Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. októbcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Gunnlaugar Snævarr talar. 8.30 Forustugr. Dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir. “ 9.05 Morgunstund barnanna: „Barna- sögur** eftir Peter Bichscl í þýðingu Franz Gíslasonar. Sigrún Björnsdóttir les (3) 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón- armaður: Ingólfur Arnarson. 10.45 lönleikar. Þulur velur og kynnir. 11.05 Létt tónlist. Þorgeir Ástvaldsson, Madness, Joe Pass, Sara Vaughan o.fl. syngja og leika. 11.45 Ur byggðum. Umsjónarniaður: Rafn Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. T7I- kynningar. 13.30 í fullu fjöri. Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 „Ágúst“ eftir Stefán Júlíusson Höf- undurinn les (8) 15.00 Miðdegistónleikar: íslensk tónlist. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel „Jesú, mín morgunstjarna”, partítu eftir Gunnar Reyni Sveinsson, og „Hversu yndislegir eru fætur friðarboðans" eftir Þorkel Sigurbjörnsson / Hlíf Sigurjóns- dóttir og Glen Montgomery leika Fiðlu- sónötu eftir Jón Nordal / Óskar Ingólfs- son og Snorri Sigfús Birgisson leika Klarinettusónötu eftir Jón Þórarinsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 „Á reki með hafísnum** eftir Jón Björnsson Nína Björk Arnadóttir byrjar lesturinn 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Finn- borg Scheving. Agnarlítið um tímann og dagana. Unriið úr bókinni „Svona erum við“ eftir Joe Kaufman í þýðingu Örn- ólfs Thorlacíus. Lesnar stuttar sögur. 17.00 Djassþáttur. Umsjónarmaður: Ger- ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómas dóttir. 17.45 Neytendamál. Umsjónarmaður: Anna Bjarnason. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.45 Daglegt mál. Ólafur Oddsson flytur þáttinn. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Tónlistarhátíð norrænna ungmcnna í Reykjavík 1982 (Ung Nordisk Musik Festival) Frá kammertónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð 24. september. Umsjón: Hjálmar R. Ragn- arsson. Kynnir: Kristín Björg Por- steinsdóttir. 21.05 Frá tónlcikum í Norræna húsinu 26. maí í fyrra. Elfrun Gabriel frá Leipzig leikur. 24 prelúdíur op. 28 eftir Frédéric Chopin. 21.25 „Gaudeamus igitur" Stúdentalög í útsetningu Jón Þórarinssonar. 21.45 Utvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn** eftir Kristmann Guðmundsson. Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir les (5) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Iþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 2.3.00 Kammertónlist RUV 18.00 Stikilsberja-Finnur og vin'ir hans 2. Ástin unga. Þýsk-kanadískur framhalds- ntyndaflokkur gerður eftir sögum Marks Twains. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.25 Svona gerum við 2. Segulmagnið. Breskir fræðsluþættir um eðlisfræði. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Melarokk. Fyrri hluti upptöku Sjón- varpsíns á rokkhátíð á Melavelli. Fram koma hljómsveitirnar Reflex, Tappi tik- arrass, Kos. Grýlurnarog Fræbbblarnir. Upptöku stjórnaði Viðar Víkingsson. 21.25 Dallas. Bandarískur framhalds- myndaflokkur um Ewing-fjölskylduna í Texas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Vígbúnaður í geimnum. Bresk fréttaskýringarmynd um vígbúnaðar- kapphlaup stórveldanna sem virðist nú ætla að berast út í himingeiminn. Þýð- andi Gylfi PáRson. 23.10 Dagskrárlok. „Malbikunarframkvæmdir á vegum sveitarfélaganna eru áreiðanlega með vinsælustu framkvæmdum á hverjum stað,“ sagði Rafn Jónsson fréttamaður scm sér um þáttinn úr byggðum. Þar munhann fjalla um það sem sumir kalla Svörtu byltinguna, þ.e. hinar geysilegu malbikunarframkvæmdir víða t.d. á Austfjörðum. Útvarp kl. 11.45: Úr byggðum Þáttur Rafns Jónssonar fréttamanns Rafn Jónsson fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu mun í vet- ur vera með vikulega þætti sem munu tengjast ýmsu í bæjarlífi í bæjum og þorpum landsins. Rafn sagði í samtali við Þjóðviljann að sumt af því efni sem hann tæki fyrir væri á mörkum þess að komast fyrir í fréttatíma útvarps og því væri þetta tekið saman í stutta þætti. 1 fyrsta þætti Rafns sem var á dagskrá útvarps síðastliðinn miðvikudag var rætt vítt og breitt um göngur, sláturgerð og annað þess háttar. í dag mun hann m.a. ræða Svörtu byltinguna sem svo er kölluð af sumum, þ.e. þær geypilegu malbikunarfram- kvæntdir sem staðið hafa yfir hjá ýntsum sveitarfélögum. Á Austfjörðum hefur verið geysimikið starf á þessu sviði og víða á landinu s^s. á Blönd- uósi horfir umhverfið allt öðruvísi við en áður. Þar eru nú götur að 90% leyti lagðar bundnu slitlagi. Rafn sagði að malbikunar- framkvæmdir væru með vin- sælli framkvæmdum í hverju plássi, þar sæju menn raun- hæfan árangur af starfi bæjar- félaganna. í næstu þáttum mun Rafn vera méð á dagskrá starfsemi ýmissa bæjarfélaga á sviði tónlistar, bókmennta, útgerð- ar o.s.frv. Kannast einhver viö höfundinn: Ljóðelskur maður úr Austurbænum hafði samband við blaðið vegna ljóðs sem hef- ur komið honum þrátt í hug um skcið. Hann langar til að spyrja lescndur hvort þcir kannist við höfundinn og ef svo er, þá að senda blaðinu hugmyndir sínar. Ljóðið er svona: Sólin til fjalla fljótt fer að sjóndeildarhring; tekur að nálgast nótt, neyðin er allt um kring, dimmt er í heimi hér, hœttur er vegurinn; Ijósið þitt lýsi mér, lifandi Jesú minn Sjónvarp kl. 22.15: Vígbúnaðar- kapphlaupið í geimnum 1 febrúar 1981 tilkynnti Re- agan forseti Bandaríkjanna að á næstu fimm árum myndu Bandaríkjamenn cyða 1500 biljón dölum til hernaðar- mála. Þetta er til þess, sagði hann, að stemma stigu við þeim geypilega vígbúnaði sem Sovétmenn hafa komið sér upp á síðustu árum. Stór partur þess fjár sent áætlað er til notkunar í víg- búnað rennur til framleiðslu á tækjum sem notuð verða í himingeimnum. Með þessu er komin upp ný staða í vígbún- aðarkapphlaupinu sent er æ meira ógnvekjandi, því engar líkur eru á því að Sovétmenn láti sitt eftir liggja á þessu sviði frekar en öðru. Það er athygl- isvert að meðan Bandaríicja- ntenn fögnuðu tilkomu geimskutlunnar vissu fáir að þar var og er á ferðinni enn eitt hernaðarapparatið. í sjónvarpinu í kvöld er bresk fréttaskýringarmynd urn þetta vígbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna. Þýðandi þáttarins er Gylfi Pálsson. Frá Melarokki Sjónvarpið sendi menn á vettvang þegar hið svokallaða Melarokk fór fram laugardag- inn 28. ágúst. Hallvarður Þórsson hjá Satt mun hafa staðið fyrir þessari samkomu þar sem fram komu flestar af vinsælustu dægurlagahljóm- sveitum landsins: Refficx, Tappi tíkarrass, Kos, Grýl- urnar og Fræbbblarnir. Hátíðin var méð því sniði að samkomugestir gátu komið einhverntímann á bilinu frá kl. 15 til 21 yfir daginn. Hátíðin þótti heppnast all- vel, þó aðstandendur hefðu kosið að fleiri hefðu mætt. Upptöku á Melarokki stjórnaði Viðar Víkingsson. Sjónvarp kl. 20.35:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.