Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — |SJÐA 3 Iðnaðarbankmn í Garðabæ jóhann Egilsson útibússtjóri, Margrét Þórðardóttir afgreiðslumaður, Linda Óskarsdóttir afgreiðslumaður, Sigríður Sigurðardóttir afgreiðslustjóri og Albert Sveinsson skrifstofustjóri. Iðnaðarbankinn opnar nýtt úti- bú í Garðabæ í dag og er það á mótum Vífilstaðavegar og Bæjar- brautar. Hér er um að ræða sjálf- stætt útibú sem veitir alla almenna bankaþjónustu, þar með talin inn- og útlán, sparisjóðsviðskipti sem og ávísana- og hlaupareikningsvið- skipti. Afgreiðslustjóri þessa nýja útibús Iðnaðarbankans er Sigríður Sigurðardóttir, en hún hefur gegnt fulltrúastörfum í útibúi bankans í Hafnarfirði undanfarin ár. Fimm ár eru liðin síðan Iðnaðar- bankinn opnaði útibú, en það var haustið 1977 á Selfossi. Fyrirtæki og einstaklingar í Garðabæ hafa átt mikil og sívax- andi viðskipti við útibú Iðnaðar- bankans í Hafnarfirði. Til að sinna þörfum þeirra enn betur var á- kveðið að sækja um leyfi til að opna útibú í Garðabæ. í Garðabæ er vaxandi atvinnulíf, einkum iðnaður, og er það stefna bankans að styðja þann rekstur sem mestur vöxtur er í, og efla með i þeim hætti bæjarfélagið í heild. Útibúið er vel staðsett við vænt- anlegan miðbæ í Garðabæ og er það í leiguhúsnæði hjá Pharmaco h.f. Sá hluti hússins sem Iðnaðar- bankinn tók á leigu er með léttum innréttingum og voru þarfir fatl- aðra hafðar í huga við hönnun þeirra. Aðgangur er greiður fyrir fólk í hjólastólum jafnt innan dyra sem utan. Starfsmenn útibúsins verða þrír til fjórir og mun opnun þess létta nokkuð á útibúi Iðnaðarbankans í Hafnarfirði. Yfirstjórn þessara úti- búa er sameiginleg. Útibússtjóri er Jóhann Egilsson og skrifstofustjóri Albert Sveinsson. í tengslum við opnun þessa nýja útibús hefur verið efnt til mynda- samkeppni meðal nemenda Garðaskóla og Flataskóla, sem á 25 ára afmæli um þessar mundir. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndirnar og verða verðlauna- myndirnar til sýnis í húsakynnum bankans. Útibú Iðnaðarbankans í Garða- bæ er opið á virkum dögumkl.9.15 -16.00 og auk þess á fimmtudögum milli kl. 17 og 19. Á opnunardaginn verða kaftiveitingar fyrir alla Garðbæinga. ___ekh Óætar kartöflur? Neytendasamtökin leggja til að nefnd kanni málið Stjórn Neytendasamtakanna hefur lagt til að skipuð verði nefnd til að kanna hvernig standi á því að ekki er hægt að koma kartöflum óskemmdum á borð neytenda. í mörgum tilfellum séu neytendum seldar algerlega óæt- ar kartöflur. í ályktun stjórnar Neytenda- samtakanna er þess krafist að þegar verði gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þetta ófremd- arástand. Þykir sýnt að sölufyr- irkomulag kartaflna þarfnist endurskoðunar og breytinga. Þá leggur stjórn Neytendasam- takanna til að kannað verði hvort ekki sé möguleiki á að taka upp úrvalsflokk kartaflna. -•g- 5. þing BHM Atvinnumál og skipulagsbreytingar 5. þing Bandalags háskólamanna menntamálum, en hinn framsögu hefst í dag og stendur fram á |maðurinn, •Sigmundur Stefánsson laugardag. Verður þar einkum mun fjalla um könnun sem gerð fjallað um atvinnumál háskóla- hefur verið á þessum málum innan manna á ísiandi, tillögur um laga- aðildarfélaga BHM. breytingar BHM verða lagðar fram, sem m.a. kveða á um aukið Valdimar K. Jónsson fráfarandi sjálfstæði einstakra ráða innan .formaðurBHMsegiríforystugrein bandalagsins auk þess sem aðal- BHM blaðsins sem kom út í gær að stjórn fær útvíkkað valdsvið í stað stærstu breytingarnar í tillögum fulltrúaráðs. Þá verður kjörin ný Sem fyrir þinginu liggja, séu þær að stjórn bandalagsins, en fráfarandi stað fulltrúaráðs komi aðalstjórn formaður þess er Valdimar K. sem eigi að taka virkan þátt í stefiiu- Jónsson. mótun bandalagsins. Þar eigi að I framsöguerindi sínu um atvinnu hafa sæti allir formenn banda_ mál, háskólamanna ræðir Halldór lagsfélaga og auk þess verði sjálf- Guðjónsson kennslustjóri Háskóla stæði ráða innan bandalagsins stór- Islands um framtíðarhorfur í aukið. Geðhjálp með félagsmiðstöð Félagið Geðhjálp sem er félag fólks með geðræn vandamál, aðstand- enda þeirra og annarra velunnara hefir nú opnað félagsmiðstöð að Báru- götu 11 hér í borg. Fyrst um sinn verður þar opið hús laugardaga og sunnudaga frá kl. 2-6 e.h. Þar er fyrirhugað að fólk geti hist og fengið sér kaffi, setið þar við spil og tafl o.fl., fengið þarna félagsskap og samlagast lífinu í borginni. Þarna mun verða hægt að fá upplýsingar um það sem helst er að finna til gagns og skemmtunar í borginni og nágrenni. í húsnæði þessu er hægt að mynda alls konar hópa og klúbba, um hinar margvíslegu þarfir og áhugamál. Kökubasar M.S.-félagsins M.S.-félag ísland verður með kökubasar í Fáksheimilinu v/ Reykjanesbraut sunnudaginn 28.nóvember kl. 14. Ljúffengar kökur og ýmsir nytsamlegir hlutir verða á boðstólum á góðum kjörum. Þetta er stóri vinningurinn Vinningar í happdrætti Þjóðviljans 1982: 1. Bifreið Daihatsu Charade 2. Húsgögn að eigin vali frá TM-húsgögnum 3. Nordmende litasjónvarp frá Radíóbúðinni 4. Ferð að eigin vali frá Samvinnuferðum-Landsýn 5. Ferð að eigin vali frá Samvinnuferðum-Landsýn 6. Ferð að eigin vali frá Úrval 7. Ferð að eigin vali frá Úrval kr. 128.000 kr. 25.000 kr. 19.170 kr. 15.000 Verðmæti vinninga alls kr. kr. kr. kr. 15.000 15.000 15.000 232.170 Dregið verður 1. des. Gerið skil sem fyrst Happdrætti Þjóðviljans 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.