Þjóðviljinn - 19.08.1982, Page 3

Þjóðviljinn - 19.08.1982, Page 3
Fimmtudagur 19. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Eflngasvæðl eina lausnin” ! Úr atvinnuvega- tillögum Alþýðu- bandalagsins: Róttæk í sjávar- 1 tiilögum þeim sem Al- þýöubandalagið lagði (ram * um siðustu helgi i rikisstjérn er gert ráð fyrir róttæku skipulagsátaki ~ i sjávarút- vegsmálum. Þar cr m.a. I' fjallað um stærð fiskiskipa- stólsins, vcrðlagskerfi sjávarútvegsins, skipulag á löndun og meðferö sjávar- | afla. I Engin fiskiskip flutt I inn „Stærð fiskiskipastólsins verði takmörkuö og engin fiskiskip flutt inn i landið á næstu einu til tveimur árum” segir i tillögunum. „Verkefnum varðandi við- hald flotans verði beint til innlendra skipasmiðastöðva enda verði þær samkeppnis- færar við erlendar skipa- smiðastöðvar.” Arðbærara skipulag „Verðlagskerfi sjávarút- vegsins og lög um Fiskveiði- stjóð verði endurskoðuð á næstu þremur mánuðum”, segir og i tillögunum,” og miöist endurskoðunin við aö kanna möguleika á arö- bærara skipulagi á fjárfest- ingu, veiðum og vinnslu”. Hertar reglur um afla- meðferð „Skipulag á löndun taki mið af þvi að vinnslustöövar taki ekki við meiri afla en þær hafa bolmagn til að nýta með arðbærum hætti. Til aö stöðva lélega meðferð afla og þá gæðaminnkun sem komiö hefur i Ijós á undan- förnum mánuöum og stefnir verði islenskra sjávarafurða i hættu á erlendum mörk- uðum, verði strax settar hertar matsreglur, og ströng viðurlög gegn brotum. 1 þvi skyni veröi m.a. athugað að beita timabundnum missi á vinnslu- og veiðiréttindum. Fræðsluherferð um gæði og meðferð A næstu þremur mánuðum verði 5 miljónum króna sem komi af gengismunarfé varið til sérstakrar fræðsluher- feröar um gæði og meðferð sjávarafla”. Ráðstöfun gengis- munar Alþýðubandalagið leggur ennfremur til að af gengis- muni verði ráðstafaö fé til að bæta rekstrarafkomu togar- anna, auðvelda Byggðasjóði að koma til móts við vanda loðnustaðanna, til úreldingar fiskiskipa, og til lækkunar á skuldum og eöa fjármagns- kostnaði fiskiskipa. Sérstakt tækniátak Akvæði er um að sérstakt tækniátak verði gert til þess að koma á sjálfvirkni i snyrt- ingu og pökkun fiskiflaka og annarri tæknivæöingu i vinnslu sjávarafla. Orkusparnaður sjó- mönnum i hag Loks leggur Alþýðubanda- lagið.til „aö i stað oliugjalds verði tekið upp kerfi sem stuðli að þvi að sjómenn hafi hag af orkusparnaði fisk- veiðiflotans”. I tillögunum er einnig að finna ákvæði um atvinnuvegasjóð og niður- fellingu á launaskajti i fisk- vinnslu, sem einnig snerta málefni sjávarútvegsins. ekh „Reglugerð í endurskoðun” segir Ólafur W. Stefánsson í dómsmálaráðuneytinu „Þessi hjól eru notuð i s.k. „motorcross” keppnum og þegar þær hafa verið haldnar hafa verið gefin út sérstök leyfi fyrir þeim. Trygginga- félögin hafa þá tekið að sér tryggingu vegna hugsanlegra tjóna sem þau gætu valdið en aðeins timabundið á meðan keppnin stendur yfir”, sagði Ólafur VValter Stefánsson i dómsmálaráöuneytinu þegar við spuröum hann hvers vegna torfæruhjól væru hér i miklum mæli á svig viðallar reglur varðandi hjól i þessum stæröarflokki. „Það má vissulega segja að gat sé í löggjöíinni um bifhjól þegar svona nokkuð getur gerst. Það er núna verið að endurskoða þessa löggjöf um bifhjól almennt einkum er varðar skiptingu hjóla i þá tvo meginílokka sem við iýði eru núna. Löggjöfin i dag kveður áum aðtil aðgeta ekiö hjóli undir 2 1/2 hestafli aö stærð þurfi 15 ára aldur til og sérstakt próf að auki. A önnur hjól stærri en þessi þarf sérstakt bifvélapróf og þar er aldurstakmarkið hins vegar 17 ár.” — Og má þá búast við að nánari reglum verði komið á varðandi torfæruhjólin? ,,Ég verð að vona það. 1 þessu sambandi má minna á að þegar vélsleðarnir komu lyrst til lands- ins voru þeir óskráðir en þegar áhugi manna íyrir þeirri iþrótt fór vaxandi og innflutningurinn jókst að sama skapi voru settar ákveðnar reglur varðandi út- búnað þeirra þannig að þeir urðu tryggingarhælir. Það mætti vel hugsa sér aö einhverjar slikar ráðstafanir verðigerðar varðandi þessi sérstöku bifhjól, sagði Ólafur Walter Stefánsson i dóms- málaráðuneytinu aö endingu.- v. segir Gunnar Kári Magnússon, starfsmaður Umferðarráðs „Ætli það séu ekki í kringum 200 torfæruhjól í landinu en afar erfitt er að gera sér grein fyrir nákvæmum f jölda þeirra þar sem þau eru hvergi til skráð á pappir- unum", sagði Gunnar Kári Magnússon starfsmaður Umferðarráðs i samtali við Þjóðviljann i gær. „Við höfum haft áhyggjur af þessu máli og það sem ýtti við okkur var tilkynning um slys þar sem sá sem fyrir torfæruhjóli varð, fær engar bætur frá trygg- ingarfélögunum. Astæðurnar fyrir þvi að þau vilja ekki taka að sér að tryggja þessi hjól, sem oftast eru afar stór á borð við stærstu mótorhjól, er sú að þau eru ekki skráningarhæf. Það vantar á þau hraðamæli og ljós og annan þann búnað sem nauðsyn- legur er talinn”, sagði Gunnar Kári ennfremur. Samkvæmt upplýsingum frá fjórum stærstu innflytjendum torfæruhjóla af þessari gerð eru tugir ef ekki hundruð hjóla til i landinu. Arið 1979 flutti t.d. Honda umboðið inn á 4ða tug slikra hjóla og Jamaha umboðið flutti inn um 40 hjól á siðasta og þessu ári. Innflutningsaðilar eru ekki skyldir að krefja kaupendur um ökuskirteini né þess að við- komandi tæki uppfylli settar reglur um búnað og tryggingar- hæfni. Það er annarra aðila i kerfinu að annast þau mál og þar virðist einhvers staðar pottur vera brotinn. En hvers vegna eru svona hjól þá flutt inn? Við fáum álit Gunnars Kára hjá Umferðar- ráði á þeirri spurningu: „Flestir sem nota þessi hjól gera það I torfæruaksturskeppn um og i sambandi viö æfingar fyrir þær. Tryggingafélögin hafa fengist til að tryggja hjólin tima- bundið i slikum keppnum og séu þær þá haldnar samkvæmt leyfi frá lögregluyfirvöldum. Hitt er svo vitað mál að hjólin eru notuð utan slikra svæða og þar eru menn gjörsamlega óhultir og ótryggðir ef þeir verða fyrir slysum af völdum þessara kraft- miklu tækja. Þar er potturinn brotinn og þar verður að setja fyrir lekann”, sagði starfsmaður Umferðarráðs að siðustu. — v. Gunnar Kári Magnússon hjá Um- ferðarráði: Þessi hjól eru óskoðunarhæf og þess vegna með öllu ótryggð fyrir þvi tjóni sem þau kunna að valda. Ljósm. —eik— segir Októ Einars- son hjá Vélhjóla- íþróttaklúbbnum „Við erum búnir að ræða þetta mál fram og til baka undanfarin ár og höfum komist að þeirri niðurstöðu að eina ráðið sé að skapa okkur afmarkað svæði utan vega”, sagði Okto Einarsson,Vél- hjólaiþróttaklúbbnum, en hann er jafnframt fulltrúi hans i aksturs- iþróttaráði Landssambands is- lenskra akstursiþróttafélaga. „Það er vitað mál að margir sem eiga svona torfæruhjól aka á þeim hér á götum bæjarins og við sem stundum þetta sem iþrótt erum þeirrar skoöunar að ekki verði komið i veg fyrir slikt fyrr en aðstaða er sköpuð til að stunda þessa iþrótt á þar til gerðu svæði. Fyrrhveríur ekki aksturinn hér á götunum sem auðvitað veldur margvislegum vandræðum”. — Tryggingafélögin hafa ekki fengist til að tryggja þessi hjól? — Nei, og af eðlilegum ástæð- um þar sem þau eru ekki skráð. í þessari iþrótt sem á erlendu máli hefur verið kölluð mótor-cross en á islensku „hólakapp” (!) er beinlinis talið hættulegt fyrir öku- menn hjólanna að á þeim sé aukabúnaður eins og útstandandi speglar og ljós. Þess vegna teljum við útilokað að skrá hjólin og þar með tryggja eftir venju- legum leiðum. — En hvað með torfærukeppn- irnar? — Þær eru haldnar eítir aö við höfum aflaö okkur leyfis frá dómsmálaráðuneyti, iögreglu og viðkomandi bæjarlélagi. islensk endurtrygging hefur selt okkur tryggingu meðan á keppni stend- ur en þó eítir að við höfum undir- ritaðsérstakt bólaalsal þannig að við fáum ekki bætur nema íyrir örkuml eða dauða. Samt þurium viö i dag að greiða um það bil 10.000 krónur i tryggingar íyrir eina slika keppni. — Hafið þið itrekað beðið um sérstök æfingasvæði? — Já, þaðer vistóhætt aö segja það. Aður en okkar landssam- band var sloínaö vorum viö i Félagi islenskra bifreiðaeigenda. FIB sendi bréf til borgarstjórnar Reykjavikur og baö um æíinga- svæði fyrir okkur á torlæruhjól- unum. Ekkert kom út úr þvi. Við sendum svo bréf lil borgaryfir- valda íyrir tveimur árum og svar við þvi bréfi hefur ekki einu sinni borist ennþá. — Og þið hafið þá i raun hvergi getað æft? — Við höfum haft bráöabirgða- leyfi fyrir svæði upp viö Rauða- vatn og auk þess er okkar aðal- svæði suöur viö Grindavikuraí- leggjara, rétt hjá Keflavikurveg- inum. Þar höfum við svæöi á s.k. Broad-street en þangað er all- langt að fara fyrir allan þann fjölda sem býr hér á Reykja- vikursvæðinu þannig aö þar er aðeins um bráðabirgðalausn að ræöa einnig. Þaö sem þarf til aö koma er að við laum aímarkað æfingasvæði sem við mundum sjá algerlega um sjálfir. Þá fyrst væri möguleiki á að útrýma að mestu þeim torfæruakstri sem si- fellt er að aukast hér á götum bæjarins, sagði Októ Einarsson að lokum. Októ Einarsson, fulltrúi akstursiþróttamanna á vélhjólum: við höfum bent á leiðir til að leysa þennan vanda en yfirvöld hafa daufheyrst. Ljósnt. eik. Ótryggð torfæruhjól hér á landi: „Verður að koma þeim í skráningu”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.