Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. september 1982 Nú þegar vertíð bókaútgcfcnda og rithöfunda fer í hönd fyllast bókaverslanir af nýjum, glóð- volgum bókum. Bókaforlögin státa af hinum og þcssum þekkt- um höfundum og nýir bætast í hópinn. Það vekur alltaf dálitla forvitni þegar skáldsaga kemur út eftir óþekktan höfund og hjá bókarforlagi Iðunnar hætist nýtt nafn á lista rithöfunda. Sá heitir Páll Pálsson scm þcssa dagana horlir á eftir skáldsögu sinni. Hallærisplanið, fara í vinnslu. Þjóðviljanum lék nokkur forvitni á að vita citthvað um þcnnan höf- und sem nú kveður sér hljóðs í fyrsta sinn: „Ég er lengi búinn að ganga með þá hugmynd í maganum að skrifa skáldsögu og þessi bók sem kemur nú út á haustmánuðum hefur verið mér eilífðar heilar- brot í 3 ár og 7 mánuði. Langur meðgöngutími kannski. en vinn- an við að skrifa hana hefur verið geipileg. Eins og nafnið bendir til þá gerist sagan á Hallærisplaninu og fjallar um ungling 14 ára gaml- an, lífshlaup hans í einn dag, allt /rá því hann vaknar og til þess tíma er hann á föstudagskvöldi leggur leið sína á Planið. Þar taka við aörar viðmiðanir; hann hefur undirbúið sig vel fyrir kvöldið og lendir í ýmsum ævintýrum, kær- astan hans mætirekki á staðnum, hann lendir í partíum og alls kyns slarki. Um þetta fjallar sagan í grófurn dráttum." - Má skoða þetta sem eins- konar ádeiluverk? „Því er ekki að neita að bókin hefur breyst geysilega frá þeim tíma sem ég byrjaði á henni. I upphafi var meiningin að skrifa bók út frá félagsfræðilegum for- sendum, ég hef stundað nám í Páll Pálsson við vinnu sína hjá Steinum. Bók hans, Hallærisplanið, kemur út hjá Iðunni á næstunni. Ljósm.: - gcl. Yar 3 ár og 7 mán. að skrifa þessa bók Öflugri stjórnsýslu- eínlngar Nýafstaðið landsþing Samhands íslenskra sveitarfélaga lagði áherslu á að hraðað verði endur- skoðun sveitarstjónarlaganna þannig að „augljósir annmarkar á núgildandi löggjöf verði lag- færðir“. Lagði þingið til „að sveitar- félögin verði gerð að öflugri stjórn- sýslueiningum til að annast betur þau verkefni, sem þeim er falið og til að gera þau hæfari til að sjá íbú- um alls landsins fyrir nauðsynlegri þjónustu á þeim sviðum, sem eðli- legt er aö sveitarfélögin annist". Viðurkennd verði sama réttar- staða allra sveitarfélaga og að í landinu veröi tvö stjórnsýslustig; sveitarfélögin og ríkisvaldið. Gert veröi í lögunum ráð fyrir samstarfi sveitarfélaga innan héraða, lands- hluta og svo loks landsins alls að sjálfsögðu. Viö endurskoðun laganna verði lögö áhersla á aukna sjálfsstjórn sveitarfélaga og rýmri og sjálf- stæöari tekjustofna. Sveitarfélögin eru hvött til aukins samstarfs innbyröis og leggja með því „grundvöll aö þeirri umdæmaskipan, sem fellur að aö- stæðum á hverjum stað.“ -mhg Haustfundur Saff: Fiskgæðln rædd Hinn árlcgi haustfundur Félags sambands llskframleiöenda, SAFF, var haldinn á Ilúsavík 3. sept. Aö sögn Arna Benedikts- sonar, framkvstj., var þar að þessu sinni fjallað um gæðamál. A aðalfundi SAFF sl. vor, voru skipaöar tvær nefndir til þess að fjalla um gæðamálin. Var til þess ætlast, að þær skiluöu af sér störf- um, að einhverju eða öllu leyti, á haustfundínum. Ónnur nefndin, sem fjallaöi um „gæöastýringu" í frystiluisum, var skipuð þeini I lall- dori Þorsteinssyni, forstöðumanni Fiskeftirlits Sjávarafurðadeildar, Gunnari I lallgrímssyni, fulltrúa í Fiskeftirlitinu, Gylfa Aðal- steinssyni rekstrarhagfræöingi hjá Framleiðni sf.. og Aðalsteini Gott- skálkssyni frystiluisstjóra á Dalvík. Nefndin réöi til starfa verkfræðing- ana Pétur K. Maack og Halldór Friðgeirsson. Á fundinum gerði Pétur Maack grein fyrir verkefninu, og uröu miklar umræður um það. Er Ijóst, aö mikils má vænta af þeim hug- myndum, sem uppi eru um breytingar á gæðastýringarkerfinu, en verkefninu er ekki lokiö, og þess ekki að vænta að unnt veröi að taka keríiö í notkun almennt fyrr en á næsta ári. Kerfiö hefur verið og er reynslukeyrt í frystihúsi KEA á Dalvík. I lin nefndin fjallaði um stjórnun veiða og vinnslu, hráefnis- og vinnslugæði. Hana skipuðu Tryggvi Finnsson, framkvstj. á Húsavík, formaður, Guðjón Smári Agnarsson, framkvstj. á Stöðvar- íiröi, Egill Jónasson, yfirverkstjóri á Hornafirði, Páil Jónsson, framkvstj. í Þorlákshöfn og Guð- mundur Pálmason, framkvstj. á AkranesL Tryggvi Finnsson var framsögumaður nefndarinnar, og lagði hún til nokkrar breytingar frá núverandi tilhögun. Þó taldi hún að mjög víðtækt samkomulag þyrfti að nást milli hagsmunaað- ila í sjávarútvegi. stjórnvalda og Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Ekki hvað síst þyrfti til að skipu- lagsbreytingar á mati ferskfiskeft- irlitsins, og lagði nefndin fram á- kveðnar hugmyndir um nýjar matsreglur. Það kom fram á fund- inum, að vissulega væri rétt og skylt, að leita víðtæks samstarfs. Hinsvegar gætu framleiðendur sjálfir gert átak í að bæta vörugæði með því að fylgjaeftir að þeim regl- um, sem þegar eru í gildi, verði betur framfylgt. — mhg þjóðfélagsfræði við Háskólann. og ætlaði að færa mér það nám í nyt í þessari bók. Síðan hefur þetta snúist upp í frásögn, ég er að segja sögu. Félagsfræðin hefur verið lögð til hliðar. Annars er það erfitt fyrir mig að úttala mig um þessa bók. Ég verð eiginlega að láta lesandann um að dæma hana útfrá sjálíum sér. En mikið hefur hún breyst í meðförum, svo mikið get ég sagt. Hver man t.d. eftir John Travolta í dag? Þeim sem var aðalstjarnan þegar ég byrjaði á bókinni. Efnistök hef ég úr ýmsum áttum. T.a.m. hef ég gert mér ótal ferðir á Hallæris- planið og fylgst með lífinu þar úr fjarlægð.“ - Nú vinnur þú hjá hljómplötuútgáfunni Steinum. Er ekki erfitt að samræma reglulega vinnu og skriftir? „Það má kannski segja að það sé erfitt enda hefur raunin orðið sú að maður hefur skrifað og endurskrifað bókina að lokinni vinnu, kannski langt frameftir nóttu. Annars finnst mér dálítið erfitt að vera að gefa upp starf í þessu sambandi, framtíðin er dá- lítið óráðin, ég er aö hugsa um að segir Páll Pálsson sem skrifað hefur sína fyrstu skáldsögu, Hallœrisplanið skella mér í bókmenntir í Háskól- anurn, en á meðan verð ég að vinna. Það er dýrt að lifa og ekki fæ ég námslánin svo glatt." - Hefur þú notið cinhverra styrkja við að skrifa Hallæris- planið? „Nei ekki ég ég fengið neina fjárhagslega styrki, en á hinn bóginn hafa allnokkrir hvatt mig til að skrifa þessa bók, sérstak- lega einn aðili. Hver? Tja, ætli hann vilji nokkuð að nafn hans komi fram. Nú ég hef fengið fyrirfram hjá bókaforlaginu, en svona vinnu er afar erfitt að verð- leggja. Ég held að maður fái fremur lítil laun í hlutfalli við þá vinnu sem maður leggur í verkið. Annars held ég að forlagið mitt sé með ágæta samninga miðað við það sem gengur hér á landi. - Hvernig finnst þér um að lit- ast hjá íslcnskum rithöfundum í dag? Eru skrifaðar góðar bækur? „Án þess að ég fari að standa í skítkasti, þá hefur mér fundist lítil vinna verið lögð í sumar þær bækur sem skrifaðar hafa verið hér á landi undanfarin ár. Ég pæli mikið í íslenskum bókum les flest af því sem kemur út, svo ég tel mig hafa nokkuð vel grundaða skoðun á þessu." - Munt þú lialda áfram á þess- ari braut eða verður þetta fyrsta og sjðasta bók? „Ég get sagt það, að margoft var ég kominn að því að hætta við þessa bók, en hún lét mig ekki í friði svo ég hélt áfram. Þegar þetta er svo afstaðið þá er ég mest fenginn yfir því að bókinni er lok- ið. Ég hygg ég geti þó fullyrt að bókstafurinn verði mér ennþá hugleikinn." Að lokum má geta þess, að bók Páls verður gefin út í u.þ.b. 2000 eintaka upplagi og er hún um 100 blaðsíður að stærð. - hól Skorður við flutningi á framleiðslu- rétti Nokkuð hefur á því borið ,þ ótt ekki sé í stórum stíl, að einstakir bændur hafi flutt framleiðslurétt sinn miili búgreina og raskað þann- ig því jafnvægi, sem lcitast er við að ná í framleiðslunni. Við þessu taldi aðalfundur Stétt- arsambands bænda nauðsynlegt að setja skorður og skorar því á Fram- leiðsluráð landbúnaðarins að setja reglur um takmörkun þessa réttar og verði bændum tilkynnt, að eftir 1. jan. 1983 verði tilfærsla á framleiðslurétti ekki leyfið milli búgreina, nema fyrir liggi umsókn frá viðkomandi framleiðanda þar um ásamt rökstuddri umsögn héraðsráðunautar um réttmæti til- færslunnar. Tfu prósent tilfærslur- étt við uppgjör haldist óbreyttur. Jafnframt telur fundurinn nauð- synlegt að teknir verði til endur- skoðunar úrskurðir, þar sem tveim eða fleiri aðilum á jörð hefur verið veitt búmark með heimild til aukinnar framleiðslu, en sjðan hættir, einhver aðilinn búrekstri. - Fundurinn telur óhjákvæmilegt, að - í slíkum tilvikum verði heildarbú- markið endurmetið. - mhg Bækur frá Hörpuútgáfunni: Frásögu- þættlr °g þjóðlegur fróðlelkur Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út eftirtaldar nýjar íslenskar bækur á þessu ári: Hver einn bær á sína sögu. Saga Ljárskóga í Dölum. Höfundurinn, Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum, leiðir okkur frá fyrstu sögnum til okkar daga með hríf- andi frásagnarsnilld. Hann segir frá fegurð náttúrunnar umhverfis lítinn smaladreng, þætti úr fornum sögnum, sem snerta forfeður hans og formæður, hof eða hörga, greni lágfótu eða heintilið í Ljárskógum. Gamansemi gætir hressilega í sumum frásögnum hans. Glampar í fjarska á gullin þil - frásöguþættir. Höfundurinn, Þor- steinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, hefur verið virkur í forystusveit borg- firskra bænda. Hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Kvæði og greinar eftir hann hafa birst í blöð- um og tímaritum. Þættirnir í þess- ari bók eru af sönnum atburðum sem höfundur hefur upplifað á langri ævi. Leiftur frá liðnum áruin 2. Safn- að hefur séra Jón Kr. ísfeld. Nú kemur út 2. bindið í þessum bóka- flokki. Fyrsta bókin kom út á s.l. ári og hlaut góðar viðtökur. í bók- inni eru fjölbreyttar frásagnir. Sagt er frá margháttuðum þjóðlegum fróðleik, reimleikum, dulrænum atburðum, skyggnu fólki, skips- ströndum, skaðaveðrum, sérstæð- um hjúskaparmálum o.fl. Borgfirzk blanda, 6. Safnað hef- ur Bragi Þórðarson. Væntanlegt er í haust sjötta bindið af þessu safn- riti. Upphaflega var ætlunin að bækurnar yrðu fimm. En vegna fjölda áskorana er útgáfunni haldið áfram. Efnið er með sama sniði og áður, blanda af þjóðlífsþáttum, persónuþáttum og gamanmálum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.