Þjóðviljinn - 21.08.1982, Qupperneq 31

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Qupperneq 31
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJ6BVILJINN — SIÐA 31 Horfir illa fyrir skipasmíði innanlands Furðulegt að ætla að stöðva alla nýsmíði segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri „Það er veruleg óvissa fram- undan hjá okkur. öll fyrirliggj- andi verkefni eru á lokastigi og við vitum ekki hvað tekur við. Það er verst af öllu aö lenda i slíkri aðstöðu. öli afköst hér minnka vegna þess aö menn eru skiljanlega ekki aö keppast við aö klára sin verk þegar ekkert er framundan”, sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri á fundi sem stjórn stöðvarinnar boðaði til meö fréttamönnum á dögunum. Tilefni fundarins er sú óvissa sem skapast hefur i málefnum skipasmiðaiönaöarins i kjölfar yfirlýsinga hagsmunaaöila i sjávarútvegi, m.a. sjómanna og útgeröarmanna um að stööva beri alla nýsmiöi fiskiskipa hér innanlands næstu tvö árin. Mik- inn ugg hefur sett að bæöi stjórnarmönnum og ekki siöur starfsmönnum Slippstöövarinnar á Akureyri vegna þessara yfirlýs- inga, en Slippstöðin annar 40% af öllum nýsmiöum og viögerðum skipaflotans hér innanlands. „Þaö er alveg ljóst aö tveggja ára stöövun á allri nýsmiði myndi gera miklu meiri usla i þjóðfélag- inu en margur hyggur og þetta eru þvi furðulegar yfirlýsingar sem menn hafa verið að gefa út að það verði aö stöðva alla smiöi þvi flotinn sé oröinn það stór”, sagði Gunnar ennfremur. Þorleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri félags dráttar- brauta og skipasmiðja tók i sama streng og sagöi að allt tal um að skrúfa fyrir endurnýjun á fiski- skipaflotanum væri út i hött. „Þó flotinn sé of stór er endurnýjun alltaf nauðsynleg og við viljum að sú endurnýjun fari fram hér á landi en ekki erlendis.” Ureltur vertíöarf loti Sem dæmi um þörf fyrir endur- nýjun flotans var bent á að á sið- asta ári voru i islenska vertíðar- flotanum 76 tréskip af stærðinni 50—99 brúttólestir. Meðalaldur þessara skipa var þá 27 ár en meðalending er áætluð 25 ár. Stálskip af sömu stærö eru 29 og meðalaldur þeirra orðinn 21 ár og meðalending áætluð 25 ár. Þessar tölur sýna glögglega að vertiðarflotinn er orðinn gamall og úreltur og þarfnast endur- nýjunar. Svipaða sögu er að segja um stærri báta. 39 stálskip 150—199 brúttólestir voru til um siðustu áramót og var meðal- aldur þeirra þá orðinn 19 ár en meðalending talin um 20 ár. Þessi skip eru þvi mörg á siðasta snúningi. 75% endurnýjun Bárður Hafsteinsson skipa- tæknifræðingur hefur áætlað að endurnýjunarþörf islenska fiski- skipaflotans sé á næstu 5 árum eftirfarandi: Smiða þyrfti 38 fiskiskip sem eru 26 m löng og 47 skip sem eru 35 m löng. Auk þess þyrfti að endurnýja 8 skip skuttogara- flotans. Þessar.tölur eru miðaðar við að endurnýjunin sé aðeins 75% af núverandi fiskiskipastól. Miðað við afköst islenskra skipasmiðastöðva undanfarin ár ættu þær að geta annað um 35% af þessari endurnýjtinarþörf. „Þessi 35% af endurnýjuninni sem við gætum sinnt, geta alls ekki sett þjóðfélagið á hvolf. Lf öll nýsmiði og endurnýjun veröur hins vegar stöðvuð næstu tvö ái eins og sumir virðast vilja, þá er vist að allt fari á hvolf”, sagði Gunnar Ragnars. Hann bætti þvi við að menn yröu að gera sér' grein fyrir þvi að nýsmiði hjá skipasmiðastöðvunum væri alger forsenda þess að þær gætu haldið úti þeirri viðgerðaþjónustu við flotann sem þær sinna i dag. Raðsmiðin á rikisábyrgð A vegum iðnaðarráðuneytisins og félags dráttarbrauta- og skipa- smiðja hefur verið unnið að sam- eiginlegu raösmiöaverkefni til endurnýjunar á vertiðarflot- anum. Teikningar liggja fyrir og búið var að semja um smiði þriggja slikra báta i Slippstöðinni, þegar Fiskveiðisjóður tók i taumana og stöðvaði allar frekari fram- kvæmdir með þvi aö lækka láns- hlutfall sitt til smfðanna úr 75% i 60%. Rikisstjórnin ákvað þá uC eita rikisábyrgð á siöustu lánsfjár- lögum fyrir smiöi fjögurra 35 m fiskiskipa. Þar af yrðu tvö smiðuð hjá Slippstöðinni. Smiði hvors um sig mun taka um 17% af afkasta- getu Slippstöðvarinnar en á siðasta ári nam nýsmiði 40% af allri starfsemi stöðvarinnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum málum. Hér er búið að Nýsmíði er alger forsenda fyrir þvi að við getum sinnt viðhaldsþörf skipaflotans, segir Gunnar Ragnars og bendir út á dráttarbrautina. Auk blaðamanns er á myndinni Jóhannes Óli Garðarsson forstöðu- maður nýsmiðadeiidar Slippstöðvarinnar. Mynd — eik. okkar samkeppnisaðila”, Gunnar. sagði þróa upp stórfyrirtæki sem er mjög mikilvægt fyrir s varút- veginn vegna viðgerðarþjónustu, sem við getum einungis haldið úti i skjóli þess að hafa ætið ný- smiðar i takinu”, sagði Gunnar. Mikil endur- skipulagning „A siðustu árum hefur átt sér stað geysimikil uppbygging og endurskipulagning á allri starf- seminni hér i stöðinni sem hefur skilað þeim árangri að við stönd- um algerlega jafnfætis og að sumu leyti framar samkeppnis- aðilum okkar i Evrópu varðandi afkastagetu i skipasmiöum. Hins vegar hefur fjármagnskostnaöur verið gifurlegur, þvi að við smiðum út á bandarikjadollar meöan okkar helstu samkeppnis- aðilar miða við evrópugjald- miðla. Það eru alls ekki afköst eða fákunnátta sem hafa gert okkur erfitt fyrir i samkeppni við erlendar skipasmiðastöðvar heldur fyrst og fremst gengis- þróun og fjármagnskostnaður. Það er að okkar áliti algerlega útilokað að miða lengur við bandarikjadollar i skipasmiðum. Við höfum óskað eftir þvi við Seðlabankann að fá sömu afuröa- lánafyrirgreiöslu og fiskiðn- aöurinn og landbúnaður búa við. Þaö eru gleðitiðindi aö geta skýrt frá þvi að stjórn Seðlabankans hefur nú ákveðið að verða við til- mælum okkar þannig að við eig-- um nú kost á 50% afuröaláns- kjörum á 29% vöxtum. Þetta á að tryggja að við getum keppt við 13 miljón kr. munur f jármagnskostnaðar Sem dæmi um fjármagnskostn- að má nefna að vegna smíði á skuttogara i Slippstöðinni á siðasta ári varö fjármagns- kostnaður 23 miljónir kr. af sam- tals 78 miljón króna heildarverði togarans. Með þeim nýju kjörum sem Seölabankinn hefur sam- þykkt, hefði fjármagnskostn- aðurinn við umræddan togara oröið 10 miljónir. Þarna munar hvorki meira né minna en 13 miljónum á heildarverði togarans eða rúmum 17%. „Þetta snarbreytir vissulega okkar aðstöðu og við ættum að geta vel við unað ef við fáum þá verkefni til aö vinna að. Um þaö snýst höfuðmálið”, sagði Gunnar Ragnars. -»g Hróp skipasmíðastöðvanna eru alls ekki ástæðulaus segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra í sambandi við þessa umræðu um cfnahagsmál núna, þá hefur komið fram bæði hjá samtökum hagsmunaaðila sjómanna og útgerðarmanna að stöðva alla nýsmíði næstu tvö ár. Við höfum auðvitað sett okkur alveg á móti því hér í iðnaðarráðuncytinu og ekkert slíkt getur verið á dagskrá að mínu mati því það væri fásinna að gera slíkt þó að ég taki undir það að gæta verði hófs varðandi skipastólinn, en bátaflotinn er orðinn gamall og þarfnast endurnýjunar. Raðsmíðaverkefnið byggir einmitt á því að endurnýja þann veiðiflota,” sagði Hjörleifur Gutt- ormsson í samtali við Þjóðviljann í gær. En að hróp og köll skipasmíða- stöðvanna séu ástæðulaus vil ég alls ekki segja. Það er eðlilegt að þeir séu kvíðnir yfir verkefnum, en af hálfu stjórnvalda hefur bæði verið reynt að byggja stöðvarnar upp og greiða fyrir þeim með ýmsum hætti til að gera þær sam- keppnishæfar og það eru ýmis mál þar að lútandi í athugun núna í samvinnu við hagsmunasamtök þeirra, m.a. varðandi aðgang að fjármagni, en fjármagnskostnað- urinn hefur verið veikasti hlekk- urinn hér heima gagnvart er- lendum samkeppnisaðilum. — Hvað með raðsmíðaverk- efnið, er það fyrir bí? — Nei alls ekki. Þessi áætlun var samþykkt af ríkisstjórninni á sínum tíma og á það lögð áhersla af iðnaðarráðuneytinu að hún næði fram að ganga. í vor ákvað hins vegar stjórn Fiskveiðisjóðs einhliða að lækka lánshlutfall til innlendra skipa- smíða úr 75% í 60% auk þess að samþykkja ekki samninga sem þá lágu fyrir út á raðsmíðaverkefnið fyrir. árið í ár. En hins vegar er heimild fyrir smíði á 8 bátum samkvæmt þessu verkefni á næstu tveimur árum, en þá miðað við þetta iægra láns- fjárhlutfalls sjóðsins. Þessi lán voru síðan auglýst og mig minnir að það hafi komið 5 umsóknir um þessa 8 báta. Það endurspeglar þá erfiðleika seni eru af hálfu útgerðarmanna til eiginfjármögnunar. Við afgreiðslu lánsfjárlaga í vor var fjármálaráðherra heimil- að að veita ríkisábyrgð fyrir smíði allt að 4 báta samkvæmt rað- smíðaverkefninu. í framhaldi af því var gefin út reglugerð um þessa ábyrgð ríkissjóðs og í fram- haldi af henni heimilað að hleypa af stað í ár fyrstu verkefnum í þessari raðsmíði og þau verkefni eru nú komin af stað. Framleiðum ekki á lager Síðan kæmi inn í þetta dæmi heimild fiskveiðisjóðs fyrir smíði á næsta ári. Hins vegar fer þetta alveg eftir því hver eftirspurnin verður eftir þessum skipum því það verður ekki farið að frarn- leiða hér skip á lager. Það þarf að vera markaður fyrir þau. Möguleikar útgerðarmanna til að eignast þessi skip verða háðir því hvaða lánsfjárfyrirgreiðsla stendur til boða. Það hefur verið leitað leiða til að greiða úr þessu máli í samráði við félag dráttar- brauta og skipasmiðja að útgerð- armenn geti eignast þessi skip þrátt fyrir að það stefni í að eigin- fjármögnun þurfi að vera meiri en upphaflega var áætlað. Út af fyrir sig er æskilegt að eiginfjár- mögnun í fiskiskipum aukist, það tel ég mjög æskilegt vegna þess að lána- og vaxtabirgði er ntikil af þessum tækjum. Hins vegar má það ekki verða til þess að koma í Hjörleifur Guttormsson: Fásinna að ætla að stöðva allar nýsmiðar i tvö ár. veg fyrir skikkaniega endurnýjun flotans. Tryggja verkefni innanlands Eru þá þessi hróp skipasmíða- stöðvanna að einhverjum hluta ástæðulaus? — Nei, ég segi alls ekki að þau séu ástæðulaus. Það er Ijóst að þaö hefur dregið úr nýsmíði skipa og það virðast vera takmörkuð verkefni framundan varðandi ný- smíði, en á móti hefur verið leitast við að tryggja breytinga- og viðgerðaverkefni hér innan- lands og koma í veg fyrir að þau fari til útlanda svo fremi að þau geti hér keppt með. eðlilegum hætti. Þannig að jafnhliða því að ljóst er að það dregur eitthvaö úr nýsmíði á næstu árum þá verði aukning á viðhaldsviögerðum og breytingum hjá skipasmíðastöðv- unum. — Nú er vandi Fiskveiðisjóðs að mestu leyti vegna innflutnings á fiskiskipum. Hvernig verður tekið á þeim málum? — Þaðereinaftillögumokkar að stöðva alveg innflutning á er- lendum fiskiskipum, einkum á gömlum skipum. Það er mjög eðlileg aðgerð að mínu mati að loka á þennan innflutning um nokkurt skeið og á sama tíma verði gerðar ráðstafanir til að innlendu stöðvarnar geti ráðið við þessi verkefni með sæmilega samkeppnishæfu verði, að minnsta kosti þannig að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að verkefnin séu leyst hér innan- lands. Togaraflotinn verði endurnýjaður hér — Forráðamenn skipasmíða- stöðvanna halda því mjög á lofti að forðast beri þessi stóru og miklu stökk í endurnýjun togara- flotans eins og raun hefur verið á hér á landi og jafna frekar endur- nýjuninni út. Hefur ráðuneytið eitthvað lagt til í þcssum efnum? — Stjórnvöld hafa ekki verið að leggja neinar línur þar að lút- andi. Hinu er ekki að neita að það fer að koma að því að við verðum að endurnýja togaraflot- ann og þá þarf að miða við að það verkefni verði leyst hér innan- lands. Hins vegar getur verið skynsamlegt að fækka eitthvað togurum, það verður að ráðast af almennum sjónarmiðum og fisk- veiðistefnu, en það getur ekki þýtt að til endurnýjunar þurfi ekki að koma og við getum vel leyst hana hér innanlands. Stóra verkefnið sem ég hef hins vegar verið að beita mér fyrir undanfar- in ár er endurnýjun vertíðarflot- ans og það verkefni á að öllu óbreyttu að geta haldið áfram með kannski eitthvað hægari hætti en við hefðum kosið og uppálagt í fyrstu, en hins vegar er ekki útséð með það, sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra. — le

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.