Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1982 Höfundur: Eugene 0‘Neill Þýðandi: Thor Vilhjálmsson Leikstjóri: Kent Paul Aðstoðarleikstjóri: Árni Ibsen Leikmynd, búningar, lýsing: Quentin Thomas Eugene O'Neill (1888-1953) er í hópi allramerkustu bandarískra leikskálda og samdi nokkur verk sem orðið hafa sígild, enda hlaut hann bókmenntaverðíaun Nóbels 1936, en hann var á hinn bóginn með mistækari höfundum sem um getur. Þriðja síðasta leikrit hans, Þjóðleikhúsið: „Dagleiðin langa inn í nótt“ (frá 1939-1941), sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á sunnudagskvöld, er sennilega best gerða leikhúsverk hans og á það sammerkt við mörg önnur verk hans að það er ákaflega langt og hæggengt. Sýningin á sunnudagskvöld tók fjóra og hálf- an tíma og hefði kannski ekki verið nein frágangssök ef allt hefði verið með felldu. En mikið var það kvöld lengi að líða! Ég held að varla fari milli mála að það var fremur uppfærslunni en sjálfu verkinu að kenna hve lang- dregin og leiðinleg sýningin reynd- ist vera. Verkið er samið af ótví- ræðu listfengi, innsæi og nærfærni, gætt örfínum blæbrigðum og örum tilfinningasveiflum, mögnuðum andstæðum og mikilli innri spennu. Það dregur upp heilsteypta og hrikalega mynd af fjórum mann- eskjum í sálarháska, þarsem ást og hatur, ótti og þótti, ofsi og aðgát togast á, þarsem blekkingin í sínum margvíslegu myndum ræður hús- um og veitir stundargrið fyrir óbær- ilegum atlögum veruleikans. Þess- um harmleik er lýst með mjög raunsæjum hætti á látlausu en hnit- miðuðu og trúverðugu máli. Hér kemur einmitt meginstyrkur O'Neills fram, en hann var fólginn í umbúðalausri og tilgerðarlausri út- málun hins hversdagslega veru- leika án skírskotunar til heimspeki- legra eða guðfræðilegra vanga- Þóra Friðriksdóttir í hlutverki Ljósm.- gel veltna sem skemma svo mörg af verkum hans. Leikritið er semsé samið af fá- gætri íþrótt og líður ómótstæðilega áfram til hinna fyrirsjáanlegu endaloka. Við vitum frá byrjun hvernig þetta á eftir að enda. Það sem heldur okkur við efnið, eða ætti að halda okkur við það, eru viðbrögð persónanna á hverju líðandi andartaki, blæbrigðin í orðum þeirra, hreim, látbragði. móðurinnar i „Dagleiðinni“. Hvað var það þá sem fór úr- skeiðis? Hversvegna reyndist hið upphafna og átakanlega lokaatriði leiksins máttlaust? Hversvegna urðu hinar mörgu endurtekningar textans, sem eiga að magna harm- leikinn og hnykkja á einmanaleik og hjálparleysi persónanna, hvers- vegna urðu þær einungis hvim- leiðar málalengingar? Getur annað verið en uppfærslan hafi með ein- hverjum hætti mistekist? Það var áberandi þreytublær yfir sýningunni á sunnudagskvöld og ekki í fyrsta sinn sem slíkur blær setur svip á Þjóðleikhúsið. Kann- ski var leitað út fyrir landsteinana eftir leikstjóra og leikmynda- teiknara til að porra upp liðið? Hafi sú verið ætlunin, hefur hún hrapallega mistekist, því ég minn- ist þess naumast að hafa séð kyrr- stæðari sýningu. Þar á ég ekki fyrst og fremst við ytri tilþrif og umsvif, því leikritið er mjög viðburða- snautt, heldur þá innri hreyfingu í framvindu leiksins sem grípi at- hygli og áhuga leikhúsgesta og haldi þeim stöðugt við efnið. Það er óneitanlega ráðgáta hversvegna valinn var erlendur leikstjóri, sem ekki kann íslensku, til að sviðsetja verk sem veltur svo mjög á hinu talaða orði og blæbrigðum málsins. Og svipað má reyndar segja um leikmyndateiknarann. Svo ein- falda stælingu á innviðum banda- rískrar stofu uppúr aldamótum hefði hver hérlendur leikmynda- smiður ráðið við. Ég verð að játa að þessi kynlegi innflutningur á er- lendu vinnuafli, á sama tíma og margir ungir íslenskir leikstjórar ganga um verkefnalausir, minnir mig dálítið á þessí 400 tonn af rot vörðu bakkelsi sem flutt var til landsins á liðnu ári til höfuðs inn- lendum bökurum. Þaráofan er vit- að og viðurkennt að bandarísk leiklist stendur í engu framar okkar eigin leiklist, nema síður sé. Ég fæ ekki betur séð en hér sé um að ræða alls óþarft bruðl með almannafé af Þjóðleikhússins hálfu, og hefði sýningin á sunnudagskvöld betur afsannað þá kenningu, en því var hreint ekki að heilsa. Það fer að verða nokkuð marg- jórtruð tugga að einstakir leikend- ur hafi staðið sig vel eða sæmilega, en uppfærslan verið meira og minna í molum, en þannig orkaði Sigurður A. Magnússon skrifar um leikhús sýningin á mig. Það kviknaði sára- sjaldan sá neisti sem jafnan tendr- ast þegar leikendur ná raunveru- legu sambandi hver við annan og þá um leið við áhorfendur. Það vantaði alla þéttingu, spennu, eftirvæntingu. Eða með öðrum orðum sagt: listræn heildartjáning á verki 0‘Neills fór forgörðum. Þar fyrir gerðu að minnstakosti tveir leikendanna eftirminnilega hluti. Arnar Jónsson náði öruggum tökum á eldra bróðurnum James, vínhneigðum slarkara, tilfinninga- næmum og orðljótum skapofsa- manni sem býr yfir máttugum and- stæðum ástar og haturs og alls sem þar á milli liggur. Arnar túlkaði all- an þann skala á nærgöngulan hátt. Rúrik Haraldsson túlkaði föður- inn, James eldra, einnig af næmum skilningi og dró ósjaldan upp hjartaskerandi mynd af þessum hrjáða og sjálfum sér sundurþykka stórleikara, braskara og nirfli, sem sífellt verður að sæta ásökunum konu sinnar og sona fyrir það sem aflaga hefur farið. Túlkun Rúriks var heilsteypt svo langt sem hún náði, en ég hefði gjarna viljað sjá eða skynja sterkar þá óviðráðan- legu ástríðu sem meinar nirflinum að sjá að sér, jafnvel þegar um líf og dauða sonar hans er að tefla. Það lá við að farsahljóð heyrðist þegar þeir voru að þjarka um heilsuhælin feðgarnir undir leikslok. Þóra Friðriksdóttir fór með erfitt hlutverk húsmóðurinnar Mary, sem er forfallinn eiturlyfjaneytandi og fellur enn einu sinni fyrir freistingunni þann langa dag sem leikritið fjallar um. Þó ýmislegt væri vel um túlkun Þóru, þá varð hún of eintóna þegar á heildina er litið. Hinar öru og stóru sveiflur í sál Mary, jafnvel líka í eintölunum, urðu sjaldan nógu máttugar eða sannfærandi, og breytingin sem hún tekur þegar á daginn líður var minni en ég átti von á. Nú er ljóst að hlutverk Mary er öðrum þræði leikur innan leiksins, því hún er einlægt að leika og látast gagnvart eiginmanni og sonum, en það breytir ekki því að hún er oft með sjálfri sér. Mér fannst leikarablær- inn hins vegar aldrei segj a skilið við Þóru. Það var eins og hún kæmist aldrei fyllilega inní hlutverkið, væri einhvernveginn feimin við það, enda snart hún mig aldrei allt þetta langa kvöld, sem má merkilegt heita. Vandasamt hlutverk Edmunds, yngra sonarins sem er „alter ego“ höfundar, var falið lítt reyndum leikara, Júlíusi Hjörleifssyni, og varla von hann ylli því. Hann hefur greinilega sterkan sviðspersónu- leik og kom vel og drengilega fyrir, en sýndi sjaldan sálarangist og innri togstreitu unga mannsins, aukþess sem hann var miklu hressi- legri og heilbrigðari en textinn gef- ur vísbendingu um. Hér vantaði sem sé bráðnauðsynlegan hlekk til að sýningin yrði heil. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir lék Cathleen vinnukonu kankvíslega í ölvunarástandinu og vakti gleði leikhúsgesta. Thor Vilhjálmsson hefur þýtt leikritið upp á nýtt og breytt heiti þess meir til samræmis við frum- textann (Sveinn Víkingur nefndi það 1959 „Húmar hægt að kveldi). Þýðing Thors heyrðist mér vera lip- ur og litrík, en dálítið fannst mér ankannalegt að heyra vinnukon- una þúa frú Tyrone. Að vísu eru þéringar ekki tíðkaðar í ensku (eða réttara sagt, það þérast allir), en þegar notuð eru ættarnöfn og ekki skírnarnöfn í ávörpum jafngildir það þéringum, og leikurinn á að gerast árið 1912. Sigurður A. Magnússon. FÖSTUDAGSKVÖLD I JliHUSINUl IJI5HUSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL. 10 I KVOLD Fullt hús matar Munið okkar stóra og vinsæla kjötborð Lokað laugsrdaga I lumar. MATVÖRUR RAFUOS FATNAÐUR REIÐHJÓL HÚSGÖGN RAFTÆKI JIS Jón Loftsson hf. /A A A A A A * cacDza' CD E ZZ Es (U i CIU Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.