Þjóðviljinn - 26.11.1982, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Qupperneq 16
DIOÐVIUINN Föstudagur 26. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285. I jósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Afturför á sviði jafnréttis: Konum fækkar við Háskólann Hlutfallslega færri konur út- skrifuðust úr Háskóla Islands í ár en árið 1980. Skipting í hefðbundn- ar kvenna- og karlagreinar virðist mun meira áberandi nú við Há- skólann en fyrir tveimur árum. Þetta kemur m.a. fram í grein sem Guðríður Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna ritar í BHM-blaðið sem kom út í gær. Árið 1982 eru konur 34% þeirra sem útskrifast frá Háskóla íslands. 1980 var hlutfall kvenna hins vegar 41%, en þær tölur komu fram í Jafnréttiskönnun í Reykjavík sem félagsvísindadeild Háskóla íslands gekkst fyrir veturinn 1980-81. Þá virðist ljóst að námsval er enn kyn- bundnara á þessu ári en var 1980. Nú er til dæmis engin kona í hópi 40 útskrifaðra verkfræðinga, en þær voru 11% fyrir tveimur árum. Þá bendir Guðríður Þorsteinsdóttir á í grein sinni að hlutdeild kvenna í hópi útskrifaðra viðskiptafræðinga hafi á tveimur árum lækkað úr 37% í 14% og lækna úr 22% í 13%. Hlutur karla í hinum hefðbundnu kvennagreinum hafi ýmist staðið í stað eða minnkað. Guðríður bendir á að þeir sem luku háskólanámi á árinu 1980 hafi sennilega byrjað nám sitt á árunum 1974-76 en margir telji að áhugi á jafnréttismálum hafi náð hámarki á kvennaárinu 1975. Því bendi þessar fyrrgreindu tölur til þess að um afturför sé að ræða á sviði jafn- réttismála enda þótt varhugavert sé að draga víðtækar ályktanir af þessum niðurstöðum. Þær séu þó vissulega umhugsunarefni. -v. Það er ekki amalegar drossíurnar sem nemendur VÍ koma á í skólann eins og sú sem er fremst á myndinni. Ljósm. -eik. ✓ Vandi vegna ólöglegra bflastæða við VI: T”r L*. Verða sektlr felldar niður af Mum nema? Mikil bifreiðaeign nemenda í Verslunarskóla ís- lands er fleirum áhyggjuefni en íbúum við Grundar- stíg og þeim sem leið eiga um hann. Albert Guð- mundsson flutti nýlega í borgarráði tillögu um að sektir vegna ólöglegra bifreiðastæða nemenda á skólatíma yrðu felldar niður, þar sem foreldrar hefðu miklar áhyggjur af fjölda sektarmiða! Borgarráð fól umferðarnefnd að gera tillögur að lausn á þessum vanda „og hafa í huga“ tillögu Al- berts. Umferðarnefnd fór á staðinn s.l. miðvikudag og kannaði aðstæður og verður málið trúlega afgreitt á næsta fundi. Guttormur Þormar, framkvæmdastjóri nefndar- innar, sagði það varla hlutverk hennar, heldur lög- gæslunnar að athuga með niðurfellingu sekta. Hins vegar væru ýmsar hugmyndir á lofti í umferðarnefnd um aðrar lausnir og var honum m.a. falið að kanna viðhorf íbúa við Grundarstíg gagnvart einstefnuakstri um hann, hvað margir bílar nemenda væru, svo og hversu lengi Verslunarskólinn verður staðsettur á þessu þrönga horni, en skólinn hefur fengið lóð í Nýja miðbænum við Kringlumýri. -ÁI Tillaga um frystingu kjamorkuvopna samþykkt 103 atkvæði gegn 17 ísland og Danmörk sátu hjá 103 ríki greiddu atkvæði með til- lögu Svíþjóöar og Mexíkó um fryst- ingu kjarnorkuvopna í 1. nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna á þriðjudag. Sautján ríki voru á móti, þar á meðal öll Nato-ríkin nema Grikkland, sem studdi til- löguna, og Danmörk og ísland sem sátu hjá. Auk Nato-ríkjanna greiddu fsra- el, Japan, Ástralía, Nýja Sjáland og Spánn atkvæði á móti. Auk Danmerkur og íslands skiluðu Guatemala, Papua- Nýja Guinea, Filippseyjar og Sómalía auðu. Röksemdir flestra Nato-ríkja gegn tillögunni byggðust á því að hún tryggði Sovétríkjunum vissa yfirburði í vopnabúnaði, sérstak- lega hvað varðaði miðlungsdrægar SS-20 eldflaugar í Evrópu. Meðal V-Evrópuríkja sem- studdu tillöguna voru auk Svía og Grikkja einnig Finnland og írland. Samþykkt tillögunnar í 1. nefnd þýðir ekki að hún sé endanlega af- greidd. Til þess að svo megi verða þarf hún að koma fyrir Allsherj- arþingið. Þess er vænst að það verði í næsta mánuði. Tillögur sem samþykktar eru á Allsherjarþing- inu eru ekki bindandi fyrir aðild- arríkin. Það gildir einungis um samþykktir Öryggisráðsins. Fullur texti tillögu Svíþjóðar og Mexíkó birtist í Þjóðviljanum í gær. ólg. Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar um ummæli Kristjáns Ragnarssonar hjá LÍU: * Omaklega að okkur vegið Það er ekki algengt nútildags að vegið sé að stofnunum eða vísinda- mönnum á jafn grófan hátt og Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, gerði að Hafrann- sóknarstofnuninni og íslenskum fiskifræðingum í ræðu sinni á þingi LÍÚ á miðvikudaginn. Þar sem hann fjallaði um tillögu fiski- fræðinga um 350 þús. tonna þorsk- afla í ár segir hann meðal annars: Þetta eru svo mikið umskipti að ætla verður að vitneskja um stofn- stærð sé af mjög skornum skammti og vísindaleg þekking til ráðgjafar takmörkuð, alvarleg fullyrðing en óhjákvæmileg... Síðan rekur hann ýmislegt úr skýrslu fiskifræðinganna og segir síðan: Hvaða vísindi eru þetta, eru mennirnir að semja við sjálfa sig um hámarksafla. Mjög alvarlegt er til þess að vita að þekking okkar á þessum málum skuli ná svo skammt miðað við þá þjóðarhags- muni sem hér eru í veði... Mér þykja þessi ummæli gróf og ómaklega að okkur vegið hjá Haf- rannsóknarstofnun. Við reynum af fremsta megni að vinna störf okkar svo vel sem kostur er og tökum aldrei tillit til hagsmuna- aðila í okkar rannsóknum eða niðurstöðum þeirra. í hverri skýrslu sem við sendum frá okkur byggjum við á þeim upplýsingum, sem við vitum bestar og réttastar, sagði Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar er Þjóð- viljinn leitaði álits hans á ummæl- um Kristjáns. Þá benti Jón á, að Kristján gagn- rýndi það að Hafrannsóknarstofn- unin setti fram hugleiðingar um hvað valdi því að 1976 árgangurinn af þorski virðist nú ekki jafn sterk- ur og leit úr fyrir í fyrra. Stofnunin hlýtur að setja fram vangaveltur um það þar til annað kemur í ljós, sagði Jón Jónsson. -S.dór Ráðstefna um næstu helgi: Umhverfis- og skipulagsmál Um næstu helgi, föstudaginn 3. og laugardaginn 4. desember stendur Alþýðubandalagið fyrir opinni ráðstefnu um umhverfis- og skipulagsmál. Ráðstefnan hefst kl. 17 á föstudag og lýkur kl. 16 á laugardag. Meðal umræðuefna verða: Auðlindanýting og vægi umhverf- issjónarmiða við staðarval iðn- rekstrar, Stjóm umhverfismála og umhverfisfræðsla, Náttúruvemd, mannvirkjagerð, túrismi, útivera og eignarhald á landi, Umhverfi í þéttbýli og stjórn skipulagsmála, landnýting og framkvæmd aðal- skipulags. Forsvarsmenn framkvæmda- aðila og náttúruverndarsamtaka munu væntanlega sitja fyrir svörum á laugardag. Dagskrá ráðstefnunnar verður nánar aug- lýst síðar. Gunnar kaus í prófkjörinu Gunnar Thoroddsen og kona hans Vala kusu utankjörstaða- kosningu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í gær, en í dag fóru þau utan á fund forsætisráðherra Norðurlanda. Kemur þetta mjög á óvart eftir fyrri yfirlýsingar Gunn- ars, en prófkjörið verður nú um helgina. Magnús Kjartansson Úrval Austra- pistla Magnúsar Mál og menning hefur gefið út bókina Frá degi til dags, úrval úr daglegum Austrapistlum Magnúsar í Þjóðviljanum á árunum 1959- 1971. í bókarkynningu segir á þessa leið: „Þessir pistlar sýna ýmsar skopiegar og undarlegar hliðar landsmálanna á viðreisnarárunum - og um leið birtist höfundur þeirra ljóslifandi, hugðarefni hans og hug- sjónir, skörp hugsun, næmt skop- skyn, að ógleymdu frábæru valdi hans á íslenskri tungu“. Vésteinn Lúðvíksson rithöfund- ur valdi pistlana og skrifar formála að bókinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.