Þjóðviljinn - 21.08.1982, Page 27
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 27
|r frönsk svíta?
* Suss, nei, hafðu
ekki hátt, það var
sko nebbnilega
Sigurjón sem stóð
fyrir þessu
íA
Reiknistofa
Húsavíkur hf
Garóarsbraut 14 - Pósthólf 127 -640 Husavlk - Slmi 96 ■ 41519
óskar að ráða
I. Forritara eða kerfisfræðing, með þekk-
ingu á RPG.
II. Nema til að sækja námskeið í forritun á
vegum Reiknistof unnar. Stúdentspróf eða
sambærileg menntun nauðsynleg.
Starfsemi:
Hjá Reiknistofu Húsavíkur er í notkun IBAA
system 34tölva og notað forritunarmálið RPG
II. Unnin eru verkefni fyrir allflesta atvinnu-
starfsemi á Húsavík og í nágrenni.
i boði er:
Góð vinnuaðstaða og skapandi starf við skipu-
lagningu nýrra verkefna. Auk viðhalds fjöl-
breyttra eldri verkefna.
Umsóknir:
Er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist Reiknistofu Húsavikur hf., Pósthólf
127, 640 Húsavík, innan hálfs mánaðar.
Meö umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf
veitir: Guðmundur örn Ragnarsson sími
96-41519 (vinnu) og 96-41550 (heima).
Tilkynning frá
Stofnlánadeild
landbúnaðarins
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu
1983 skulu hafa borist Stofnlánadeild land-
búnaðarins fyrir 15. september næstkom-
andi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýs-
ing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars
er tilgreind stærð og byggingarefni.
Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðu-
nautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmda-
þörf, svo og veðbókarvottorð.
Pá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir
fjármögnunarmöguleikar umsækjenda.
Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem
hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið
1983, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15.
september n.k. svo þeir geti talist lánshæfir.
Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september
næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrif-
leg beiðni um endurnýjun.
Reykjavík, 18. ágúst 1982
BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
Kammerhlj óms veit
— Hljóðfæraleikarar
Áttunda október tekur til starfa í Reykjavík
kammerhljómsveit, sem halda mun 8 tón-
leika í vetur: laugardagana 30.10, 27.11,
18.12, 29.1, 26.2, 26.3, 30.4 og 28.5.
Æingar verða alla föstudaga sem hér segir:
strengir kl. 1.30-4.30, blásarar og aðrir 2.30-
5.30.
Laun verða greidd samkvæmt kauptaxta
FÍH. Hljóðfæraleikarar verða ráðnir í allar
deildir hljómsveitarinnar; 30 til 45 manns
eftir atvikum.
Prufuspil fer fram dagana 4. og 5. september.
Frekari upplýsingar gefur Hafsteinn Guð-
mundsson í síma 40556 kl.17-19.
Undirbúningsstjórn
Guðmundur Eniilsson, Þorkell Jóelsson, Sesselja Halldórs-
dóttir, Ingjaldur Hannibalsson, Ásgeir Sigurgestsson, Sigurð-
ur I. Snorrason, Hafsteinn Guðmundsson.