Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Hæstiréttur Israels
setur rannsóknamefnd
vegna fjöldamoröanna í Beirút
— Bandaríski flotinn tók
flugvöllinn í sína vörslu í gœr
Menachem Bcgin f'orsætisráð-
herra ísraels hefur nú brotið odd af
oflæti sínu og látið undan hinuni
háværu kröfum um að rannsókn
verði látin fara fram á fjölda-
morðunum á palestínska flóttafólk-
inu í Bcirút. Hefur hann falið for-
seta hæstarcttar landsins. Yit/hak
Kahan að tilnefna rannsóknar-
ncfndina.
Áður hafði ríkisstjórnin falið
Kahan að sjá um rannsóknina á
eigin spýtur, en hann baðst undan
því eftir klukkustundar frest á þeiin
forsendum að spurningunni um
hvernig rannsókninni skyldi háttað
væri enn ósvarað. Þá höfðu hæsta-
rétti borist fjölmargar kröfur um
umsögn varðandi þann möguleika
að hæstiréttur þvingaði ríkisstjórn-
ina til þess að láta fara fram óskil-
orðsbundna rannsókn. Ekki er enn
fullkomlega ljóst. hversu umfangs-
mikil rannsóknin verður, en
stjórnarandstaðan heldur áfram að
krefjast afsagnar þeirra Begins og
Sharons.
Hersveitir Frakka og ítala tóku
sér varðstöðu við flóttamanna-
búðirnar í Sabra og Chatila fyrir
helgi og í gær kontu hersveitir úr 6.
flota Bandaríkjanna nteð þyrlunt
til flugvallarins í Beirút, en Israels-
menn liöfðu þá þráast við að yfir-
gefa flugvöllinn og höfnina í
nokkra daga. Síðustu ísraelsku
herflutningabílarnir fóru skömmu
eftir að bandarísku hermennirnir
lentu á flugvellinum.
Yfirmaður bandarísku
hersveitarinnar sagði að ísraelsku
hersveitirnar hefðu framið
skemmdarverkið á slökkvibúnáði
flugvallarins og fjarlægt fjarskipta-
tæki úr fjarskiptastöð skammt frá.
Flugvöllurinn í Beirút hefur ver-
ið lokaður í nærri 4 ntánuði, en
áætlað er að hefja dagflug á morg-
un. Mikið verk er óunnið við að
koma flugvellinum í samt lag.
Alls verða um 4000 manns í
franska, ítalska og bandaríska
gæsluliðinu í Líbanon, og lýsti Re-
agan Bandaríkjaforseti því yfir í
gær, að bandaríska hersveitin
mundi ekki snúa aftur tyrr en „allt
erlent herlið" hefði yfirgefið
landið.
Antin Gemayel, forseti Líban-
ons, fól á föstudag saksóknara
hersins að framkvæma rannsókn á
fjöldamorðunum í Beirút. Hann
hefur hins vegar lýst sig andvígan
sérstakri rannsóknarnefnd á veg-
um Sameinuðu þjóðanna, og hafa
fréttaskýrendur m.a. bent á að það
stafi af því að hersveitir falangista-
flokksins hafi átt þátt í fjöldantorð
unum.
Þá daga sem ísraelski herinn hef-
ur haft Beirút á valdi sínu hefur
hann m.a. notað til þess að fram-
kvæmda húsrannsóknir í sendiráð-
um fjölmargra landa, sem talin eru
hafa stutt PLO. Þannig hafa skjala-
söfn sendiráða íraks, Alsír og
Kuwait verið hreinsuð. ísraelskir
hermenn fara enn frjálsir ferða
sinna unt austurhluta borgarinnar,
sem er á valdi kristinna hægri—
manna.
Talið er að hin alþjóðlega friðar-
gæslusveit eigi langa vist fyrir
höndum í Beirút.
er þess lika að gæta að sérstakur
Það er á tíðum áberandi hve
umfjöllun urn þjóðmál eru
bylgjukennd og einhæf. Einn
tímann kemst ekkert nemakjara-
samningar að, í annan tíma
efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar. Rekstrarvandamál Flug-
leiða eru stundum uppistaðan í
fréttunum dögum saman, og svo
eru heilu vikurnar sem flestar
fréttir byrja á „Kristján Ragnars-
son hjá LÍÚ sagði við frétta-
menn....“.
Jafnvel Pjóðviljinn er ekki allt-
af á varðbergi gegn hættum þess-
arar tegundar þjóðntálaumræðu.
Það er að segja hættunni á að
málefni, sem eru alltaf jafn
brennandi, verði útundan. Það er
ekki sanngjarnt að álasa Þjóðvilj-
anunt fyrir að það blað sé ekki vel
á verði í þeim málunt sem sósíal-
ískri hreyfingu standa næst; nægir
þar að rninna á góð og mörg dæmi
af skrifum um aðstæður og líf
verkafólks, öryggi og hollustu á
vinnustöðum, ntálefni friðar-
hreyfinga, borgarmálin og fleira
og fleira. Er líka greinilegt að
starfsfólk blaðsins vandar vinnu
sína vel, og í hverju blaði er ein-
hverja glóð sósíalískra hugsjóna
að finna.
Því er mörgum brugðiö þegar
einstaka rödd í baráttu okkar
heyrist ekki í blaðinu. Og ansi
hefur sést lítið skrifað um jafn-
réttismál íseinni tíð. Reyndar var
í fyrra nokkuð skrifast á í Þjóð-
viljanum um sunta þætti í þróun
jafnréttisbaráttu, aðallega þá
sem umræða spannst unt í sam-
bandi við og hjá kvennaframboð-
inu. Tóku sér margir penna í
Itönd og létu í ljós efasentdir um
réttmæti þeirrar stefnu, að sér-
stakt framboð kvenna væri spor í
jafnréttisátt; aðrir sýndu fram á
að jafnrétti milli kynja hefði lítið.
miðað og allra síst í stjórnmálum,
og ekki var minnst tekist á um
svokallaða kvennamenningu.
Þarna var Þjóðviljinn vel vakandi
og endurspeglaði vel hræringar
sem voru uppi.Svo varð kvenna-
frantboðið veruleiki og allt varð
hljótt í Þjóðviljanum um þennan
þátt þjóðiífsins.
Hið eina sem kom fram í blað-
inu, og tekið var eftir.var lágkúru-
legur áróður í kosningabarátt-
unni í vor. Var sú umfjöllun öll
ömurleg, aðallega í því fólgin að
gera samherjum okkar í kvenna-
hreyfingu upp skoðanir og högg-
stað á flokki og hreyfingu. Svo til
engu hefúr verið þar við bætt síð-
an, og þar við siíur.
Undarleg feimni, þykir mér.
Nógu alvarlegt er liversu margir
fylgismenn og gott baráttufólk
hættir jafnréttisbaráttu undir
merkjum Alþýðubandalagsins og
í Þjóðviljanum, þó að ekki bætist
þar við, að við séum þar með
þögnuð.
Þessu þarf að breyta.
Það er Ijóst að eitt af því sem
stendur í vegi hverskyns umbóta
er einnritt, að erfitt er að koma
breytingunni á. Þrátt fyrir náin
tengsl og samstöðu Alþýðu-
bandalagsins nteð jafnréttisbar-
áttu í landinu, varð lítil breyting á
stöðu kvenna í flokknunt. Þjóð-
viljinn hins vegar bar merki þess-
ara tengsla lengst af.
Hafa þessi tengsl rofnað?
Er okkur sósíalistum sama þó
að jafnréttisbaráttan fari fyrir of-
an garð og neðan hjá blaðinu og
lesendum þess?
Eru einhverjir sem halda, að
nægjanlegt sé að segjast vera
orðnir „þreyttir á þessu jafnrétt-
iskjaftæði" og aðrir sent taka of
mikið tillit til þess?
Eða viljunt við kannski ekki
þurfa að standa við skoðanir okk-
ar urn jafnan rétt ntilli kynjanna?
Nægir að telja kvennafram-
boðin ekki samrýmast verkalýðs-
baráttu og vera þar nteð „stikkfrí"
frá umræðum unt málið?
Eða er ef til vill í bland um að
ræða kjarkleysi og leti?
Vill ekki einhver taka að sér að
svara?
Vandinn að breyta er samt
óleystur og leyfi ég ntér að benda
á ýmislegt sem væri skref í rétta
átt.
í stjórnmálaskrifum blaðsins
er þáttur kvenna mjög lítill. í
sömu skrifum er jafnréttismálum
alltof lítill gaumur gefinn, ekki
einu sinni hirt um að benda á
samhengi ntilli baráttumála Ab
og jafnréttishreyfingar.
Væri ekki mögulegt að konur í
Ab skrifuðu t.d. „Stjórnmál á
sunnudegi", eða aðrar fasta-
greinar, oftar en raun ber vitni?
í annars ágætum skrifum unt
verkalýðsmál, vantar þennan
jafnréttisþátt líka. Sá þáttur
mætti felast í heimsóknum á
kvennavinnustaði, umfjöllun unt
mismunandi laun og aðstöðu
kvenna og karla, framlag kyenna
t verkalýðsbaráttu, jafnvel at-
huga hvort sérstök kvennamenn-
ing er við lýði t.d. á vinnustöðum
kvenna’. Mörgu ætti að vera af að
taka, þegar Ijóst er aö konur eru
nú fjölmennastar meðal lág-
launafólks. Vel á minnst, er ekki
ástæða til að stinga niður penna á
síðustu og verstu tímum, um
UnnurG.
Kristjánsd.
skrifar
hvernig væntanlegt atvinnuleysi
og ákvarðanir LIU konia (verka)
konum við?
Viðtöl eru líka eitt ágætasta
blaðaefni. Gætu þau ekki ein-
staka sinnum verið við einhvern
þeirra sem staðið hafa í jafnréttis-
baráttu eða jafnvel þann sem sú
barátta breytti einhverju fyrir?
Mikið sakna ég líka frétta af
jafnréttismálum í öðrum
löndum.
Er nokkurt feimnismál að
koma á frantfæri upplýsingum
unt heilsuspillandi efni sem notuð
eru í snyrtivörum, eða benda á
hætlur simfara notkun getnað
arvarna?
Af mörgu er að taka, því að
jafnréttisbarátta á alla jafna sam-
leið með baráttu sósíalista. Listin
er að koma auga á það.
Á meðan hin blöðin létu nægja
að vera með blómaræktar-,
uppeldis-, og matreiðslusíður
sérstaklega ætlaðar konum, skrif-
aði hópur valinkunna kvenna
jafnréttissíðuna margræddu í
Þjóðviljanum. Var þar tekið fyrir
það sem kvennahreyfing lét sig
varða. Þrátt fyrir það að sá háttur
hafi haft margt til síns ágætis, gef-
ur það óneitanlega undir fótinn
þreytu á „jafnréttiskjaftæði". Þá
þáttur unt jafnréttismál ýtir undir
(á sama hátt og jafnréttisbarátta
án þátttöku beggja kynja) að um-
ræðan sé eitthvert einangrað sér-
svið.
Reynslan af „jafnréttissíð-
unni" og þátttöku- og oft áhuga-
leysi karla á þessari umræðu
bendir til þess að þessi máti sé
ekki alveg besti kostur. Samt
betri en sinnuleysi og þögn.
Þjóðviljinn hefur staðið sig
betur en önnur blöð hérlendis við
að misnota ekki kvenlega fegurð
né taka undir þá kvenfyrirlitn-
ingu sem svo mikið er til af. Of-
beldi og kúgun hafa alltaf verið
harðlega fordæmd.
Þetta er samt ekki nóg, jafn-
réttisbaráttunni er ekki lokið.
Eiguni við ekki að styðja hana
áfram, leiða hana og gera skil í
Þjóðviljanum?
Únnur G. Kristjánsdúttir.
Unnur G. Kristjánsdóttir hefur
unnið á skrifstofum skattyfir-
valda á Suðurlandi og í Reykja-
vík. Hún cr nú ncmandi í Iðnskól-
anum í Reykjavík (tækniteiknun)
auk þess scm hún vinnur á skrif-
stofu ríkisskattstjóra. Unnur hef-
ur starfað mikið að félagsmálum.
„ístjórnmálaskrifum blaðsins erþáttur
kvenna mjög lítill. I sömu skrifum er
jafnréttismálum alltoflítill gaumur
gefinn, ekki einu sinni hirt um að benda
á samhengi milli baráttumála ABog
jafnréttishreyfingar. “
Erum við
hætt að
berjast?