Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Eins og ætlað var mun þessi grein fjalla um Landssamband Stangaveiðifélaga. Til hagræðis mun ég aðeins nota skammstöf- unina L.S. Það er upphaf sam- bandsins, að bréf kom frá Stanga- veiðifélagi Akraness til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þar sem bent var á nauðsyn þess að stangaveiðifélögin stofnuðu með sér landssamtök. Þetta var snemma árs 1948. Svona augljós skynsemi féll í góðan jarðveg og eftir hæfileg fundahöld og annan undirbúning, var boðað til stofn- fundar 27. maí, 1950. Sá fundur var haldinn og þar hefur mönnum þótt að eitthvað mætti betur fara, því boðað var til framhaldsstofn- fundar 29. október sama ár. Á þeim fundi var L.S. formlega stofnað. Stofnfélögin voru þessi: 1. Stangaveiðifélag Akraness 2. Stangaveiðifélag Borgarness 3. Stangaveiðifélagið Fluga, Reykjavík ij| y ; Landssamband 4. Stangaveiðifélag ísfirðinga, Isafirði 5. Stangaveiðifélagið Papi, Reykjavík 6. Stangaveiðifélag Reykja- víkur 7. Stangaveiðifélag Sauðár- króks 8. Stangaveiðifélagið Stöngin, Reykjavík 9. Veiðifélagið Svalbarðsá, Reykjavík 10. Stangaveiðifélagið Uggi, Reykjavík. Fyrstu stjórnina skipuðu: Sæ- mundur Stefánsson, Reykjavík, formaður; Friðrik Þórðarson, Borgarnesi; Pálmi Ingólfsson Reykjavík; Egill Sigurðsson, Akranesi; Víglundur Möller, Reykjavík. Endurskoðendur voru kosnir Björn Björnsson og Ólafur Þorsteinsson, báðir úr Reykjavík. í fyrstu lögum sam- bandsins er tilgangurinn með stofnun þess skráður á þessa leið: 1. Að vinna j afnan að nauðsyn- legum endurbótum á lax- og silungsveiðilöggjöf landsins. 2. Að koma í veg fyrir hvers konar rányrkju og ofveiði í ám og vötnum. 3. Að takmarka sem mest alla veiði vatnafiska í sjó. 4. Að stuðla að aukningu fiski- stofnsins í ám og vötnum. 5. Að vinna að því að tekin verði til fiskræktunar ár og vötn sem fisklaus eru, en lík- leg mættu teljast til árangurs af slíkri ræktun. 6. Að stuðla að auknum skiln- ingi almennings á málefnum sambandsins og tilgangi þess. 7. Að stuðla að góðri samvinnu stangaveiðimanna og veiði- eigenda. 8. Að kenna mönnum að virða lög og reglur um veiði. 9. Að kynna stangaveiði- mönnum löglegar veiði- aðferðir og nýjungar á því sviði, svo og að stuðla að því að þeir geti aflað sér tilsagnar um meðferð og notkun veiði- tækja. 10. Að stofna til samkeppni í köstum o.s.frv. eftir því sem aðstæður leyfa. 11. Að stuðla að útgáfu nauð- synlegra rita varðandi stanga- veiði. 12. Að vera fulltrúi stangar- veiðifélaga og einstaklinga innan vébanda sambandsins gagnvart því opinbera. 13. Að leitast við að jafna ágreining er upp kann að koma á milli sambandsaðilja og vinna á móti óeðlilegri samkeppni um leigu veiði- vatna, án þess þó að hafa nokkurt úrskurðarvald, nema báðir eða allir aðilar óski þess. Sambandinu er óheimilt að leigja, kaupa eða tryggja sér veiðiréttindi fyrir lengri eða skemmri tíma. kaupa eða tryggja sér veiði- réttindi fyrir lengri eða skemmri tíma. Við sjáum að þetta eru ekki lítil verkefni. L.S. hefur tekið virkan þátt í mótun laganna um lax- og silungsveiði. Sambandið átti fulltrúa í nefndinni er samdi lögin sem nú eru í gildi. Þau eru frá 1970. Þessi lög hafa verið í endurskoðun í nokkur ár og þá ber svo við, að ráðherrann sem nefndina skipaði, tilnefndi ekki fulltrúa frá L.S. Hvað veldur? Mér dettur í hug að hann hafi hugsað: „Hvenær hefur mjólk- urkýrin verið spurð álits um nokkuð er hana varðar?" Þetta er nú hálfgerð illkvittni hjá mér. Sennilegra er að hann hafi ekki tekið nægilegt mark á tilveru L.S. Hafi svo verið, er rétt að minna á að samkvæmt nýlegri könnun, eru það 20% þjóðarinnar sem stunda einhverja stangaveiði. Þetta er ekkert lítill hópur og L.S. er eini málsvari þessa fólks gagnvart stjórnvöldum. Sigurður Pálsson skrifar um veiöimál Stofnun Fiskræktarsjóðs var baráttumál L.S. frá 1954, en varð þó ekki að lögum fyrr en 1970. Veiðimálanefnd fer með úthlut- un úr þeim sjóði og þar á L.S. fulltrúa. Ásókn erlendra auð- manna og fyrirtækja í að taka á leigu fslenskar laxveiðiár, hefur alltaf verið meðal þess sem L.S. hefur barist gegn. Það er líka full- komlega óeðlilegt að í sumum góðum veiðiám skuli fslendingar ekki geta fengið veiðileyfi nema á þeim tíma sem útlendingar vilja ekki nota þ.e. fyrst og síðast á veiðitímanum. L.S. hefur aldrei haft á móti því að útlendingar gætu keypt veiðileyfi hér á landi. Það er aðeins leiga heilla vatna- svæða til útlendinga og forgangur á öðrum svæðum sem hér er bar- ist gegn. Þá komum við líka að sótt- hreinsunarmálunum. Menn sem koma með veiðitæki sín og hlífar, svo sem stígvél, frá útlöndum til veiða hér, geta hugsanlega borið með sér sjúkdóma og þar með valdið tjóni á okkar laxa- og sil- ungastofnum. Þetta hefur L.S. ekki látið fram hjá sér fara, held- ur nuddað í stjórnvöldum og sent þeim samþykktir frá þingum sín- um. Þessi mál eru ekki í nógu góðu lagi enn og þess vegna sam- þykkti síðasti aðalfundur tillögu og sendi stjórnvöldum varðandi það og keyptir yrðu fimm gas- skápar til þessara nota og settir upp á þeim stöðum sem veiði- menn koma til, úr lofti eða af legi, þegar þeir heimsækja landið. Þarna voru nefndir flug- vellir í Keflavík, Reykjavík og Akureyri, einnig hafnirnar Seyðisfirði og í Reykjavík. Þó menn greini eitthvað á um hversu mikil hætta sé þarna á ferð, hlýtur að vera tilvinnandi að leggja í dálítinn kostnað öryggis- ins vegna. L.S. tók þátt í laxveiðiráð- stefnunni sem haldin var hér á landi í janúar síðastliðnum, og sambandið er aðili að norður- landasambandi stangaveiðifé- laga. N.S.U. er skammstöfun á heiti þeirra samtaka. Þetta er mikill vettvangur og stór þar sem vandamálin eru svipaðs eðlis hjá öllum þjóðunum. Barátta gegn mengun og laxveiðum í sjó er mikið viðfangsefni N.S.U. Mengunin vegna nálægðar við iðnaðarsvæði Evrópu og sjó- veiðarnar af því mönnum þykir eðlilegasárt, að sjá þjóðir stunda stórveiðar á laxi án þess að eiga nema eitthvað sáralítið í stofn- inum. í Hafréttarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að heimalönd laxins, löndin þar sem fiskurinn hrygnir, eigi stofninn og beri líka ábyrgð á honum. Eigendurnir geta bannað öðrum þjóðum að veiða úr þess- um stofni og hljóta að gera það. Landssambönd veiðimanna vinna að þessu hvert heima hjá sér og sameiginlega í gegnum N.S.U. Gott er fyrir L.S. að taka þátt í samstarfi af þessu tagi. Það er alltaf lærdómsríkt að hitta full- trúa annarra þjóða með sömu áhugamál. Þá læra menn hver af öðrum og ná meiri árangri í allri glímu við vandamál. L.S. samþykkti á aðalfundi sín- um nú í haust áskorun til stjóm- valda, að þau leggðu fram stórum meira fé til rannsókna á lífi og göngum laxastofnsins og hefji nú þegar viðræður við Færeyinga og aðrar þjóðir um að þær leggi nið ur í áföngum laxveiðar í sjó. Varðandi mengunarmál, hefur L.S. alltaf verið á verði. Sam- bandið stóð fyrir mengunar- ráðstefnu 1976 sem tókst mjög vel. Þar kom saman mikill fróð- leikur um ástand þeirra mála hér á landi L.S. á fulltrúa í Land- vernd, sem eðlilegt er. Náttúru- vernd er eilíft dagskrármál veiði- manna. Kastmót hafa verið hald- in í tengslum við aðalfundi lands- sambandsins, enda er þarna á ferðinni mögnuð íþrótt. Slysavarnamál lætur L.S. mik ið til sín taka og gerði á þessu ári verulegt átak í því efni. Þar var haft samstarf við Slysavarnafélag íslands og Landssamband veiðif- élaga. Stjórn L.S. og stjórn Landssambands veiðifélaga halda reglulega fundi saman þar sem rædd eru sameiginleg áhuga- og vandamál. Samstarf þessara samtaka er með ágætum. Hér verð ég að slá botninn þetta þó margt sé ótalið. Eitthvað af því flýtur með seinna. Núver andi formaður L.S. Birgir Jóh Jóhannsson, veitti mér upplýs ingar og sömuleiðis blaðaði ég gömlu eintaki af Veiðimannin um. Erindi sem Hákon Jóhanns son hélt á veiðimálaráðstefnu aprfl, 1981 ,nýtti ég líka í upplýs ingaskyni. Um leið og ég þakka aðstoðina kveð ég lesendur. Aðalfundi Jassvakningar nýlokið: Von er á Delta Btues og Saiamöndrunum tíl landsins á næstunni Nýlega hélt Jazzvakning aðal- fund sinn þar sem kjörin var stjórn og framkvæmdanefnd samtak- anna, innri mál rædd og stefnan mörkuð. I stjórn voru kjörnir: Vern- harður Linnet formaður, Sigurjón Jónasson, varaformaður, Tómas R. Einarsson ritari, Ingimundur T. Magnússon gjaldkeri og Rúnar Sig- urðsson spjaldskrárritari. í fram- kvæmdanefnd voru kjörnir: Ger- ard Cinotti, Guðmundur Steingrímsson, Jóhannes Johnsen, Jónatan Garðarsson, Sigmar B. Hauksson og Trausti Klemenzson. Endurskoðandi var kjörinn Jón Múli Árnason. Ásmundur Jónsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar- starfa og mun ásamt nokkrum á- gætum félögum í Jazzvakningu beita sér fyrir kynningu á framúr- stefnujazzi hérlendis. Á síðasta starfsári hélt Jazzvakn- ing tónleika með eftirtöldum lista- mönnum: Niels-Henning Örsted Pedersen & Philip Catherine, Mis- sissippie Delta Blues Band, Art Ensemble of Chicago og Art Blak- ey Jazz Messengers, var hagnaður af þeim tónleikum öllum en tap var á tónleikum félagsins með: Joe Newman og íslenskum hljóðfæra- leikurum, Leo Smith Dalta Arke- stra Roscoe Mitchell og Charlie Hadens’ Liberation Music Orche- stra. Segja má að fjárhagur Jazz- vakningar hafi verið í jafnvægi er tónleikar Charlie Hadens voru haldnir í Háskólabíói í okt. sl. en tap á þeim var nálægt 100 þúsund krónum. íslenskir jazzleikarar hlupu undir bagga með hreyfing- unni, og voru haldnir síðdegisjazz- tónleikar á Hótel Borg þann 14. nóv. sl. Heppnaðist sú uppákoma með ágætum og grynnkaði á skuld- unum, en betur má ef duga skal. Nú er von á The Mississippi Delta Blues Band til landsins og halda þeir þrenna tónleika hér. Þeir fyrstu verða á Hótel Borg fimmtudagskvöldið 9. desember og þeir tveir síðari væntanlega í Félagsstofnun Stúdenta þann 10. og 11. desember. Hljómsveitin heimsótti okkur í fyrra og fékk þá frábærar viðtökur, enda vandfund- in önnur eins stuðsveit. Nú hefur sveitin verið endurskipulögð og er sögð betri en nokkru sinni fyrr. Allt er óvíst um starfið á næsta ári, utan að í byrjun ferbrúar mun sænska kvennajazzsveitin Sala- möndrurnar koma til íslands og leika. Þær hafa farið sigurför um heiminn undanfarið og var m.a. boðið að leika á fyrsta kvennajazz- festivalinu, í Kansas City 1980. Þær vöktu og mikla athygli á Norður- sjávarjazzhátíðinni í Hollandi í fyrra. Gullfiskabúðin í Fischersundi Eigendaskipti hafa nú átt sér stað að Gullfiskabúðinni í Fisc- herssundi. Hinir nýju eigendur, Emma Holm og Halldór Oskars- son, hafa breytt búðinni í kjörbúð til hagræðingar fyrir viðskiptavin- ina. Sömu vörumerki verða áfram á boðstólum, en það eru t.d. TETRA-fiskafóður og lyf, BONNIE- fugla- og nagrísafóður, SPILLERS-hunda- og kattafóður og ARMITAGES-kattasandur. Sú nýjung er tekin upp að hreinrækt- aðir kettlingar eru nú teknir í um- boðssölu. Togarinn Jón Baldvinsson Viðgerð hefur heppnast vel segir Björgvin Guðmundsson Nú eru liðnir um tveir mánuðir síðan togarinn Jón Baldvinsson kom til landsins eftir að hafa farið í viðgerð til Noregs. Fyrr á þessu ári bræddi vélin í þessum tæplega tveggja ára gamla skuttogara úr sér og kom strax í Ijós að um bótaskylt tjón var að ræða. Var togarinn sendur í viðgerð í skipasmíðastöð í Rubbestatnes í Noregi, sem er eigi langt frá Bergen. Tók viðgerðin 4 vikur eða mun skemmri tíma en' álitið var í fyrstu. Einnig voru gerðar nokkrar lagfæringar á svartolíubúnaði togarans. Að sögn Björgvins Guðmunds- sonar forstjóra BÚR var nær allur kostnaður vegna viðgerðarinnar greiddur af viðkomandi trygging- arfélagi sem í þessu tilviki voru Al- mennar tryggingar. Björgvin sagði að ekkert athug- unarvert hefði komið í ljós eftir að togarinn fór aftur til veiða. Hann hefur fiskað allvel að undanförnu. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.