Þjóðviljinn - 19.08.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1982, Síða 5
Fimmtudagur 19. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Kópavogsbúar munu ekki una núverandi óréttlæti lengur: Sanngjarna lausn verður að finna fyrir næstu Alþingiskosningar Sjónarhorn Loftur Al. Þorsteinsson Kópavogsbúar þurfa líka kosningarétt TAFLA 1: — Breytingar á fjölda kjördæma og þingmanna. 1843 1857 1874 1902 1903 1915 1920 1934 1942 1959 Fjöldi kjördæma 20 21 22 23 26 26 26 27 28 8 Fjöldi þingmanna Kjördæmakjörnir 20 21 30 31 34 34 36 38 41 49 Konungskjörnir 6 6 6 6 6 0 0 0 0 0 Landskjörnir 0 0 0 0 0 6 6 11 11 11 Þingmenn alls 26 27 36 36 40 40 42 49 52 60 TAFLA 2: — Skipting kjósenda og þingmanna á kjördæmi viö kosningarnar 1979 Hlutfall Kjördæmi Kjósendur Þingmenn kjósenda Vægi Fjöldi Hlutfall Kjörd. Lands. Alls Hlutfall'á þingmann atkv. Reykjanes 29510 21% 5 2 7 12% 3.0% 1.0 Reykjavik 56402 40% 12 3 15 24% 2.6% 1.2 Norðurl. E. 15324 11% 6 1 7 12% 1.5% 2.0 Suðurland 11765 8% 6 1 7 12% 1.2% 2.5 Vesturland 8679 6% 5 1 6 10% 1.0% 3.0 Austurland 7683 5% 5 1 6 10% 0.9% 3.3 Noröurl. v. 6560 5% 5 1 6 10% 0.8% 3.8 Vestifiröir 6150 4% 5 1 6 10% 0.7% 4.3 Samtals 142073 100% 49 11 60 100% TAFLA 3: — Skipting kjósenda og þingmanna á kjördæmi eftir breytingu. Kjördæmi l™1 ”6 Kjósendur Fjöldi Hlutfall Kjörd. Þingmenn Lands Alls kjósenda Hlutfall á þingmann Vægi atkvæöa Reykjavik 56402 40% 12 3 15 22% 2.6% 1.0 Reykjanes 21247 15% 5 2 7 11% 2.1% 1.2 Norðurl. e. 15324 11% 6 1 7 11% 1.5% 1.7 Suðurland 11765 8% 6 1 7 11% 1.2% 2.2 Vesturland 8679 6% 5 1 6 9% i:o% 2.6 Kópavogur 8263 6% 5 1 6 9% 1.0% 2.6 Austurland 7683 5% 5 1 6 9% 0.9% 2.9 Norðurland v. 6560 5% 5 1 6 9% 0.8% 3.3 Vestfiröir 6150 4% 5 1 6 9% 0.7% 3.7 Samtals 142073 100% 54 12 66 100% Núverandi fyrirkomulag kosninga til Alþingis er háö þeim annmarka að sem næst útilokaö er aö atkvæöi allra landsmanna hafi nákvæmlega sama vægi. Jafn kosningaréttur er hinsvegar einn af hornstein- um lýöræðisins. Þess vegna er stööug endurskoöun á kjör- dæmaskiptingu og þingmanna- fjölda nauðsynleg. Fyrirkomulagi Alþingiskosn- inga var siöast breytt árið 1959. A þeim tima sem siöan er liöinn hafa oröið stórfelldar breyting- ar á búsetu i landinu og þar af leiðandi misvægi kosningarétt- ar. óréttlætiö er oröið svo yfir- þyrmandi aö þjóöskipulagi okk- ar stafar hætta af. Sögulegt yfirlit Endurreisn Alþingis er gjarn- an miðuð við áriö 1843, en 8. mars þaö ár gaf Danakóngur út tilskipun um aö ráðgjafarþingi skyldi komið á fót i landinu. Akveöið var aö á Alþingi hinu nýja ættu 26 þingmenn sæti. Skyldu 6 skipaðir af konungi en hinir 20 vera kosnir af lands- mönnum sjálfum, einn i hverri af 19 sýslum landsins og einn i Reykjavik. A þeim nærri 140 árum sem liðin eru frá endurreisn Alþingis hafa margvislegar breytingar verið gerðar á skipan þess. Þannig hefur þingmönnum ver- iö fjölgaö smámsaman, kjör- dæmum ýmist fjölgaö eöa þeim fækkaö og landskjörnir þing- menn komiö i staö konungskip- aöra. Tafla 1 gefur yfirlit yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjölda kjördæma og Al- þingismanna. Augljóst er að kjördæma- breytingar hafa aldrei orðiö af sjálfu sér, fyrir þeim hafa verið ýeigamiklar ástæöur. Búsetu- breytingar i landinu hafa kallað á stööuga endurskoöun og landsmenn hafa sinnt þvi kalli. Við erum þakklát fyrir lýöræö- islega afstööu horfinna kyn- slóöa. Aðkallandi vandi Engum fær dulist að leiörétt- inga er enn á ný oröin þörf, eftir rúmlega tveggja áratuga kyrr- stööu. Tafla 2 sýnir samanburð á milli kjördæmanna viö kosn- ingarnar 1979, en vitaö er að ástandið hefur versnað töluvert siöan. Sjá má aö Reykjanes og Reykjavik eru einu kjördæmin sem hafa lægra hlutfall þing- manna en kjósendafjöldinn gef- ur tilefni til. Þingmannafjöldi Reykjaness þarf að aukast um 5 og Reykja- vikur um 10 til aö fullt samræmi náist. Jafnframt yrði aö fækka þingmönnum i öðrum kjördæm- um i sama mæ!i. Mestur mismunur á vægi at- kvæöa er á milli Reykjaness og Vestfjaröa, eða 4.3-faldur mun- ur. Höfuöáherslu ber þvi aö leggja á aö leiörétting fáist fyrir Reykjaneskjördæmi. Flest bendir til aö Alþingi muni takast á viö þennan vanda innan skamms. Skipuö hefur verið nefnd, stjórnarskrár- nefnd, til aö fjalla um málið og leggja tillögur sinar fyrir Al- þingi. Af óljósum fréttum aö dæma hefur nefndin staönæmst viö þá lausn aö þingmönnum veröi fjölgaö, á þann hátt að leiði til jöfnunar kosningaréttar. Um þessa leiö er gott eitt aö segja, en ekki er sama hvernig hún veröur útfærö. Kjördæmin eru þaö stórar einingar aö veru- legt óréttlæti getur skapast inn- an þeirra, þótt öllu réttlæti virö- ist fullnægt þegar á heildina er litið. Sérstaða Kópavogs I Reykjaneskjördæmi höfum viö sláandi dæmi um hvernig stórt byggöarlag er i fram- kvæmd svipt kosningarétti til Alþingis. Kópavogur meö um 28% kjósenda kjördæmisins á engan fulltrúa á Alþingi. Þessir 9000 kjósendur, annars stærsta bæjarfélags á landinu, vita aö þessi er raunveruleikinn þrátt fyrir formlega þátttöku þeirra i siðustu Alþingiskosningum. Væntanlegar breytingar veröa aö fela i sér varanlega lausn á vanda Kópavogsbúa. Gera verður Kópavog aö sér- stöku kjördæmi. Tafla 3 sýnir skiptingu kjós- enda og þingmanna á kjördæmi/ ef Kópavogskjördæmi heföi ver- iö til viö Alþingiskosningarnar 1979. Gert er ráö fyrir aö kjör- dæmakosnum þingmönnum sé fjölgaö um 5 og landskjörnum þingmönnum um 1. Komi þessi 6 nýju þingsæti i hlut Kópavogs. Kópavogur yröi kjördæmi af meðalstærð og Reykjanes áfram næstfjölmennasta kjör- dæmiö. Þessi breyting leiöir til veru- legrar leiöréttingar fyrir ibúa núverandi Reykjaneskjördæm- is, en hefur aö ööru leyti óveru- legar breytingar i för meö sér. Ljóst er aö þingmönnum Reykjavikur þarf einnig aö fjölga nokkuö svo aö miöi i rétt- lætisátt. Niðurlag Sú klemma sem fyrirkomulag kosninga til Alþingis er komiö i verður varla leyst meö öörum hætti en til komi fjölgun þing- manna. Lausnin aö vanda Reykjaness er fólgin i þvi aö gera Kópavog aö sérstöku kjör- dæmi. Kópavogur hefur sérstööu meö þvi aö eiga engan fulltrúa á Alþingi, þrátt fyrir aö um sé aö ræða annaö stærsta bæjarfélag i landinu. Eftir þessa breytingu yröi vægi atkvæöa i öfugu hlut- falli við fjölda kjósenda i hverju kjördæmi. Hjá nokkurri mis- munun á milli kjördæma veröur ekki komist, en þá ber hún aö lúta þessari reglu. Kópavogsbú- ar munu ekki una núverandi óréttlæti lengur. Sanngjarna lausn veröur aö finna fyrir næstu Alþingiskosningar. Loftur Al. Þorsteinsson verkfræöingur Innsigling aö Landshöfninni aö Rifi á Snæfellsnesi. t baksýn sést til Óiafsvikur, hinn iliræmdi vegur fyrir ólafsvíkurenni til hægri. — Ljósm. — ráa „Lostæti” í nýrri útgáiu IÐUNN hefur gefiö út i annarri útgáfu matreiöslubókina Lostæti meö litilli fyrirhöfn. Fyrsta út- gáfa kom á siöasta hausti og seld- istupp á rúmum mánuöi. Nú hafa veriö geröar á bókinni fáeinar lagfæringar frá fyrri útgáfu. — í bókinni eru 336 uppskriftir af alls konar réttum sem auðvelt og fljótlegt er aö matbúa. Bókin er bresk að uppruna og eru höfundar þrjár konur, Mary Berry, Ann Body og Audrey Ellis, allar sér- fræöingar kennarar og leiöbein- endur i matreiöslu. Sú fyrsttalda skrifar formála aö bókinni og segir þar meðal annars: ,,1 bók- inni eru mjög fjölbreyttar upp- skriftir. Þær spanna yfir flest sviö matargeröar. Meö þvi aö raöa þeim saman á ýmsa vegu, má búa til næstum óteljandi matseöla fyrir alls konar tilefni, miödegis- kaffi fyrir fjölskylduna allt eins og vandaöasta veislumat”. 1 bókinni eru litmyndir af hverjum einstökum rétti. Er hér um að ræða fiskrétti, brauð, kjúklinga, hrisgrjónarétti, salöt og smárétti, svinakjöt og lamba- kjöt, kökur og margt fleira. — Lostæti meö litilli fyrir- höfn er gefin út i samvinnu viö Hamlyn i Lundúnum. Jón Gunnarsson þýddi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.