Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 12
16 S\ÐA ~T»JÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1982 AL^VÐUBANDALAGiO Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Viðtalstímar Baldur Óskarsson verður með viðtalstíma n.k. laugardag, 27. nóvember kl. 14 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Stjórnin. Baidur. j Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 29. nóvember í Rein. Fundarefni: 1) Nefndamál 2) Kynnt og rædd störf byggingarnefndar, skipulagsnefndar og stjórnar Byggðasafnsins 3) Önnur mál Félagar fjölmennið Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðum félagsgjöldin Stjón Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst. Alþúðubandalagið í Reykjavík fjármagnar starf sitt einungis með félags- gjöldum og framlögum félagsmanna sinna. Stöndum því í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. Markið er allir skuldlausir um áramót. Stjorn ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn n.k. mánudag kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Stjórnin. Reuter og Lindgren Hjá Máli og menningu er komin út ný bók fyrir börn og unglinga sem nefnist Veröld Busters og er hún eftir danska barnabókahöf- undinn Bjarne Reuter. Olafur Haukur Símonarson þýddi bókina. Veröld Busters er fyrsta bókin um drenginn Buster Oregon Mort- ensen, sem er töframaður og hol- ræsajóðlari og kominn af fjöllista- mönnum í beinan karllegg. Pabbi hans er atvinnulaus sjónhverfinga- maður og afi hans var fallbyssu- kóngur. Sjálfur kann Buster eitt og annað fyrir sér. Pá gefur forlagið út bókina Leynilögreglumanninn Karl Blóm- kvist eftir Astrid Lindgren. Þetta er önnur útgáfa þýðingar Skeggja Ásbjarnarsonar, en bókin kom fyrst út á frummálinu 1946, og nokkrum árum síðar í íslenskri þýðingu, en hefur verið ófáanleg um langt skeið. Siálfstætt folk les Þjóðviljann MOÐVIUINN BLAÐHD SEM VSTNAÐ ERÍ Áskriftarsími 81333 „Flóamarkaður ‘ Þjóðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á timmtudögum geta áskrifendur Þjóöviljans fengið birtar smáauglýsingar sér að kostnaðarlausu. Einu skilyrðin eru aö auglýsingarnar séu stuttorðar og að fyrLrtæki eða stofnanir standi þar ekki að baki. Ef svo er, þá kostar þirtingin Hringið í síma 81333 ef þið þurfið að selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafið týnt einhverju eða fundið eitthvað. Allt þetta og fleira til a heima á Flóamarkaði Þjóöviljans. PJOÐVHJINN Auglýsingasíminn er 8-13-33 Alþýðubandalagið Suðurlands- kjördæmi: Stjóm- band við PLO Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins I Suðurlandskjördæmi á- lyktar þann 13.11. 82: „Við krefjumst þess að ríkis- stjórnin taki þegar í stað upp stjórnmálasamband við Frelsis- samtök Palestínuaraba, PLO, og sýni þannig í verki stuðning sinn við hina stríðshröktu landflótta Palestínuþjóð. Jafnframt krefj-’ umst við þess að alþingi íslendinga og ríkisstjórn taki afdráttarlausa afstöðu til stríðsreksturs ísraels- manna í Austurlöndum nær og taki fyrir öll viðskipti ríkjanna, þangað til mannúðleg og heiðarleg lausn er fundin á vanda Palestínuþjóðar- innar“. Þrjár íslenskar ljóðabækur: hugar- hægðar... Bóndinn Jón Jónsson á Fremsta- felli í Suður-Þingeyjarsýslu sendir frá sér taktbundinn kveðskap í ög- uðu formi, hjartslátt sem á upptök sín í fornbókmenntum eins og Njálu, en bærist líka í fjárhúsun- um, á túninu og á heiðinni. Valtýr Guðmundsson, Sandi, er höfundur ljóðabókarinnar VINJAR. í VINJLJM yrkir hann bæði rím- uð og órímuð ljóð um samtíð og fortíð. Náttúran og nánasta um- hverfi hans er gjöfult yrkisefni, gróandinn, veðrabrigðin og skepn- urnar. En Valtýr seilist líka til liðinna tíma, yrkir um Reyni- staðarbræður þunga dóma á Lög- bergi, eyðibýli, ömmu sína og afa. Skáldið beinir sjónum sínum að nútímanum í ljóðum um sjónvarp, rauðsokkur og verðbólguna. Einn- ig er þar að finna ýmis tækifæris- ljós. Árið 1982 eru liðin 100 ár frá fæðingu Björns Guðmundar Björnssonar. Björn var fátækur bóndi á rýrri jörð framan af ævi, missti fjölskyldu sína og átti við andstreymi að etja. Björn var trúmaður, skapstór og tilfinninga- ríkur, en þótti sanngjarn í félags- málum. Pótt Björn G. Björnsson væri alla tíð ljóðelskur, hóf hann ekki yrkingar fyrr en á miðjum aldri. Ljóðin í GLÆÐUM koma hér langflest á prent í fyrsta sinn. Skáldskapur Björns varð til við orf- ið og hefilbekkinn, sem sagt „dags- ins önn.“ Porsteinn frá Hamri og Sigurður A. Magnússon völdu Ijóðin. Hefur það bjargað þer -----: 9__________ Auglýsing frá launasjóöi rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1983 úr Launasjóði rithöfunda sam- kvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gef- inni út af menntamálaráðuneytinu 19. októ- ber 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau ein- vörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðu- blöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1982 til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, Reykjavík. Reykjavík, 20. nóvember 1982 Stjórn Launasjóðs rithöfunda. Frá Sjálfsbjörg Reykjavík og nágrenni Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 27. nóv. kl. 13.30 í Félagsheimili Kópavogs, Fannbraut 2. Nánari upplýsingar á skrifstofu íélagsins í síma 17868. iit roskahjálp Landssamtökin Þroskahjálp efna til ráð- stefnu um hlutverk heilsugæslustöðva fyrir þroskahefta laugardaginn 27. nóvem- ber 1982 kl. 10 -16.30 að Hótel Loftleiðum. Allt áhugafólk velkomið. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Asparfelli 12 - sími 74544 Óskum eftir fósturheimilum fyrir börn 8-12 ára, helst á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar á Félagsmálastjórn Reykjavíkurborgar, Asparfelli 12, sími 74544. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsefningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.