Þjóðviljinn - 19.08.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 19.08.1982, Síða 8
Fimmtudagur 19. ágúst 1982 ÞJóÐVILJINN — StÐA 9 8 StDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. ágúst 1982 Hér eru heimsmálin rædd. Frá v.: Helga Guömundsdóttir, Sveinn Gamalielsson, Jónas Asgeirsson, Sigfús Bjarnason, Vilhjálmur Þorsteinsson. Eins og em hiörð og einn hirðir borgarinnar, undir leiösögn gjör- kunnugra manna, en fært til Is- lensks máls af fararstjóra. Hér skulu þeir helstu nefndir, sem skoöaöir voru: Heimili tónskáldsins Edwards Grieg. Fantoft kirkjan. Mari- usar-kirkjan. Hansasafniö, tengt byggingum gömlu Hansakaup- mannanna er mikil völd höföu á miööldum. Sædýrasafnið. Fiski- markaöurinn viö höfnina, — á sinn hátt hjarta bæjarins. Hér koma bæjarbúar enn sem fyrr og kaupa þorskinn sinn og kolann. Hér fljúga athugasemdir milli kaupenda og seljenda. Hér mæt- ast forstjórinn, handverksmaöur- inn, húsmóðirin og vinnukonan, en eitt eiga allir sameiginlegt: kröfuna um góðan fisk. Þak hinnar sérkennilegu fiskversl- unar er sjálft himinhvolfið. Siðast en ekki sist skal nefna út- sýnið af Flöyen, sem er eitt af sjö fjöllum, sem umkringja Bergen, hæð 300 m. Þegar upp er komið eftir stutta stund i virdregnum sporvagni, sér yfir mikinn meiri hluta borgarinnar, hið fegursta útsýni, en skógur og aftur skógur til allra átta. Allir þessir staðir, sem hér hafa verið nefndir, og fleiri sem skoð- aðir voru, eiga sina sérstöku sögu, sem of langt mál yrði að rekja hér. Bergen stendur nærri miðju Hörðalandi, á skaga út við ströndina. Er þar ágæt höfn frá náttúrunnar hendi, — Vogurinn eða Björgvinjarvogur. Bærinn er talinn hafa byggst á 11. öld og á sér margar sögulegar minjar. íbúatalan er nálægt þvi að vera eins og allir Islendingar. Þrettán jarðgöng — Jæja, nú höfðuð þið lagt Bergen undir ykkur, aö hverju snéruð þið ykkur þá næst? — Já, það var nú ekki að litlu lotið, framundan var hvorki meira né minna en 14 tima ferða- lag, þegar við vöknuðum á þriðju- dagsmorguninn. Kl. 7,30 var lagt að stað með járnbraut frá Bergen til Flám um Mýrdal. Frá Flám með skipi út Aurlandsfjörð og inn Næröyfjörð, sem eru innfirðir Sognfjarðar, tií Guðvangs, þaðan með rútu til Voss og svo með járnbraut til Bergen. Eftir þvi, sem ég komst næst, var farið i gegnum 13 jarð- göng með járnbrautinni, þau lengstu 5,3 km, að viðbættum nokkrum opnum hálsaskörðum. Ekki er þvi að neita, að landslagið er hrikalegt, snarbrattar, skógi vaxnar hliðar frá neðstu gilja- drögum og sjó til fjalla, eins og séð varð. Nokkurt flatlendi er kringum Voss, það eina á þessari leið. Þar sáust kýr á túni. En sjón er sögu rikari, og það læddistaö mér sú hugsun, að áður en járnbraut og bilvegir voru lagðir um þetta landslag, hafi lifsbarátta þess fólks, sem þarna bjó verið hörð ekki siður en á okkar landi. Sjórinn eina sam- gönguæðin og hann isi lagður á vetrum. Hvað þá? Dagur þessi mun þátttakendum lengi i minni en allir dagar eiga kvöld og þessi einnig. — Naumast hafið þið lagt i annan slikan leiðangur strax aö morgni? — Nei, á miðvikudaginn gat hver og einn lifaö og leikið sér eins og hann vildi. Hópurinn tvistraöist, sumir fóru út i skóg, aðrir reikuðu um borgina en um kvöldið mátti heyra sungið: „Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó, af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló”. Sigling um Syðra-Hörðaland — Og nú liður senn að ferða- lokum en eitthvað hafið þið þó að- hafst á fimmtudaginn? — Já, ekki laust við það. Kl. 8.15 um morguninn var stigið um borð i skiðabát og stefnt til Syðra-Hörðalands, með endastöð i Skánevik. Komið var við á ellefu stöðum á útleið og flestum þeim sömu i bakaleiö, að nokkrum við- bættum þó. Farkostur okkar, skiðabáturinn, var að þvi leyti sérkennilegur, að hann reis svo á sjónum að undir hann mátti sjá aftur undir miðju, en mjög var hann hraðskreiður. Þótt smá vindbára væri fannst ekki fyrir hliðarveltingi. Viðstaða á eyjum þeim, sem við heimsóttum, var mjög stutt og ekki farið i land nema i Skánevik. Það var greinilegt á þessari siglingu, að við vorum komin inn i siglinganet eyjaskeggja. Þar voru bátar af öllum stærðum og gerðum á fleygiferð úr öllum áttum. Skógur, gróskumikill, var á öllum eyjum og myndarlegar byggingar vitt og breitt um eyj- arnar, eftir þvi sem séð varð. Þarna fannst mér að mundi vera huggulegt mannlif. Þessi ferö tók um átta klst. Rúmgott var i ferj- unni og fór vel um alla. Nú, næsta dag var svo farið heim og komið til Keflavikur kl. 10.45 á föstudagskvöld. Og þá látum við staðar numið, sagði Sveinn, — en ég vil hér með færa aðstandendum þessarar ferðar, svo og fararstjóra, Hauki Má Haraldssyni, hinar bestu þakkir og ég er þess fullviss, að undir það munu allir ferðafélag- arnir taka. Hópurinn allur var eins og hjörð og einn hirðir. — mhg Sveinn Gamalíelsson segir frá Noregsför Einn af þeim, sem þátt tóku í Noregsför Dags- brúnarog Framsóknar var Sveinn Ga ma líelsson, „einu sinni Svarfdælingur og alltaf Svarfdælingur" en til margra ára búsettur í Kópavogi. Við báðum hann að segja okkur eitthvað af ferðalaginu og varð hann fúslega við þvi. Og hefur Sveinn nú söguna: ,,Við freistingum gæt þín” Föstudaginn þann 23. júli á þvi herrans ári 1982 var mættur ferðahópur „islenskra erfiðis- manna” á tilsettum stað og tima, undir fararstjórn Hauks Más Haraldssonar. Meðalaldur þátt- takenda, karla og kvenna, var, aö ég ætla, nálægt 56 ár yfir ferm- ingu (áætluð tala). Þegar til Keflavlkurflugvallar kom gafst okkur hiö gullna tæki- færi til skoðunar á vörum, sem þar eru á boðstólum, þar sem nokkur seinkun varð á flugi. í þessari verslun ert þú kominn i einskonar annan heim, miöað við þekkt verðlag. En einhversstaðar stendur: „Við freistingum gæt þín” osfrv. og þess hygg ég að hafi veriö gætt fyllilega. Farið var frá Keflavik kl. 7 e.h. og komið til Bergen eftir tveggja tima flug eða kl. 11 e.h. sam- kvæmt staðartima. Gist var á Fantoft Sommerhotel, sem er i útjaðri borgarinnar, um 12 km. frá flugstöð. Þar var hinn besti aðbúnaður fyrir dvalargesti en sem betur fór án alls, sem kallast „lúxus”. Bergen „tekin í gegn” — Hvað tóku menn sér svo fyrir hendur að morgni? — Hinn fyrsta dag okkar i Bergen var svona tekin sólar- hæðin, enda auðvelt þar sem varla sást ský á lofti og hiti 18 stig, En næstu tvo daga, sunnudag og mánudag, voru skoðaöir, að ég ætla, flestir merkustu staðir ífy 'H/' '> < < 'íwzWH'&d- Hressir Noregsfarar Margt var sjófangið girnilegt á fiskmarkaðnum I Bergen. Noregsferð Dagsbrúnar og Framsóknar Þann23. júlí sl. fór nokkur hópur fólks úr Verka- mannafélaginu Dagsbrún og Verkakvennafélaginu Framsókn i átta daga ferðalag til Noregs. Alls voru þetta rúmlega 30 manns auk fararstjórans, sem var Haukur Már Har- aldsson, blaðafulltrúi Al- þýðusambands Islands. Um nákvæma skiptingu þátttakenda eftir kynjum skal ekki fullyrt, en þar mun þó hafa gætt þess jafnaðar, sem sjálfsagður má þykja þegar verkalýðs- félög eiga hlut að máli. Ódýr ferð Þetta var ákaflega ódýr ferð þvi enda þótt Islendingar hafi orð fyrir að stunda utanfarir i mikl- um mæli þá mun verkafólk al- mennt tæpast hafa efni á þvi að eyða stórum fdlgum i slika sicemmtan. Væri þó verkafólk vel að henni komið og ekki siöur i þörf fyrir aö „lyfta sér upp” en ýmsir aðrir. Það, sem þátttakendur þurftu að greiða úr eigin vasa var hótel- kostnaöur, fæði i Bergen, en þar var hinn fasti punktur ferðarinn- ar, fæði i skoðunarferöum og flugvallarskattur. Verkalýðsfé- lögin Dagsbrún og Framsókn greiddu annan kostnaö við kynn- isferðir þær, sem farnar voru, fararstjórn og einn sameiginleg- an kvöldverð i Bergen. Feröa- skrifstofan Samvinnuferðir - Landsýn kostaði flugfar aö heim- an og heim. Ferðaáætlun í stuttu máli og stórum dráttum var ferðaáætlunin þessi: Flogið til Bergen kl. 16.30 á föstudag og komið þangað kl. 19.00 að staöartima. Daginn eftir gátu menn að mestu notað að eig- in vild. Sunnudeginum var varið til þess aö heimsækja heimili hins heimsfræga, norska tónskálds, Edwards Grieg að Troldhaugen en á heimleiöinni var Fantoft stafakirkjan skoðuð. Er hún átta hundruð ára gömul og byggð með aðferð er aðeins þekktist i Nor- egi.' A mánudaginn var Björg- vinjarborg skoðuð vltt og breitt en að öðru leyti réöi fólkiö sér sjálft. Á þriöjudaginn var svo heldur betur tekið til höndum. Arla morguns var stigiö i járnbrautar- lest og farið með henni til Flám I Myrdal. Þar var siðan farið um borð i skip og siglt til Guövangs. Siðan tekinn áætlunarbill til Voss og loks járnbrautarlest þaðan og til Bergen. A miðvikudaginn var litiö á fiskasafnið i Bergen en að öðru leyti fékk hver og einn aö lifa og leika sér að vild. Fimmtudagurinn var svo not- aður til þess að fara sjóleiðis um Syðra-Höröaland. Föstudaginn höföu menn til eig- in ráðstöfunar en um kvöldið var flogið heim, meö „fjaöraþyt og söng”. Þannig var nú þessu ferðalagi háttað, þegar á stóru er stiklað. En hvað segir fólkiö sjálft, sem i förinni tók þátt? Við náðum tali af nokkrum og nú segir sá fyrsti þeirra frá.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.