Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA,— ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. september 1982 Japan: r Utsvar á róbóta? Vélmenni (róbótar) hafa á síö- ustu árum tekið yfir sífeilt fleiri störf í japönskum iönaöi og víst er að hlutdeild vélmenna á vinnu- markaöi í Japan mun stóraukast á næstu árurn. Formaður Komeito flokksins á japanska þinginu hefur nýlega lagt fram frumvarp sem gerir ráö fyrir því að iöjuhöldum veröi hér eftirgert aö greiða fulla skatta og gjöld til hins opinbera af þessum gervimönnum. „Fyrst venjulegir verkamenn þurfa aö borga skatta til ríkisins, hvers vegna skyldu þá þessir ólíf- rænu verkamenn ekki gera þaö líka", sagöi þingflokksmaöurinn þegar hann lagði frarn frumvarp sitt. Geislavirk úrgangsefni: Holtendingar hætta að losa í hafið Á þessu sumri hafa bæöi Bret- ar og l lollendingar kastað miklu af geislavirkum úrgangsefnum frá kjarnorkuverum í Atlantshaf- iö um 400 mílur n-v af ströndum Spánar. Pessari losun úrgangs- efna liefur víöa verið mótmælt. og Itafa náttúruverndarsamtökin Greenpeace veriö þar frentst i flokki. Liösmenn samtakanna hafa hvaö eftir annaö sett sig i lífshættu þar sem þeir hafa freisttiö þess að tefja eða hindra losunina nteð friðsamlegum hætti. Oessi mótmæli hafa nú borið þann árangur. aö hollenska stjórnin hefur ákveöiö að hætta losun geislavirkra úrgangsefna í hafið, og verður þeim framvegis komið fyrir á landi. 1 lefur stjórn- in áform um sérstakt birgða- geymslusvæöi fyrír geislavirk úr- gangsefni í norðanverðu landinu. Búist er viö aö nágrannar þessa svæöis eigi eftir að mótmæla því kröftugiega að þeim verði gert að taka við úrgangnum. Forðist að ganga út á akbraut milli kyrrstæðra bifreiða. Ef þið neyðist til þess — sýnið þá sér- staka varúð. Veljið ör- uggari leiðina þótt hún sé lengri. ■úsiiitturfatf kj’ít ssmUiuAfí4* ÍCHiltmiH Hvtrurxiopes ivrgatus i/ ts trrtftrsts/fast&Htirt itAt&f&eA u>. jtA-tT mv.sA H»:í tftort* Jedtti** ÍM eÍM< f 'AÍÍtv ít.4t fra&re. Aít * trkiMÁtt’St iiáil ey Um uXíSSU- ÍMtSt+t&Í. pHHAAKHWrf Aqttambtius hSrsutus Sefgengill-lifir við ár og vötn-með röndóttan feld oghvassar tennur. Dougal Dixon meö eitt af framtíðardýrum sínum. Vatnanaðra - 5 cm löng með loðfeld sem heldur henni á floti - lifir á skordýrum. Dýraríki framtíðarinnar Stökkskratti - loðið og hvasstennt eyðimerkurdýr Þegar maðurinn er orðinn útdauður sem tegund á jörðinni getur náttúran loksins haldiö áfram að þróast óhindrað, segir breski dýra- fræðingurinn Dougal Dixon, sem hefur sent frá sér bók, sem hann kallar „Dýrafræði framtíðarinnar”, en þarsetur hann fram hugmyndir sínar um það hvernig dýrategundirnar muni halda áfrant að þróast á næstu ármiljónum, og á bókin að lýsadýraríkinu 50 miljónum ára eftir að homo sapiens dó út. Dixon byggir hugmyndir sínar á fræðilegum möguleikum á þró- un og þeirri túlkun sinni, á þróun- arkenningu Darwins, „að þróun sé ferli er leiði til hins betra”. Er Dixon var að því spurður, hvers vegna ekki væri í dýrasafni hans nein sú vera er heföi til að bera sjáanlega sjálfsvitund svaraði hann: „Ég geri ekki ráð fyrir þvf að náttúran endurtaki þau mistök í annað sinn.” Dixon hefur af sumum gagnrýnendum verið gagnrýndur fyrir mannfjand- samleg viðhorf í bók sinni. Flér fylgja nokkrar myndir úr dýraríki framíðarinnar. ikr txnviiYf jii+rfé ?&&&«:? fu.-jiTtÍtAeJuu eút rú/ftoóti.Aí lk />t,-/e4<.ttto<tito‘ r/fáutau< itt/'touúi Attsti «***; ■ rCísUáJtM.'t*** <fí.tVUtoíÍ xtAt<> •.<• ibrpltM t*ykáiá • ■ iOtUrAuwt At ■ fatdti svA iwm** mMr ftr Ranasvín - líkist blendingi af fíl og Okapi-svíni SEVESO 6 árum síðar Eitt mesta mengunarslys í sögu Evröpu gerðist í ítalska bænum Seveso fyrir 6 árum: við sprengingu í svissneskri cfnaverksmiðju lagði ský af eiturefninu dioxin yfir bæinn með þeim aflciðingum að þúsundir húsdýra dóu, tugir ófrískra kvenna misstu fóstur og 700 íbúar bæjarins voru fluttir Nú eítir 6 ár er hreinsun enn ekki lokið í Seveso. en margt er þó að færast í eðlilegt horf í bænum. Yfirvöld segja, að alvarlegasta afleiðingin hafi verið nokkur hundruð tilfelli af húðsjúkdómn- um chloracne, en læknar hafa einnig bent á að fæðingar van- skapaðra barna hafa fertúgfald- ast á milli 1975 og 1980. Þá hafa læknar bent á að dauðsföll af völdum brjóstkrabba urðu helm- ingi fleiri í Seveso árið 1979 en annars staðar á Ítalíu og dauðs- föllum sem rekja mátti til hvít- blæðis fjölgaði um 71% frá 1975- 79. Flestir íbúar bæjarins telja að verstu afleiðingar slyssins séu’ þegar komnar fram, og banni við ræktun matjurta hefur nú víðast hvar verið aflétt. Flinir svissnesku eigendur verksmiðjunnar rufu í fyrsta skipti í sumar girðinguna, sem sett var umhverfis verksmiðjuna, og hefur á undanförnum mánuð- um verið unnið að því að rífa verksmiðjuna niður, og á að brenna hana í sérstaklega steyptum og niðurgröfnum steinþróm. Hreinsun á jarðvegi meðfram þjóðveginum frá Seveso til Meda er en ekki lokið, og hefur hann verið lokaður síðan sprengingin varð vegna eitrunar. Búist er við að hreinsuninni ljúki í desember þannig að hægt verði að opna veginn, en það verk hefur nú staðið í 2 ár, og hafa verkamenn- irnir unnið í loftþéttum vinnuföt- um, 4 klst. á dag í öryggisskyni. Þótt bjartsýni ríki nú meðal íbúa Seveso, þá hafa vísinda- menn bent á að langvarandi verkanir af eiturefninu dioxin séu langt í frá fullkannaðar. Sem kunnugt er var eiturefni þetta mikið notað af Bandaríkjaher í Börn frá Seveso - haldin húðsjúk- dómnum chlorance - fórnarlömb eiturefnisins dioxins. stríðinu í Víetnam. og eru eitur- verkanirnar enn að koma fram þar og í Bandaríkjununt á fórnar- lömbum þessa stórhættulega efnis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.