Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 RUV <9 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Guðmundur Einarsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Komm- óðan hennar langömmu" eftir Birgit Bergkvist Helga Harðardóttir les þýð- ingu sína (4). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. Fluttur verður bókarkafli eftir Vilhjáim S. Vil- hjálmsson og ljóð eftir séra Sigurð Ein- arsson. 11.00 íslensk kór- og einsöngslög. 11.30 Frá Norðurlöndum Umsjón: Bor- gþór Kjæmested. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Á frívaktinni Sigríður Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Fílharmóníu- sveitin í New York leikur Slavneskan mars eftir Pjotr Tsjaíkovský; Leonard Bernstein stj./ Shmuel A^shkenasi og Sinfóníuhljómsveitin í Vín leika Fiðiu- konsert nr. 1 í D-dúr eftir Noccoló Pag- anini; Heribert Esser stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifur heppni“ eftir Armann Kr. Einarsson. Höfundurinn lýkur lestri sínum (10). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Gréta Ólafsdóttir (RÚVAK). 17.00 „Fyrir sunnan“, bókarkafli eftir Jennu Jensdóttur Höfundurinn les. 17.15 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þorsteindóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdótt-' ir kynnir. 20.40 Frá Zukofsky-námskeiðinu í Reykja- vík 1982 Sinfóníuhljómsveit Zukofsky- námskeiðsins leikur; Paul Zukofsky stj. a. Sinfónía í C-dúr eftir Igor Stravinsky. b. „Lontano" eftir György Ligeti. c. „Vorblót" eftir Igor Stravinsky. 21.45 Viðtalsþáttur Vilhjálmur Einarsson ræðir við Egil Jónasson frystihússtjóra á Höfn í Hornafirði. 22.35 Kvöldsagan: „Skáldið á Pröm“ eftir Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórs- son les (15). 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. Gestir Jónasar verða Auður Gunnarsdóttir hótelstjóri á Húsavík og Áskell Jónsson söngstjóri. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjón: Karl Sigtryggs- son. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Prúðuleikararnir Gesur þáttarins er bandaríski söngvarinn Mac Davis. Þýð- andi Þrándur Thoroddsen. 21.35 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjón: Margrét Heinreks- dóttir og Sigrún Stefánsdóttir. 22.45 Á glapstigum (Badlands) Bandarísk bíómynd frá 1973. Leikstjóri: Terrence Malick. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Sissy Spacek og Warren Oats. Myndin gerist í Suður-Dakóta og Montana um 1960. Aðalpersónurnar eru ungur skot- vargur og unglingsstúlka á flótta undan lögreglu eftir óhugnanlegt manndráp. Þýðandi Björn Baldursson. Myndin er alls ekki við hæfi barna. 00.20 Dagskrárlok. .Martin Sheen í hlutverki ann- Holly sem leikin er af einni bestu leikkonu síðari tíma, Sissy Spacek. arrar aðalpersonu myndar- innar, Kit. Föstudagsmyndin kl. 22.45: Á glapstigum Föstudagsmynd sjónvarps- ins, Á glapstigum (Badlands) er bandarísk frá árinu 1973. Myndin gerist í Suður-Dakóta og Montana og snýst sögu- þráðurinn um ástir unglings- stúlku og eilítið eldri unnusta hennar. Faðir stúlkunnar set- ur sig upp á móti sambandi þeirra, en ekkert fær stöðvað strák og stelpu ef bæði vilja. Faðirinn fellur í valinn og par- ið lendir á flótta undan lög- reglunni. Fleiri morð fylgja í kjölfarið. Með aðalnlutverk fara Martin Sheen, Sissy Spacek, Warren Oates og Roman Bi- eri. Leikstjóri er Terrence Malick. Kvikmyndahandbókin hef- ur þessari mynd afbragðsgóða einkunn eða þrjár stjörnur og eru í þeim dómi dregin til vitn- is mikið átorítet á sviði kvik- myndanna. Hitt er svo annað mál að fyllsta ástæða er til að vekja athygli á að myndin er alls ekki við hæfi barna. Sjónvarp kl. 21.00 Prúðu- leikarar Gestur Kermits og Svínku og annarra umsjónarmanna þessa þáttar er í kvöld bandaríski söngvarinn og lagasmiðurinn Mac Davis. ___________Útvarp kl. 22.35_____ Skáldið á Þröm Baldvin Halldórsson les úr bók Gunnars M. Magnús, sem unnin var úr æviminningum Magnúsar Hjaltasonar Mörgum mun áreiðanlega þykja fengur í að hlusta á upp- lestur Baldvins Halldórs- sonar á verki Gunnars M. Magnúss, Skáldið á Þröm. Líkt og Halldór Laxness sótti Gunnar efnivið sinn í bók sína í hina döpru jarðvist al- þýðuskáldsins Magnúsar Hjaltasonar sem lést úr innan- meinum á miðjum aldri. Skáldið á Þröm er í raun ævisaga Magnúsar og því ekki færð í búning skáldsögunnar eins og Halldór gerði í Heimsljósi. Þetta er 15. lestur Baldvins. Gunnar M. Magnúss rit- höfundur. ___frá lesendum____ Hugleiðing um landnám Glúmur Hólmgeirsson skrifar: Alþekkt er að tvennum augum lítum við fslendingar á sögu okkar. Ráðandi mun sú skoðun, og virðist frekast hjá fræðimönnum, að trúa beri frásögn Ara fróða, að hér hafi verið óbyggt land er Norð- menn námu hér land. Aðrir draga sögu Ara í efa og telja, að víða í frásögn hans skíni það í gegn, að hér hafi verið mikil byggð áður en norrænir menn komu. Það styður þessa skoðun að ýmislegt hefur fundist, svo sem fornir peningar o.fl., sem bendir til eldri búsetu í landinu. En menjar bygginga frá eldri búsetu hafa ekki ver- ið fundnar svo öruggt sé, enda virðist ekki mikill hugur á því að leita þeirra. í Þorskafirði heita Kolla- búðir. Segir Ari Jöchumsson, en hann lifði fram á þessa öld, að hann hafi séð á Kolla- búðum kringlótt grjótbyrgi og jafnvel eitt uppi standandi. En á írlandi voru og eru þau alþekkt. Aldrei hefur heyrst að íslenskir fræðimenn hafi forvitnast um þessar Kolla- búðir. En svo er skýrt frá því í fyrrahaust, 1981, að fundist hafi í Vestmannaeyjum hústóft, sem talið var öruggt að væri eldri en norrænt landnám, en nánari rannsókn yrði að bíða næsta sumars. Nú er það sumar liðið og ekki get- ið neinna tíðinda af rannsókn á nefndri hústóft. Hefur allur áhugi á rannsókn runnið út í sandinn? Ég man ekki betur en kona, sem var fyrir nokkr- um árum að rannsaka gamlar ■ byggingaleyfar í Vestmanna- eyjum, þættist hafa orðið vör leyfa af byggingum frá eldri tíð en norrænu landnámi, og fengi litlar þakkir fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.