Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 1
DWÐVILIINN AHar sænskar vörur sem fluttar eru til landsins eiga nú að lækka í verði. Á þetta einnig við um vörur sem til eru í verslunum. Sjá 10. Boktóber 1982 miðvikudagur 231. tölublað 47. árgangur • • Fjárlagafrumvarpið lagt fram í gær Stefnt að • Efnahagserfiðleikar þjóðarinnar setja mark sitt á frumvarpið hallalausum Heiðarlegast og eðlilegast að bráðabirgðalögin komi fyrir sem fyrst fjárlögum ef bráðabirgða- lögin falla í neðri deild sagði Svavar Gestsson m.a. á beinni línu til Þjóðviljans Haustkvöldin eru hliðhoil ungum ástum - enn sem komið er að minnsta kosti. (Ljósm. gel). „Mér flnnst hciðarlegast og eðli- legast út frá lýðræðislcgu og þing- ræðislegu sjónarmiði að sein fyrst reyni á hvort bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar ná fram að ganga á Alþingi“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og 4. árið í röð Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1983 var lagt fram á Alþingi í gær. Eftir að frumvarpið hafði verið lagt fram, efndi fjármálaráðherra, Ragnar Arn- ald, til blaðamannafundar, þar sem það var kynnt. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 12.773 miljónir króna, en heildar útgjöld 12.691 miljón króna. Þannig er gert ráð fyrir 82ja miljóna króna tekjuafgangi og því stefnt að því að fjárlög verði hallalaus 4. árið í röð. Gert er ráð fyrir að tekjur hækki um 60,3% frá fjárlögum 1982 og um 36,6% frá endur- skoðaðri tekjuáætlun sama árs. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra sagði að þeir efna- hagserfiðleikar, sem þjóðin á nú við að etja, settu mark sitt á frumvarpið, þannig væri gert ráð fyrir um 8% niðurskurði á opinberum framkvæmdum á næsta ári. Sjá 3. Þaðer sama við hvaða flugfélag er miðað, innanlandsflugið bersig ekkisegir Agnar Kofocd Hansen um stöðu flugsins hér á landi. Nálega 100 sjúklingar fara utan áhverjuárií hjartaaðgerðir. 1 fjárlagafrumvarp- inu er reiknað með viðbótarstöðum á Landspítala vegna hjartaskurðlækna- deildar. Sp\TÍa ber þióðina Mjólk hellt niður? Sáttafundi I deilu mjólkurfræðinga var fram haldið í gærkvöldi og voru málin sögð á viðkvæmu stigi. Bændur voru í gær víða orðnir uppi- skroppa með geymslupláss og var búist við því að farið yrði að hella niður mjólk í veru- legum mæli í dag. Það gildir og um þá mjólk sem er á bílum við mjólkurbúin. Geymar fyllast fyrr en ella hjá bændum um þetta leyti árs vegna þess að framleiðsla er með mesta móti á haustin að ósk mjólkurbú- anna. Mjólkurvörur, að slepptum þeim sem hafa verulegt geymsluþol, hurfu úr flestum búðahillum þegar á mánudag. Svavar Gestsson í sínm gamla stól á Þjóðviljanum þar sem hann svaraði í gærkvöldi spurningum á þriðja tug lesenda. Ljósm. eik. félagsmálaráðherra m.a. ísvari við spurningum Kristins Ásmunds- sonar á Selfossi í gærkvöldi. Svavar sagði að hann hefði verið þeirrar skoðunar frá því að það lá fyrir að Eggert Haukdal væri hætt- ur stuðningi við stjórnina og hætta á því að staðan kynni að verða 20' gegn 20 í neðri deild Alþingis að bráðabirgðalögin þyrfti að taka til afgreiðslu í upphafi þings. „Form- lega er hægt að draga afgreiðslu þeirra, en ég tel eðlilegast að knýja á um afgreiðslu þeirra á næstunni, og örugglega fyrir 1. desember. Nái þau ekki fram að ganga getur stjórnarandstaðan að vísu ekki fellt stjórnina, en engu að síður er þá rétt að málum sé skotið í dóm þjóð- arinnar með því að rjúfa þing og efna til kosninga.“ Um 30 manns komust að til þess að spyrja Svavar og var bæði spurt um stórpólitíkina og atriði sem snerta persónuleg samskipti fólks við heilbrigðis- og tryggingarkerf- ið. Þjóðviljinn mun næstu daga birta spurningar lesenda og svör formanns Alþýðubandalagsins. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.