Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 16
DMVIUINN Fimmtudagur 30. septembcr 1982 Aöa' tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Uta.i pess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt ab ná i af greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöid. Aða&sími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Á þcssum hluta Freyjugötu, milli Mímisvegar og Njarðargötu, stendur til að gera leik- eða hlaðgötu. Ljósm. -eik-. Samþykkt hcfur veriö í borgarráði aö loka Freyjugötu fyrir gegnumakstri á milli Mímisvegar og Njaröargötu. Hefur Borgar- skipulagi verið falið aö gera tillögu að útfærslu sanrþykktarinnar. Það var í byrjun júní að íbúar húsanna nr. 28-40 við Freyjugötu skrifuðu borgaryfirvöldum og óskuðu eftir þessum takmörkunum á umferð um hana. Umferðarnefnd og skipulagsnefnd hafa sam- þykkt erindið og í borgarráði fékk það 4 atkvæði en Albert Guð- mundsson sat hjá. Verkefni Borgarskipulags er að gera grein fyrir hönnun götunnar sem e.k. hlaðgötu eða leikgötu og beina umferð- inni á aðrar brautir. -AI Brutust Inn í um 100 bíla 22 ára gamall maður situr inni vegna málsins 22 ára gamall maður situr nú inni vegna aðildar sinnar að innbrotum í bíla í Reykjavík, Kópavogi Garðabæ og Hafnarfirði. Forsaga málsins er sú að að- fararnótt 16. september var maðurinn handtekinn við iðju sína ásamt félaga sínum 18 ára gömlum. Voru þeir staðnir að verki við Flúðasel í Breiðholtinu. Þegar farið var að kanna málið kom í Ijós að það var mun umfangs- meira en haldið var í fyrstu og munu þeir tvímenningar hafa átt hlutdeild í innbrotum í um 100 bíla. Samkæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér hjá Gísla Guðmundssyni hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins mun þeir kumpán- ar og félagar þeirra aðallega hafa sóst eftir hljómflutningstækjum þó í fórunt þeirra hafi einnig fundist 5 talstöðvar og annað það sem verð- mætt var í bílunum. Gísli sagði að við innbrotin í bíl- ana hefðu verið notaðar margvís- legar aðferðir, lásar hefðu verið boraðir í gegn og rúður brotnar. I sumum tilvikum hefðu bílar verið skildir eftir ólæstir. Gísli sagði að allmargir hefðu verið yfirheyrðir vegna þessa'máls, þar af sumir sent komið hafa við sögu Rannsóknar- lögreglunnar áður. Hann sagði að málið væri enn í rannsókn og t.d. væri ekki fullkannað hversu mikl- um hluta þýfisins hefði verið komið í verð. Gísli sagði að eigendur hljóm- flutningstækjanna gætu flestir hverjir vænst þess að fá þau aftur í hendur. Gæsluvarðhald mannsins sem situr inni vegna málsins rennur út á nrorgun. Það hefur verið frarn- lengt einu sinni. -hól. Þing breska Verkamannaflokksins: Burt með handarískar herstöðvar Einhliða kjamorkuafvopnun A þingi Breska verkamannaflokksins í Blackpool í gær var samþykkt að stefna flokksins í kjarnorkuvíg- búnaðarmálum fyrir næstu kosningar byggði á einhliða afvopnun. Þingið samþykkti einnig að næstu stjórn Verkamannaflokksins bæri að loka öllum bandarískum herstöðvum á Bretlandi og fjarlægja þær bandarísku stýriflaugar, sem stjórn íhaldsflokksins hefur samþykkt að settar verði upp á næsta ári. Þá lagðist þingið eindregið gegn þeirri ákvörðun Thatchers, að koma upp Trident-varnarkerfi í stað Polaris-kafbátanna. Þrátt fyrir aðvaranir flokksleið- toganna var tillaga um þjóðnýtingu hergagnaiðnaðarins undir eftirliti verkalýðsfélaganna samþykkt með naumum meirihluta. Tillaga um að flokkurinn tæki úrsögn úr NATO á stefnuskrá sína var hins vegarfelld. ólg. 0 Kortið sýnir bandarískar lierstöðv- ar í Bretlandi. Ráðstefna Kvenna- framboðsins: Engin ákvörðun tekin um framboð tll þlngs Engin afstaða var tekin til væntanlegs þingframboðs á ráðstefnu Kvennaframboðsins um sl. helgi þarsem hugmyndir um þingframboð voru ræddar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennafram- boðsins sagði í viðtali við Þjv. að þeirri umræðu yrði haldið áfram og afstaða tekin að vel athuguðu máli. Á helgarráðstefnunni var reynslan af starfinu rædd og reifuð og fyrirhugað vetrarstarf Kvenna- framboðsins. Ákvarðanirum starf- ið verða teknar á félagsfundU laugardaginn 9. október. Á vegum Kvennaframboðsins er að koma út blaðið Vera, sem er fyrirhugað að komi út mánaðarlega. Áskrlfenda- getraun I næsta sunnudagsblaði hefst ný áskrifendagetraun nteð spurning- um sem tengdar verða fréttum blaðsins vikum á undan. Getraunin verður um hverja helgi og vinning- ur októbermánaðar er ferð með Arnarflugi til Amsterdam. Þjóð- viljinn minnir lesendur á að fylgjast vel með fréttum vikunnar. öll vinnsla á karfa stöðvuö 16. október Stjórn Sölumiðstöðvar hráð- frystihúsanna ákvað í gær að stöðva alla frystingu á karfa- flökuin frá og með 16. októbcr næstkomandi. Stafar þetta af sölutregðu á karfamörkuðum, en lítið miðar í samningum við Sovctmenn um kaup á karfa á næsta ári. Frystigeymslur margra hrað- frystihúsa þola ekki öllu meiri framleiðslu og vegna stöðvunar á útskipun vegna verkfalls undirmanna á kaupskipum, hefur karfi hlaðist upp þannig að til vandræða horfir. S.H. ák- vað einnig á fundi sínum í gær að stöðva sendingar umbúða utanum karfaflök til frystihús- anna strax 1 gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.