Þjóðviljinn - 26.11.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1982 NOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur BjarnadóHir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. (þróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Augíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Og skreiðin var morkin og maðkétin. • Fiskmatsmál hafa verið nokkuð á dagskrá að undan- förnu í kjölfar saltfisk- og skreiðarhneyksla. Sumt af því tali hefur satt best að segja verið heldur glæfralegt, eins og þegar þau orð voru látin falla að blóðug, morkin og maðkétin skreið hafi verið send til Ítalíu fyrir mann- leg mistök, eins og það heitir, - hún hafi átt að fara til Afríku! Engu líkara en menn eigi að líta svo á, að orð eins og morkin og maðkétin sé eins konar vörulýsing á þeim matvælum sem íslendingar láta sér sæma að selja þeldökkum mönnum! • í annan stað er það eftirtektarvert hve flóttalegir oddvitar fiskvinnslunnar hafa orðið þegar talið berst að því, hver beri ábyrgð á misfellum í fiskverkun og fisk- mati. Síst af öllu hafa útgerðarmenn og fiskvinnslu- stjórar fengist til að viðurkenna sína ábyrgð í þessum málum - mest langar þá bersýnilega til að vísa öllu frá sér og til ríkisvaldsins, eins og þegar þeir eru að krefja það ábyrgðar á því, að útgerðinni sé tryggður rekstrar- grundvöllur. • Rétt er að vekja athygli á grein sem margreyndur fiskmatsmaður, Jóhann J.E. Kúld, ritaði um þessi mál hér í blaðið á dögunum. Hann fjallar þar allýtarlega um þann vanda, að hráefnið sem á land berst er oft miklu lélegra en skyldi. Hann leggur í framhaldi af því til, að stórlega verði dregið úr netaveiðum, en það hefur við- gengist í alltof ríkum mæli að bátar hefðu svo mörg net úti, að þeir geta ekki dregið öll net sín daglega, eins þótt sæmilega viðri. í annan stað minnir hann á það, að togarar eru of lengi í veiðiferðum og segir að það sé í rauninni ekkert vit í öðru en að sjávarútvegsráðuneytið setji reglugerð um hámarkslengd veiðiferða - til dæmis átta daga - þegar togarar veiða fyrir vinnslustöðvar í landi. klippt marks um tvennt. Annað er það, að hann er maður orðheppinn. Ég fékk sjálfur nokkra nasasjón af kímnigáfu Stiglers, þegar við hittumst í Berlín í septemberbyrj- un á þingi Mont Pélerin- samtakanna (en þau eru alþjóða- samtök frjálslyndra fræði- manna). Hann var fundarstjóri á einum fundinum og bætti alltaf við tilkynningar sínar skemmti- legum athugasemdum. Einu sinni sagði hann: „Ég hef verið beðinn um að tilkynna, að ungir frjálshyggjumenn ætli að hittast í kvöld í aðalsalnum. - Og gömlu frjálshyggjumennirnir hittast eins og venjulega, á barnum.“ Þetta þótti mönnum mjög fyndið”. Ha, ha, ha, ha, Hannes.... „Og öðru sinni sagði hann, þegar umræðurnar voru heldur að lengjast: „Jæja, nú fer að koma að því, að ég loki mælenda- skrá, svo að þeir, sem eiga eftir að láta mig fá nöfnin sín, ættu að leggja eins og einn peningaseðil með.“ Petta vakti mikla kátínu. Við Friðrik Friðriksson hagfræð- ingur, sem sótti einnig þetta þing, höfðum síðan tækifæri til að ræða stuttlega við Stigler síðasta dag þingsins, því að Friedman kynnti okkur fyrir honum, og var hann hinn ljúfasti í viðmóti.” Áminning fyrir helgina Og áður en við hverfum á vit hinnar miklu prófkjörshelgar viil Pjóðviljinn minna Iesendur á þá sem við höfum hampað í slúður- dálkum vorum. Því neyðarlegri sem andstæðingurinn er, þeim mun betra. í þeim efnum er úr- valið nóg.Og í guðanna bænum, gleymið ekki Geir. -óg „Þessi orð Stiglers má hafa til Ha, ha, ha, ha... Það má hugmyndafræðingur- inn Hannes Gissurarson eiga, að þegar gamansemin er annars veg- ar stendur honum enginn á sporði. í Mogganum í fyrradag er ein drepfyndin grein eftir Hannes um Stigler hagfræðing: „George W. Stigler, hag- fræðiprófessor í Chicago, kvað hafa sagt við blaðamenn, eftir að hann hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði í miðjum októbermán- uði: „Munurinn á mér og vini mínum, Milton Friedman, er sá, að hann veit allt um það, hvernig heimurinn ætti að vera, en ég hef meiri áhuga á því að vita, hvernig hann er.“ • Jóhann J.E. Kúld segir ennfremur,að útflutnings- mati á saltfiski hafi hrakað á undanförnum árum og rekur ástæðuna til breytingar á reglugerð á árinu 1973, en hún fól það í sér að eigendum fiskverkunarstöðva er leyft að ráða til sín matsmenn og segja þeim upp eftir geðþótta. Telur greinarhöfundur, að með þessu móti standi matsmenn afar höllum fæti og sé húsbóndavaldið yfir þeim farið að segja til sín. • Jóhann segir ennfremur á þessa leið: • „Það þjónar hvorki hag framleiðenda né þjóðarinn- ar sem heildar, að útflutningsmat sjávarafurða sé undir áhrifum eða yfirráðum framleiðenda. í þeirri stétt eru misjafnir menn eins og í öðrum starfsstéttum. Sumir eru úrvalsmenn sem ekki vilja vamm sitt vita í neinu, en aðrir sjást ekki fyrir ef stundarhagnaður er í boði. Ég held að löngunin eftir yfirráðum muni frekar að finna í hópi hinna síðarnefndu. Vegna aukinnar samkeppni á milli' þjóða á fiskmörkuðum okkar, þá hefur aldrei verið jafnmikil nauðsyn og nú á sjálfstæðu, óháðu ríkis- útflutningsmati. Enda eru samkeppnisþjóðir okkar að herða slíkt mat hjá sér“. • Þetta eru að sjálfsögðu hin brýnustu mál. Ef að íslendingum tekst ekki að snúa við blaði á sviði vöru- vöndunar í frarnleiðslu fiskafurða,er efnt til stórháska- legs fjárhættuspils með afkomumöguleika og lífs- kjör þjóðarinnar. -áb. Homo Heimdellis Geir Hall» grímsson. Homo Heimdellis Friðrik Sop- husson. Homo Heimdellis Geir Haarde. Homo Heimdellis J6n Magn- ússon. Súkkulaði- grísir.... Aumingja íhaldið sem á að velja sér þingmannsefni nú um helgina. Ekki er boðið uppá ann- að en sömu týpuna í öll sæti. Þessi manngerð er af sæmilega stönd- ugu fólki, slétt og fellt yfirborð, hefur komið nálægt heimi við- skipta og verslunar, gegnt trún- |aðarstörfum í menntaskóla, há- 'skóla fyrir einhvern vökulan fé- lagsskap, haft stjórnunarafskipti af íþróttafélagi og lifir af fyrir- tækjum sem annað hvort eru rek- in fyrir styrktarfé ríkisins ellegar þá að lifibrauðið er þegið beint af ríkinu. Allir tilheyra þeir mann- gerðinni Homo Heimdellis og þurfa helst að hafa verið formenn SUS, sambands ungr;t Sjálfstæð- ismanna til að eiga von í þing- mannssæti. Það er því ekki nema eðlilegt að óbreyttir íhaldsmenn kvarti undan því, að í flokknum ríki Kremlarlýðræði eins og bent var á í Morgunblaðinu nú í vik- unni. Vilja á spenann Áróðurslega gengur málflutn- ingur þeirra útá að báknið skuli burt, en þegar til kastanna kemur súrra þeir saman hagsmuni einkakapítalsins og ríkisvaldsins þegar þeir hafa færi á. Og hinir raunverulegu hagsmunir eru auðvitað þeir að efla ríkisvaldið í þágu eigin stéttar og hagsmuna þegar þar að kemur. Enda fer nú minna fyrir bákninu í tali þeirra en oft áður þegar lengra var til þingsætisins því þeir sem ekki eru þegar komnir á spenann bíða spenntir eftir því að komast á hann. Var einhver að tala um breytingar... ? Og þannig er nú komið fyrir hreyfingu þeirra Jóns Þorláks- sonar, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, eins og þetta er orðað í þúsund prófkjörsgreinum í Mogganum. Nú er hver kanditat orðinn steyptur í sama mótið - eða væri nær að segja að faktúru pappírar þeirra væru með sama innsigli: hagsmunir heildverslun- ar og braskara þurfa að fá að njóta sín. Sístreymi íhaldsins rennur skólpgrátt eftir öngstræti prófkjörsins. Eftir Geir kemur Geir, og Homo Heimdellis erfir landið. —óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.