Þjóðviljinn - 19.08.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.08.1982, Blaðsíða 16
DJOÐVILJINN Fimmtudagur 19. ágúst 1982 Abi' (mi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 niónudag til föstudags. Ut&.i þess tlma er hsgt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins iþessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81283, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af greiðslu blaðsins I slma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. AðaLsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Úr tillögum Alþýðubandalagsins Elsti vistmaðurinn á hinu nýja vist- og hjúkrunar- heimili, Droplaugarstöðum við Snorrabraut, er Halldóra Jónsdóttir, 94 ára gömul. Droplaugar- staðir voru formlega teknir i notkun i gær. Mynd: — gel. í tilefni „Scandinavian today”: íslenskar nútíma- bókmenntir á ensku Nýtt kynningarrit um bókmenntir, upplestur á Kjarvalsstöðum á laugardaginn tslenskir listamenn eru mjög óánægöir meö hve lltiö er af nútfmaiist á Scandinavian today”, sagöi Siguröur A. Magnússon á blaöamanna- fundi I gær. Nú hefur veriö gerö bragarbót I þvi efni, en Siguröur stefnir aö útgáfu á vegleu kynningarriti um islenskar nútimabókmenntir sem hann hefur unniö aö ásamt Kristjönu Gunnarsdóttur og ætlaö er meöal annars til dreifingar á Scandinavian today-sýningunni sem hefst I Bandarikjunum i næstu viku. Meöal efnis eru þrjú viötöl viö islenska rithöfunda, ljóð og smásögur og brot úr skáldsögum eru eftir þrjátiu höfunda. Fæstir þessara rithöfunda hafa komiö út i enskri þýöingu áöur. Auk þess eru verk eftir fimm islenska graf- listamenn, sem einnig eiga grafik-verk á sýningunni. Sigurður A. Magnússon sagöi aö margir islenskir listamenn væru mjög óánægöir meö rýran hlut nútimalistar á sýningunni. Þó sýningin gengi undir þessu nafni „Scandinavian today”, væri t.d. ekkert um nútfmabók- menntir, hins vegar kæmu forn handrit þar viö sögu. Upphaflega var ætlunin að gefa út norrænt bókmenntatimarit á ensku I tilefni sýningarinnar en þegar á hólminn kom voru undir- tektir opinberra aöilja hvergi betri en hér á landi. Haföi fengist styrkur frá Islenska menntamála- ráðuneytinu til útgáfunnar. Sá styrkur var þvi notaöur til þess aö gefa út þetta timarit á ensku ein- ungis meö islenskum bókmennta- verkum. Þetta glæsilega timarit fæst i bókabúöum hér á landi og kostar 60 krónur en fjóra dali i Banda- rikjunum, þarsem þaö veröur til Siguröur A. Magnússon fer til Bandarikjanna i byrjun septem- ber meö bókmenntaritiö um islenskar eftirstriösbókmenntir, sem veröur til sölu á Scandi- navian today sýningunni þar vestra. sölu i tengslum viö áöurnefnda sýningu. Siguröur A. Magnússon og Kristjana Gunnarsd .eiga flestar þýöingar i timaritinu en fleiri koma þar viö sögu. Vakin skal at- hygli á þvi, aö á laugardag n.k. kl. 15.00 verður lesiö uppúr verkum ýmissa höfunda sem eiga verk i bókmenntaritinu bæöi á islensku og ensku. Þar munu tiu til fimm .- tán rithöfundar lesa uppúr verk- um sinum. — óg Hækkun húsnæðislána Húsnæðismálin brenna heitt á hverri fjölskyldu og alltaf er eitthvað skyldmenni að kaupa eða byggja eða i húsnæðisvandræðum. Lán hafa ekki aðlagast sem skyldi hinni nýju verðtryggingar- stefnu og i efnahagstillögum sinum gerir Alþýðu- bandalagið ráð fyrir þvi að úr kjarajöfnunarsjóði verði veitt fé til þess að hækka verulega lán til þeirra sem byggja og kaupa i fyrsta sinn. Þá leggur Alþýðubandalagið til að lagður verði 10% skyldusparn- aður á þann tekjuskattsstofn sem lendir i hæsta skattþrepi hjá ein- staklingum og lögaðilum á árinu 1983 samkvæmt nánari reglum. Skulu þessir aðilar leggja fé til hliðar, „sem varið verði til þess að hækka lán þeirra i Byggingar- sjóði rikisins sem byggja og kaupa i fyrsta sinn. Lánin skulu tvöfölduð að verðgildi.” Mikið heíur verið um það rætt að bankarnir hafi ekki mætt verð- tryggingunni með lengingu lána til húsbyggjenda. Alþýðubanda- lagið leggur til eftirfarandi: „Rikisstjórninni er heimilt að ákveða að bankarnir veiti allt að 100 miljónum króna til að lengja lán húsbyggjenda á þessu ári, 1982, með svipuðum aðferðum og beitt var 1981.” — ekh Frestun á Seðlabanka „Rikisstjórninni er heimilt að ákveða að meiri- háttar byggingarframkvæmdum opinberra stofn- ana og fyrirtækja skuli frestað i allt að 18 mánuði”, segir m.a. i tillögum Alþýðubandalagsins. Hér er ekki sist átt við opin- hvatt er til aðhalds og útgjalda- berar byggingar eins og Seðla- sparnaðar af hálfu hins opinbera bankabygginguna sem virðist af stjórnendum peningamála i ekki vera forgangsmál þegar landinu. — ekh Framkvæmdastofnun verði lögð niður „Framkvæmdastofnun í núverandi mynd verði lögð niður", segir m.a. í efnahagstillögum Alþýðubandalags- ins. „Áætlunarverkefnk stofnunarinnar verði færð til annarra hagstofnana og ráðuneyta. Byggðasjóður veröi sjálfstæöur stjðri ráðsins ráöinn til fimm ára» sjóöur sem starfi undir sérstakri I senn. Þessar breytingar taki stjórn og veröi framkvæmda- gildi frá og meö 1. janúar 1983.” Stjórnendur ráðnir til fimm ára í senn Alþýðubandalagið leggur til að sett verði endurnýj- unarregla i ríkiskerf ið til þess að koma í veg f yrir stöðn- un meðal stjórnenda: „Sett veröi lög um aö stjórn- einungis ráönir til fimm ára i endur rikisstofnana, ráöuneyta, senn og taki sú löggjöf gildi á ár- rikisbanka og Seölabanka veröi inu 1983.” r Franska stúlkan liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild: „Gef sögu granaða enga einkunn” segir vararannsóknarlögreglustj óri „Ég vil ekki gefa þessari sögu grunaöa neina einkunn, hvort hún er rétt eöa röng, fyrr en itarlegar rannsóknir hafa fariö fram á þessu máii. Það er ákveðiö misræmi i frásögnum aðila”, sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlögregiustjóri rikisins I samtali við Þjóðviljann i gær. Stööugar yfirheyrslur voru haldnar I gær I þjónustumiö- stööinni I Skaftafelli yfir árásar- manninum sem veitti tveimur frönskum systrum þunga áverka sem leiddu til dauöa annarrar þeirra. Hin stúlkan liggur enn á gjörgæsludeild þungt haldin en siödegis I gær var aftur framkvæmd mikil höfuöaögerö á henni. Arásarmaöurinn Grétar Sig- uröur Arnason er fertugur aö aldri og hefur búiö I öræfasveit i tæp tvö ár. Hans var leitaö ákaft i allan fyrradag og gærmorgun á Svinafellsjökli og nágrenni. Þaö voru félagar úr Hjálpar- sveit skáta i Hafnarfirði sem fundu Grétar þar sem hann haföi hlaöiö sér byrgi I hellis- skúta skammt frá slóö sem annar af sporhundum hjálpar- sveitarinnar haföi rakiö fyrr um morguninn. Grétar var vopn- aöur haglabyssu og 22 kalibera riffli. Hann veitti engan mót- þróa viö fundinn og afhenti leitarmönnum vopn sin. Þrir rannsóknarlögreglu- menn frá Reykjavik unnu aö rannsókn málsins I Skaftafelli I gær en I gærkvöld var Grétar fluttur suöur til Reykjavikur til frekari yfirheyrslu. Við yfirheyrslu I gær viöur- kenndi Grétar aö hafa lent i ryskingum viö frönsku stúlk- urnar. Skotið á aöra þeirra og veitt hinni högg með byssuskefti Til ryskinganna hafi komið vegna þess aö hann hafi viljað fá stúlkurnar meö sér til lög- reglunnar á Höfn i Hornafiröi þar sem hann hafði þær grun- aöar um aö hafa reykt hass. Aðspuröur um vlsbendingu fyrir þessari ásökun Grétars, sagöi Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri I samtali viö Þjóöviljann aö hann gæti ekki tjáð sig um þaö á þessu stigi en sér væri nær aö haida aö slikt gæti ekki staðist. Um skýringu á þvi hvers vegna neyöaróp hinnar látnu stúlku hefðu ekki verið tekin trúanleg nóttina afdrifariku”, sagöist Þórir ekki geta tjáö sig.' Franska stúlkan sem nú ligg- ur þungt haldin á gjörgæslu- deild Borgarspltalans heitir Marie Luce Bahuaud og er 29 ára gömul. Systir hennar sem lést hét Yvette Marie Bahuaud og var 21 árs. Þær eru frá Paris og hafa verið á ferðalagi um island I tæpa þrjá mánuði. -lg- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.