Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Afmæliskveðja
til Magnúsar
Magnússonar
Magnús H. Magnússon alþing-
ismaður og fyrrverandi ráðherra er
60 ára í dag. Á þeim tímamótum vil
ég senda honurn hugheilar afmæiis-
óskir og þakkir fyrir ánægjulegt
samstarf.
Magnús er nú varaformaður Al-
þýðuflokksins og stendur'á sextugu
með fangið fullt af pólitískum og
félagslegum verkefnum. Ég ætla
ekki við þetta tækifæri að tíunda
eða rekja öll þau hin giftudrjúgu
störf, sem Magnús á nú að baki,
heldur víkja lítillega að einum
þætti þeirra. Þó er ekki hægt að
hugsa til Magnúsar á þessari
stundu án þess að sjá fyrir sér
bæjarstjóra Vestmannaeyja með
hjálm á höfði í eimyrju eldsum-
Æskulýðs- og
tómstundafulltrúi
Laust er til umsóknar starf æskulýðs- og tóm-
stundafulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Fulltrú-
inn skal m.a. hafa umsjón með æskulýðs- og
tómstundastarfi á vegum bæjarins.
Laun ákvarðast skv. kjarasamningi við
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir undirrit-
aður.
Skriflegar umsóknir, sem m.a. greina aldur,
menntun og fyrri störf, sendist til undirritaðs
að Strandgötu 6 fyrir 15. október n.k.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Tilkynning
frá
hreinsunardeild
eru
Sorphaugar Reykjavíkurborgar
opnir:
mánudaga — föstudaga kl. 08-20
laugardaga kl. 08-18
sunnudaga ' kl. 10-18
Gatnamálastjórinn í Reykjavík
Hreinsunardeild.
brotanna 1973, og raunar má segja
að Masnús sé eldklerkur okkar
tíma. Hlutur Magnúsar í sam-
göngumálum Vestmannaeyja sem
og í vatnsveitu- og hitaveitumálum
kaupstaðarins ber vott um áhuga
hans fyrir uppbyggingu byggðar og
atvinnulífs í Eyjum.
Ég vildi minnast hér á störf
Magnúsar í þágu Brunabótafélags
íslands.
Magnús var kosinn í bæjarstjórn
Vestmannaeyja árið 1962. en fjór-
um árum seinna eða 23. september
1966, var hann kjörinn bæjarstjóri í
Eyjum osz gegndi hann því starfi til
1. júlí 1975."
Éftir bæjarstjórnarkosningarnar
1966 var Magnús kosinn í fulltrúa-
ráð Brunabótafélags íslands fyrir
Vestmannaeyjakaupstað og á
næsta aðalfundi þess 17. ágúst 1967
var hann kosinn í stjórn Brunabót-
afélagsins. Má segja að Magnús
hafi tekið þar sæti Emils Jóns-
sonar, sem þar hafði verið frá 1955.
Allar götur síðan hefur Magnús
verið í stjórn Brunabótafélagsins
og er það enn. Magnús hefur tekið
mikinn og góðan þátt í uppbygg-
ingu félagsins á þessuni 15 árum og
ber að þakka honum fyrir þau
störf. Magnús hefur á þessum
starfsvettvangi verið tillögugóður
og hefur áhugi hans fyrir velgengni
félagsins reynst því vel.
Sérstaklega lagði Magnús sig
eftir því að treysta samstöðu
sveitarfélaganna um Brunabótafé-
lagið og í þeinr efnum varð honum
mjög vel ágengt, en sveitarfélögin
eru hinn trausti bakhjarl þessa
fyrirtækis.
Magnús hefur látið sér annt um
st-irfskjör starfsfólks félagsins og
nýtur hann viröingar þess og vin-
áttu óskorað. Á þessum tímamót-
um í lífi Magnúsar flyt ég honum
hinar bestu afmælisóskir og þakkir
frá stjórn Brunabótafélagsins og
öllu starfsfólki þess.
Ingi K. Helgason.
I/
Fimmtug í dag
I dag 30. september er Snæbjörg
Snæbjarnardóttir, söngkona limm-
tug. Hún tekur á móti gestum í fé-
lagsheimilinu Drangey, Síðumúla
35, Reykjavík í dag kl. 16-18.30.
Engan leiktækja-
sal við Hagamel
Borgarráð fjallaði s.l. þriðjudag
um umsókn Birgis Viðars Hall-
dórssonar um rekstur leiktækjasal-
ar við Hagamel 67. Erindið fékk
aðeins tvö atkvæöi og því ekki
stuðning. Hér er um að ræða versl-
unarmiðstöðina skammt frá Kapla-
skjólsvegi.
Alþýðubandalagiö í Reykjavík
Efnahagsútreikningar og ákvörðunartaka
í efnahagskerfinu
Fyrsti fundur Alþýöubandalagsins í Reykjavík í fund-
arröö um efnahagsmál er í Sóknarsalnum aö Freyju-
götu 27 kl. 20.30 í kvöld (Fimmtudag 30/9)
Frummælendur á fundinum eru:
Hjalti Kristgeirsson
°g
Ragnar Árnason
Undirbúningsnefnd fundaraöarinnar hvetur alla félagsmenn til aö fjölmenna og taka meö
sér gesti.
Félagar og stuðningsmenn fjölmennið í Sóknarsalinn í kvöld.
Hjalti
Ragnar
m ZEROWATT
ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR
ftalskar úrvalsvélar, sem unniö hafa sér stóran
markaðshlut hér á landi sökum góðrar endingar,
einstakra þvottaeiginleika og hagstæðs verðs.
Þvottavél LT-955
Tekur5 kg. af þvotti.
Sparnaðarkerfi (3 kg.)
9 þvottakerfi.
4 skolkerfi.
1 þeytikerfi (500 sn.).
Hámarks orkuþörf 2300 w.
Hæð 85 cm.
Breidd 60 cm.
Dýpt 48,5 cm.
Þurrkari ES-205
Tekur5 kg. af þvotti.
10 mismunandi kerfi.
Belgur úr ryðfríu stáli.
Hámarks orkuþörf 2400 w.
Hæð 85 cm.
Breidd 60 cm.
Dýpt 52 cm.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900
Einstaklingar
Minni fjölskyldur
Nú er tækifærið að eignast glæsilegan og góðan
örbylgjuofn frá
Komdu til okkar og kynntu þér hvernig þú getur
steikt, soðið og bakað alian venjulegan mat á ör-
skammri stund.
Hvernig þú getur affryst matvæli á stuttri stund og
gert þér heilsusamlega máltíð á auðveldan og
hagstæðan hátt.
Með Toshiba ofninum fylgir matreiðslunámskeið
og þú getur orðið listakokkur eftir stuttan tíma.
Við fengum takmarkað magn á þessu hagstæða
verði kr. 5.990,- Hagstæð kjör.
Líttu við og ræddu við okkur um hvernig Toshiba
er 539 ofninn getur gjörbreytt matreiðslunni.
t
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaöastræti 10 A Sími 16995
Herstöðvaandstæðingar
Starfsmaður óskast
Samtök herstöðvaandstæðinga óska að ráða mann til að gegna hálfu
i starfi. Það er fólgið í daglegum rekstri samtakanna auk annarra verkefnt
Isem til falla.
1 Upplýsingar urn starfið eru veittar í síma 29604 kl. 16 - 19 daglega.
Umsóknir stílaðar á Samtök herstöðvaandstæðinga, pósthólf 314, 101
■Reykjavík, berist í síðasta lagi 6. október.