Þjóðviljinn - 21.09.1982, Page 16

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Page 16
Alþýðubandalagið í nýtt húsnæði: Samningarnir undirritaðir í gær Tæplega 6 hundruð fermetra rishæð að Hverfisgötu 105 í gær voru undirritaðir samning- ar milli Samtúns hf. og Byggingafé- lagsins Óss um kaup á rishæð húss- ins Hverfisgötu 105 í Reykjavík fyrir starfsemi Alþýðubandalags- ins. Blaðamaður og Ijósmyndari Þjóðviljans litu við í risinu í gær þegar Stefán Sigfússon f.h. Sigfús- arsjóðs, Baldur Óskarsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og Kristján Valdimarsson fram- kvæmdastjóri félagsins í Reykjavík skoðuðu nýja húsnæðið, sem er tæplega sex hundruð fermetrar að stærð. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var húsnæðið að Grettisgötu 3 selt en andvirði þess nægir að mestu til að kaupa nýja húsnæðið, tilbúið undir tréverk og málningu og í því ástandi verður húsið afhent í byrj- un næsta árs. Baldur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins sagði að nú eftir að gengið hefði verið frá kaupunum myndi Al- þýðubandalagið efna til söfnunar til að fullgera húsnæðið. Þetta nýja húsnæði verður inn- réttað fyrir fjölþætta starfsemi Ai- þýðubandalagsins. Vonumst við til að Hverfisgatan verði félagsstarf- inu mikil lyftistöng, ekki síst starf- inu hér í Reykjavík, sagði Baldur. Stefán Sigfússon sagði að Samtún hf. hefði verið stofnað á sínum tíma þegar Sigfúsarsjóður seldi húseignina Tjarnargötu 20 og ráðist var í kaupin á Grettisgötu 3. Þá hefði andvirði Tjarnargötunnar ekki nægt til kaupanna og nokkrir félagar hefðu hlaupið undir bagga og Samtún hf. hefði verið stofnað með framlagi þeirra og Sigfúsar- sjóðs. Samtún hefði síðan átt og rekið húsnæðið að Grettisgötu 3. Sigfúsarsjóður á rúmlega 70% í Samtúni hf. en aðrir tæplega 30%. í máli þeirra kom fram að fyrir- huguð fjársöfnun til að fullgera húsnæðið fer fram á vegum Al- þýðubandalagsins og félagsins í Reykjavík og verður framlagið þeirra eignarhluti í sameign með Sigfúsarsjóði og Samtúni hf. Það kom fram í máli þeirra fé- lagaað mikið fé þyrfti til að fullgera húsnæðið. f gær og dag eru haldnir fundir í stjórn ABR og fram- kvæmdastjórn flokksins til þess að kjósa bygginganefnd og ákveða með hvaða hætti verður staðið að fjársöfnun flokks og félags. Nýja flokksmiðstöðin er vel í sveit sett. Rúmlega mínútugangur frá Hlemmi, rúmgóð bflastæði og við aðalinngang er gert ráð fyrir bflastæði fyrir fatlaða og greiðri leið á jafnsléttu í lyftu hússins. Á stærri myndinni má sjá Stefán Sigfússon, f.h. Sigfúsarsjóðs/Samtúns, og Ólaf Björnsson, fh. Byggingarfélagsins Óss, handsala kaupunum, en við hlið þeirra stendur Baldur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Ljósm. — gel. Þriðjudagur 21. september 1982 AÖ8' tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Uta.i pess tima er hægt a6 ná i bla&amenn og a6ra starfsmenn bla&sins iþessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt a6 ná 1 af greibslu blaösins 1 sima 81663. Bla&aprent hefur sima 81348 og eru bla&amenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Fjöldi skipa í söluferðum erlendis: Atkvæðagreiðsla BSRB um samn- ingana: 5302 sögðu já 2105 sögðu nei Yfirgnæfandi meirihluti félaga í BSRB hefur samþykkt nýgerða kjarasamninga við ríkið. I gær- kvöldi var búið að telja þorra at- kvæða og þá höfðu 68.1% þeirra sem eru á kjörskrá, sagt já en 27% sagt nei við nýgerðum samningi. Auðir seðlar voru 304 og ógildir 63. Á kjörskrá voru 11.423 félagar. Þegar búið var að telja tæp 70% atkvæða, höfðu 5302 sagt já en 2105 lýst andstöðu sinni við sam- komulagið. Talsmaður BSRB sagði enn eftir að telja 537 atkvæði og yrði þeim blandað saman við þau atkvæði sem enn eiga eftir að berast. Sú talning breytir þó engu um megin- úrslit og er búist við að endanlegar tölur liggi fyrir í kvöld. -T- V. Aflinn illseljanlegur karfi „Ég ákvað í samráði við sjávar- útvegsráðherra að þau skip sem þegar höfðu siglt af stað með afla sinn ti! erlendra hafna, fengju leytl til að selja hann þar“, sagði Tómas Árnasou viðskiptaráðherra I sam- tali við Þjóðviljann í gær. ..Það eru þegar nokkur skip lögð af stað með afla til erlendra hafna og selja hann þar en auk þess liggja í ráðuneytinu nokkrar umsóknir um frekari sölur erlendis", sagði Tómas Árnason ennfremur. -Er ekki verið að flýta atvinnu- leysi í fiskvinnsluhúsunum hér með þessum ráðstöfunum? „Höfuðástæðan fyrir þessum leyfum er sú að þessi skip eru með karfa að langmestu leyti ínnan- borðs og ástandið í sölumálum okkar á þeim fiski eru með þeim hætti nú að okkur þykir ekki verj- andi að vinna mikið af honum í húsunum nú. Við eigum miklar birgðir af óseldum karfaflökum og það er verið að vinna að því að selja eitthvað af því til Sovétríkjanna“. —Eru mörg skip á leiðinni til út- landa? „Þau munu vera eitthvað kring- um 10 talsins og ég reikna með að þau selji afla sinn þar“ -Er eitthvað frekar að frétta af viðræðum fulltrúa ríkisstjórnar- innar við útvegsmenn? „Ég reikna með að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja ekki viðræður við þá um lausn á vanda útgerðarinnar standi enn, en annars skaltu spyrja sjávarútvegs- ráðherra um það“, sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra að lokum. __v Banaslys í umferðinni: 11 ára drengur lést Ellefu ára drengur lést í umferð- inni í Reykjavík í gær. Varð dreng- urinn, sem var á reiðhjóli fyrir strætisvagni á mótum Skógasels og Stokkasels, um klukkan 10 í gær- morgun. Hann lést skömmu síðar á slysadeild. Starfsmaður slysarannsókna- deildar lögreglunnar sagði í gær að umferðin hefði verið mikil og af- leiðingarnar hroðalegar. Ein átta umferðarslys urðu yfir daginn og mikið um árekstra. Það lýsir ást- andinu kannski best að þeir tveir bílar sem deildin hefur til umráða voru á þönum í allan gærdag og komu aldrei í hús. Gengið í arnaróðöl og þau eyðilögð: Ovild í garð arnar- ins í einu héraði — segir í fréttatil- kynningu frá Fugla- verndunarfélagi íslands Alls komust 20 arnarungar á Iegg úr hreiðrum á liðnu sumri, segir í fréttatilkynningu sem Fuglavernd- unarfélag íslands sendi nýlega frá sér. Segir í tilkynningunni að varp hafi tekist þokkalega, en alls hafi 30 pör gert tilraun til varps, en aðeins heppnaðist varp hjá 17 pörum. Varp varð í 7 sýslum, en alls sáust ernir í 14 sýslum. í fréttatilkynningunni frá Fugla- verndunarfélaginu segir að víða eigi ernir erfitt uppdráttar og í einu héraði sé örninn afar illa þokkað- ur, svo ekki sé fastar að orði kve- ðið. Þá heppnist varp betur á stöð- um sem eru undir eftirliti á einn eða annan hátt. Vegna innleggs í tilkynningunni þess efnis, að mikil óvild sé í garð arnarins í einu héraði á landinu, sneri Þjóðviljinn sér til Fugla- verndunarfélagsins og fengust þær upplýsingar hjá talsmanni þess, að sumpart stafaði þessi óvild vegna hjátrúar. Aðeins tveir ungar hefðu komist á legg þarna sfðastliðin 20 ár, jafnvel þó svo örninn sækti tal- svert á þessar slóðir. Talsmaður Fuglaverndunarfélagsins sagði að nokkur brögð væru á því að þarna væri gengið í arnaróðul og þau hreinlega eyðilögð. Talsmaðurinn sagði að aldrei væri of varlega farið í návist arnarins; hann væri við- Haförninn er viðkvæmastur varp- fugla á ísiandi. Alls komust 20 ung- ar á legg úr 17 hreiðrum, en varp mistókst hjá 13 pörum. kvæmastur varpfugla á landinu, og bara það að hann væri hrakinn á braut frá hreiðurstæði sínu gæti orðið til þess að ungar dræpust. í tilkynningunni segir ennfremur að nauðsynlegt sé að afnema reglu- gerð sem leyfi útburð svefnlyfja fyrir máva og skírskotað til þeirra líkinda, að mikill fjöldi ungra arna hafi farist af völdum svefnlyfja sem hann fær úr meltingarfærum mávs, sem er ein fæðutegunda arnarins. í fréttatilkynningu Fuglavernd- unarfélagsins kemur fram sú ósk félagsins, „ að setja ætti lög sem banni ævintýramennsku með nátt- úru íslands, eins og Hringorma- nefnd hefur komist upp með. Allt slíkt ætti að heyra undir Náttúru- verndarráð og Náttúrufræðistofn- un íslands,“ segir í tilkynningunni. — hól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.