Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1982 síðan Visindi r á Islandi Fjár- festing verð- bólgu Þróað var handhægt reiknilík- an til mats á fjárfestingu þar sem m.a. tekið er tillit til lána vegna fjárfestingar, verðbólgu og skatta. Til grundvallar var lagður fjárstreymisútreikningur og lögð áhersla á að fá fram sjóðstöðu vegna fjárfestingar ár frá ári og fá þannig yfirlit yfir hvernig fjár- magn skilar sér aftur. Ennfremur fæst yfirlit yfir afkastavexti heildarfjármagns, eiginfjár- magns fyrir og eftir skatta. Gætum tungunnar Sagt var: Liðin skoruðu sitthvort markið. Rétt væri: Liðin skoruðu sitt markið hvort. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! Speki dagsins Það er ekki hægt að borða, nema maður hafi eitthvað að éta. Gamalt mismæli 611 hreindýr felld í sumar Þá hafa allir nema veiðiþjóf- arnir skilað inn veiðiskýrslum til menntamálaráðuneytisins um hreindýraveiðar á liðnu sumri. Heimilt var að fella alls 864 hreindýr á Austurlandi, en sam- kvæmt skýrslum hreindýraeftir- litsmanna voru aðeins 611 dýr felld. Flest hreindýr voru felld í Jök- uldalshreppi, 76, sem ereinu dýri fleira en kvótinn leyfði. Hins veg- ar var ekkert hreindýr fellt í Eg- ilsstaðahreppi samkvæmt skýrsl- um, en þar mátti fella 20 dýr, og eins var ekkert dýr fellt í Skeggja- staðahreppi, þar mátti fella 4; í Stöðvarhreppi, en þar mátti fella 13; og ekkert hreindýr var fellt í Hafnarhreppi, en þar mátti fella 6 dýr. Borgfirðingar skutu næstflest hreindýr á sumrinu eða 56, og Norðfirðingar og Fljótsdalsbúar felldu 55 dýr hvorir um sig. Þessi hreindýr sluppu, því þau voru á svonefndu Sædýrasafni í Hafnarfirði síðast þegar við vissum. ...ég er klár... Að loknum sjónvarps- -viðræðuþættinum með Kjartani Jóhannssyni formanni Alþýðu- flokksins var þetta ort: Ég er kaldur, ég er knár, ég er krata eina von. Ég er klókur, ég er klár, ég er Kjartan Jóhannsson. Stjörnu- speki skiptir engu Frönsk rannsókn á stjörnu- speki leiðir til þeirrar niðurstöðu að ekki séu nein tengsl á milli persónugerðar manna og þess í hvaða stjörnumerki þeir fæðast. Stjórnandi rannsóknarinnar, Michel Cauguelin, segir að niður- stöðurnar séu óyggjandi. Rannsóknarhópurinn tók til skoðunar æviferil 2000 manna og kvenna, þar á meðal voru íþrótta- menn, hermenn, leikarar, stjórn- málamenn og rithöfundar. Voru æviskeiðin borin saman, með til- liti til stjörnumerkja viðkom- andi. Kjarvalskort Þá eru menn farnir að finna lyktina af jólunum. Eitt er það sem oft vill gleymast, alveg, fram á síðustu stundu en það er að senda vinum og kunningjum hér- lendis sem erlendis stutta jóla- kveðju. Okkur bárust hér inn á rit- stjórnina á dögunum ansi falleg jólakort sem Offsett- pretnsmiðjan Litbrá gefur út. Hér er um að ræða prentanir á þremur málverkum Kjárvals og einni krítarmynd sem er sjálfs- mynd og við birtum hér að ofan. Hin kortin eru með myndum af málverkunum „Snjór og gjá“ máluð 1954, „Bleikdalsá“ máluð 1967 og „Fyrstu snjóar“ máluð 1953. Nýyröi viðurkennt af íslenskri málnefnd: Stálþræll Eftirfarandi orð hefur íslenska I málnefndin haft til umræðu og mælt með sem góð og gild í ís- lensku máli. Stálþræll, kk., ’vél, sem klipp- ir, sker og gatar stál. Tillaga frá G.J. Fossberg hf., vélaverslun. Tölusetjari, kk., eða tölusetn- ingarvél, kv., ’vél, sem tolusetur þ.e. prentar síhækkandi tölur; e. numerator. Tillaga nefndarinnar að gefnu tilefni. Landvörður, kk., ’sá, sem ann- ast vörslu lands (venjulega friðaðs), ;E. ranger. Starfsheiti. Tillaga frá Náttúruverndarráði. Verkbeinandi, kk., ’sá, sem fær sjúklinga til að taka sér eitthvað fyrir hendur eða hafa j eitthvað fyrir stafni’; d. beskæft- igelsesvejleder. Starfsheiti. Til- laga nefndarinnar að gefnu til- efni. Nokkrar umræður hafa orðið meðal jarðfræðinga, verkfræð- i inga o.fl. um íslenskar þýðingar á : ensku orðunum pore (smá) hola í föstu efni’, porous holóttur, al- settur (smá)-holum’ og poroisty sá eiginleiki að vera (smá) holótt- ur’. í bréfi frá Orðanefnd byggingarverkfræðinga, dags 26. apríl 1982, var leitað álits máln- efndar á helstu þýðingum, sem fram höfðu komið. Nefndin sam- þykkti á fundi sínum 11. maí sl. að mæla með orðunum gropa, kv., fyrir „pore“, gropinn, 10., fyrir „porous" og grop, hk., fyrir i „porosity." Galloway- naut á maganum Haldiði það væri munur að fá mynd eitthvað líka þessari á magann. Reykjavík, höfuðborg íslands, býður upp á flest það sem hugur- inn girnist. Nú berast þær fréttir að sunnan að þar sé búið að koma á fót „húðflúrunarstofu” og geta menn loksins látið skreyta á sér kroppinn. Dagblaðið - Vísir birti fyrir skömmu ítarlegt viðtal við mann nokkurn sem hefur sérhæft sig í húðflúri og annan sem er búinn að láta húðflúra sig hátt og lágt. Það er ekki ónýtt fyrir okkur 'sem í strjálbýlinu búum að geta látið skreyta okkur næst þegar leiðin liggur til Reykjavíkur. Bændur geta t.d. látið húðflúra Galloway naut á magann á sér til merkis um áhuga á framförum í landbúnaði og þeir sem starfa í sjávarútvegi geta fengið sér hringorm á magann. (Úr bændablaðinu Degi á Akureyri.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.