Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. september 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. . Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Lúövik Geirsson, Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Myndrit Mogunblaðsins Morgunblaðið gerir mikið af því að birta hvers kyns línurit og önnur myndrit, sem eiga að sýna og sanna öllum landslýð hvílík afreksverk hér hafi verið unnin við stjórn efnahags- mála og á fleiri sviðum, þegar sannir Sjálfstæðismenn fóru með völd í lándinu á fyrri árum, og þá einnig hversu hörmu- lega aðrir stjórni. • Þessi fallega teiknuðu myndrit eru yfirleitt til þess ætluð að gefa falska og mjög vilhalla mynd af pólitískum stað- reyndum. • Dæmi um þetta er myndrit, sem Morgunblaðið birtir í gær og á að koma allri sök á hérlendri verðbólgu yfir á herðar þeirra ríkisstjórna, sem Morgunblaðið kallar vinstri stjórnir. • Samkvæmt myndriti Morgunblaðsins þá var verðbólgan rétt um 40%, þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hrökkl- aðist frá völdum í ágúst 1978. Þetta er t.d. vísvitandi f'ölsun hjá Morgunblaöinu, því hvarvetna liggja á lausu þær upplýs- ingar Þjóðhagsstofnunar, að síðustu 12 mánuðina, sem ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar sat að völdum hækkaði fram- færslukostnaður um 51,7%. Þótt Geir hafi á sínum tíma hvað eftir annað lýst því yfir, að*stjórn sín myndi á einu til tveimur árum, koma verðbólgunni niður í 15%, þá vék hann úr sessi með yfir 50% verðbólgu. • Þegar Geir Hallgrímsson fór frá í ágúst 1978, þá var verðbólgan hér sjö til átta sinnum meiri en algengast var í löndunum í kringum okkur á sama tíma. Þannig hækkaði neysluvöruverðlag um 7% að jafnaði í ellefu stærstu iðnríkj- um heims á árinu 1978 samkvæmt upplýsingum Seðlabank- ans, en hjá Geir var verðbólgan 51,7%. Hvorki fyrr né síðar hefur munurinn á okkur og nágrannaþjóðunum verið meiri í þessum efnum. Þess vegna er Geir okkar verðbólgukóngur, þótt Morgunblaðið birti fölsuð línurit til að fela þá einföldu staðreynd. • Morgunblaðið gumar af því og sýnir í myndum, að á „viðreisnarárunum“ 1960 - 1970 hafi verðbólgan hér verið aðeins 10 - 12% að jafnaði, en síðan farið yfir 50% hjá vinstri stjórninni 1971 - 1974. Morgunblaðið gleymir hins vegar að geta þess, að á árunum 1960-1970 hækkaði erlenda verðið á okkar inntluttu vörum um innan við eitt prósent að jafnaði, en á árunum 1973 og 1974 hækkaði erlenda innflutn- ingsverðið um 24% að jafnaði á ári og reyndar um 34% á árinu 1974. Svo lætur Morgunblaðið eins og þetta hafi engin áhrif haft á verðbólguþróunina hér og falsar þannig söguna. • Morgunblaðið gleymir að geta þess, að á árunum 1971 og 1972 hækkaði framfærslukostnaður hér aðeins um 8,4% að jafnaði á ári, en þafði hækkað um 25,4% á ári 1968 til 1970, sem voru síðustu þrjú heilu ár „viðreisnarinnar". Samt var það vinstri stjórn sem hér fór með völd allt árið 1972 og hálft árið 1971. • Morgunblaðið gleymir líka að geta þess, að þótt verðbólg- an hér innanlands væri síst minni um mitt ár 1978, þegar Geir Hallgrímsson lét af völdum, heldur en hún hafði verið um mitt ár 1974, þegar hann tók við, - þá hafði erlent verð á okkar innfluttu vörum hækkáð um aðeins 5% á ári á árunum 1975 til 1978, að báðum meðtöldum, á móti 34% hækkun á árinu 1974. Halda menn svo að hægt sé að færa Geir Hall- grímssyni og húskörlum hans sérstakar þakkir fyrir árangur í verðbólguglímunni?!! • Nei, hann er verðbólgukóngurinn, og lesendur Morgun- blaðsins ættu að gæta sín á fölsuðum línuritum. • Á síðasta ári tókst að iækka verðbólgustigið verulega, en nú fer vandinn aftur vaxandi af alkunnum ástæðum. Þjóð- hagsstofnun telur þó, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar gætu dugað til að halda verðbóigustiginu kringum 50% þegar líður að lokum næsta árs. • Nái hins vegar fram að ganga þau áform Geirs Hallgríms- sonar og annarra Morgunblaðsmanna, að stöðva bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um viðnámsaðgerðir, þá má búast við að verðbólgan rjúki hér á næsta ári í 100%! Þá verður fallegt að sjá línuritin í Morgunblaðinu, og auðvitað verður svo ríkisstjórninni kennt um, en Geir Hallgrímsson saklaus sem dúfa. - k. eynt að víkja Vilmundi til hliðar Njósna Bandaríkin um vinaþjóðir sínar? ælir Svarthöfði Svomælir Svarthöfði Svo míxflir Svart VANDINN AÐ 6 ERAI JT i anir og önnur óáran var bara spurning M 1 1 "'iLlm: i>ft burfti aft hckka fiskverö^ ^ j J 1 IILÆL Hvor or að grinast? Mannvirðingar í Alþýðuflokki Svarthöfði er um margt undar- legt fyrirbæri. Hann hefur til dæmis verulegan áhuga á Al- þýðuflokknum og sýnist stundum aílvel að sér um það sem fram fer innan hans. Og hann reynir aukinheldur að hafa með sínuin hætti áhrif á mannvirðingar í þeim flokki. Alloft hefur þetta komið fram í lofi um Jón Baldvin Hannibals- son eða þá Vilmund Gylfason. Nú síðast er Vilmundur á dagskrá og fær „flokkseigendafélag” Al- þýðuflokksins orð í eyra fyrir að vilja Vilmund út í kuldann, ein- angra hann, setja hann hjá. Svarthöfði andmælir þessu með svofelldu lofi: „Þótt Vilmundi sé með þessum hætti haldið frá fólki, er hann samt sem áður einn af þeiin fáu mönnum í dag sem geta komið blóði kjósenda á hreyfingu. Jón- as frá Hriflu orðaði þannig niður- lægingu og málefnaleysi flokka, að forustumenn þeirra þyrftu Baldur og Konna til að fá fólk til að sækja fundi. Þessu var ekki þannig farið með Vilmund áður en Alþýðuflokkurinn sá að ekki dugði að láta manninn ganga lausan sem útvegaði flokknum atkvæði”. Eitthvað getur nú lofið verið görótt eins og vænta má hjá Svarthöfða: Sá sem hefur Vil- mund þarf ekki Baldur og Konna! En lof vill hann hafa það samt. Hitt er svo skrýtið. að Svarthöfði skuli ekki átta sig á því, að það gengur ekki lengur að lofa þá báða Jón Baldvin og Vil- mund, allra síst nú þegar próf- kjörslagur er í aðsigi. Enginn fær tveim herrum þjónað, ekki einu sinni Svarthöfði.... Brœður munu njósna Höldum svo áfram með Dag- blaðsvísinn, úr því sem komið er. Blaðið birti líka í gær nokkuð áberandi frétt um að „háleynileg bandarísk njósnadeild mun hafa njósnað reglulega um fjarskipta- samband bresku stjórnarinnar við sendiráð sitt í Washington” og reyndar hafi hlerunarnjósnum verið beitt gegn fleiri banda- mönnum Bandaríkjanna. Blaðið er eins og svolítið hissa á þessu og lætur fyrirsögn fréttar- innar vera í spurningartón eins og það vildi bæta við: Nei, þetta get- ur andskotann ekki verið! Undir lok þessarar samantektar er svo- hljóðandi athugasemd: „Þetta mun mörgum sakleys- ingjanum þykja skrítið vinarþel, en hinir sem sjóaðri eru í milli- ríkjaviðskiptum furða sig lítt á og telja svo eðlilegt að stappi nærri því sjálfsagða”. Þetta er víst rétt, því miður. Njósnir fjandríkja hvert um ann- að, sem allir gera ráð fyrir, eru ekki nema brot af þeirri marg- háttuðu njósnastarfsemi sem fram fer í heiminum. Bandamenn njósna um áreiðanleik vina sinna, keppinautar um fram- leiðsluáform fyrirtæki um starfs- menn sína. Á tímum mikilla heimildabanka og ótal vélvæddra aðferða til ótrúlegustu „upplýs- ingasöfnunar” eru á floti um heiminn og hvert þjóðríki ótrú- legustu upplýsingar um hvern ein- staklingog fer því fjarri að safnað sé í möppur eða á tölvudiska aðeins um þá sem nafnkenndir eru í hverju þjóðfélagi. Og vel á minnst: eins gott að þessi háski sé hafður í huga nú, þegar menn eru að ganga frá mannréttindaákvörð unum (og þá um friðhelgi pers- ónulegs lífs) í nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið ísland. Eina leiðin er ófœr Viðlag þjóðmálaumræðunnar um þessar mundir er í fáum orð- um þetta hér: Illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því. Það hljómar með sínu lagi í grein eftir Jónas Elíasson pró- fessor í Dagblaðsvísinum í gær, en þar er fjallað um þann vanda sem er mestur á Islandi, fyrir utan leitina að höfundi Njálu, en þar er vandi útgerðarinnar. Prófess- orinn hefur að vísu svör á reiðum höndum, og er að því leyti ólíkur mörgum öðrum sem taka til máls um þessar mundir. Hann segir: „Leiðin út úr vandanum er auðvitað leið frjálsræðisins, leiðin burt frá höftum boðum og bönnum. Kerfið sem leyfir mönnum að selja sínar afurðir þegar þeim sýnist. Pá verða þeir í staðinn að borga sínar skuldir sjálfir” En prófessorinn er viss um að enginn verði til þess að reyna þessa leið vegna þess að: „Hún þjónar að vísu útvegs- mönnum, en hún gengur þvert á hagsmuni samtaka þeirra. Hún þjónar hagsmunum fólksins í landinu, en hún gengur þvert á hagsmuni stjórnenda þeirra”. Þetta er náttúrlega ekki sérlega uppörvandi grein, hvernig sem á hana er litið. Hún er þó til- breyting í þeim herbúðum sem hún kemur úr, að því leyti, að mikið syndaregistur er á blað sett án þess að „kommar og hálf- kommar" séu sekir kallaðir um það sem gerst hefur. - áb. Þriðja leiðin? Málgagn sósíalíska vinstriflokks- ins norska Ny Tid skrifar á þessa leið um kosningasigur sænskra sósíaldemókrata: „það sem athyglisverðast er í þessu sambandi, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið, eru hugmynd- ir sósíaldemókrata um launþega- sjóði i eigu samfélagsins. Fé til sjóðanna á að taka sumpart af hagnaði fyrirtækja. sumpart af eins prósents sícatti af öllum launum. Tilgangurinn er að fjár- festa í nýjum fyrirtækjum og sumpart að kaupa sig inn í þann iðnað sem til er. Ef að hugmyndin um launþeg- asjóði er nýtt með skynsemi og hugarflugi, felur hún í sér möguleika á rekstri sem er auðveldara að gera áætlanir um og ekki eins háður braski! Má vera hún sé fær leið framhjá bæði hinu frjálsa spili markaðsaflanna með öllu því sem því fylgir og svo hinum stirðnaða áætlunarbúskap rtkisskriffinnskunnar í austri?”. Schmidt brúarsmiður Um upplausn stjórn Helmuts Schmidts í Þýskalandi.segir blað- ið nt.a.: „Schmidt hefur haft mikla þýð- ingu fyrir viðleitni til að skapa vesturevrópska stefnu í utannk- ismálum sem ekki eltir Bandarík- in í einu og öllu. En Schmidt hef- ur einnig látið undan bandarísk- um þrýstingi, einkum að því er varðar áform um nýjar eldflaugar búnar kjarnaoddum. En í spennu þeirri sem ríkir mili austurs og vesturs hefur Helmut Schmidt samt sem áður verið brúarsmiður sem Evrópa mun sakna ef íhaldið tekur við í landi hans."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.