Þjóðviljinn - 21.08.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. ágúst 1982 Hallur á Horni og synir hans í túninu á Horni (Ljósm.: GFr). Hver sá sem ferðast um Hornstrandir og viH kynna sér sögu þeirra kemst ekki framhjá nafni Halls bónda á Horni og sona hans, þeirra Jóns og Hallvarðs. Þeir eru þjóðsagnarþersónur og voru uppi á 18.öld. Gísli Konráðsson skráði margar sögur af þeim, og til er mikill kveðskapur eftir Hallvarð Hallsson í handritum á Landsbókasafni. Um þá feðga skrifar Þórleifur Bjarnason í Hornstrendingabók: „Allar frásagnir um þá eru ýkjukenndar og hin hálfþjóðsögulega frásögn skapar úr þeim furðupersónur. Þó bendir allt til þess, að Hallvarður hafi verið óvenjulegur maður, því að jafnvel hetjur þjóðsagnanna eiga sér venj- ulega einhverjar raunverulegar hetjudáðir, sem orðið hafa alþýðu yrkisefni í frásögninni. Hallarður hefur sjálfsagt orðið í ímyndun margra ókunnugra fulltrúi Hornstranda sinna tíma - og þá góður fulltrúi“. Svo segir Gísli Konráðsson: „Hallur var ærið forn í skapi og kallaður hinn fjölkunnugasti maður. Líktist Hallvarð- ur mjög föður sínum um vit og ýmsa forn- eskju. Afarhraustir voru þeir fegðar allir, og er sumra sögn, að Jón væri þeirra sterkastur; en allt skorti hann annað við Hallvarð. Hallur var íþróttamaður um glímur og slönguvarp, svo nálega mátti hann allt hæfa, er hann slangraði til. Skutlari var hann og mikill, hvala og sela. Er það í sögnum, að eitt sinn skutlaði hann hval þrjár vikur sævar undan landi og reri hann í land með sonum sínum, er þá voru enn ungir, svo nauðulega fengu þeir báðir róið á móti honum. Segja menn og hval þennan fertugan verið hafa. Það er og síðan haft eftir Hallvarði, að lítt hlífðist faðir þeirra við þá bræður í æsku, því maður var hann ólatur, afarsterkur og mikil- virkur. Það er frá Hallvarði sagt, er hann var 15 eða 16 vetra, að þeir bræður væri báðir heima á Horni einir karla, því faðir þeirra var eigi heima; var það um vor eitt ísamikið. Bjarn- dýr afar grimmt og soltið hafði af ísnum á land stokkið. Kom það að bæjardyrum á Horni og dúði svo harðlega dyrin, að lá við broti, hljóp síðan að hjalli og braut hann upp og tók að éta þar fisk og hákari. Hallvarður greip hákarlsskálm mikla og vildi þegar út að birninum. Bað móðir hans ei slíkt að voga, latti og Jón hann, bróðir hann, en ei tjáði það. Hljóp Jón svo út á eftir. En Hallvarður lagði skálminni til dýrsins á hol, svo það fékk bana, og þótti það ærið áræði af jafnungum manni sem Hallvarður var þá. Átmenn miklir er sagt þeir feðgar væri all- ir, en Jón þó mestur, svo sagt er, að hann æti 60 bjargfuglaegg í einu oftsinnis og yrði gott af. En allra þeirra var hann rammastur að afli, sem fyrr við getur. Það var eitt sinn, að Hallur var með sonum sínum á bát framan undir Hornbjargi að fugl- aveiði eða eggjaleit. En er þeir höfðu lent undir bjarginu og klifrað sig á urð eina, slitn- aði tog það, er bátur þeirra var festur með, því öldusúgur var. Komust þeir þá eigi á braut, fyrr en eftir nokkra daga, að veður lygndi, því mjög hvessti, þegar bátinn sleit frá þeim, og var þeirra þá leita farið af útróðrar- mönnum á Horni. En fyrir því að þeir voru matarlausir, urðu það úrræði þeirra, er sultur þrengdi að þeim, að eta fugl hráan óplokkað- an og sagði Hallvarður svo síðan: „Þegar við átum fuglinn óplokkaðan, hætti okkur við að verða bimbult, en þá við átum hann reyttan (plokkaðan), varð okkur gott af. Þá náðum við kóp lifandi og slátruðum honum: saup faðir okkar blóðið og át innýflin, því hann var gamall, þurrbrjósta og hneigður orðinn fyrir vökvunina; en við bræður skiptum kroppn- um á milli okkar, og varð dágott af“. Allir drukku þeir feðgar lýsi sem mjólk væri.“ Ljóðaþréf Hallvarðs Hallssonar lýsir vel landslagi, veðráttu og atvinnugreinum á Hornströndum. Þar segir m.a.: Hornbjarg síðan tekur til með tindum háum út frá töngum yfrið bláum eina mikla röst við sáum. Heiðnabjargið held ég versta Horns á ströndum þar er víða fullt af fjöndum fúlum, slægum jarðar öndum Fugl í björgum hljómar hátt sem hans er vandi framan úr hafi flaug að landi flokkum saman óteljandi. Margar skriður féllu fljótt í fyrsta gengi allt eins skelfur og á strengi, undir kváðu fjöllin lengi. Olgu sjór á Ægis dýrið óðum dreypti, norðan sjónum nóg í hleypti nokkrum hvikum inn svo steypti. Þórleifur Bjarnason segir í Hornstrending- abók: „í háttum sínum er Hallvarður bæði heiðinn og kristinn. Hann geldur guði og þjónum hans það, sem honum finnst þeir eiga, en ekki meira, er jafnvel naumur á gjöld sín til þeirra, en fús til viðurkenningar á því, sem þeir vel gera. En þrátt fyrir heiðinglega framkomu við kirkju Krists, mun hann oftar nær Kristi í hugsun í samtíð hans. Þegar þeir bræður hrekjast um hafið á ísnum, vill bróðir Hallvarðs heita á kirkju Péturs postula eða á Hall föður sinn, þeim til undankomu, en Hallvarður vill það ekki, heldur heitir hann á Krist, að fyrir hans sakir skuli hann jafna vera snauðum og vesölum hjálplegur, og hann fær bróður sinn til þess að festa það heit með sér. í klæðaburði er hann sérkennilegur og klæðir sig til meira tröllskapar. Hann gengur yst fata í selskinnsúlpu og verður ógurlegur af, svo að ístöðulítið fólk, sem mætir honum á vegum úti, flýr hann, yfirbugað af ótta við ófreskjuna. Á höfðirigjasetrum er honum tekið með óttablandinni kímni þjónustufólksins, og höfðingjarnir brosa að honum í fyrstu. En hann er feimulaus og máldjarfur við þá. Hann finnur að skrift þeirra við þá og sýnir þeim, hvernig á að skrifa, svo að þeir verða að viðurkenna yfirburði hans, en sú var ein list hans, að skrifa fagurlega. Þegar höfðingj- arnir hafa átt nokkrar orðræður við hann, sjá þeir, að hann er meira en broslega stór- skorinn og sérkennilegur, honum er margt vel gefið. Þá kastar hann selkufli sínum og tekur upp hirðsiði við höfðingjans borð. Þannig er Hallvarður Hallsson ýkjuímynd þeirra eiginda, sem Hornstrandir gátu alið.“ (GFr - byggt á Hornstrendingabók, Sögum ísafoldar I og Hljóðabungu 3) Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Óvænt bréf Mér fór eins og sjálfsagt öllum sem leita gagna, sem styðja skoðun þeirra, að hér á Islandi hafi verið mikil byggð áður en Norðmenn tóku hér búsetu, að gleðjast þegar slikt berst þeim að höndum. Og þá ekki sist ef það berst þeim óvænt og úr ólikleg- ustu átt, eins og bréf sem mér barst i vetur og varö mér sérstakt fagnaðarefni ogþað merkilegt, að ég gerist svo djarfur að birta þaö, svo fleiri en ég sjái hvað virðist dyljast i pokahorninu, ef eftir er leitað. Bréfið er þannig: Maastricht, Hollandi, 22/1, 1982. . Til herra Glúms Hóimgeirssonar Ég er að lesa grein þina i sunnudagsblaði Þjóðviljans, (16.17.—1) Mér eins og öðrum Is- lendingum finnst gaman að fróð- leik og útskýringum, sem varpa ljósi á fortið þjóðar okkar. Ég hef áður lesið mér eitthvað litillega til um það, að fyrir „landnám” hafi trúlega verið talsverð kelt- nesk byggð á íslandi og ég er til- búin til að trúa þvi. Jæja, en i tilefni af grein þinni langar mig til að segja þér dáldið sem henti mig i samkvæmi hér i borg fyrir viku siðan. I sam- kvæmi þessu, sem var fjörugt og margmennt, voru flestir gestir hollenskir, og eitt andlit rauð- birkið var þarna, sem minnti mig einhvernveginn á nokkrar mann- eskjur, sem ég þekkti heima á Fróni. Ég gef mig á tal viö unga manninn, sem hefur þetta rauð- birkna andlit, og spyr hvaöan hann sé. Nú, hann kvaðst vera frá S-Irlandi og spyr hvaðan ég sé, jú, ég segist vera frá Islandi. „For- feður minir komu frá Islandi” segir þá drengurinn. — Sá er nú ruglaður, húgsaði ég, og leiðrétti hann. Sagði honum að Islend- ingarhefðu komið frá Irlandi (og Noregi) en hann sat fast við sinn keip. Hann sagði mér að fyrir 2300 árum siðan hefði bátur lagt á haf út frá Islandi. Bátur þessi flutti fólk til Irlands með viðkomu i Skotlandi. Irinn sagði mér að sögu þessa hefði faðir sinn sagt sér og honum hefði faðir hans sagt sögu þessa og þannig mann fram af manni aftur i gráa forn- eskju. Þessi saga skemmti mér mjög, þvi þótt ég vissi að háskólar myndu ekki gefa mikið fyrir hana, þá væru þó ekki bara þeir, sem nú byggju tsland, að ræða um forna Keltabyggð þar, heldur lika afkomendur þeirra Kelta sem fluttu þaðan. Sögu minni er lokið og þar með Glúmur Hólmgeirsson erindi minu, vona að þú hafir haft nokkra ánægju af. P.S. Hann sagði mér að hann vissi um annan tra, sem hefði svipaða sögu að segja um upp- runa sinn. Bestu kveðjur Asta ólafsdóttir. (Er hér nemi i myndlistar- akademiu) Eins og bréfritari segir munu háskólar ekki gefa sögu þessa Ira háa einkunn, en er það ekki einkennilegt, aö i báðum lönd- unum, tslandi og Irlandi skuli vera uppi sagnir um mikil sam- skipti milli þjóðanna, sem þar bjuggu. Finnst ekki háskóla- nemum og prófessorum forvitni- legtað glugga i okkar gömlu sögu og reyna að komast að þvi, hvort söguskoðun Ara fróða i Land- námu sé örugglega rétt: að okkar saga nái ekki lengra en til land- náms Norðmanna? Og hvernig á þá að skýra hina miklu ritöld, sem blómstrar hér fljótt eftir landnám Norðmanna. Ekki komu Norðmenn með ritlist frá Noregi. Þar hófst ekki ritlist fyrr en löngu siöar en hér. Skyldi ekki lausn gátunnar vera sú, að hér var kristin og ritlærð þjóð þegar Norðmenn komu? Og sam- runi þessara alóliku þjóða varð hvati hinnar miklu ritaldar. Glúmur Hólmgeirsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.