöi frá Hinu islenska kennarafélagi og drap á hugsanlega sameiningu kennara- féiaganna. Hann ræddi einnig kjaramál og þau tvö atriöi er brýnust væru i faglegum málum félagsins, þ.e. lögverndun starfs- heitisins kennari og stóraukin endurmenntun framhaldsskóla- kennara. Kennaraháskóli íslands sér á skipulegan hátt um endur- menntun grunnskólakennara en enginn aðili ber ábyrgð á endur- menntun framhaldsskólakenn- ara. Einar Már Siguröarson flutti erindi Guömundar Þórðarsonar, kennara Seyöisfiröi, sem ekki gat, mætt af óviöráöanlegum orsökum. Erindið fjallaöi um' hlutverk Kennarasambands ls- lands, skipulag samtakanna og starfsemi. Hann gerði grein fyrir ýmsum kjaraatriöum svo sem röðun i launaflokka, sérkröfum og lýsti útreikningi á vinnuviku kennara sem er rúmlega 47 klst. á viku á starfstima skóla. Á eftir hverju erindi voru um- ræöur og fyrirspurnum beint til frummælenda. Laugardagurinn A laugardagsmorgun voru einnig flutt fjögur erindi. Berit Johnsen sérkennslufulltrúi, Hall- ormsstaö ræddi um ráögjafar- og sálfræöiþjónustu i grunnskólum. Hún ræddi hlutverk slikrar þjón- ustu, dagleg störf og framkvæmd hennar á Austurlandi. Hún rakti erfiöleika Austfiröinga við aö fá sérmenntað fólk til starfa bæði viö ráögjafar- og sálfræöiþjónust- una og úti i skólunum. Sér- kennaradeild Kennaraháskóla ís- lands skilaöi ekki sérkennurum hingaö austur. Þvi yröi aö grlpa til annarra ráða t.d. að reyna aö flytja menntunina til fólksins eins og gert hefur veriö meö réttinda- nám fyrir kennara án kennslu- réttinda. Ina Gisladóttir bankagjaldkeri, Neskaupstað, fjallaöi um skólann frá sjónarhóíi nemenda og velti fyrir sér möguleikum nemenda tilaö hafa áhrif á það umhverfi sem skólastarfiö fer fram i og hafa áhrif á skólastarfiö yfirleitt. Hún gagnrýndi tengslaleysi skól- ans viö umhverfi sitt, einhliöa ákvörðunarvald hans og flokk- unarhlutverk. Aö lokum rakti hún reynslu sina af skólagöngu bæöi sem barn og fullorðin. Arndis Þorvaldsdóttir, lækna- ritari, Egilsstööum, tók fyrir for- eldra og skóla. Hún bar saman þátt fjölskyldunnar i þeim far- skóla sem hún sótti og nútima- skóla. Þáttur foreldra I skóla- starfi nú væri allt of litill og ættu þar báöir aðilar sök. Aö endingu ræddi Arndis um foreldrafélög, hlutverk þeirra og möguleika. Gerður G. Oskarsdóttir, skóla- meistari, Neskaupstaö flutti er- indi sem bar yfirskriftina „Dulda námsskráin”. Hún fjallaöi um stéttaskiptinguna I þjóðfélaginu og þátt skólans i viöhaldi hennar, þrátt fyrir yfirlýst markmiö um jafnan rétt og jafna möguleika allra. 1 upphafi rakti hún nokkrar niöurstööur úr rannsóknum Sigurjóns Björnssonar, prófess- ors og félaga hans sem birtust i bókinni ,,Börn i Reykjavik” sem út kom 1980. Þar koma m.a. fram tengsl stéttarlegrar stööu og menntunar, þáttur stéttar og kyns i greindarþroska, mismun- andi uppeldislegar aöstæöur eftir stétt og kyni o.fl. 1 s.h erindis sins f jallaöi Gerður um hugsanlegan þátt skólans i þessum gifurlega aöstööumun og það dulda gildismat sem er við lýöi innan skólans. Skólinn tæki ekki tillit til mismunandi menn- ingararfleiföar stéttanna, heldur héldi við þeirri menningu sem væri viö völd. Að lokum velti hún fyrir sér eöli hins „góöa fram- tiðarskóla” sem væri öllum opinn jafnt, hvenær sem er á ævinni. Að loknum framsöguerindum og ræöum var efnt til pylsuveislu sem sérstaklega gladdi ungu kyn- slóöina. Aö henni lokinni settust menn út i grængresiö og sólskiniö og efndu til hópumræöna um efni framsöguerinda ráðstefnunnar. Meginlfnan i þeim umræöum var sá aöstööumunur sem nem- endur i skólum búa við hvaö snertir stétt, búsetu, kyn og aldur o.fl. Stóöu umræöur til kvölds. Börnin voru fáklædd aö leik i skóginum I kring. I kvöldmatinn var elduö góm- sæt fiskisúpa og siöan efnt til kvöldvöku heima hjá skógar- varöarhjónunum, Berit Johnsen og Jóni Loftssyni. öll erindi ráöstefnunnar voru fjölfölduö og sett i möppur fyrir þátttakendur. Akveöiö var aö halda umræðunum áfram i tveim hópum, á Egilsstöðum og i Nes- kaupstaö og hittast siöan aftur aö tveim mánuöum liönum. Þátttekendur voru mjög ánægðir þegar upp var staöið. Aö ráöstefnunni lokinni höföu eftir- taldir þátttakendur þetta að segja: Jóhanna Gisladóttir, húsmóðir, Seyðisfirði: Ég hef verið heimavinnandi húsmóöir um tima og þaö var geysilega upplifgandi að fara á þessa ráðstefnu, hitta hresst fólk og ræða málin. Ég var hálfkviðin aö fara, fannst ég hefði litið þarna aö gera og ekkert til málanna aö leggja. Ég hélt að allt yröi svo formlegt, en þetta var allt svo frjálslegt og gott að geta komiö með krakkana með sér. Þau gengu bara eðlilega út og inn. Þarna kom fólk fram með sin sjónarmið og margt rætt sem ekki er yfirleitt á dagskrá en menn vita af. Mér fannst mjög at- hyglisvert að heyra af niður- stööum rannsókna Sigurjóns Björnssonar og þeirra félaga. Kristján Kristjánsson, liffræði- kennari viö Menntaskólann á Egilsstööum hafði þetta aö segja um ráðstefnuna: Ég kom á þessa ráöstefnu af þvi ég var forvitinn að heyra hverning skólamálin stæöu hér á Austurlandi og hvaða áhugi væri hérá þessum málum. Mér fannst ráöstefnan mjög góö. Ég er ný- byrjaður aö kenna og fræddist þarna heilmikið um kerfiö. Þarna kom fram mikiö af málum sem virkilega þarf að taka á. Sérstak- lega fannst mér athyglisvert að heyra i fólki utan skólakerfisins, þeirra sjónarmiö á skólastarfi þurfa að koma meira fram. Þaö er alveg ótrúlegt hvaö foreldrar eru i litlum tengslum við skólana. Ráðstefnan var afslöppuð og þægileg og allir gátu talaö. Ætlarðu aö vera i starfshópnum á Egilsstöðum? Já, mér finnst mjög mikilvægt aö þau mál sem þarna voru rædd verði rædd áfram i umræöu- hópum. Ég fyrir mitt leyti hef áhuga á tengslum foreldra og skóla. Arndis Þorvaldsdóttir, lækna- ritari, Egilsstööum, flutti erindi á ráöstefnunni. Hvernig fannst þér ráöstefnan takast? Mér fannst ráðstefnan mjög skemmtileg og vel heppnuö. Hún kom mér til aö hugsa ýmislegt sem ég hef ekki leitt hugann aö fyrr. Ég á sjálf börn á grunn- skólaaldri sem veröa i skóla næstu árin. Kom eitthvað þér á óvart? Já, ég haföi ekki gert mér grein fyrir ósamræminu milli grunn- skólalaganna og veruleikans. Lögin kveöa á um sama rétt allra, en reyndin er önnur. Mér finnst sérkennsla og sálfræöiþjónusta mikilvæg mál. Þaö er mikiö hags- Líflegar umræður Eftir stendur lítið kver

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.