Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 8
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. september 1982 KINDAKJÖTSKYNNING „lærði sláturgerðina af móður minni,” sagði Þuríður Sigurjónsdóttir. Vantar þig hlýja sæng fyrir veturinn? Tryggasti ævifélaginn er lík- legast sængin þín, en er kannski kominn tími til að skipta um? Fátt er eins notalegt á köldum vetrarkvöldum og hlý og góð sæng. Miðað við notkunargildi einnar sængur, er varla hægt að segja að þær séu dýrar, ef frá er dregin svanadúnsæng, sem kost- ar svipað og einar 1 eðurbuxur, 30 slátur eða tvöfaldur stálvaskur, eða sem sagt 1880 krónur í Dún- og fiðurhreinsuninni. Þar fást h'ka andadúnsængur, sem kosta 1155 krónur. Ódýrari sængur eru til með draconfyllingu, ágætar og léttar sængur þótt tæplega standist þær samanburð við dúninn. Þær fást í Vörumarkaðinum og kosta frá 702 krónur fyrir fullorðna, en 402 fyrir börn. Við leggjum af stað með nýja síðu í dag, sem ætlunin er að hafa í blaðinu af og til í vetur. Hér verður fjallað um ýmsa búsýslan eins og nafnið bendirtil, neytendamál, verðlag, mataruppskriftirog heimilismál af ýmsu tagi. Einnig ætlum við að gefa þeim gullhamra sem eiga þá skilið. Og við tökum fegins hendi á móti hugmyndum, uppskriftum og öðru efni frá lesendum. „Tek alltaf slátur” Hvernig viltu hafa dilkakjötið? Nýtt kindak jöt er nú koniið á markaðinn, og í tengslum við sölu þess hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins og Afurðadeild Sambandsins hafið kynningu á kjötvöru, sem einkum er fólgin í því að gefa neytendum kost á að kynna sér hina mismunandi flokka dilkak jötsins. Kjötið er flokkað í ákveðna gæðaflokka sem verðlagðir eru í samræmi við gæðin. Verður hægt að skoða þessa mismunandi kjöt- flokka í Afurðadeildinni inni á Kirkjusandi, og getur fólk síðan valið sér kjöt í samræmi við óskir. Kjötið er flokkað í alls 7 flokka, frá úrvalsflokki, stjörnuflokki í 6. flokk. Munurinn á þessum tveinrur flokkum er frá 25.75 kr. í heildsölu í 6. flokki (heilir skrokkar) í 53.48 kr. stjörnu- flokk. En þessi mikli verðmunur segir reyndar ekki allt, því hlut- fall á milli beina og vöðva er lang- hagstæðast í stjörnuflokknum. Ódýrasta kjötið er ærkjöt og er það langmest notað í vinnslu. Talsvert er tíl af ærkjöti frá því í fyrra og víða hægt að fá ærhakk á mjög góðu verði. Verðmunur á nýju og eldra kjöti er um 30%.- Við birtum hér nýju verðskrána svo fólk geti áttað sig á mismun- inum. Þeir sem vilja skoða kjöt- ið, þar sem það er flokkað eftir gæðum, ettu að bregða sér inn á Kirkjusand og kynna sér kjötið. Flestir íslendingar líta líklega á kjöt af nýslátruðu sem eina kjöt- gerð og velta því lítið fyrir sér hversu gífurlegur munur er á skrokkunum. Einnig skiptir miklu til hvers á að nota kjötið, því sæmilega feitt kjöt getur verið ágætt í einn rétt, en ómögulegt í annan. Það er líka full ástæða til að hvetja kaupmenn til að selja ann- að en gaddfreðið kjöt fyrir helg- ar, nú þegar sláturtíðinni lýkur og nýja kjötið verður fryst. Það er alls ekki nóg að þíða kjöt frá föst- udegi til sunnudags, ætli maður að fá góða steik. Fæstir eru búnir að ákveða á mánudegi hvað þeir ætla að hafa í sunnudagsmatinn, og því væri betra að geta keypt þíddan hrygg á föstudegi, eða þegar fólk ákveður t.d. hvort það býður heim gestum á helginni. Dilkakjöt þarf helst að þíða í viku. ef vel á að vera. Þegar valið er í steikina er rétt að benda á eftirfarandi: Kjötið á að vera vöðvamikið og fitan jöfn. Hún á helst ekki að vera meira en 4 mm á hryggnum og Ijós og fal- leg. Að lokum uppskrift, sem nota má bæði á læri og hrygg: Látið kjötið (sem gjarnan má vera áður frvst, en búið að þiðna í 4-6 daga), í góðan ofnpott eða í djúpa skúffu. Þekið það með þurrkaðri myntu. Krvddið ekki að öðru leyti.Hafið kjötið í ofn- inum í ca. 4 klst við mjög lítinn hita (150") og fylgist með að það brenni aldrei. Þegar kjötið er tekið úr ofninum er það kryddað vel og borið fram með bökuðum kartöflum, nýju grænmeti og kryddsmjöri. Kjötið verður sér- lega gott við þessa meðhöndlun, en þeir sem vilja enn óvenjulegri steik geta reynt að pensla kjötið með myntuhlaupi (fæst í glösum frá Baxter). Kjötið fær sætsúran keim sem fer mjög vel með iambakjötsbragðinu. Slátursalan stendur nú yfir, og við iitum inn í Austurver, en þar í kjallaranum selur SS slátur. Verðið er 328.50 fyrir 5 slátur. Ekki er hægt að fá minna, þar sem blóðið kemur í því magni, en ekki er óalgengt að fleiri fjölskyldur slái sig saman og taki slátur. „Ég tek nú alltaf slátur á hverju ári og oftast 10 í einu. Við erum bara tvö í heimili og boröum slátur jafnvel daglega. Viðgerum að þessu saman hjónin, ogéggæti trúað að við fengjum um 100 keppi úr þessu magni", sagði Þur- íður Sigurjónsdóttir, sem var mætt þarna fyrsta daginn. Við spurðum hana hvaðan hún hefði upphaflega fengið sína fyrstu uppskrift og sagðist hún bara hafa hana í höfðinu, en hafa lært að gera slátur af móður sinni vest- ur í Dölum. „Mér finnst marg- borga sig að taka slátur, þótt þetta hækki auðvitað ár frá ári. finnst slátur afbragðsgóður Ég frysti það eða súrsa, og mér rnatur", sagði hún. Hér eru þeir Jónmundur fyrrv. kjötmatsformaður og Steinþór Þor- steinsson deildarst jóri í afurðasölu Sambandsins með nokkra skrokka í mismunandi gæðallokkum. - Ljósm. eik. Verð á sauðfjárafurðum 17. sept. 1982 kr.pr.kg. Kindakjöt: Úrvalsflokkur Dl * Heilirskrokkarósundurteknir ............................ 53,48 Heilir skrokkar, skipt að ósk kaupanda ................. 54,48 Heilirskrokkar, ófrystir ...................... 49 48 1. Verðflokkur Dl: Heilirskrokkar, ósuridurteknir ......................... 50,56 Heilirskrokkar, skiptaðóskkaupanda ..................... 51,56 Frampartar, heiliroghálfir, niðursagaðir ............... 43,54 Læri, heileðaniðursöguð ................................ 68,26 Hryggir, heilireðaniðursagaðir ......................... 68,26 Súpukjöt, 80% frampartarog 20% læri og hryggir ., Kótelettur .................................... Lærissneiðarúrmiðlæri ......................... Framhryggir ................................... Bringurog hálsar .............................. Slög .......................................... Heilirskrokkar, ófrystir ............................... 46,56 2. Verðflokkur, DII,VI,SI,DIIO: Heilirskrokkarósundurteknir ............................ 48,45 Súpukjöt, frampartar .......................... Heilirskrokkar, ófrystir ............................... 44,45 3. Verðflokkur, DIII,GI,ÆIZ,VII: Heilirskrokkar.ósundurteknir ........................... 44,61 4. Verðflokkur, DIV,GII,ÆI ,HI: Heilirskrokkar, ósundurteknir ......................... 35,25 5. Verðflokkur, ÆII.HII: Heilirskrokkar, ósundurteknir .......................... 29,50 6. Verðflokkur, ÆIII,HIII: Heilirskrokkar.ósundurteknir ............................. 25,78 Slátur og innmatur: Lifur ......................................;........... 45,29 Hjörtu og nýru ......................................... 34,82 Mör, ópakkaður .......................................... 8,54 Hausar, sviðnir ..................................... 30,14 Hausar, ósviðnir ....................................... 19,86 Heilslátur með sviðnum haus og 1 kg af mör i ódýrustu umbúðum kr. 60,10 pr. stk. Ef hausinn er sagaður má bæta kr. 0,58 við söluverðið pr. haus. Heilslátur með ósviðnum haus og 1 kg mör kr. 53,10. Ofangreint verð á kindakjöti er miðað við að niðurgreiðslur til sláturleyfishafa séu sem hér segir pr.kg.: Úrvalsflokkur og 1. verðflokkur kr. 25,06, 2. verðflokkur kr. 23,09 3. verðflokkur kr. 14,73 4. verðflokkur kr. 10,00 5. verðflokkur kr. 9,28 6. verð- flokkur kr. 8,35. Sláturhúsum er heimilað að afgreiða til framleiðenda ófrosið kjöt I sláturtíð á heildsöluverði. Heildsölu Smásölu verð verð. 59,30 54,48 60,30 55,30 56,35 57,35 43,54 51,65 68,26 72,90 68,26 72,90 ~ 60,25 78,60 - 85,95 84,95 24,90 46,56 52,35 48,45 53,65 - 53,20 44,45 49,65 44,61 49,15 35,25 54.75 41,55 9,90 34.75 Gull- hamarinn Hér í þessu horni ætlum við að slá ýnisum gullhamra og fyrstu gullhamrana fær salat- barinn á „Pottinum og pönn- unni“. Það er einhver listileg- asti bar í bænum — bæði nteð og án ypsilons! Hrátt grænmeti. svo scm sveppír, ýmiss konar kál, sýrðar gúrkur og asíur, sósur af ýmsum gerðurn. baunir, fræ og brauðbiti með — allt fæst þetta í kaupbæti með aðalrétt- inum. Salatbarinn er kaldur og fallega frá krásunum geng- ið, auk þess sem stafsfólkið er hjálpsamt og glaðlynt, sem ekki er verra til að auka ánægjuna. Ef þið eigið góða hugmynd í þennan dálk, - vonandi hafið þið kynnst einhverju gleði- legu — þá hringið í okkur og við þeytum gullhamrinum í viðkomandi, þ.e. segjum frá því hér í horninu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.