Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Gunnar Guttorms son scgir frá Kanadaferð í sumar, þarsem hann hitti m.a. Vcstur-íslendinga að máli Sjá 9. september 1982 Fimmtudagur 222. tölublað 47. árgangur Garðveislan í kvöld Kvöldmáltíðin í „Garðveislu“ Guðmundar Steinssonar sem frumsýnd verður í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Á mynd- inni eru frá vinstri Helga Jóns- dóttir, Sigmundur Örn Arn- grímsson, Erlingur Gíslason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Sig- urður Sigurjónsson, Steinunn Jóhanncsdóttir og Sigurður Skúlason. Sjá viðtal við ieikstjórann Maríu Krist- jánsdóttur. Mikik óánægjaer hjáfóstrumog félagsráðgjöfum með nýgerðan sérkjarasamning Starfsmannafclags Rey kj avíkurborgar Hvarer jafnréttisumræðan á vegi stödd? Unnur G. Kristjánsdóttir skrifar um jafnréttismálá sjónarhorni í dag. Framsóknarmenn á Vestfjörðum Fresta ber byggingu JJugstöðvar Kjördæmisþing Framsókn- armanna á Vestfjörðuni sam- þykkti fyrir nokkrum vikum ályktun, þarsem kveðið er á um að fresta skuli byggingu flugstöðvar vegna efnahags- legra áfalla. Hvorki Tíminn né önnur málgöng framsóknarmanna hafa séð ástæðu til að halda þessari ályktun á lofti. For- maður flokksins, Steingrímur Hermannsson, staðfesti þessa ályktun í viðtali við blaðið í gær og lýst sig andsnúinn er- lendum lántökum einsog inál- um væri nú háttað. Steingrím- ur lýsti sig einnig fylgjandi því að flugstöðin yrði minni þegar þar að kæmi. Sjá 3. Dagsbrún í samúðar- vlnnustöðvun 7. okt. I dag förum við af stað með ncytendasíðu. Þar er m.a fjallað um sláturog mismunandi flokka á dilkakjöti Moksfldveiði iyrir austan Vantar víða vinnuafl: Mjög góð síldveiði hefur verið „Engin leigu- skip lestuð eftir þann dag” segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar Verkamannafélagið Dags- brún ákvað á fundi sínum í gær að grípa til samúðaraðgerða með Sjómannafélagi Reykja- víkur vegna deilu þess við út- gerðir kaupskipaflotans. Munu Dagsbrúnarmenn ekki afgreiða leiguskip frá og með 7. október, hafi samningar þá ekki náðst. Guðmundur J. Guðntundsson formaður Dagsbrúnar sagði í við- tali við Þjóðviljann í gær að þessi vinnustöðvun gilti um öll leiguskip, hvort sem þau væru í leigu um lengri tíma hjá skipafélögunum eða þau sem kynnu að vera tekin á leigu nú eftir að verkfall hófst. Verkfall undirmanna nær ekki til þessara leiguskipa þar sem þau sigla flest undir erlendum fánum og með erlendum áhöfnum. „Milli Dagsbrúnar og Sjómann- afélags Reykjavíkur er meira en 50 ára gamall samningur um gagn- kvæma aðstoð í kjaradeilum og við viljum leggja okkar lóð á vogaskál- arnar til hjálpar þessunr félögum okkar“, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. „Hins vegar er um það samkomulag að ef loka þarf frysti- húsum í stórum stíl vegna þessa verkfalls, verður reynt aö sjá til þess að almennt verkafólk verði ekki fyrir skakkaföllum vegna þessara aðgerða." Er við því að búast að frystihúsin fari að loka? „Pað verður auðvitað tíminn að leiða í ljós en það er segin saga að ef gripið er til einhverra aðgerða um tíma af þessu tagi, er eins og allar frystigeymslur fiskvinnslustö- ðvanna fyllist skyndilega. Það er jú talsvert um uppsafnaðan karfa en ég á ekki von á því að frystihúsin loki í stórum stíl alveg á næstu dög- um,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson að lokunr. -v. síðasta sólarhringinn á innfjörðum Austurlands og lleiri þúsund tunn- um af síld var landað á helstu sölt- unarstöðvunum á Austfjörðum í gær. | A Vopnafirði er þegar búið aði salta í á þriðja þúsund tunnur og í gær lönduðu þar 12 síldveiðibátarj samtals um 2000 tunnum. Síldin veiddist á Bakkaflóa og fyrir mynni Vopnafjarðar, en gangan virðist þokast suður á bóginn. Saltað er á þrernur stöðum á Vopnafirði og þar eru allir í vinnu sem vettlingi geta valdið. Mikill skortur er á vinnuafli, en nú stendur yrir slát- urtíð, auk þess sem fiskvinnsla er í frystihúsinu, en þar hófu 6 danskar stúlkur vinnu í gær. Börkur NK landaði í gær tæpum 1500 tunnum af ágætri síld á Nes- kaupstað og hefur þá veitt tæplega 2800 tunnur af síld á tæpri viku, en það er rúmlega helmingur veiði- kvótans senr Börkur hefur á vert- íðinni. Á Reyðarfiröi er búið að salta um 1300 tunnur en saltað er á tveimur plássum og það þriðja að konrast í gágnið. í gær var landað um 700 tunnum af síld á Reyðarfirði og mikil vinna framundan við söltun. Fyrsta síldin á þessari vertíð barst til Fáskrúðsfjarðar í gær og von var á meiri síld þangað í nótt en byrjað verður að salta hjá Pólarsíld í dag. Tæplega 100 manns munu vinna við síldarsöltun á Fáskrúðs- firði. Þá barst einnig fyrsta síldin til Hafnar í Hornafirði í gær og styttist í að síldarsöltun komist þar í fullan gang. -lg- Deilunni á Tungnaársvæöi að ljúka? Vinna hófst aftur í gœr Allir starfsmenn sem verið hafa í verkfalli á virkjanasvæðinu við Tungnaá munu safnast saman tii fundar í Sultartanga í dag kl. 9.30 og verður kynnt miðlunartillaga sem Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari lagði fram í dcilunni í fyrrinótt. Munu starfsmenn síðan greiða at- kvæði um tillöguna og liggja úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu fyrir eftir hádcgi í dag. Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans verður um allverulega breytingu að ræða á kauptöxtum og sagði einn samninganefndarmanna í samtali í gær að hér væri um verulega leiðréttingu að ræða. Gildistími samkomúlagsins er allt frá 1. júlí sl. og fá starfs- menn 4% launahækkun frá þeim degi, en þeir sem starfa áfram á virkjanasvæðinu í vet- ur fá 6% hækkun. Verkamannasambandið aflýsti strax í gær verkfalli á virkjanasvæðinu við Tungnaá fyrir sína félaga og sama gerðu málmiðnaðarmenn fyrir austan. I lófu því margir vinnu við Sultartangastíflu og Hrauneyjarfoss í gær en ef miðlunartillaga Guðlaugs Þorvaldssonar verður sam- þykkt, mun vinna aftur hefj- ast með eðlilegum hætti við Tungnaá -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.