Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Fimmtudagur 7. október 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Skúli jdC fellíi llif Halldór il ' Engilbert Kristjón Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestur- landi - Ráðstefna um dreifbýlismál Ráöstefna um dreifbýlismál verður haldin laugardag og sunnudag, 9.-10. október, í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Laugardagur kl. 14.00-19: Samgöngumál: Málshefjandi Skúli Alexandersson. Orkumál: Málshefjandi Kristjón Sigurðsson. Laugardag kl. 21.00-kvöldvaka . ■- Sunnudagur kl. 13.00-18.00 Skólamál: Málshefjandi Engilbert Guðmundsson. Atvinnumál: Málshefjandi Halldór Brynjúlfsson. Fólki skal bent á að taka með sér svefnpoka. Stjórn Kjördæmisráðs hvetur allt Alþýðubandalagsfólk til að fjölmenna til ráðstefnunnar. Allar frekari upplýsingar í síma 8811 - Stjórn kjördæm- isráðs Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum - Félagsfundur Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum heldur almennan fé- lagsfund fimmtudaginn 7. október n.k. í Hótel Borgarnesi. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Starfið framundan. 3. Stjórnmálaviðhorfið, fram- sögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson. - Stjórnin. Kjördæmisráðstefna á Norðurlandi vestra i Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verður haldinn 9.-10. október n.k. í Suðurgötu 10 Siglufirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. október. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Stjórn- málaástandið. 3. Undirbúningur næstu kostninga. 4. Önnur mál. - Stjórn kj ördæmisráðsins Skúli Svavar Alþýðubandalagið Akranesi - Bæjarmálaráð Bæjarmálaráðsfundur verður n.k. mánudag 11. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: Greint frá störfum atvinnumálanefndar, félagsmálaráðs og. náttúruverndarnefndar. Umræður. - Stjórnin. Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til að greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Garðar Sigurðsson alþingismaður verður með við talstíma að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardag 16. okt óber kl. 14.00. Stjórnin. Garðar. Alþýðubandalagið í Reykjavík Fundur í fulltrúaráði ABR Fulltrúar í fulltrúaráði ABR eru boðaðir til fundar þriðjudaginn 12. okt. kl. 20.30 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Nánar auglýst síðar. Stjórn ABR. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Bæjarmálaráðsfundur verður að Kirkjuvegi 7, þriðjudaginn 12. október kl. 20.30. Stjórnin. Kveðjuorð Sigríður Friðriksdóttir Fædd 12.3 1886 — Dáin 30.9. 1982 Ég sá í dagblöðunum í gær að auglýst var útför Sigríðar Friðriks- dóttur. Ég áttaði mig ekki strax að þarna var um að ræða gamla vin- konu mína. Kynni okkar hófust þegar ég var barn að aldri. Þá kom þessi full- orðna kona stundum í heimsókn til móður minnar, en þær voru vin- konur. En Sigríður bjó í verka- mannabústöðunum eins og við. Móðir mín sagði mér að hún væri í stjórn þvottakvennafélagsins Freyju, en Þuríður systir hennar væri formaður í því félagi. Ég er ekki viss um að ég hafi áttað mig á að þetta var verkalýðsfélag en ég man alltaf eftir að Sigríður var giöð og hress kona sem gott var að fá í heimsókn. Mér er ógleymanlegt þegar Sigríður og-Jón Lárusson frá Arnarbæli kváðu saman rímur í eldhúsinu hjá móður minni. Stemmurnar voru margar og gleði ríkti í húsinu. í Sigríður var fædd á Þorgríms- stöðum á Vatnsnesi í V-Húna- vatnssýslu. Hún ólst þar upp í stór-, um systkinahóp, en um fermingar-1 aldur missti hún föður sinn og mun þá hafa ráðið sig í vist í Vatnsdal ásamt Þuríði systur sinni. | A þrítugsaldri fluttist hún til Reykjavíkur og bjó hér allt til ævi- loka. Hún vann sem verkakona í hreingerningum, þvottum, saltfiski og síld, allt sem til féll fyrir al- mennar verkakonur. Hún var stofnandi þvottakvennafélagsins Áhrií nær- ingarskorts á vöxt og þroska heilans Erindi á vegum Manneldisfélagsins Dr. Myron Winick, forstöðu- maður Næringarstofnunar Columb , ia háskóla í New York, heldur er- , indi á vegum Manneldisfélags Is- lands og Rannsóknarstofu í lífeðlis- fræði föstudaginn 8. okt. kl. 16.00 í Stofu 102 í Lögbergi, Háskóla ís- lands. Erindið nefnist: Áhrif næringar- skorts á vöxt og þroska heila. Rannsóknir Dr. Winicks á þessu sviði hafa m.a. sýnt hvert óbætan- legt tjón getur orðið á vexti og þroska heila, verði ung börn fyrir næringarskorti á ákveðnum aldurs- skeiðum. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og öllum opinn. Alþýðubandalagiö í Reykjavík Efnahagskerfið á íslandi Þröstur Er umfjöllunarefni annars fundarins í fundaröð ABR um efnahagsmál. Fundurinn er haldinn fimmt- udaginn 7. október í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27. Hefst hann kl. 20:30. Frummælandi á fundinum er: Þröstur Ólafsson Stjórn ABR Félagar og stuðningsmenn fjölmenniö Freyju og gjaldkeri þess alla tíð meðan það félag starfaði sem var í áratugi. Sigríður bjó lengi hjá Þuríði syst- ur sinni og manni hennar Þorláki Ottesen og eftir að Þuríður lést bjó hún mikið hjá dætrum þeirra enda voru þar miklir kærleikar á milli. Hún var heiðursfélagi í kvæða- mannafélaginu Iðunni, enda kvað hún af snilld. Síðustu árin var Sigríður þrotin að kröftum og heilsu og lést að Hrafnistu þann þrítugasta sept- ember s.l. Utför hennar fer fram í dag klukkan 15.00 frá Fossvogs- kapellu. Þar verður kvödd óbreytt verkakona einlæg og heiðarleg og traustur verkalýðssinni. Það var gleði að kynnast henni. Ég vil votta þessari látnu konu virðingu mína og þakklæti fyrir störf hennar og viðkynningu alla. Guðmundur J. Guðmundsson. Ritari Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunar- kunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanrík- isráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 15. október 1982. Utanríkisráðuneytið Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Fanney U. Kristjánsdóttir Gnoðarwogi 68, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. október kl. 15. • Valdimar Jakobsson Kristján Valdimarsson Arna Jónsdóttir Valdimar Valdimarsson Jóna V. Guðmundsdóttir Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför Helga Kristiártssonar bónda, Leirhöfn Andrea Jónsdóttir Jóhann Helgason Dýrleif Andrésdóttir Jón Helgason Valgerður Þorsteinsdóttir Hildur Helgadóttir Sigurður Þórarinsson Helga Helgadóttir Pétur Einarsson Birna Helgadóttir Anna Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Rannveigar Eyjólfsdóttur frá Hlíðardal í Vestmannaeyjum Ásta S. Guðjónsdóttir Rögnvaldur Rögnvaldsson Jóhánna M. Guðjónsdóttir Guðmundur Ingimundar Bergþór Guðjónsson Gunda María Davíðsdóttir Dóra Steindórsdóttir Þorvaldur Ingólfsson og aðrir vandamenn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi Stefán lllugason Hjaltalín Stigahlíð 14 verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 11. októ- ber kl. 13.30. Marsibil Bernharðsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.